Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÁNÚAR 1996 Fréttir DV Stefni stálbátsins Styrmis ÍS rifnaöi við siglingu á ís: Skipverjar köstuðust til við höggið Tvöfalt byröi í stefni kom skipverjum til bjargar en sjór vætlaði inn í skipið Styrmir ÍS var á línuveiðum í villta vestrinu eins og það er kallað þegar slinkur kom á skipið. í Ijós kom að skipið hafði rekist á ís og stór rifa komið á stefnið. Forpikkur eða stafnhylki er í stefni skipsins og kom það í veg fyrir að sjór fossaði inn í vistarverur skipverja. Aðeins minni háttar leki kom að skipinu. DV-mynd Sveinn Litlu mátti muna að illa færi þeg- ar Styrmi ÍS-207, 200 tonna stálbát, var siglt á ísspöng þar sem hann var á línuveiðum um 50 mílur vest- ur af Látrabjargi 29. desember sið- astliðinn. Um 60 sentímetra langar og breiðar rifur komu á stefni skips- ins. Gat kom á forpikk eða stafn- hylki skipsins og aðeins munaði nokkrum sentímetrum að ísinn næði að leggja hylkið saman. „Ég og Atli vélavörður stóðum uppi á dekki og vorum að vinna í línunni. Stýrimaðurinn var að fara að keyra í næstu bauju þegar mikið högg kom á skipið og ég kastaðist allt í einu hálfan annan metra áfram og Atli, félagi minn, datt ofan á mig. Við hlupum strax upp á brú og mér datt í hug að það hefði kom- ið gat að skipinu og allir vöknuðu. Þetta gerðist á milli kl. 21 og 22 en það var ekki fyrr en fimm tímum seinna að bátsmaðurinn, sem var í sínum fyrsta túr á sjó, sá bleytu inni í klefanum sínum sem er í stefni skipsins. Hann hljóp upp og kom til mín og Atla og sagði okkur frá því. Þá kom í ljós að veggurinn var brotinn og það flæddi inn með öllum köntum," segir Benedikt Ingi Ármannsson, háseti um borð í Styrmi. Jón Páll Jakobsson, stýrimaður á Styrmi, var í brúnni þegar óhappið átti sér stað. Hann segir menn ekki hafa uppgötvað að rifa hafi komið á stefnið fyrr en fjórum til fimm tím- um eftir að þeir sigldu á ísinn þegar í ljós kom að sjór vætlaði inn í vist- arverur skipverja. Hann segir mjög góða veiði hafa verið við ísspöngina sem hafi verið nokkuð þétt. Fleiri bptar hafi verið þar á veiðum og véður mjög stillt. ísinn sem þeir hafi siglt á hafi verið mun minni en ís sém þeir hafi áður siglt á án þess að það ylli skaða. Benedikt áætlar að lekinn hafi ekki verið undir 250 lítrum á klukkustund. „Þetta var í sjálfu sér ekki mikill leki og við ekki í lífs- hættu. En hefði ekki verið tvöfalt hólf frammi í skipinu hefði ég ekki viljað spá fyrir um hvernig farið hefði. Höggið hefði heldur ekki mátt vera mikið meira því þá hefðu bæði byrðin gefið sig. Menn voru alveg ótrúlega rólegir enda veður gott, ör- yggisbúnaður um borð í skipinu góður og fleiri skip á veiðum á sömu slóðum.“ Skipinu var siglt til Flateyrar þar sem fulltrúi Siglingamálastofnunar skoðaði það. Hann gaf leyfi að því yrði siglt til Reykjavíkur þar sem það var tekið upp í slipp og viðgerð fer fram á því nú. Áætlað er að við- gerð taki viku til 10 daga. -pp Stuttar fréttir Þörungaverksmiðjan á Reykhólum: Utanríkisþjónustan: Tilboð frá Banda- ríkjunum samþykkt í hlut ríkisins - sem er 15 milljónir af 23 milljóna hlutafé Rithöfundaverðlaun Þóra Jónsdóttir og Gyrðir Elí- asson voru verðlaunuö úr Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag að forseta íslands viðstöddum. Þau fengu 400 þús- und krónur hvort um sig. Áfengi hækkar Ný verðskrá á áfengi tekur gildi í dag í kjölfar nýrra verö- lagningarreglna ÁTVR. Að með- altali hækkar áfengi um 0,1%. Afmæli í Höfða Reykjavíkurborg, í samstarfi við forsætisráöuneytið, er að kanna möguleika á að halda al- þjóðlegan fund á árinu í tilefni af 10 ára afmæli leiðtogafundarins í Höfða. Þetta kom fram í Mbl. Bætur hækka Bætur almannatrygginga hækkuðu um 3,5% um áramótin um leið og laun hækkuðu sam- kvæmt kjarasamningum. Sam- kvæmt frétt RÚV fellur ekkjulíf- eyrir niður af jafnréttisástæðum. -bjb Að sögn Bjama Óskars Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Þörunga- verksmiðjunnar á Reykhólum, hef- ur verið ákveðið að taka tilboði bandaríska fyrirtækisins Kelco í hlut ríkissjóðs í verksmiðjunni. Ekki hefur fengist uppgefið hvernig tilboðið hljóðar en eignarhlutur rík- isins er um 15 milljónir af rúmlega 23 milljóna króna hlutafé. Bjarni sagði frágang viðskiptanna eftir en það ætti að takast að ljúka honum innan tveggja mánaða. Kelco, sem staðsett er í San Diego, hefur um margra ára skeið keypt mikið magn þörunga af verk- smiðjunni á Reykhólum. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Monsanta Chem- icals í Bandaríkjunum og er stór framleiðandi hleypiefnis sem er m.a. notað í bjór og mjólkurvörur. Kelco hefur notað þörunga í þetta hleypiefni eða algenada eins og það er kallað. Bjarni sagði það ljóst að eignarað- ild Kelco myndi styrkja verksmiðj- una til muna. Forráðamenn Kélco hafa lýst yfir vilja sínum um að koma með aukið fjármagn í rekstur- inn og jafnvel viðrað hugmyndir um stækkun verksmiðjunnar. -bjb Séra Flóki Kristinsson undrandi á gjöröum biskups: Réttir ráðherra hirðstafinn á eftir að sjá ráðherrann taka að sér stjórnina „Ég er undrandi á þessu og get ekki betur séð en að biskupinn sé að víkja sér undan ábyrgð og sé að rétta ráðherra hirðstafinn. Ég á eft- ir að sjá það að ráðherrann vilji taka að sér kirkjustjórnina með þessum hætti,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Lang- holtskirkju, um þau áform biskups, herra Ólafs Skúlasonar, að dóms- málaráðherra skerist í deilumál Langholtskirkju. Séra Flóki segir að biskup tali um að kirkjuna vanti kirkjuréttarleg ákvæði til þess að hann geti leyst úr málinu. Jafnvel þótt svo kunni að vera sé biskup andlegur leiðtogi kirkjunnar, hann hafi andlegt kennivald og það vald sé í réttu hlutfalli við andlegan skyrk hans. Hann hafi með öðrum orðum svo mikið vald sem hann vilji sjálfur sem andlegur leiðtogi. Aðspurður um kirkjusóknina seg- ir Flóki að hátt í 200 manns hafi ver- íð í hátíðarmessu í gær og á þriöja hundruð í fyrradag. Þátttaka hafi verið góð og kröftugur söngur. Um deilur hans og Jóns Stefánssonar organista minnti Flóki á að Jón hefði sagst ekki koma til starfa í kirkjuna ef Flóki yrði þar áfram. „Það skal enginn efast um að ég haldi ekki áfram og þá geta menn lagt saman tvo og tvo. Fyrir tveim- ur árum hafði ég hugmyndir um að færa mig um set og taka við öðru brauði. Úr því sem komið er er það útilokað," segir séra Flóki Kristins- son. -sv Tilfærslur a sendiherrum Nokkrar tilfærslur verða á sendi- herrum utanríkisþjónustunnar í byrjun nýs árs. Róbert Trausti Árnason tekur við starfi sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn í dag í stað Ólafs Egils- sonar sem kemur til starfa í utan- ríkisráðuneytinu. Hörður H. Bjamason tekur við starfi sendi- herra í Stokkhólmi 1. febrúar í stað Sigríðar Snævarr sem kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Skipti verða á stöðu forsetaritara. Sveinn Björnsson sendiherra hefur verið í leyfi frá störfum í utanríkis- þjónustunni til að gegna starfi for- setaritara en kemur aftur í ráðu- neytið 1. febrúar. Á sama tíma tek- ur Kornelíus Sigmundsson aftur við starfi forsetaritara en hann hefur starfað sem sendifulltrúi að undan- förnu. Þá sest nýr fulltrúi íslands í fasta- nefndina hjá Sameinuðu þjóðunum í New York innan mánaðar en það er Sigríður Gunnarsdóttir sendi- ráðsfulltrúi. -bjb Velti bíl og hljóp til fjalla DV, Akureyri: Fullorðinn maður sem nýlega var sviptur ökuskírteini sínu vegna ölvunaraksturs var þó enn á ferð á bíl sínum í Hörgárdal um helgina og missti bifreiðina út af veginum nærri Þelamerkurskóla. Lögreglan á Akureyri fór á vett- vang en þá hafði maðurinn stungið af til fjalla. Greiðlega gekk að rekja slóð hans og fannst maðurinn eftir nokkra leit. Hann var ölvaöur og orðinn nokkuð kaldur og hrakinn svo að réttast þótti að flytja hann á slysadeild á Akureyri til aðhlynn- ingar. -gk Stöð tvö: Hólmavík og Drangsnes DV, Hólmavik: Strandamenn áttu þess kost í fyrsta sinn nokkru fyrir jól að sjá Stöð 2. Þá voru settir upp sendar á Hrútafjarðarhálsi, Ennishöfða og við Hólmavík. Skilyrði eru allgóð í og við þétt- býliskjarnana, lakari víða á sveita- bæjum og sums staðar nær engin. Mikill áhugi var fyrir jól á að fá Stöð 2 og búið að fá búnað á um 40% - heimila á Hólmavík og Drangsnesi nokkrum dögum eftir uppsetningu sendanna. -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.