Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 Kristján Ragnarsson hefur enn ekki tekið leppinn frá auganu. Leppurinn hefur ekkert hreyfst „Ég bað hann Kristján fyrir tveimur árum, þegar hann var að ræða um vaktafyrirkomulag- ið, að taka nú leppinn frá augan- um. Ég vil endurtaka þá beiðni nú vegna þess að leppurinn hef- ur ekkert hreyfst." Björn Grétar Sveinsson, í Tímanum. Ég segi amen „Þegar fólk vill lifa kristnu lífi er því ekki alveg sama hvað það meðtekur í sinn hugarheim. Ég Ummæli segi amen við því.“ Snorri Óskarsson safnaðarhlrðir, í Alþýðublaðinu. Einstakur leikur „Þetta var einstakur leikur. Við náðum okkur aldrei al- mennilega á strik og settum ekki einu sinni auðveld sniðskot nið- ur.“ Páll Kolbelnsson þjálfari, í Morgunblaðinu. Auralaust þjóðfélag „Ég tel að það sé framundan hér á landi að hægt verði að komast af án seðla og mynt- ar...Ég tel að innan fimm ára megi segja að þjóðfélagið verði auralaust." Einar S. Einarsson, í Tímanum. Engin bókmenntaleg leik- fimi „Það er engin bókmenntaleg leikfimi í verkinu. Sjálfum leið- ast mér þannig bækur. Þannig að það væri ólíkt mér að skrifa á þanrj veg.“ Friðrik Erllngsson, í Alþýðublaðinu. .......■i.niini miHBBfc.ri.li--:VV:" J...... Þorkell Sigurbjörnsson kynnir leikhústónlist sína. Lögin úr leikhúsinu í kvöld verða fyrstu tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins sem helguö er íslenskri leikhústón- list. Mun Þorkell Sigubjörnsson tónskáld kynna leikhústónlist sína og félagar úr Caput-hópnum flytja úrval hennar. Flutt verða lög úr Atómstöðinni eftir Halldór Laxness, Kaj Munk eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur, Jóni Ara- syni eftir Matthías Jochumsson, Kaupmanninum í Feneyjum eftir William Shakespeare og Ljóni í síðbuxum eftir Bjöm Th. Bjöms- son. Tónleikar Þorkell mun, auk þess að kynna tónlistina, segja frá tilurð hennar. Flytjendur úr Caput em þeir Daníel Þorsteinsson, pianó, Eggert Pálsson, slagverk og söng- ur, Guðni Franzson, klarinett og söngur, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Sigurður Halldórsson, selló og söngur, og Sverrir Guð- jónsson, söngur. Dagskráin hefst kl. 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Skúrir eða slydduél I dag verður vestlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél, einkum vestanlands. Gengur norðaustanlands í allhvassa eða hvassa norðvestanátt með éljum er líður á morguninn. Hitinn á land- inu verður á bilinu 1 til 8 stig, hlýj- Veðrið í dag ast suðaustanlands. Á höfuðborgar- svæðinu verður vestan og suðvest- an kaldi en norðvestlægari er líður á daginn. Skúrir eða haglél. Hiti verður 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.50 Sólarupprás á morgun: 9.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.01 Árdegisflóð á morgun: 7.16 (Stórstreymi) Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 5 Akurnes léttskýjaö 4 Bergsstaðir úrkoma 1 Bolungarvík slydda 1 Egilsstaðir rigning 2 Keflavíkurflugvöllur úrkoma 3 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík haglél 2 Stórhöföi úrkoma 4 Bergen súld 7 Helsinki léttskýjaö -12 Kaupmannahöfn lágþokubl. -5 Ósló alskýjaö 0 Stokkhólmur þoka -8 Þórshöfn léttskýjaö 7 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona heiöskírt 9 Chicago hálfskýjaö -1 Feneyjar léttskýjað 4 Frankfurt þokumóóa 3 Glasgow skýjaö 12 Hamborg skýjað 1 London þoka 10 Los Angeles þokumóöa 17 Lúxemborg súld 4 Madríd léttskýjaö 3 Malaga léttskýjaö 11 Mallorca léttskýjaö 4 New York hálfskýjaö 9 Nice léttskýjað 8 Nuuk snjókoma 0 Orlando alskýjaö 23 París þokumóöa 3 Róm heiöskírt 5 Valencia mistur 8 Vín léttskýjaö 1 Winnipeg léttskýjaö -12 Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður: Byrjaði að æfa lyftingar tólf ára gamall „Ég náði á þessu móti þeim ár- angri sem ég hef stefht að. Ég fann strax að ég var í miklu stuði og ár- angurinn lét ekki á sér standa og allt gekk upp og það má segja að þetta hafi verið draumamót mitt,“ segir Auðunn Jónsson kraftlyft- ingakappi sem stal senunni í íþróttum helgarinnar og setti hvert metið á fætur öðru og endaði með að lyfta meiri þyngd samanlagt en heimsmet unglinga er. Auðunn fær það þó ekki viðurkennt vegna þess Maður dagsins að enginn alþjóðlegur dómari var til staðar. Auðunn, sem er tuttugu og þriggja ára gamall, telst enn til unglinga og verður það út þetta ár. „Ég byrjaði að æfa tólf ára og er því búinn að vera ellefu ár sam- fleytt í lyftingunum. Ástæöa fyrir því að unglingaflokkurinn nær upp í tuttugu og þriggja ára er að bannað er fyrir yngri en fjórtán ára að keppa í kraftlyftingum." Auðunn Jónsson. Auðunn sagðist ekki hafa haft neinn sérstakan þjálfara í gegnum tíðina heldur hafi hann fengið leið- beiningar frá sér eldri mönnum. „Þegar ég fór að æfa var strax tek- ið á móti mér sem einum af hópn- um og þeir sem stóðu fremst tóku strax að leiðbeina mér. Nú erum við nokkrir búnir að stofna kraft- lyftingadeild innan HK og erum með góða aðstöðu á Digranesinu.“ Auðunn sagði að hann hefði æft og keppt mikið að undanfómu og nú væri kominn tími til að taka sér hvíld frá keppni en hann setur stefnuna á heimsmeistaramótið í Austurríki á næsta ári: „Það er komin ákveðin þreyta og svo er kominn tími að sinna fjölskyld- unni. Við eigum von á okkar öðru bami fljótlega, ég og kærasta mín, Ragnheiður Edda Viðarsdóttir, og eigum fyrir eins árs gamla dóttur, Ragnheiði Emilíu, þannig að það verður í nógu að snúast með fjöl- skyldunni á næstunni." Auðunn er í námi í pípulögnum og vinnur hjá Vatnsveitu Kópa- vogs. Hann stefnir að því að klára námið fljótlega. Hann sagði að all- ur aukatími hans færi í lyftingam- ar og því lítill tími til annarra áhugamála. Myndgátan Dulmál Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Þrír leikir í 1. deild kvenna Einn leikur var í 1. deild kvenna í handboltanum i gær- kvöld og í kvöld verða þrír leikir í sömu umferð. í Árbænum leika Fylkir og Haukar og hefst sá leikur kl. 18.15. Síðar um kvöldið eða kl. 20.00 leika FH og ÍBV í Kaplakrika og Valur-Fram í Valsheimilinu. Síðasti leikurinn í umferðinni á milli ÍBV og Vík- íþróttir ings fer síðan fram annað kvöld. Þá verða leiknir í kvöld þrír leik- ir í 2. deild karla. Leikmenn úrvalsdeildarinnar hafa ekki leikið síðan á sunnu- daginn en þá höfðu verið leiknar fjórar umferðir á átta dögum. Þráðurinn verður tekinn upp annað kvöld og fer þá fram heil umferð. Skák Á alþjóðlegu móti í Búdapest fyr- ir skömmu kom þessi staða upp í skák Þjóðverjanna Enders, sem hafði hvítt og átti leik, og Reschke. Hvítur fann fallega vinningsleið: 28. Dxh5+! og svartur kaus að leggja niður vopn. Eftir 28. - gxh5 29. Rxf6+ Kh6 (ef 29. - Kh8 30. Hg8 mát) 30. Bxc4! og 30. - bxc4 er svar- að með 31. f5+ og mát í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Pakistaninn Zia Mahmood og Bandaríkjamaðurinn Peter Weich- sel voru hinir öruggu sigurvegarar á Poltitiken-stórmótinu sem lauk í Danmörku um síðustu helgi. Þeir voru með 43 impa forystu á parið í öðru sæti (Buratti-Lanzarotti) þegar upp var staðið og því vel að sigrin- um komnir. Til þess að vinna mót sem þetta í jafnsterkum hópi spilara er nauðsynlegt að lenda ekki í mikl- um mótbyr. Óhætt er að segja að meðbyr hafi verið með þeim Zia og Weichsel í þessu spili í viðureign- inni við Danina Jens Auken og Dennis Koch-Palmund. Þeir fengu aðstoð frá andstæðingunum í sögn- um og fullnýttu sér það. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og NS á hættu: 4 G9 * ÁK10 1 ÁKG10985 * Á762 973 Á8732 * 6 * 10854 * 6542 * K96 * D2 4 KD3 «f DG8 -f D1054 * 743 Norður Austur Suður Vestur Weichsel Palmund Mahmood Auken 1* pass pass Dobl Redobl 1-f 1G pass 24 2* Dobl 34 3G p/h Jens Auken var ekki heppinn með opnunardobl sitt að þessu sinni. Hann bauð ekki aðeins and- stæðingum sínum upp á annað tækifæri í sögnum heldur tókst NS að koma höndunum til skila og komast í rétta samninginn. Útspilið var tígull á ás og meiri tíguli og Zia tók sína upplögðu 10 slagi. Zia og Weichsel voru eina parið á mótinu í NS sem komst í 3 grönd í þessu spili og verðlaunin því rífleg fyrir það. ísak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.