Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 22
74
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
Fólk í fréttum
Reynir Kristjánsson
Reynir Kristjánsson, kerfisfræð-
ingur og þjálfari úrvalsdeildarliðs
Hauka í körfuknattleik, Miðvangi
12, Hafnarfirði, hefur verið í DV
íþróttafréttum að undanfómu en
lið hans er nú efst í A-riðli ís-
landsmótsins.
Starfsferill
Reynir fæddist á Sólvangi í
Hafnarfirði 29.12. 1964 og ólst þar
upp, á Hvaleyraholtinu fyrstu
árin en síðan i Norðurbænum.
Hann gekk í Víðistaðaskóla og
síðar í Flensborg og lauk þar
stúdentsprófi af náttúrufræði-
braut 1983. Reynir var við nám í
EDB-skólanum í Kaupmannahöfn
og lauk þar námi í kerfisfræði
1987.
Á unglingsárum starfaði Reynir
við fiskvinnslu og í bygginga-
vinnu og eftir stúdentspróf vann
hann um tíma við verslunarstörf
í Fjarðarkaupum i Hafnarfirði.
Hann hóf störf hjá Verk- og kerf-
isfræðistofunni árið 1987 og hefur
unnið þar síðan.
Reynir hefur æft íþróttir með
Haukum frá unga aldri og lék
bæði körfuknattleik, knattspyrnu
og handknattleik með yngri flokk-
um félagsins. í fyrsttöldu íþrótta-
greininni hefur hann verið í sig-
urliði Hauka bæði á Islandsmót-
inu og í bikarkeppninni. Með
meistaraflokki Hauka vann Reyn-
ir einnig íslands- og bikarmeist-
aratitil. Siðustu árin hefur hann
fengist við þjálfun, fyrst með ung-
lingaflokka félagsins en Reynir
hefur verið þjálfari meistara-
flokks Hauka í körfuknattleik frá
1994.
Fjölskylda
Reýnir kvæntist 29.12. 1990 Soff-
íu Helgadóttur, f. 21.8. 1966, frá
Neskaupstað, ferðafræðingur og
starfsmaður hjá Ferðaskrifstof-
unni Úrval-Útsýn. Foreldrar
hennar: Helgi Jóhannsson, stýri-
maður, og Kristín Salín Þórhalls-
dóttir, meðferðarfulltrúi á sam-
býli fyrir fatlaða.
Dóttir Reynis og Soffíu er Krist-
ín Fjóla, f. 15.2. 1990.
Systkini Reynis: Guðrún, f.
18.10. 1954, d. 16.3. 1956; Rósa, f.
14.11. 1955, djákni og hjúkrunar-
fræðingur, gift Benedikt Krist-
jánssyni, starfsmanni hjá Skjald-
borg, þau eru búsett í Hafnarfirði
og eiga þrjú böm; Fjóla, f. 19.2.
1959, sjúkraliði, gift Jóni Trausta
Harðarsyni, starfsmanni hjá
Odda, þau eru búsett í Hafnarfirði
og eiga þrjú börn en hafa misst
eitt; Kristján, f. 7.3. 1960, blaða-
maður Morgunblaðsins, sambýlis-
kona hans er Borghildur Kjart-
ansdóttir, húsmóðir, þau eru bú-
sett á Akureyri og eiga fjögur
böm, Kristján á eina dóttur með
Svöfu Björgu Einarsdóttur; Sigur-
þór, f. 13.2. 1962, matreiðslumeist-
ari, kvæntur Guðrúnu Bríet
Gunnarsdóttur, húsmóður, þau
em búsett í Hafnarfirði og eiga
tvo syni, Sigurþór á eina dóttur
með Stefaníu Guðjónsdóttur.
Hálfbróðir Reynis, samfeðra:
Gunnar, f. 1.12.1949, sjómaður,
kvæntur Ingigerði Sigurgeirsdótt-
ur, þau eru búsett í Hafnarfirði
og eiga eina dóttur, Ingigerður á
einn son.
Foreldrar Reynis: Kristján
Þórðarson, f. 13.10. 1928, skrif-
stofustjóri, og kona hans, Sigrún
Sigurðardóttir, f. 15.9. 1935, tækni-
teiknari.
Ætt
Kristján er bróðir Einars,
starfsmanns hjá Hafnarfjarðar-
höfn og Ásdísar, móður Sigríðar
Valdimarsdóttur djákna. Kristján
er sonur Þórðar, sjómanns í
Garðabæ í Gerðum Einarssonar
Gunnarssonar. Móðir Kristjáns
var Guðrún Kristjánsdóttir frá
Ólafsvöllum á Skeiðum.
Sigrún er systir útgerðarmann-
anna Ágústs og Þorsteins í Stál-
skip i Hafnarfirði, Garðars fram-
kvæmdastjóri, Gests skipstjóra og
Steinvarar, móður Sigurðar Ein-
arssonar arkiteks. Sigrún er dótt-
ir Sigurðar, vélstjóra í Hafna’r-
firði, bróður Guðrúnar, móður
Helga Haraldssonar er vinnur að
rússnesk-íslenskri orðabók. Sig-
urður var sonur Eiríks, b. í Gröf i
Breiðuvík Sigurðssonar, b. í Mið-
húsum í Álftaneshreppi Ólafsson-
Reynir Kristjánsson.
ar. Móðir Eiríks var Guðrún Þor-
steinsdóttir. Móðir Sigurðuar var
Steinvör, systir Dalmanns, fóður
Ármanns, skógræktarfrömuðar á
Akureyri, og Jóns, gullsmiðs, föð-
ur Dóru í Gullkistunni. Steinvör
var dóttir Ármanns í Fíflholtum
Eyjólfssonar og Guðrúnar Bene-
diktsdóttur.
Móðir Sigrúnar var Jenný,
systir Ásgerðar, ömmu Ásgeirs
Friðgeirssonar hjá Iceland Revi-
ew. Jenný var dóttir Ágústs, b. á
Lýsuhóli Ingimarssonar, og Krist-
ínar Jóhannesdóttir, b. á Lýsuhóli
Jónssonar.
Afmæli
Páll Skúlason
Páll Skúlason pípulagninga-
meistari, Furugrund 15, Akranesi,
verður fimmtugur á fóstudaginn.
Starfsferill
Páll fæddist í Hnífsdal og ólst
þar upp. Hann var í barnaskólan-
um í Hnífsdal, stundaði nám við
Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði
í tvo vetur, stundaði nám við Iðn-
skólann á ísafirði og á Akranesi
og lærði bifvélavirkjun hjá Þ.
Jónsson og Co í Reykjavik, lauk
sveinsprófi 1968 og öðlaðist meist-
araréttindi nokkrum árum síðar.
Hann stundaði nám við Iðnskól-
ann á Akranesi og lærði pípulagn-
ir þar hjá Hafsteini Sigurbjörns-
syni, lauk sveinsprófi í greininni
1977 og öðlaðist meistararéttindi
1980.
Páll var á síldveiðum eitt sum-
ar á unglingsárunum, starfaði við
bifvélavirkjun í Reykjavík, vann
við pípulagnir á Akranesi og var
auk þess á togara sumarið 1976 en
hefur stundað pipulagnir á Akra-
nesi frá því hann lauk námi í
þeirri iðngrein.
Páll stundaði um skeið sjálf-
boðavinnu sem liðstjóri'og farar-
stjóri fyrir yngri flokka í knatt-
spyrnu á vegum ÍA. Hann hefur
starfað í Kiwanisklúbbnum Þyrli
Til hamingju með afmælið 6. desember
95 ára
Helga Rafnsdóttir,
Austurbrún 33, Reykjavík.
85 ára
Anna Guðjónsdóttir,
Borgarsandi 7, Hellu.
75 ára
Halldóra K. Sigurðardóttir,
Austurbrún 25, Reykjavík.
70 ára
Svanfríður
Kristin Bene-
diktsdóttir frá
Hnífsdal,
Espigerði 20,
Reykjavík.
Eiginmaður
hennar var Rafn
Magnússon mat-
sveinn en hann
lést 1966.
Svanfríður tekur á móti gestum í
Sóknarsalnum, Skipholti 50A,
laugardaginn 9.12. eftir kl. 19.00.
Emil Guðmundsson,
Dalbraut 1, Kópavogi.
María Ingólfs-
dóttir,
Kjartansgötu 7,
Borgarnesi.
María tekur á
móti gestum í fé-
lagsheimili
hestamanna
laugardaginn
9.12. frá kl.
17.00-20.00.
Guðrún Tryggvadóttir,
Hraunbæ 144, Reykjavík.
Sigurgeir Kristinsson,
Lyngbergi 5, Þorlákshöfn.
Hermína J. Lilliendahl,
Krummahólum 10, Reykjavík.
50 ára
60 ára
Halldóra Ottós-
dóttir frá Sval-
vogum,
starfsstúlka í
Laugagerðis-
skóla á Snæfells-
nesi.
Eiginmaður
hennar er Skúli
Bjarnason, bygg-
ingameistari frá Flatey.
Þau verða að heiman.
Sigurveig Tryggvadóttir,
Skarðshlíð 28B, Akureyri.
Þuríður Friðjónsdóttir,
Bárugötu 30A, Reykjavik.
Camilla Hallgrímsson,
Langholtsvegi 143, Reykjavik.
Ólafur Gxmnarsson,
Ásbúð 7, Garðabæ.
40 ára
Ingvi Sigurður Sigurgeirsson,
Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyj-
um.
Skúli Thorarensen,
Rekagranda 1, Reykjavík.
Gyða Jónsdóttir,
Miðhúsum 15, Reykjavík.
Esther Þorvaldsdóttir,
Rauðagerði 56, Reykjavík.
Anna Inga Grímsdóttir,
Seilugranda 7, Reykjavík.
Arnþrúður Jónsdóttir,
Flyðrugranda 18, B-3, Reykjavík.
Kristján M. Baldursson,
Mávahlíð 29, Reykjavík.
Hannes Einar Guðlaugsson,
Gnoðarvogi 74, Reykjavík.
frá 1984, verið forseti klúbbsins og
er nú svæðisstjóri Eddusvæðis.
Fjölskylda
Páll kvæntist 28.3. 1970 Jó-
hönnu Einarsdóttur, f. 30.3. 1949,
aðstoðarstúlku tannlæknis. Hún
er dóttir Einars Árnasonar, mál-
arameistara á Akranesi, og k.h.,
Sigríðar Unnar Bjarnadóttur hús-
móður.
Börn Páls og Jóhönnu eru
Helga Pálsdóttir, f. 15.1. 1970, hár-
greiðslumeistari í Bolungarvík, en
sambýlismaður hennar er Ástmar
Ingvarsson verkstjóri; Einar Ámi
Pálsson, f. 17.6. 1972, fiskvinnslu-
maður á Akranesi, en sambýlis-
kona hans er Lovísa Eva Barða-
dóttir húsmóðir og eru synir
þeirra Páll Sindri Einarsson, f.
14.12. 1992, og Hákon Ingi Einarsv
son, f. 8.7. 1995; Elísabet Ösp Páls-
dóttir, f. 28.8. 1981, nemi í for-
eldrahúsum.
Systkini Páls eru Guðrún Krist-
ín Skúladóttir, f. 3.4. 1940, hús-
móðir í Reykjavík, gift Carli Berg-
mann úrsmið; Hermann Kristinn
Skúlason, f. 24.3. 1943, hafnarstjóri
á ísafirði, kvæntur Sólveigu Gísla-
dóttur, aðstoðarstúlku hjá tann-
lækni; Guðfinna Skúladóttir, f.
7.10. 1952, húsmóðir í Reykjavik,
gift Kristjáni Guðmundssyni
stýrimanni; Helga Guðbjörg
Skúladóttir, f. 31.3. 1955, húsmóðir
í Hnífsdal, en sambýlismaður
hennar er Hilmar Sigursteinsson.
Foreldrar Páls: Skúli Her-
mannsson, f. 5.5. 1918, d. 1.1. 1959,
sjómaður í Hnífsdal, og k.h.,
Páll Skúlason.
Helga Pálsdóttir, f. 19.9. 1917, hús-
móðir í Hnífsdal.
Páll tekur á móti gestum í
Kiwanishúsinu, Vesturgötu 48,
Akranesi, fóstudaginn 8.12. eftir
kl. 19.30.
Ágúst Breiðfj örð
Ágúst Breiðfjörð bifreiðarstjóri,
Langeyrarvegi 11 A, Hafnarfirði,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ágúst fæddist á Mýrum i Eyr-
arsveit og ólst upp í Grundarfirði.
Hann stundaði fiskvinnslu hjá
Hraðfrystihúsi Grundaríjarðar að
loknu barnaskólanámi. Ágúst hef-
ur verið bifreiðarstjóri hjá Áburð-
arverksmiðjunni hf. frá 1968.
Fjölskylda
Ágúst kvæntist 25.9. 1969 Mariu
Ásgeirsdóttur, f. 29.10. 1946, lyfja-
fræðingi. Hún er dóttir Ásgeirs P.
Ágústssonar og Guðrúnar L.
Kristmannsdóttur, sem lést 1988,
en þau bjuggu fyrst í Stykkis-
hólmi og síðan í Reykjavík.
Börn Ágústs og Maríu eru Ás-
geir Páll Ágústsson, f. 26.9. 1971;
Kristmann Jóhann Ágústsson, f.
12.7. 1975; Hrefna Kristín Ágústs-
dóttir, f. 7.2. 1985.
Hálfbróðir Ágústs, sammæðra,
er Sveinbjörn Kristinn, f. 1.5.
1952, þjónn, búsettur í Hveragerði.
Fóstursystkini Ágústs: Freyja
Finnsdóttir, f. 11.7. 1922, d. 22.8.
1976, húsmóðir i Stykkishólmi;
Halldór Finnsson, f. 2.5. 1924,
fyrrv. hreppstjóri í Grundarfirði;
Ása Finnsdóttir, f. 7.8. 1926,
bóndakona á Hornafirði; Dagfríð-
ur Finnsdóttir, f. 20.10. 1932, d.
21.6. 1989, kennari í Vestmanna-
eyjum og síðan á Selfossi; Svein-
björn Finnsson, f. 8.5. 1934, d. 18.2.
1959, stýrimaður í Reykjavík;
Hallveig Guðjónsdóttir (dóttir
Dagfríðar), f. 14.1.1954, hjúkrun-
arfræðingur og ljósmóðir í Nor-
egi.
Móðir Ágústs var Hrefna Hjart-
ardóttir, f. 31.7. 1924, d. 30.9. 1988,
fiskverkakona í Grundarfirði.
Ágúst ólst upp í Grundarfirði
en þangað flutti hann, ásamt móð-
ur sinni, og bjuggu þau á heimili
Finns Sveinbjörnssonar, f. 27.9.
Ágúst Breiðfjörð.
1889, d. 15.1. 1978, skipstjóra,
Höllu Haraldsdóttur, f. 10.12.
d. 27.3. 1992, húsmóðir.
Ágúst verður að heiman á
mælisdaginn.
og
1900,
af-
»•903« 5670 •#
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.
DV