Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 11 Greiðslumat á hæpnum forsendum í greiðslumati við húsnæðis- kaup er fjárhæð lána ákveðin. Greiðslumat er áreiðanlegt í grannlöndum okkar. Lán eru óverðtryggð og kaupendur vinna sig fljótt út úr fyrsta vanda. Hér- lendis hefur matið hins vegar ekki reynst vel. Hér er gjörólíkt skipu- lag með verðtryggðum jafn- greiðslulánum til margra áratuga og vaxtabótakerfi sem er ekki til bóta. Mánaðarleg greiðslubyrði af húsnæðisláni vegna blokkaríbúðar verður liðlega 20 þúsund í 40 ár. Ekki ér gerlegt að meta greiðslu- getu kaupandans svo langt fram í tímann. Öruggt greiðsiumat Erlendis hafa menn í áratugi miðað fjárhæð húsnæðislána við að greiðslubyrðin verði ekki hærri en 25% af launatekjum meðalfjöl- skyldu. Lánin eru óverðtryggð, oft til 25 ára, vextir fastir eða breyti- legir. Greiðslubyrði fyrstu afborg- unar er alltaf þyngst. Lánin greið- ast jafnt og þétt niður um 4% á ári svo vaxtagreiðslur minnka stöðugt. Auk þess er ávallt einhver verðbólga og eftirstöðvar rýrna að raunvirði þegar frá líður. Þetta veldur því að greiðslubyrðin léttist að raunvirði um 25-30% á fyrstu fimm árunum eftir kaupin. Þessi minnkun á greiðslubyrð- inni er í raun forsenda fyrir því að greiðslumat skili árangri. Greiðslubyrðin léttist nægilega hratt til þess að mest reynir á mat- ið fyrstu árin eftir kaupin. Eftir það hefur fólk unnið sig frá vand- anum. Þótt tekjur fjölskyldu minnki þegar frá kaupunum líður hefur matið skilað hlutverki sínu. Eftir áratug er greiðslubyrðin til dæmis orðin helmingi léttari en hún var við kaupin. Þegar kaupgeta er metin þurfa menn að sjá launatekjur fjölskyldu fyrir í 345 ár eftir kaupin. Að þeim tíma liðnum er hún komin yfir versta hjallann. Með því að líta á tekjur nýliðinna ára er greiðslu- matið tiltölulega auðvelt og öruggt. Helsta hættan er að aðstæður breytist snögglega til hins verra innan fárra ára frá kaupunum, til „Mánaðarleg greiðslubyrði af húsnæðisláni vegna blokkaríbúðar verður liðlega 20 þúsund í 40 ár,“ segir Stef- án m.a. í grein sinni í dag. Kjallarinn kaupendur hér á landi fá verð- tryggð lán, með fastri greiðslu- byrði í 40 ár. Lánsfjárhæð ákveðst í greiðslumati Húsnæðisstofnunar ríkisins og miðast við launatekjur kaupenda þegar kaupin eru gerð. Eðli húsbréfalánanna og vaxta- bótakerfið valda því að öryggi matsins er lítið og greiðslumatið þjónar illa hlutverki sínu í hús- bréfakerfinu. Forsendur öruggs greiöslumats er að greiðslubyrði léttist þegar frá líður. Greiðslu- og menn þurfa að sjá fyrir tekjur og persónulegar aðstæður kaup- enda í 30-40 ár. Þær áætlanir verða húsnæðisráðgjafar að byggja á launatekjum fólks síðustu árin áður en kaupin fara fram. Óöryggi erlendra kaupenda er mest fyrstu 5 árin. í húsbréfakerfinu er vaxandi ör- yggisleysi í áratugi vegna sífellt þyngri greiðslubyrði. Reynslan sýnir nú þegar að greiðslumatið veitir lítið öryggi. Til að sýna Stefán Ingólfsson verkfræðingur dæmis þegar mikil og snögg vaxta- hækkun verður, tekjur dragast mikið saman eða markaðsverð lækkar snögglega. Á það greiðslu- mat sem áður er lýst er komin ára- tugalöng reynsla. íslenska leiðin Fljótlega munu ungir húsnæðis- „í húsbréfakerfinu er vaxandi öryggis- leysi í áratugi vegna sífellt þyngri greiöslubyrði. Reynslan sýnir nú þegar aö greiðslumatið veitn- byrði húsbréfalána þyngist þegar vaxtabæturnar lækka. Nettógreiðslubyrðin vex stöðugt um l-2%o á ári og er orðin liðlega 40% hærri síðustu áratugina sem greitt er af láninu. í húsbréfakerfinu reynir mest á greiðslumatið áratugum eftir kaupin. Matið verður þess vegna að standast áratugi fram I tímann öryggi.“ hversu fráleitt það er má taka dæmi af íjölskyldu sem hefði keypt húsnæði 1974. Greiðslumat hefði byggst á launaseðlum 1971-1973. í dag skuldaði hún enn 70% lánsins og mánaðargreiðslur væru 30% þyngri en í upphafi. Það væri hrein tilviljun ef forsendur greiðslumatsins stæðust enn. Stefán Ingólfsson Á skynsemin að ráða? Þegar ég var strákur höfðu for- eldrar mínir nokkrar hænur til búdrýginda og einn hana. Svo gerðist það að haninn dó og var talið að það myndi litlu breyta fyr- ir hænurnar, þær myndu verpa sem fyrr. Svo fór þó ekki. Hænurn- ar sýndust glata andlegu jafnvægi og réðust jafnvel hver á aðra og varpið minnkaði. Ekki lagaðist þetta fyrr en nýr hani fékkst. Ruglið „femínismi“ Mér kom þetta atvik í hug er ég heyrði fréttir af landsfundi Kvennalistans en þar var sagt fjaðrafok án nokkurrar niður- stöðu. Ég vonaði að Kvennalistinn bæri gæfu til að breytast i fjöl- skylduflokk og verða pólitískur málsvari alþýðuheimilanna. Nú er sú von farin og í staðinn komið eitthvert rugl sem heitir femín- ismi og engan varðar um fremur en rugl yfirleitt. Hornsteinar að hornrekum? í hátíðarræðum kalla menn heimilin hornsteina samfélagsins. Ég spyr því; Hvers vegna er þjóð- félagið þá ekki skipulagt út frá Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjendasamtakanna þessum hornsteinum? - Er það skynsamlegt að gera homsteina að hornrekum? Hér starfa a.m.k. þrír stjórnmálaflokkar sem kenna sig við alþýðuna eða fólkið. Ruglið sem þaðan kemur er litlu betra en ruglið í Kvennalistanum og skort- ir þó ekki hanana. Enn er reynt að sviðsetja gamalt leikrit sem heitir „Sameining vinstrimanna" þótt enginn viti lengur hvað orðin merkja. Af þessu tilefni hafa birst í Alþýðu- blaðinu ruglaðir langhundar eftir þá Svavar Gestsson og Jón Bald- vin Hannibalsson og ekki eru þeir betri en kvennalistakonumar. Annar segir Evrópusambandið vera matseðil (sem færa muni þjóðinni ódýrar hænur). Hinn sækir spottana til Moskvu sam- kvæmt hefðinni og hrópar með rödd Shifinofski; Eflum þjóðríkið! Eflum þjóðríkið! Enginn hefur upplýst hver myndu verða félagsleg réttindi al- þýðu ef til inngöngu í ESB kemur en afstaða min og trúlega margra fleiri mun fara eftir því. Ef skynsemin ræður Meðan ruglinu rignir yfir skuldug heimilin heyrðist frá Rík- isútvarpinu sunnud. 12. nóv. sl. rödd Áma Benediktssonar frá Hof- teigi, form. Vinnumálasambands samvinnufélaga, þar sem hann lýsti á skilmerkilegan hátt hvemig endurskipuleggja þarf þjóðfélagiö; breyta því úr rugluðu veiðimanna- samfélági í skipulagt iðnaðarþjóð- félag. Hér er ekki pláss til að rekja hugmyndir Árna en þær ættu að vera aðalumræðuefnið í íslenskri pólitík, þ.e. ef skynsemin á að ráða. Jón Kjartansson „Enginn hefur upplýst hver myndu verða félagsleg réttindi alþýðu ef til inngöngu í ESB kemur en afstaða mín og trúlega margra fleiri mun fara eftir því.“ Með og á móti Vínkynningar og auglýs- ingar í blöðum Bætir vínmenningu „Mér finnst sjáífsagt að fólk fái að kynnast áfenginu eins og það er og fái réttar upplýsing- ar um það eins og aðra vöm. Þá trúi ég að spenn- an í kringum það verði ekki eins mikil og fólk læri að um- gangast áfengi og njóta þess, sérstaklega léttra vína og góöra vína. Þessi feluleikur í sambandi við áfengi er ekki til góðs. Það er sjálfsagt að áfengisframleiðendur fái að aug- lýsa og kynna sína vöru og koma henni á framfæri. Ég held að ef fólk lærir að umgangast áfengi eins og á að gera verði óhófið í áfengisneyslu ekki eins mikið og vínmenningin batni til muna. Þá á ég við að kynna eðli ákveðinna víntegunda og kynna hvaða vin á best við með hvaða mat. Mér finnst eðlilegt að talað sé um áfengið á sama hátt og aðra vöru. Ég er því alfarið á móti því að ver- ið sé að þrengja ákvæði um aug- lýsingar og kynningar á áfengi." son, yflrþjónn á Óðinsvéum. _____ Haukur Árnason, formaður Áfengisvamaráðs. Meiri neysla meira tjón „Ég er á móti þvi að auglýsa og kynna áfengi á sömu forsend- um og ég er á móti því að aug- lýsa tóbak. Flest- ar menningar- þjóðir hafa ein- hverjar tak- markanir á aug- lýsingum og kynningum á áfengi. Með þessum nýju lög- um, sem tóku gildi 1. desember síðastliðinn, eru reglumar svipaðar og í Noregi. Menn væru ekki að auglýsa nema búast við meiri sölu, það er eðli auglýsingamennskunnar. Það dettur engum í hug að bera á móti því. Þegar menn auglýsa lamba- kjöt og bækur viðurkenna þeir að það sé gert til að auka söluna en þegar kemur að áfengisauglýsing- unum þykjast menn vera að bæta svokallaða vínmenningu. Nýju lögin eru að mínu mati geysíleg framför. Margar þjóðir myndu vilja vera í okkar sporum eftir að við fengum þessi lög í gildi. Meira að segja þær þjóðir þar sem áfeng- isframleiðsla er veigamikill þáttur í þjóöarbúskapnum, t.d. Frakkar, takmarka auglýsingar á áfengi. I Frakklandi er bannað að auglýsa áfengi í sjónvarpi. Spánverjar banna áfengisauglýsingar með fram þjóðvegum. Báðar þessar þjóðir eru miklar vínframleiðslu- þjóðir en gera sér ljóst hver áhrifamáttur auglýsinganna er. Aukin sala og aukin neysla á áfengi eykur tjón af völdum þess í beinu hlutfalli við heildameyslu hverrar þjóðar. Ef neysla eykst eykst tjónið. Það er hættulegt í sambandi við áfengisneyslu ungl- inga að bregða ljóma á áfengið. Ef menn halda því fram að aukin kynning og auglýsingar á áfengi bæti svokallaða áfengismenningu, ætti þá ekki að taka upp auglýs- ingar á tóbaki til að bæta „tóbaks- menningu“?“ -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.