Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 13 ' \ ÍSLENSK VARA - INNLEND ATVINNA Fréttir Haröar deilur vegna snjóaeftirlitsmanns í Neskaupstað: Ráðning slökkviliðsstjóra og tæknifræðings gagnrýnd íslenskrsw já takk JjlReykjavíkurborg - báöir hafi lykilhlutverkum aö gegna á hættustundum, segir bæjarfulltrúi „Við verðum að fá 100 prósent eft- irlit með fjöllunum héma og það þýðir ekkert að ráða einhverja í það starf og það má ekki vera aukastarf hjá mönnurn," segir Magnús Sig- urðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Neskaupstað, sem mót- mælt hefur því að Guðmundur Sig- fússon bæjartæknifræðingur og Tómas Zoéga slökkviliðsstjóri hafa verið ráðnir sem snjóaeftirlitsmenn á staðnum. Harðar deilur hafa verið innan bæjarstjórnar Neskaupstaðar vegna ráðningar snjóaeftirlitsmanns á staðnum. Magnús hefur gagnrýnt að ráðnir hafi verið í starfið slökkvi- stjóri staðarins sem jafnframt gegn- ir lykilhlutverki á hættustundu sem varaformaður Almannavarnanefnd- ar. Á lokuðum fundi bæjarstjórnar á dögunum var tekist á um málið þar sem Magnús gagnrýndi mjög hvernig að málinu var staðið. Hann segir að báðir þeir sem ráðnir voru hafi nóg að gera á hættustundu ann- að en að fylgjast með snjóalögum. „Þeir eiga báðir sæti í Almanna- varnanefnd. Þá er annar sjúkrabíl- stjóri og hinn hefur með yfirstjórn að gera á svæðinu komi til hamfara. Þetta eru báðir mjög hæfir menn á þessu sviði en málið er að þeir verða að láta af öðrum störfum ef þeir ætla að sinna eftirliti með Reykjanesbær: Álagning óbreytt Ægir Már Kárason, DV Suðurnesjum: Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt óbreytta álagn- ingu sveitarsjóðsgjalda fyrir árið 1996 miðað við 1995. Út- svarsprósentan verður áfram 9% en leyfileg hámarksprósenta er 9,2%. Þá var samþykkt að gjalddagar fasteigna yrðu áfram sjö. Bæjarráð samþykkti afslátt af fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega til eigin nota. Ellilífeyrisþegar fæddir 1925 eða fyrr fá allt að 20 þúsund króna lækkun. Þeir sem fæddir eru á árunum 1926-1928 fá 20 þús. kr. lækkun. snjóalögum. Fólk er hér skelkað eft- ir þá hörmungaratburði sem gerst hafa og það verður að tryggja að allt eftirlit verði virkt,“ segir Magnús. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri segir að bæjarstjórn hafi ein- göngu umsagnarrétt um málið og hann telji að sátt ríki um ráðningu snjóaeftirlitsmanns á staðnum. „Það er sýslumaður sem hefur með ráðninguna að gera, við erum eingöngu umsagnaraðilar. Við héld- um lokaðan fund um málið og þetta leystist allt mjög friðsamlega. Ann- ars er það Veðurstofan sem kemur til með að hafa allt að segja í þess- um málum þannig að þetta skiptir litlu máli,“ segir Guðmundur. Bjarni Stefánsson sýslumaður segir að ráðning snjóaeftirlitsmann- anna sé samkvæmt laganna hljóðan. „Þetta eru reyndir og góðir menn sem hafa langa reynslu af því að fylgjast með snjóalögum. Þeir eru ráðnir sem heiðarlegir umsækjend- ur og allt annað víkur þegar þeir ganga í svona störf. Það verður að lenda á einhverjum öðrum störfum en ekki á þessu starfi. Við réðum þá samkvæmt lögunum eins og þau hljóða í dag,“ segir Bjarni. -rt Peacockmottur Jólaverð: 120x170 cm kr. 6.630 stgr. 135x190 cm kr. 8.091 stgr. 80x150 cm kr. 4.354 stgr. 80x140 eggl. kr. 4.993 stgr. 125 cm hringl. kr. 5.931 stgr. Leikmottur margar gerðir Jólaverð: 100x165 cm kr. 2.629 140x200 cm kr. 4.460 koddinn Frábær heilsukoddi! Gefur góðan stuöning við hálsliðina. Sissel koddinn fyrirbyggir og dregur úr stirðleika í hálsi og herðum og hefur því verið tekinn í notkun á sjúkrahúsum hér á landi og erlendis. Ranqt Venjulegur koddi Sissel koddi Jólaverð aðeins kr. 3.542.-Stgr. RAÐGREIÐSLUR TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT26 ■ SÍMI 568-1950 Öll gólfefni á einum stað! Umboðsmenn umland allt Byggingarhúsið. Smiðjuvöllum 7, Akranesi • Litabúðin, Ólafsvlk • Verslunin Hamai, Grundarfirði • Skipavfk. Stykkishölmi • Byggingarfélagið Byggir, Mrsgötu 10, Patreksfirði • Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammslanga • Kaupf. Húnvetninga, Blönduösi • Kaupf. Skagfirðinga. Sauðárkrúki • Torgið, Aðalgötu 32, Siglufirði • Verslunin Valberg. Ólafsfirði • KEA Akureyri • Kaupl. Þingeyinga, Húsavfk • Kaupf. Langnesinga, Þórshöln • Kaupf. Vopntirðinga. Vopnafirði • Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Fellabæ • Kaupf. Héraðsböa, Egilsstöðum • Kaupf. Héraðsbúa. Reyðarfirði • Kaupí. Fram Neskaupstað • Kaupf. Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirðí • Kaupf. Stöðlirðinga, Slöðvarfirði • Kaupf. Stöðfirðinga, Breiðdalsvlk • KASK, Djúpavogi • KASK, Hðln Hornafirði • Kaupf. Rangæinga. Hvoisvellí • Kaupf. Árnesinga, Vik í mýrdal • Kaupl. Árnesinga, Selfossi • Reynisstaður, Vesfmannaeyjum • Byggingavöruverslunin Stoð. Þorlákshöfn • Verslunin Málmey, Grindavlk • Járn og skip, Keflavik • Þorgeir Kristjánsson. Höfn • Kaupf. Steingrfmsfjarðar. Hólmavlk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.