Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
Fréttir
Fyrrum leigubílstjóri ákærður fyrir skipulagðar blekkingar og 15,4 milljóna fjársvik:
Svik gegn fjölda fólks,
sumu með skerta heilsu
Rúmlega fimmtugur maöur, sem
löngum hefur stundaö leigubílaakst-
ur í Reykjavík, hefur verið ákæröur
fyrir ítrekuö fjársvik með því að hafa
kerfisbundið blekkt níu manns, flest
konur, sem fæstar þekktust innbyrð-
is, til að taka á sig samtals 15,4 millj-
óna króna fjárskuldbindingar með
ýmsum hætti á rúmlega þriggja ára
tímabili. Sumar konumar bjuggu við
skerta andlega heilsu.
Manninum er gefið að sök að hafa
tekist að telja fólkinu trú um að hann
myndi greiða þessar skuldbindingar
- konumar og aðrir sem í hlut áttu
þyrftu engar áhyggjur aö hafa þar
sem maðurinn hefði svo góðar tekj-
ur. Hann hefði sagt fólkinu að hann
ætti von á vaxta- og tryggingabótum.
Maðurinn er jafnframt ákærður fyr-
ir að hafa aldrei ætlað sér að standa
í skilum með skuldabréf, víxla og veð
þár sem hann fékk fólkið til að gang-
ast í ábyrgðir fyrir sig - enda var fjár-
hagur hans með þeim hætti aö hann
átti enga möguleika á að standa við
skuldbindingamar sem hann kom
sér í.
Stöðugt fjármálasukk
Ákæran á hendur manninum er í
29 hðum og lýsir umfangsmiklu fjár-
málasukki á tímabilinu frá júlí 1991
til október 1994. í flestum mánuðum
tímabilsins vora hundruð þúsunda
króna ýmist fengin aö láni hjá kon-
imum eða hann fékk þær til að gefa
út skuldabréf, víxla eða skuldabréf-
alán og aUt með fjárskuldbindingum
viðkomandi þó svo að maðurinn hafi
ráðstafað fénu í eigin þágu.
Ein kvennanna átti við alvarleg
geðræn vandamál að stríða. Hana
fékk maðurinn til að vera útgefandi
á skuldabréfaláni hjá Glitni hf. að
upphæð 1,7 milljónir króna og lét
hana síðan kaupa nýjan bíl á hennar
nafni sem hann notaði síöan í leigu-
bílaakstur. Hann fékk konuna síðan
til að samþykkja og gefa út víxla fyr-
ir sig upp á 600 þúsund krónur sem
hann seldi og notaði flesta í eigin
þágu.
Önnur kona var á lokaðri geðdeild
Landspítalans þegar maðurinn fékk
hana tíl að veðsetja fasteign sína fyr-
ir veðskuldabréfaláni upp á 1,5 millj-
ónir. Til aö fá veöleyfið sagði hann
konunni að hann ætti von á trygg-
ingabótum upp á 4 milljónir sem
hann fékk aldrei.
Ein konan lenti í
5 milljóna „flækju“
Þriðju konuna fékk maðurinn til
að lána sér peninga eða skrifa upp á
skuldabréf eða skuldabréfalán fyrir
samtals hátt í 5 milljónir króna. í
þeirri upphæð felast sjö peningalán
konunnar á örfáum mánuðum síð-
asta árs upp á samtals tæpar 1,8
milljónir auk sjálfskuldarábyrgðar
hennar og reyndar einnig þeirrar
sem var á lokuðu geðdeildinni upp á
2,3 milljónir.
Fjórðu konuna fékk maöurinn til
að taka fyrir sig lán, oftast skulda-
bréfalán, upp á samtals rúmar 2,8
milljónir króna. í eitt skiptið tók kon-
an slíkt lán upp á eina milljón. Mað-
urinn lét konuna skrifa upp á og seldi
síðan sjálfur bréfið og lagði andvirðið
inn á tékkareikning sinn en 738 þús-
und krónum var varið af upphæðinni
til greiðslu Visaskuldar.
Aðrir aðilar í málinu, fimm manns,
skrifuðu upp á lægri fjárhæðir en
framandgreindarkonur. -Ótt
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra bætir í kaffibolla Theodors M. Tschopp, forstjóra Alusuisse-Lonza, á blaða-
mannafundi í gær. DV-mynd GVA
Theodor M. Tschopp, forstjóri Alusuisse-Lonza:
Stór stund fyrir okkur
- ekkert í þessum heimi er áhættulaust, segir Jóhannes Nordal
Stækkun álversins:
Formleg
undirritun
um miðjan
mánuðinn
Niðurstöður viðræöna um
stækkun álversins í Straum-
svík vora kynntar í Reykjavík
í gær. í kíölfarið sendu Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra og
Theodor M. Tschopp, forstjóri
Alusuisse-Lonza, frá sér sam-
eiginlega yfirlýsingu um efnis-
atnði samkomulagsins.
í yfirlýsingunni segir aö
stækkun álversíns feli í sér
byggjngu nýs kerskála með 62
þúsund árstonna framleiðslu-
getu, stækkun steypuskála og
betrambótum á annarri að-
stöðu. Stefnt er aö þvi að nýi
kerskálinn og önnur tengd aö-
staða veröi fullbyggð innan
næstu 24 mánaða og aö rekstur
kerskálans hefjist á síðasta árs-
fjórðungi ársins 1997.
Fram kemur í yfirlýsingunni
að umhverfisráöherra hafi gef-
ið út starfsleyfi fyrir stækkun
og aö ríkisstjóm íslands hafi
samþykkt að staöfesta viðauka
við gildandi aðalsaming viö
Alusuisse-Lonza. Stefht er að
því að gengið verði formlega frá
samkomulaginu á sérstökum
undirskriftarfundi í Reykjavík
um miðjan nóvember. Sam-
kvæmt yfirlýsingunni á stað-
festing Alþingis að liggja fyrir
eigi síðar en um miöjan des-
ember næstkomandL
-kaa
„Þetta er stór stund fyrir okkur í
Alusuisse-Lonza og trúlega einnig
fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Theo-
dor M. Tschopp, forstjóri Alusuisse-
Lonza, eftir að samkomulag félagsins
við íslensk stjórnvöld um stækkun
álversins í Straumsvík hafði verið
kynnt í Reykjavík í gær.
Theodor kom til landsins í gær
ásamt Kurt Wolfensberger, forstjóra
áldeildar Alusuisse-Lonza. Á blaða-
mannafundi sem þeir sátu ásamt
Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra og
samninganefnd íslands síödegis í
gær sagði Theodoer AIusuisse-Lonza
vera að hugsa til framtíðar þegar það
ákvað að ráðast í stækkun. Stækkun-
in fæh meðal annars í sér aö félagið
framleiddi sjálft um helming þess áls
sem það þyrfti til úrvinnslu.
Á fundinum geröi Kurt grein fyrir
helstu ástæðum þess að ákveðið var
að stækka álverið á íslandi. í því
sambandi nefndi hann sérstaklega
hagstætt orkuverð, vinsamlegt
skattaumhverfi og bætt innra skipu-
lag í álverinu.
A fundinum var upplýst að nýr
orkusölusamningur mundi taka gildi
með stækkun álversins. í stað gólfs
og þaks á raforkuverði mun það al-
farið stjórnast af álverði. i núverandi
samkomulagi ráðast hins vegar um
60 prósent af raforkuveröinu af þaki
og gólfi á álverði. Þá munu skattar
álversins lækka til samræmis yið það
sem íslensk fyrirtæki búa við’.
Aðspurður um orkuverðið vildi
Jóhannes Nordal, formaður samn-
inganefndar íslands, ekki kannast
við að orkuverðiö yrði óeðlilega lágt.
Það að htið væri til íslands sem kosts
í stóriðjumálum væri lágt orkuverð.
Til langs tíma mætti búast við aö
ávinningur Landsvirkjunar væri
viðunandi. „Ekkert í þessum heimi
er áhættulaust," sagði Jóhannes hins
vegar um hugsanlegar verðsveiflur.
-kaa
NIÐURSTAÐA
Á að veita rúmensku rní ifcmQ
konunni hæli hérlendis? rJrJf
yU4-16U
Stuttar fréttir
Varnartiðið mikilvægt
Gjaldeyristekjur íslendinga af
varnarhðinu nema 92 mihjöröum
króna á undanfómum 10 árum.
Skv. Viðskiptablaðinu er vam-
arhöið álíka mikilvægt fyrir þjóð-
ina og eitt álver.
Loðnubræðslabætt
Unnið er að miklum endurbót-
um á síldar- og fiskimjölsbræðslu
HB hf. á Akranesi. Kostnaðurinn
er um 100 mihjónir. Skv. Viö-
skiptablaöinu eykst afkastageta
verksmiöjunnar úr 430 tonnum á
sólarhring í 750 tonn.
Frá árinu 1988 hefur rekstrar-
kostnaður félagsmálaráðuneytis-
ins aukist um 50% aö raungildi.
Að sama skapi hefur starfsmönn-
um ráðuneytisins fjölgaö veru-
lega. Viðskiptablaðiö greindi frá.
Bóndifærbætur
Gerðardómur hefur dæmt land-
búnaðarráðuneytið til að greiöa
Óðni Sigþórssyni, bónda i Einars-
nesi í Borgarfirði, 37,5 milijónir í
bætur fyrir skerðingu á laxveiði-
hlunnindum jarðarinnar.
Dýrari skíðakort
Skíðakort í lyftumar i Bláfjöll-
um hækka að meðaltali um 7%
þegar svæðiö verður opnað í vet-
ur. Tíminn greindi írá þessu.
Hlutabréf tóku kipp
Viðskipti með hlutabréf tóku
kipp í gær. Skv. Morgunblaðinu
er ástæðan rakin til þeirrar
ákvörðunar Alusuisse-Lonza að
stækka álverið í Straumsvík.
Valdameirifulltrúi
Til stendur að byggingafulltrú-
inn í Reykjavík taki aö sér að af-
greiða ýmis verkefni sem til þessa
hafa fariö fyrir bygginganefhd.
Verkefnin era m.a. teikningar
vegna brunamála, minni háttar
úthtsbreytingar, umsóknir um
uppsetningu girðinga og óskir um
tijáfehingar. RÚV greindi frá.
Nlðdleftvspum
Eftirspurn eftir fiskimjöh og
lýsi er mikil um þessar mundir.
Skv. Morgunblaðinu nemur
veröhækkunin allt að 30%. -kaa