Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 16
i6 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Hnífan Umhirða og meðferð Hnífar eru yfirleitt úr ryöfríu i stáli (stainless steel) en einnig eru þeir til úr hertu stáli (car- bon steel). Hnífar úr hertu stáli eru með mjög beittri egg en þeir missa bitið mjög auðvéldlega. Hins vegar tekur lítinn tíma að stála bitið upp aftur í þeim. Þeir eru gjarnir á að ryðga eða gefa I frá sér lit eða bragð í matvælin. ; Eftir notkun er gott að strjúka yfir hnífinn með mjúkum klút og ef hann er orðinn ljótur má þvo hann með ræstikremi. Ef * hnífur er ekki í notkun í lengri tíma er gott að bera á hann mat- arolíu. i Úr ryðfríu stáli Hnífar úr ryðfríu stáli eru ekki eins beittir og hnífar úr hertu stáli en halda bitinu mun betur og þeir ryðga ekki. Hnífar | úr ryðfríu stáli eru þar af leið- andi auðveldari í meðförum en ! hnífar úr hertu stáli. \ Þrif og geymsla Hnifar með trésköftum geta skemmst af því að liggja í vatni eða þvost í þvottavél. Plast er nú orðið algengasta efnið i sköft á hnífum og það þolir vel þvott í uppþvottavél. Besta umhirðan er samt sem áður sú að þrífa hnífinn í vatni einan og sér. Ef hnífurinn er látinn liggja og veltast með öðrum hlutum í vatninu er hætt við að bitið gefi sig. Alla hnífa á að geyma á góð- um stað, t.d. 1 hnífastandi en ekki innan um aðra hluti í skúffu. Til eru líka segulstál, til að festa á vegg, sem hnífurinn loðir við. Skurðarbretti úr harðviði Aldrei má beita hnífi á hart yfirborð eins og stálvask, flísar eða annað þvíumlikt. Þá er pappir algert eitur fyrir hnífa. Góða hnífa á ekki að misnota með því að nota þá við viðgerð- ir á óliklegustu hlutum. Bestu skurðarbrettin eru úr harðviði, tekki, beyki eða aski. Viðarbretti eiga aldrei að fara í uppþvottavél því að þau eiga það til að vinda sig og jafnvel klofna. Eftir þvott mega þau ekki þorna á ofni eða nálægt miklum hita. Halda verður við- arbrettum vel hreinum til að koma i veg fyrir að óhreinindi setjist að i þeim. -JJ Hnífar til heimabrúks Hefurðu hugleitt hve marga hnífa þú átt og notar jafnvel aldrei? Athugaðu í skúffunum þínum og flokkaðu niður hvaða hnífa þú not- ar og hverjir taka aðeins pláss. Sennilega kemstu að raun um að þú notar ekki nema 3-4 og það mun gilda um flesta. Hvernig hnífa er best að kaupa? Eflaust hugsa margir með sér að nú sé einmitt tækifærið til að kaupa almennilegan hníf. Gamli frystihúshníf- urinn, sem notað- ur hefur verið til að skera allt, grænmeti, brauð, kjöt og fisk, hefur .gert sitt gagn en ósköp væri þægi- legt að eiga góðan hníf og þá rétta hnífinn í hvert verk. Með því að eiga 3-4 góða hnífa er hægt að vinna öll verk við venjulega eldamennsku á þægilegan hátt. Kokkahnífurinn mjög nota- í nokkrum Kokkahnífurinn er drjúgur. Hann er til lengdum (20-26 cm). Hann á að vera úr góðu ryðfríu stáli með góðu skafti. Blaðið er vel beitt frá skafti og fram á odd. Með þessum hníf er jafnauð velt að hluta kjúklinga- bein í sundur og að saxa lauk. Blaðið er þykkt en þynnist þegar dregur nær egginni. Eggin er form- uð í boga sem gerir það að verkum að auðvelt er að saxa niður græn- meti með því að láta hnífinn velta fram og til baka á boganum fremst. Þessir hnífar eru misdýrir eftir því hvort allur hnífurinn er steypt- ur í einu lagi eða blaðið steypt sér og skaftið sér. Hnífurinn er dýrari og vandaðri þegar hann er steyptur í einu lagi og síðan lagður með plastskafti. - ' ' Hnífur þessi er með fremur þungt skaft sem auðveldar vinn- una og veldur því að falli hann á gólfið fer skaftið á undan. Brauðhnífur Bestu brauðhnífarnir eru tenntir. Þeir bíta Vel á nýtt brauð með harðri skorpu og koma í veg fyrir að brauðið leggist saman. Ekki skiptir máli hvort blaðið er þétttennt eður ei svo fremi að það sé úr góðu stáli og hnífurinn liggi vel í hendi. Gott grip fæst ef skaftið er formað þannig að hnúarnir nuddist ekki við skurð- arborðið þegar hnífurinn er færður fram og aftur. Grænmetishnífur Margar gerðir eru til af litlum grænmetishnífum. Góður grænmet- ishnífur þarf að fara vel í hendi og blaðið á að vera slétt og að minnsta kosti svo langt að auðvelt sé að hluta sundur epli með einu hnífs- bragði (8-9 cm). Hann á ekki að vera mjög beittur heldur á bitið að vera þannig að ekki sé hætta á að maður skaði sig ef maður notar þumalflngurinn á móti þegar laukur eða þess háttar er afhýtt. Gott stál er jafn nauðsynlegt og góður hnífur. Varast skal að láta eggina höggvast við stálið heldur á að láta allt hnífsblaðið renna létt eftir því. Nauðsynlegt að stála Til þess að halda biti í hníf verður að stála hann reglulega. Þess vegna er gott stál jafnnauðsynlegt og góður hnífur. Margir eiga í vandræðum með að stála sjálfir en það er eins og annað sem kemur með æfingu. Varast skal að láta eggina höggvast við stálið heldur á að láta allt hnifsblaðið renna létt eftir því. Öðru hvoru verður að leggja hnífana á, einu sinni til tvisvar á ári. Kunnáttu- menn auglýsa skerpingar og eru þeir bestir til þess að sjá um það. Óvanir skyldu ekki leggja hnífa á því að þeir geta hréinlega eyðilagt þá. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.