Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SN/ELAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTi 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Gárur á kyrrstöðupolli Ákvörðun Alusuisse-Lonza um stækkun ísals er óneitan- lega töluverður léttir. Hún hefur ekki aðeins áhrif á þjóð- arhag, heldur einnig á þjóðarsál. Hún dregur úr þeim ugg, að ísland sé orðið slíkur kyrrstöðupollur, að enginn vilji fjárfesta hér, ekki einu sinni út á lágu launin. Talið er, að það kosti tólf milljarða króna að stækka ál- verið í Straumsvík og að nokkur hundruð manns muni starfa við bygginguna. Það mun um skeið efla atvinnu á Suðvesturlandi og einkum verða lyftistöng í bygginga- iðnaðinum, sem hefur verið að veslast upp að undan- förnu. Þungu fargi er létt af Landsvirkjun og okkur eigendum hennar, því að stækkun ísals leiðir til aukinnar orkusölu um 900 gígawattstundir á ári. Sú er einmitt umframork- an, sem hefur verið ónotuð, síðan lokið var við Blöndu- virkjun. Og nú verður raunar hægt að virkja meira. Langtímaáhrif í atvinnumálum verða minni. Þegar stækkun álversins er lokið, munu aðeins 70 manns starfa þar til viðbótar við þá, sem fyrir eru. Álver eru ekki þess eðlis, að rekstur þeirra skapi mikla vinnu. Þess vegna frestar stækkun ísals bara atvinnukreppunni. Okkur veitir ekki af þessum létti. Undanfarin misseri hefur íjölgað þeim, sem missa trú á kyrrstöðupolli ís- lands og leita sér að atvinnu úti í heimi, þar sem laun eru tvöföld íslenzk laim. Fólk hefur í auknum mæli orð- ið þreytt á endalausu basli lífsbaráttunnar á Íslandi. Á laugardaginn birtust hér í blaðinu viðtöl við fisk- verkafólk, sem flutzt hefur tH Hanstholm í Danmörku, hefur þar meira en 1.000 krónur á tímann, kaupir sér ein- býlishús og býr við félagslega veHerð, sem er langt um- fram þá, sem komið hefur verið á fót hér á landi. Fólkið í Hanstholm á tæpast orð tH að lýsa mismunin- um á Danmörku og íslandi. Fjárhagslegar áhyggjur hafa horfið eins og dögg fyrir sólu og fólkið segist meira að segja hafa efni á að eignast böm. Það velur misheppnuð- um þjóðarleiðtogum íslands fremur ófögur orð. íslendingarnir segjast hafa flúið spiHingu og fátækt á íslandi, skrípaleik og skuldasöfnun, virðingarleysi og ör- yggisleysi, og leitað á náðir manneskjulegra þjóðfélags, sem veiti vinnufúsu fólki góðar tekjur. Þeir segjast nú hafa oftar en áður ráð á að fara tH Reykjavíkur. ísland er ekki vont við aUa. Það er gott við sæmHega stæða og miðaldra íslendinga, sem hafa komið sér fyrir í lífinu. Það er hins vegar vont við unga fólkið og aUa þá, sem þurfa á brattann að sækja í lífinu. En það em hinir fyrrnefndu, sem stjóma kyrrstöðunni á íslandi. Meirihluti íslendinga er sáttur við kyrrstöðuna og viU brenna miUjörðum króna á hverju ári tH að varðveita búsetu um aUt.land, jafnvel þótt það kosti þjóðina mikla skatta, hátt matarverð og lág laun. Þessi íhaldssami meirihluti telur sig samt vera ofan á í lífinu. Hér á landi vantar pólitískan vHja tH að brjóta hlekki fortíðarinnar og sækja inn í framtíðina, skipta út at- vinnuvegum og taka þátt í Evrópusambandinu. Hér vUja menn helzt að ekkert gerist, af því að það raskar sem minnst ró þeirra. Þetta er dæmigerður kyrrstöðupoHur. Stækkun ísals leysir ekki þennan vanda. Hún getur jafnvel leitt tH, að landsfeðurnir telji sér fremur en eUa óhætt að halda áfram að gera ekki neitt annað en að stunda ferðalög. Þeir kunna að vUja telja sér trú um, að efnahagsvandinn hafi verið leystur í Straumsvík. Megináhrif fréttarinnar um stækkun ísals em þó önn- ur og betri. Þau endurvekja þá tiífinningu, að eitthvað sé að gerast, að gámr séu komnar á kyrrstöðupoUinn. Jónas Kristjánsson „Ljóst er að mismunur á milli skóla er til staðar og hafa þeir búið við misjafnar forsendur og skilyrði," segir m.a. í grein Vilhjálms. Betri grunnskóli Mikil tímamót urðu í sögu sveit- arfélaganna í byrjun mars sl. þeg- ar ný lög um grunnskólann voru samþykkt sem fela í sér að allur rekstrarkostnaður grunnskóla færist yfir til sveitarfélaganna. Um er að ræða mikilvægasta og viða- mesta verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga fyrr og síðar. Samkomulag forsenda yfir- færslunnar Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur frá byrjun ver- ið lögð rík áhersla á að samkomu- lag næðist miOi ríkis, sveitarfé- laga og kennara um réttinda- og lífeyrissjóðsmál kennara og um mat á kostnaði og flutningi tekju- stofna frá riki til sveitarfélaga. 57. grein laganna kveður á um að lög- in komi að fuOu tO framkvæmda 1. ágúst 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt lög hvað varðar þessi at- riði. Nú er að störfum verkefnis- stjórn og þrír vinnuhópar. Þar hafa fuOtrúar aOra aðila unnið saman af fuOum heUindum og á þessu stigi ekki hægt að greina vandamál sem koma í veg fyrir yf- irfærsluna. M. a. á grundvelli þeirrar vinnu verða nú í vetur lögð fyrir Alþingi nauðsynleg laga- frumvörp vegna yfirfærslunnar. Sveitarfélögin hafa samhliða þess- ari vinnu unnið að undirbúningi þess að yfirtaka verkefni fræðslu- skrifstofanna og sérskóla svo og að fyrirkomulagi á kjarasamnings- gerð og tilhögun ýmissa annarra verkefna er þau yfirtaka frá ríkinu í tengslum við yfirfærsluna. Öllum sveitarfélögum tryggðir tekjustofnar Eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir um þessa yfir- færslu og hefur einn fyrrv. þing- maður gengið svo langt að fullyrða að með færslu grunnskólans til Kjallarinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands ísl. sveitarfé- laga og borgarfulltrú sveitarfélaga sé verið að skapa að- stæður tU að flokka þjóðina í 1. og 2. flokks íbúa. í undirbúningsstarf- inu er unnið samkvæmt því mark- miði að öllum sveitarfélögum verði tryggðar tekjur tU að reka grunnskólann, m. a. með sérstök- um jöfnunaraðgerðum frá Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Enn fremur liggur nú fyrir að sveitarfélögin munu langflest sam- einast um rekstur skólamálaskrif- stofu í einstaka landshlutum, sem taka í meginatriðum við þeim verkefnum sem fræðsluskrifstof- urnar hafa nú með höndum.- Heildarkostnaður við grunn- skólann er á þessu ári rúmlega 10 milljarðar króna og greiða sveitar- félögin rúmlega 5 mOljarða króna í stofn- og reksturskostnað. Ljóst er að mismunur á mUli skóla er til staðar og hafa þeir búið við mis- jafnar forsendur og skUyrði, tU að uppfylla lagaákvæði, þrátt fyrir að ríkið hafi borið ábyrgð, annast framkvæmd og haft eftirlit með því að lögunum sé framfylgt. Metnaður sveitarstjórna Framlög sveitarfélaga tU skóla- mála hafa stóraukist á undanförn- um árum og sveitarfélögin greiða nú 350-400 milljónir króna um- fram lögboðnar skyldur sínar, m. a. í þeim tUgangi að fjölga kennslustundum, greiða kennslu nemenda með sérþarfir og efla skólastarfið á margvíslegan hátt. Óhætt er að fullyrða að sveitar- félögin hafa almennt rækt hlut- verk sitt vel hvað varðar rekstur grunnskólans og að metnaður sveitarstjórnarmanna er mikill fyrir hönd skólans. í opinberri um- ræðu hefur einnig komið skýrt fram að áhugi þeirra á málefnum grunnskólans og áhersla á betri grunnskóla hefur aukist á undan- förnum árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Óhætt er aö fullyrða að sveitarfélögin hafa almennt rækt hlutverk sitt vel hvað varðar rekstur grunnskólans og að metn- aður sveitarstjórnarmanna er mikill fyrir hönd skólans.“ Skoðanir annarra Seölalaust þjóðfélag „Ég tel að það sé framundan hér á landi að hægt verði að komast af án seðla og myntar. Þegar svo er komið að um 60-70% allrar einkaneyslunnar fer fram meö rafrænum hætti og því er það bara hand- an við hornið að gefa út myntkort sem ætluð eru til ýmissa smágreiðslna sem fólk notar seðla og mynt tO í dag, t.d. í sjoppum og bílastæðahúsum. Það mun ekki langur tími líða þangað tU að við munum bjóða hér á markaðinum myntkort sem kemur inn á þetta svið. Ég tel að innan fimm ára megi segja að þjóðfé- lagið verði orðið auralaust." Einar S. Einarsson í Tímanum 7. nóv. Gætilega í GSM-kerfinu „Það hafa fleiri en einn aðili sýnt áhuga á að setja upp GSM-kerfí. Ef sú verður niðurstaðan að heimUa öðrum aðila að koma þar inn, þá er það mikið verk að undirbúa málið þannig að menn standi jafnfætis. Þetta er ekkert sem menn gera á einum eftirmið- degi. Við erum að tala um almannahagsmuni og mér ber sem ráðherra samgöngumála að gæta hags- muna skattgreiðenda og þjóðarinnar sem á Póst- og símamálastofnun. Við hljótum að fara gætilega í þessum efnum.“ Halldór Blöndal í Mbl. 7. nóv. Óþolandi hlutskipti „Það er óþolandi hlutskipti vinstri flokkanna að komast aðeins til valda á 10-20 ára fresti og þá fyr- ir einhverja heppni.... Ungt fólk vUl breytingu. Ungt fólk er ekki tUbúið að venjast stöðugu 15% fylgi þeg- ar best lætur. Við erum ekki tUbúin tU þess að selja okkar hugsjónir um jafnrétti og bræðralag hinu ódýra verði sérvisku og einstrengingsháttar. Þetta ættu þingmenn og annað forystufólk á vinstri væng að hugsa um.... Ungt fólk í vinstri flokkunum verö- ur að sýna frumkvæði í þessum málum sem öðr- um.... ValdahlutfóUum íslensks samfélags verður að breyta. Verðum við kynslóðin sem gerum það?“ Róbert Marshall í Alþbl. 7. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.