Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Qupperneq 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta.fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Kjaramálin:
Grindvíking-
ar hættu við
- Baldur áfram
__ „Ég gef það ekkert upp hvernig
atkvæði féllu, við höfum það bara
fyrir okkur, en það var samþykkt að
draga uppsögn kjarasamninganna
til baka,“ sagði Benóný Benedikts-
son, formaður Verkalýðsfélags
Grindavíkur, í samtali við DV í
morgun. Á félagsfundinn í gærkvöld
mættu innan við 20 manns, að sögn
Benónýs.
Á félagsfundi hjá Verkalýðsfélag-
inu Baldri á ísafirði í gærkvöld var
hins vegar samþykkt að standa við
uppsögn kjarasamninganna og
senda vinnuveitendum á Vestfjörð-
um gagntilboð. Pétur Sigurðsson,
formaður Baldurs, sagði í samtali
við DV í gær að hann liti svo á að
það sem meirihluti fulltrúa verka-
Jýðshreyfingarinnar í launanefnd
'heföi samþykkt hefði bara verið til-
boð frá VSÍ og þess vegna ætlaði
hann að senda gagntilboð.
-S.dór
Eininjg felldi
ASI-sam-
komulag
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Félagar í Verkalýðsfélaginu Ein-
ingu í Eyjafirði felldu í gær sam-
komulag meirihluta launanefnda
ASÍ og Vinnuveitendasambands ís-
lands. Fimm félagsfundir voru
haldnir hjá Einingu í gær víðs veg-
ar í Eyjafirði og atkvæðagreiðsla í
lok þeirra. Alls greiddu 302 atkvæði,
170 höfnuðu samkomulaginu, 140
samþykktu það og 2 seðlar voru
auðir.
Eining er eitt félaganna sem sagt
hefur upp kjarasamningunum frá
febrúar sl. og heldur sig við þá upp-
sögn. Á fundunum i gær kom fram
mjög mikil óánægja með þá aðstöðu
sem launanefnd samningsaðila hef-
ur sett félögin í og töldu fundar-
menn að launanefndin hefði ekkert
■•umboð til að standa í samningavið-
ræðum.
Slökkviliðið
slökktia
vekjaraklukku
Hávær vekjaraklukka varð til
þess að slökkviliðið var kallað að
fjölbýlishúsi í Seljahverfi í gær-
kvöld. Töldu nágrannar að reyk-
skynjari hefði farið í gang og að eld-
ur væri í einni íbúðinni.
Enginn var heima en þegar
slökkkviliðsmenn komu inn var
hvorki reykur né eldur en vekjara-
klukkan hafði hátt og hljómaði ekki
ösvipað reykskynjara. Var slökkt á
henni og hlaust ekki tjón af. -GK
L O K I
Ungur maður dæmdur í átta mánaða fangelsi:
Notfærði sér
konu við hlið
unnusta hennar
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt Bjarna Guðmundsson, 22
ára, í átta mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot með því að hafa not-
fært sér ölvunarástand ungrar
konu sem svaf og haft við hana
samfarir er hún lá við hlið
unnusta síns sem einnig var í ölv-
unarsvefni aðfaranótt 5. ágúst síð-
astliðinn. Hann var jafnframt
dæmdur til að greiða konunni 543
þúsund krónur í skaðabætur og
sviptur ökuréttindum í 6 mánuði
þar sem hann ók bíl sínum a.m.k.
þrisvar sinnum ölvaður umrædda
nótt.
Bjarni hitti konuna og unnusta
hennar á veitingastaðnum Ölkjall-
aranum. Kynni tókust með fólk-
inu og sýndi sakborningurinn
konunni mikinn áhuga. Að sögn
hennar hafði hann stöðugt verið
að fara á fjörurnar við hana en
hún haldið honum frá sér. Síðar
fóru öll þrjú í partí, á bíl ákærða,
og þar á eftir var haldið til heim-
ilis parsins. Konan fór inn að sofa
en mennirnir tveir sátu við
drykkju um stund áður en unn-
ustinn, sem var orðinn mjög ölv-
aður, lagðist einnig til hvílu.
Eftir þetta fór sakborningurinn
inn í svefhherbergi, lagðist hjá
konunni, sem svaf við hlið
unnustans, og hafði við hana sam-
farir. Dómurinn taldi fullsannað
að konan hefði ekki getað spornað
við verknaðinum vegna ölvunar-
svefns. Hún vaknaði hins vegar
og gerði sér grein fyrir hvað var
að gerast þegar verknaðurinn
taldist fullframinn, varð ofsareið
og reyndi árangurslaust að vekja
unnusta sinn. Ákærði hafði sig þá
á brott. Hún tilkynnti lögreglu
strax um atburðinn og fór í við-
eigandi skoðun.
Maðurinn var auk kynferðis-
brotsins dæmdur fyrir ölvun-
arakstur, á milli tveggja staða í
Reykjavík, til Hafnarfjarðar, það-
an að Vogum á Vatnsleysuströnd,
þaðan til Keflavíkur, síðan til
Grindavíkur og loks tO Reykjavík-
ur á ný. Hann viðurkenndi að
hafa verið ölvaður og drukkið
áfengi í bílnum. Þriggja manna
fjölskipaður dómur komst að
þeirri niðurstöðu varðandi ölv-
unaraksturinn að sex mánaða
ökuleyfissvipting væru hæfileg
viðurlög í þvi sambandi.
-Ótt
Verslun Bónuss í Holtagörðum hefur selt bækur á 20-30% afslætti. Eftir ákvörðun útgefenda um að setja ekki af-
greiðslubann á Bónus og fleiri verslanir er Ijóst að bókastríðið heldur áfram. Bóksalar munu ákveða aðgerðir í
kvöld. Hagkaupsverslanir hafa til þessa selt bækur á fullu verði en líklegt er að þar verði boðið upp á afslátt á næstu
dögum. DV-mynd GVA
Veðrið á morguri:
Skýjað um
allt land
Á morgun verður suðaustan
stinningskaldi eða allhvasst með
suður- og vesturströndinni en
heldur hægari suðaustanátt ann-
ars staðar. Skýjað um allt land
og víða rigning, mest þó um
landið sunnanvert. Á hálendinu
má búast við snjókomu.
Hiti 3-7 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 76
^ Nýtt álver?
Akveðið í
næstu viku
Ákveðið verður á stjórnarfundi
Columbia Aluminium í Bandarikj-
unum í næstu viku hvort farið verð-
ur í viðræður við íslendinga um
byggingu álverksmiðju með 60 þús-
und tonna framleiðslugetu á ári á
Grundartanga eða hvort verksmiðj-
an verður byggð í Venesúela.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun stefna forsvarsmenn
fyrirtækisins að því að hefja bygg-
inguna í lok næsta árs og verk-
smiðjan taki til starfa í ársbyrjun
1998. Sótt verður um starfsleyfi til
iðnaðarráðuneytisins fyrir vikulok.
______________________-GHS
Amfetamínmálið:
Einn maður
í haldi
Einn maður er í haldi vegna til-
raunarinnar til að smygla tæpu
kílói af amfetamini til landsins á
sunnudaginn. Var maðurinn tekinn
á Keflavíkurflugvelli eftir komu frá
Amsterdam. Hann reyndist vera
með 990 grömm af efninu í fórum
sínum.
Málið er enn í rannsókn hjá flkni-
efnalögreglunni. Umræddur maður
hefur ekki komið þar við sögu áður.
-GK
Ekkert afgreiðslubann:
Við hörmum
niðurstöðuna
- segja bóksalar
„Við hörmum niðurstöðu fundar-
ins og að samningur, sem búið var
að vinna að í heilt ár, skuli bresta
um leið og brýtur á honum. Það er
óþolandi að samningsaðili okkar
skuli ekki standa við gerðan samn-
ing. Það er mikill hiti í mönnum,“
sagði Teitur Gústafsson, formaður
Félags bóksala, við DV í tilefni af
ákvörðun stjórnar bókaútgefenda i
gær um að setja ekki afgreiðslu-
bann á verslanir Bónuss og KÁ á
Suðurlandi. Bóksalar höfðu lagt
fram beiðni um bannið.
Teitur sagði að bóksalar myndu
gripa til einhverra aðgerða. Þær að-
gerðir yrðu ákveðnar á fundi í
kvöld.
Útgefendur telja að afgreiðslu-
bann yrði ekkert annað en táknræn
aðgerð, verslanir og stórmarkaðir
myndu hvort sem væri ná sér í
bækur. DV hefur heimildir fyrir því
að Hagkaup hafi undanfarna daga
verið að safna birgðum af bókum.
Óskar Magnússon forstjóri vildi
hvorki játa því né neita í samtali
við DV.
Jóhannes Jónsson í Bónusi vildi
fátt segja um niðurstöðu útgefanda.
Hefðu þeir ákveðið afgreiðslubann
hefði hann farið með málið til Sam-
keppnisstofnunar. -bjb
Grensásveqi 11
Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Grœnt númer: 800 6 886
K I N G
L#TT#
alltaf á
Miðvikudögxun