Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 5 Fréttir Yfirstjórn Akureyrarbæjar: Laun æðstu stjórnenda hækka um níu prósent Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Laun bæjarfulltrúa, sem eru miðuð við ákveðna prósentu af launum alþingismanna, hækkuðu ekki í haust þegar þingfararkaupið hækkaði en það er gert ráð fyrif hækkun í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár,“ segir Valgarður Bald- vinsson, bæjarritari á Akureyri, um launamál æðstu stjórnenda Akur- eyrarbæjar. Þingfararkaup hækkaði um 9% I haust og munu laun, sem greidd eru æðstu stjórnendum Akureyrarbæj- ar; bæjarstjóra, bæjarfulltrúa, bæj- arráðsmanna og nefndarmanna, hækka sem því nemur samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun sem nú er til afgreiðslu fyrir bæjarstjórn. Laun bæjarráðs- og bæjarstjórn- armanna, sem eru 20% af þingfarar- kaupi, hækka samkvæmt þessu úr 35.800 krónum í um 39 þúsund krón- ur en forseti bæjarstjórnar og for- maður bæjarráðs fá hærri greiðsl- ur. Bæjarfulltrúar fá ekki greitt sér- staklega fyrir fundarsetu en það fá þeir þeirra sem sitja einnig í bæjar- ráði og mun sú upphæð nema um 10 þúsund krónum fyrir hvern fund eftir hækkun. Varamenn, sem kall- Dalvík: Gjaldþrot í fiskvinnslunni Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Fiskverkun Jóhannesar og Helga á Dalvík hefur hætt starfsemi og fyrirtækið verið tekið til gjaldþrota- skipta. Þar störfuðu um 25 manns og eru flestir þeirra nú á atvinnu- leysisskrá. Heildarskuldir fyrirtækisins munu nema um 150 milljónum króna en bókfært verð eigna og tækja er ekki nema um 60 milljónir. Sparisjóður Svarfdæla er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið en Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri vildi ekki upplýsa um hvaða upphæð væri þar að ræða. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvik, sagði það vissulega slæmt fyrir atvinnulífið að svona hefði farið en vonir stæðu til að fyrirtækið kæmist í gang að nýju undir stjórn nýrra eigenda áður en langt um liði. Skagstrendingur: Rækjutogari frá Grænlandi - annar í athugun „Það er rétt að við erum búnir að kaupa rækjutogara frá Grænlandi sem heitir Betty. Skipið er 50 metra langt, 18 ára gamalt en með 10 ára gamalli vél og er í mjög góðu standi," sagði Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Skagstrendings, í samtali við DV. Hann sagði að þessi skip væru á mjög góðu verði í Grænlandi um þessar mundir og ef annar togari byðist á góðu verði væri Skag- strendingur að íhuga kaup. Það væri þó ekki endilega ákveðið. Betty er nú á Akureyri til skoðun- ar og yflrferðar. -S.dór Einar, ekki Árni Bæjarstjórinn í Hveragerði heitir Einar Mathiesen, ekki Árni Mathiesen eins og sagt var í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þess- um nafnaruglingi. -GHS aðir eru til funda í bæjarstjórn, fá Þeir sem sitja í nefndum fyrir Ak- krónur fyrir hvern fund og hækkar nefnda hafa hærri greiðslur en aðr- sömu laun fyrir hvern fund. ureyrarbæ hafa fengið 4 þúsund sú greiðsla í 4.290 krónur. Formenn ir nefndarmenn. 3 dyra HYUNDAI ACCENT vw GOLF TOYOTA COROLLA NISSAN ALMERA Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1400 cc Hestöfl 84 60 75 87 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 412/169 Farangursrými lítr. 380 370 309 340 Utvarp + segulb. Inr^glið, InnifaliS Ekki innifaliS Ekki innifaliS Þyngd . 960 1075 1050 1035 VerS 1.019.000 :: 1.197.000 1.134.000 1.248.000 HYunDni ...til framtíðar ve r ð i þegar allt annað stenst samanburð HYUNDAIACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Aukabúnaður á mynd, álfelgur og víndskeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.