Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Menning____________________________________________ Barnasálfræði - fyrsta bók sinnar tegundar á íslandi: Hjálpar fólki að sjá hvað er eðlilegur þroski - segja höfundarnir, Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir, við DV „Það hefur ekki verið til bók fyr- ir foreldra og fólk sem vinnur með börnum þar sem hægt er að slá upp aldri hvers barns og við hverju má búast í sambandi við t.d. sálrænan og félagslegan þroska. Bókinni er skipt upp eftir aldurshópunum 0-12 ára. Fólk getur flett henni upp og velt þvi fyrir sér hvar barniö þeirra er statt og hvaða þarflr það hefur. Það hefur vantað bók í barnasál- fræði og sérstakalega um börn á skólaaldri," sagði Álfheiður Stein- þórsdóttir sálfræðingur við DV en hún hefur ásamt kollega sínum, Guðfinnu Eydal, skrifað bókina Bamasálfræði sem Mál og menning gefur út. Guðfinna sagði að í gegnum margra ára starf þeirra Álfheiðar með börnum og foreldrum þeirra hefðu þær fundið fyrir mikilli þörf fyrir bók af þessu tagi, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Guðfinna og Álfheiður hafa saman rekið Sálfræðistöðina frá árinu 1983 en starfað með börnum frá 1979. „Bókin hjálpar fólki að sjá hvað er eðlilegur þroski og hvernig venjulega barnið þroskast. Margir foreldrar hafa áhyggjur af börnun- um sínum og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að. Þegar fólk hef- ur eðlilegan þroska að miða við get- ur það betur áttað sig á hvenær vandamál verður sálrænt, hvað er óeðlilegt og hvað eðlilegt í þessum efnum. Bókin hefur því mikið upp- lýsinga- og fræðslugildi," sagði Guð- finna. Auk þess að fjalla um eðlilegan þroska taka þær á sálrænum vanda- málum barna, s.s. einelti, ofbeldi og ýmsum tímamótum í lífi barna. Má þar nefna skilnaði foreldra, aðlögun að stjúpfjölskyldu, búferlaflutninga, slys, sjúkdóma og ástvinamissi. Þá taka þær fyrir raunveruleika íslenskra bama og hvernig hann er frábrugðinn aðstæðum erlendis. Því var nærtækast að spyrja hvernig raunveruleiki íslenskra barna væri. íslenski raunveru- leikinn sérstakur „Hinn íslenski raunveruleiki er sérstakur um margt og hefur tekið Sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal hafa skrifað bókina Barnasálfræði - unglingsára, sem Mál og menning gefur út. Hér glugga þær í bókina, Álfheiður til vinstri. stööugum breytingum. Hér er rekin sérstök húsnæðispólitik, það er mik- il vinna á fólki og lítill tími gefinn fyrir fjölskylduna. Hér hefur allt gerst á miklum hraða og möguleik- ar takmarkaðir á vistun fyrir börn. Álag hefur verið mikið, sérstaklega á smábarnafjölskyldur, að koma öllu þessu heim og saman,“ sagði Guðfinna. „Það er algengt að börn skipti oft um pössun og einnig að þau þurfi að klára sig ein, án pössunar. Vegna hraðans í þjóðfélaginu eru foreldrar oft ráðvilltir í því hvernig best er að nýta þann tíma sem þeir hafa með börnunum til að uppeldið verði sem ákjósanlegast. Allir foreldrar vilja börnum sínum vel og að þau verði hamingjusöm," sagði Álfheiöur. Agavandamál algeng - Er eitthvert eitt sálrænt vanda- mál algengara hjá börnum en ann- að? „Almennt séð má segja að ýmiss konar agavandamál séu algeng. Börn læra þá ekki og virðast ekki fá nógu mikla stjórnun í að aga sína hegðun. í bókinni fjöllum við bæði um jákvæðan og neikvæðan aga,“ sagði Guðfinna. Álfheiður sagði að algengt væri að börn ættu erfitt með að hlusta og erfitt geti verið að róa þau niður. Ráðleggingar í þessum efnum mætti frá fæðingu til DV-mynd ÞÖK finna í bókinni. Guðfinna og Álfheiður tileinka bókina börnum sínum en samanlagt eiga þær fimm börn, sem nú eru flest uppkomin. „Það rifjaðist margt skemmtilegt upp þegar bókin var skrifuð um uppeldi okkar barna og við notum líka dæmi frá þeim,“ sagði Guð- finna. Þær vonuðust til að bókin ætti eftir að nýtast foreldrum og forráða- mönnum barna vel. Uppeldi barna sé afar jákvætt og skemmtilegt, nokkuð sem foreldrar ættu að njóta og huga vel að áður en börnin kæ- must á unglings- og fullorðinsár. -bjb Ragnar Th. og Ari Trausti meö bók um íslenska jökla: Ævilangur dómur án reynslulausnar - segir Ari Trausti um „jöklafiknina“ „Þegar við Ragnar byrjuðum að um við á orði að safna saman falleg- vinna saman i kringum jökla höfð- um myndum af íslenskum jöklum. Ragnar Th. Sigurðsson og Ari Trausti Guðmundsson með bók sína, Jökul- heimar - íslenskir jöklar, sem Ormstunga gefur út. DV-mynd BG Ragnar á gífurlegt safn af myndum, hátt í 70 þúsund stykki. Fyrir einu og hálfu ári vorum við orðnir ákveðnir í að gefa út bók um ís- lenska jökla. Það er reyndar eldgöm- ul hugmynd hjá mér. Á sínum tíma samdi ég bók, íslandselda, um eld- virkni á íslandi fyrir Vöku-Helgafell og það stóð alltaf til að koma með Is- landsísa sem átti að vera úttekt á ís- lenskum jöklum. Það varð aldrei neitt úr því en þetta er að einhverju leyti þróun út frá þeirri hugmynd,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson við DV en hjá Ormstungu er komin út bókin Jökulheimar - íslenskir jökl- ar. Ari skrifaði texta bókarinnar og ljósmyndir eru eftir Ragnar Th. Sig- urðsson. Bókin kemur einnig út á ensku og þýsku. Bókina tileinka þeir brautryðj- endum í jöklarannsóknum á íslandi og þeim er stofnuðu Jöklarann- sóknafélag íslands árið 1950. í bókinni er umfjöllun og myndir af öllum helstu jöklum landsins. Undanskildir eru nokkrir litlir jökl- ar og fannir á Norðurlandi, Áust- fjörðum og Vestfjörðum. Sömuleiðis eru ekki með nokkrir jöklar austan við Vatnajökul, s.s. eins og Hofsjök- ull eystri og Þrándarjökull. „Við tökum hvern jökul fyrir og reynum að lýsa honum í stuttu máli með ljósmyndum. Bókin er byggð þannig upp að myndatextarnir eru viðbót við megintextann. Því er les- málið meira en virðist við fyrstu sýn. Þetta réðst af því að við ætluð- um að hafa bókina litla og ódýra og ég held að það hafi tekist bærilega. Þetta er íslenskt handverk frá upp- hafi til enda og viö erum mjög sátt- ir,“ sagði Ari. - í formála bókarinnar segir að þið séuð nokkurs konar fangar ís- lenskra jökla. Eruð þið lausir úr prísundinni? „Nei, nei, það má segja að þetta sé ævilangur dómur án reynslulausn- ar. Það eru kannski ekki margir sem finna þetta svona en fyrir mér eru jöklaferðir langskemmtilegustu ferðir sem maður fer í um hálendi íslands," í tengslum við útkomu bókarinn- ar hafa þeir félagar verið með sýn- ingu í Gerðarsafni í Kópavogi. Auk mynda úr bókinni eru þar m.a. ljós- myndir frá ferð þeirra á Norðurpól- inn fyrr á þessu ári. Sýningunni hef- ur verið feiknavel tekið og ákveðið hefur verið að framlengja hana til jóla. -bjb DV Hjálmur Sighvatsson og Sig- urður Bragason. Sigurður Bragason: Boðið að syngja í Cor Coran í Washington Sigurði Bragasyni baríton- söngvara hefur verið boðið að syngja í Cor Coran í Was- hington, einu virtasta tónlistar- og listahúsi Bandaríkjanna, nk. mánudagskvöld. Sigurður mun syngja þar við undirleik Hjálms Sighvatssonar píanóleikara, sem nú starfar í Þýskalandi. Sigurður sagði í samtali við DV að þetta væri einhver mesti heiður sem honum hefði hlotn- ast á ferlinum, sambærilegt við það þegar hann söng í Wigmore Hall í London fyrir tveimur árum. Margrét Jónsdóttir Ward kom Sigurði á framfæri við for- ráðamenn Cor Coran með því að senda þeim geislaplötu sem kom út með honum fyrir þremur árum. Sigurður var valinn úr hópi fjölda listamanna sem sækja það hart að komast að hjá Cor Coran. Tónleikar þeirra Hjálms verða hluti af tónleika- röð vetrarins • hjá Cor Coran. Þeir munu flytja lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Bellini, Verdi, Chopin, Liszt og Rakhmanínov. Af Sigurði er það annars að segja að hann er nýkominn til landsins ásamt Bjarna Jónatans- syni píanóleikara eftir vel heppnaða tónleika í Buenos Aires í Argentínu í boði varafor- seta Alþjóða tónlistarráðsins. Ný geislaplata Þá er að koma út hjá Japis ný geislaplata með Sigurði sem nefnist Ljóðakvöld. Þar syngur Sigm-ður lög eftir pianósnilling- ana Chopin, Liszt, Rakhman- ínov, Ravel og Rubinstein við undirleik Vovka Ashkenazys pí- anóleikara, sonar Þórunnar og Vladimirs Ashkenazys. Þess má geta að Kaupmannahafnarborg hefúr boðið Sigurði og Vovka að halda þrenna tónleika næsta vor í tilefni þess að borgin verður menningarborg Evrópu 1996. Heimi Guðríðar vel tekið í Saurbæ Leikritið Heimur Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur var flutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sl. sunnudagskvöld. Kirkjan var troðfull og komust færri að en vildu. Af þeim sökum hefur ver- ið ákveðið að halda aukasýn- ingu í kirkjunni 11. desember nk. Leikritið fjallar einmitt um síðustu heimsókn Guðríðar Sím- onardóttur í kirkju Hallgríms Péturssonar í Saurbæ. Steinunn er jafnframt leikstjóri en leikar- ar eru Helga Bachmann, Helga Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson og Guðjón Davíð Karls- son. Tónlist er eftir Hörð Áskels- son og leikmynd og búningar eft- ir Elínu Eddu Árnadóttur. Þess má geta að leikritið hefur verið gefið út á bók. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.