Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
URVALS
BÆK
Þú þokklr nCimorWJ
John Gardner \
UULLAUEA
< i< >1 I >1 -IN-liVl
númerið -
nafnið
895 kr.
og ennþd
ódýrari
í óskrift
í síma
Útlönd__________________________________________pv
Dómur vegna smíöar togarans SkálaQalls í Færeyjum:
Réttur I Færeyjum sýknaði í gær
sjö manns sem ákærðir voru fyrir
að hafa svikið fé út úr færeysku
landstjóminni og skipslánasjóðnum
í Danmörku vegna byggingar togar-
ans Skálafjalls. Danskur setudómari
kvað upp dóminn.
Sjömenningarnir í Skálafjallsmál-
inu vora ákærðir fyrir að hafa fjár-
magnað skipasmíðarnar á fölskum
forsendum. Þannig hafi þeir komist
yfir meira fé en þeim bar sem nam
160 milljónum króna. Þá voru þeir
ákærðir fyrir að hafa náð í annað
eins af fé með því einu að falsa dag-
setningu í umsóknum um fjárstuðn-
ing danska ríkisins.
Togarinn Skálaljall var seldur á
nauðungaruppboði. Tapaði land-
stjómin þar ríflega 450 milljónum
króna meðan danska ríkið og
danski seðlabankinn töpuðu sam-
tals um 120 milljónum.
í rökstuðningi dómsins segir að
ekki sé sannað að hinir ákærðu hafi
falsað eða breytt dagsetningum. Þó
er bent á að umsóknir um fram-
kvæmdafé hafi byggst á mati á eig-
infé sem ekki hefði staðist úndir
venjulegum kringumstæðum.
Landsstjómin samþykkti þetta mat
og því þykir ekki sannað að fjársvik
hafi átt sér stað. Þá kom fram að þá-
verandi lögmanni hafi þótt nauðsyn-
legt að halda skipasmíðunum áfram,
að öðrum kosti hefði skipasmíða-
stöðin orðið verkefnalaus.
Þetta er annað fjársvikamálið í
umdeildum skipasmiðum í Færeyj-
um þar sem kveðinn er upp sýknu-
dómur. í fyma skiptið voru fjórir
sýknaðir fyrir fjárdrátt í tengslum
við smíði togarans Heygadrangs. Sá
sýknudómur var staðfestur fyrir
héraðsdómi í Danmörku. Tveir
hinna ákærðu í Skálafjallsmálinu
voru einnig fyrir rétti í það skipti.
Lögreglan rannsakar nú 10 mál af
svipuðum toga í Færeyjum. Þrátt
fyrir húsleitir og aðrar aðgerðir
hafa ekki verið gefnar út ákærur.
Ákæmvaldið hefur 14 daga til að
ákvarða um áfrýjun í Skálafjalls-
málinu. Ritzau
Lögreglan rannsakar nú 10 mál vegna umdeildra skipasmíða f Færeyjum.
DV-mynd Ból
Sjö sýknaðir af
ákærum um svik
Jólagetraun DV - 8. hluti
Hvar er jolasveinninn?
Þá er komið að áttunda hluta jólagetraunar DV en hún mun birtast 12 sinn-
um, síðast næstkomandi mánudag, 11. desember. Ykkar hlutverk, lesendur
góðir, er að finna út hvar jólasveinninn er staddur.
í dag er jólasveinninn kominn að forsögulegum minjum á Englandi sem
gerðar eru úr ferstrendum tilhöggnum steinum. Talið er að þessi fyrirbæri
hafi tengst sóldýrkun fyrir langalöngu. Sveinki er svo steinhissa yfir þessum
steinminjum að hann hefur steingleymt hvað þær heita. Hann ætti kannski
að spyrja leikonuna Sharon Stone eða tala við Rolling Stones.
Hvar er jólavsveinninn? Merkið við það sem þið teljið rétt svar,
klippið getraunina úr blaðinu og geymið á vísum stað. Munið að fyrst
þegar allir 12 hlutar getraunarinnar hafa birst megið þið senda okkur
lausnimar. Brátt munum við kynna hvert á að senda lausnimar og fyr-
ir hvaða tíma.
Þátttakendur í jólagetraun DV eiga möguleika á að vinna einn hinna 19
glæsilegu vinninga sem í hoði eru en verðmæti þeirra nemur samtals hálfri
milljón króna.
7. verðlaun er Telefunken CDP350 ferðageislaspilari ásamt tveimur hátölur-
um frá Radíóbúðinni að verðmæti 17.400 krónur. Hátalararnir eru með inn-
byggðum magnara.
Hvar er jólasveinninn? UÁrbæjarsafn ULegoland □Stonehenge
Nafn
Heimilisfang pnctmimpr
Staflur sími