Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 33 Ódauðlegur Svanasöngur Tónleikaröö Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu er nú í fullum gangi. Síðastliöið þriöjudags- kvöld var komið að þeim Kristni Sigmundssyni söngv- ara og Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Á efnis- skránni voru fimmtán lög eftir Schubert sem saman bera heitið Svanasöngur. Þau eru viö ljóð eftir Rellstab, Heine og Seidl, og eru með því síðasta sem tónskáldið samdi. Kristinn Sigmundsson var nokkuð mjóróma í fyrstu, en sótti fljótt í sig veðrið. Það er bara eðlilegt; tónlistar- maður þarf yfirleitt að venjast áheyrendunum og hita sig upp á sviðinu áður en hann kemst á flug. Kristinn var ekki lengi að því; strax í fjórða laginu, Strándchen (Mansöngur) var hann farinn að syngja af fullum styrk, og var óstöðvandi eftir það. Enda hefur hann stórfenglega rödd, fullkomna tækni og ber allt mjög skýrt fram. Því miður er það ekkert sjálfsagt; margir •söngvarar syngja þannig að maður skilur ekki bofs og hefur ekki hugmynd um hvað viðkomandi er að fara. Svo er ekki um Kristin; hvert orð á umræddum tónleikum var þrungið tilfmningu og oft urðu áhrifm yfirþyrmandi. Sérstaklega ber að nefna lögin Aufenthalt (Áning), In der Feme (í fjarlægð), Der Doppelganger (Tvífar- inn) og Die Taubenpost (Dúfupósturinn). Öll voru þau sniildarlega flutt og hafa margir eflaust klökknað á tónleikunum. Enda skynjaði maður alúðina sem hefur verið lögð í undirbúning þessa listviðburðar. Er þáttur undirleikarans, Jónasar Ingimundarsonar ekki lítill og á hann mikið lof skilið fyrir. Þetta voru því með bestu tónleikum sem undirritaður hefur farið á. Hér vora líka frábærir tónlistarmenn á ferðinni sem hafa náð mikilli dýpt í listsköpun sinni. Eitthvað hefur verið kvartað yfir hljómburðinum í Borgarleikhúsinu. Hann þykir ansi þurr enda teppi yfir öllu. Þetta virtist þó ekki koma að sök, að minnsta Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Tónlist Jónas Sen kosti ekki þar sem undirritaður sat - sem var nokkuð framarlega. En þessir tónleikar hefðu reyndar allt eins getað verið haldnir í bílskúr. Áhrifin hefðu orðiö alveg jafn stórkostleg. Tímamótaklúður í Auga fyrir tönn, nýútkominni skáldsögu Kormáks Bragasonar, er fjallað um jafn viðkvæmt og vandmeðf- arið efni og kynferðislegt ofbeldi. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það: ef ætlunarverk höfundar hefur verið að skrifa trúverðuga, eftirminnilega og átakanlega sögu þá mistekst það hrapallega. Fyrst ber að telja þau mistök höfundar að kynna allar persónur í stuttum inngangi og rekja auk þess söguþráð lið fyr- ir lið svo lesandinn veit hvernig sagan endar áður en hann hefur lesturinn! Þetta tíðkast í ritun fræðilegra verka en getur vart talist nauðsyn í skáldverkum! Hér ber allt að sama brunni: stíll og uppbygging sögu er tómt klúður og persónulýsingar fyrir neðan allar hell- ur. Dæmi: „Hún var oftast í gallabuxum, sem ekki var heppilegasti klæðnaðurinn til að draga úr því hve rass- mikil hún var. Hún var nefnilega með dæmigerðan kúlurass og þegar hún gekk datt manni helst í hug jeppi með kerru aftan í eða eitthvað svoleiðis." (112) Og ekki er meiri rækt lögð við lýsinguna á einni af aðalpersónunum bókarinnar: „Ég held að það sé óhætt að segja að Jónsteinn hafi hlotið gott uppeldi í æsku. Hann hafði, eins og sagt er, verið alinn upp í guðsótta og góðum siðum ... " (bls. 9). Með tilliti til þess sem síöar kemur er þessari setningu greinilega ætlað að leggja áherslu á siðferðilegt ástand Jónsteins sem er tiltölulega gott þó honum verði að vísu á í messunni eins og reyndar flestum öörum persónum bókarinnar. Drjúgur hluti bókarinnar fer einmitt í að kynna per- sónur á álíka „myndrænan" hátt og hér hafa verið gefin dæmi um og inn í þær lýsingar fléttast gjarnan sögur af því hvemig þeim verður hált á vegi dyggðar- innar. Það skýrist hins vegar ekki fyrr en undir lokin hvaða hlutverki þær sögur gegna en þessi innlegg eru flest á kynferðislegum nótum og hvert öðru neyðar- legra. Aðalfantur sögunnar og sá sem allir þræðir hggja til kemur hins vegar lítið við sögu fyrr en í 14. Bókmenntir Sigríöur Albertsdóttir þætti af tuttugu og fjórum en þá kemur í ljós aö maður- inn hefur beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi árum saman. Kynferðislegum athöfnum óbótamannsins er lýst í smáatriðum en tilfinningar fórnarlambanna eru hins vegar ekki til umræðu. Það hræðilegasta sem dótturinni dettur í hug þegar hún er beðin að lýsa áhrifum hinnar átakanlegu lífsreynslu er að segja að hún hafi verið dáleidd! (125) En þótt rödd hennar sé lágvær fær hún þó að leggja orð í belg, ólíkt stúlkunni Súsý sem ung lendir í klónum á afbrotamanninum. Sú er bæði óálitleg og einfold og fær viðurnefnið aum- ingi! Hvaö verður um hana eftir meðferð fantsins er algjört aukaatriði, tilvist Hennar virðist aðeins bundin við að bæta inn „krassandi" lýsingum á kynórum karlsins. í lokakaflanum ákveða aðstandendur mannsins að taka til sinna ráða og þá loksins skýrist ætlunarverk höfundar sem virðist fyrst og fremst fólgið í að varpa fram spurningunni: hver er þess umkominn að dæma? Ofbeldið fellur í skuggann af kjánalegu masi og tilburð- um sögupersóna og niðurstaða er óljós. Það eina sem vekur athygh og umhugsun við lestur þessarar skáldsögu er hve illa hún er úr garði gerö á allan mögulegan og ómögulegan hátt og ólíklegt að hennar verði minnst fyrir annað en hve fullkomlega höfundi tekst að klúðra viðfangsefni sínu. Auga fyrir tönn Kormákur Bragason Hekluútgáfan 1995 TUkynningar Basar á Sólvangi Hinn árlegi basar Sólvangs verður hald- inn nk. laugardag 4. nóvember. Eins og áður eru til sölu ýmsir munir vistmanna sem þeir hafa unnið. Mikið af fallegum vörum. Basarinn hefst kl. 14. Getraunaleikur Gulu línunnar Á annað þúsund manns tóku þátt í get- raunaleik Gulu línunnar á sýningunni Tækni og tölvur og á vef Gulu linunnar (http://www.midlun.is/gula/.) Dregið var úr réttum svörum 16. október. Fyrsta vinning fékk Sigurður Ingi Grétarsson, helgarferð til Egilsstaða fyrir tvo og gist- ingu á Hótel Válaskjálf í boði hótelsins og íslandsflugs að verðmæti 35.000 kr. 2. verðlaun hlaut Ágúst Karlsson, þriggja rétta málsverð á veitingahúsinu Jónatan Livingston mávi að verðmæti 10.000 kr. 3. verðlaun komu í hlut Þorvaidar Jóns- sonar og fær hann málsverð á Jónatan Livingston mávi að verðmæti 10.000 kr. Vegna þess hve þátttaka í leiknum var góö hefur verið ákveðið að halda áfram með getraunaleik á veraldarvef Gulu lín- unnar og hefst næsti leikur í byijun nóv- ember. A myndinni eru Valdimar Birgis- son, starfsmaður Gulu línunnar, og Sig- urður Ingi Grétarsson vinningshafl. Tapadfundið Fress tapaðist frá Hverfisgötu Grár og hvítur ársgamall vanaður fress tapaðist frá Hverfisgötu 58 í Reykjavik á Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI568-8000 Stóra svið. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 4/11 kl. 14, fáein sæti laus, sun. 5/11 kl. 14, laud. 11/11, sun. 12/11. Litla sviðkl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmilu Razumovskaju Fös. 3/11, uppselt, laud. 4/11, fáein sæti laus, fös. 10/11, uppselt, laud. 11/11. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 8. sýn.fim. 2/11, brún kort gilda, 9. sýn. lau. 4/11, bleik kort gilda. Stóra svið kl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 3/11,fös. 10/11. ATH. TVEIR MIÐAR FYRIR EINN. Ath. Siðustu sýningar. Samstarf sverkef ni við Leikfélag Reykjavikur: Barflugurnar sýna á Leynibarn- um kl. 20.30. BARPAR eftir Jim Cartwright Fös. 3/11, uppselt, lau. 4/11, uppselt, aukas. lim. 9/11, fös. 10/11, uppselt, laud. 11 /11, örfá sæti laus, fös. 17/11, lau. 18/11. Stóra svið kl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Miövd.1/11,fáeinsætilaus, laud. 11/11 kl. 23.30, fim. 16/11, uppselt, fáar sýningar e«- ir. Tónleikaröð LR: Á stóra sviði, alltaf á þriðjudög- um kl. 20.30. Þrl.7/11.Capul Skandinavisk nútimaverk. Miðaverð 1.200 kr. íslenski dansflokkurinn sýnir á stóra sviöi: Sex ballettverk Aðeins þrjár sýningar! Frumsýning lim. 9. nóvember kl. 20.00, sýn. sun. 12/11 kl. 20.00, laugard. 18/11 kl. 14.00. Önnurstarfsemi: Hamingjupakkið sýnir á litla sviði kl. 20.30: DAGUR söng-, dans- og leikverk eftir Helenu Jónsdóttur Frumsýning. tim. 2/11, sýn. sun. 5/11, þri. 7/11. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stórasviðiökl. 20.00. GLERBROT eftir Arthur Miller Frumsýning föd. 10/11,2. sýn. mvd. 15/11, 3. sýn. sud. 19/11. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson I kvöld, örfá sæti laus, Id. 4/11, uppselt, sud. 5/11, örfá sæti laus, sud. 12/11, uppselt, fid. 16/11, uppselt, Id. 18/11, uppselt, Id. 25/11, örfá sæti laus, sud. 26/11, nokkur sæti laus, fid. 30/11, nokkur sæti laus. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Á morgun, föd., næstsiöasta sýning, Id. 11/11, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 4/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 5/11 kl. 14.00, uppselt, Id. 11/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 12/11 kl. 14.00, uppselt. Id. 18/11 kl. 14.00, örlá sæti laus, sud. 19/11, kl. 14.00, örlá sæli laus, id. 25/11 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 26/11 ki. 14.00, uppselt, íid. 30/11, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Litla sviðið kl. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftir Tankred Dorst í kvöld, á morgun, (öd. 10/11, Id. 11 /11. Smiðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Ld. 4/11, uppselt, sud. 5/11, uppsel, sud. 12/11,80. sýning, fíd. 16/11, örfá sæti laus, Id. 18/11, uppselt, mvd. 22/11, Id. 25/11. ATH! Sýningum fer fækkandi. Miðasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Einnig simaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Sími miðasölu: 5511200 Simi skrifstofu: 5511204 VELKOMIN Í ÞJÓDLEIKHUSID! í I ÍSLJLNSKA ÓPERAN l I iiiii Sími 551-1475 Laud.4/11 kl.21.00, laud. 11/11 kl.21.00. MADAMA BUTTERFLY Frumsýning 10. nóv. kl. 20. Hátiöarsýning 12. nóv. kl. 20. 3.sýn. 17. nóv. kl. 20. Aimennsalahafin. Miöasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLliKORTAÞJÓNUSTA IJlfíVlK/í/Ó (’tift ífutón (<> i /«(i r f.<iii</«r<f<i</(nii I. mír, kl. 21.00 laugardagskvöldið sl. Hann er eyma- merktur. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er niðurkominn er hann vinsamlegast beðinn að hringja í s. 551 7905. Fjailahjól tapaðist úr Arahólum 24 tommu, 18 gira rauðbleikt og gullt flallahjól með svörtu stýri hvarf úr þjóla- geymslu í Arahólum 4. Ef einhver hefur séð hjóhð eða veit hvar það er niðurkom- ið er hann vinsamlegast beðinn að hringja í s. 557 7636.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.