Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996
Fréttir
Skagfirðingar og Grundfirðingar sameinast í fjórða stærsta útgerðarfyrirtæki landsins:
Útiloka ekki landvinn
inga erlendis
- segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings
Fjórða stærsta útgerðarfyrirtæki
landsins varð til á gamlársdag þeg-
ar Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauð-
árkróki og Hraðfrystihús Grundar-
fjarðar, HG, sameinuðust í eitt.
Nokkur aðdragandi hefur verið að
þessari sameiningu en Skagfirðing-
ur hefur verið hluthafi í HG í þrjú
ár, nú síðast með 85% eignarhluta.
Einar Svansson, framkvæmdastjóri
Skagfirðings, sagðist í samtali við
DV ekki útiloka að landvinningar á
erlendri grundu yrðu næst kannað-
ir. Ekkert hefði þó verið gert í þvi
heldur fyrst og fremst um vanga-
veltur verið að ræða.
„Þróunin hefur verið hröð síð-
ustu árin. Stærstu fyrirtækin, eins
og Grandi, ÚA og Samherji, hafa
verið í útvegi erlendis og því ekki
óeðlilegt að við könnum slikt hið
sama,“ sagði Einar.
Eftir sameininguna er fyrirtækið
með 10 þúsund tonna þorskígildis-
kvóta, þann þriðja mesta á eftir
Granda og Útgerðarfélagi Akureyr-
inga. Ef litið er til heildarkvóta þá
er nýja fyrirtækið það fjórða
stærsta og Samherji á Akureyri
vermir þriðja sætið. Velta samein-
aða fyrirtækisins er áætluð á árinu
nálægt 3,5 milljörðum króna.
Fyrirtækið gerir út 6 togara,
starfrækir þrjú frystihús, salthús-
verkun, rækjuvinnslu, skelvinnslu
og fískimjölsverksmiðju. Hátt í 500
manns starfa hjá fyrirtækinu, þar af
um 100 5 Grundarfírði en þar hefur
einkum verið rekin rækju- og skel-
vinnsla.
Einar Svansson, framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar Skagfirðings, fjórða
stærsta útgerðarfyrirtækis landsins
eftir sameiningu við Hraðfrystihús
Grundarfjarðar.
Sjúkrahús Reykjavíkur að veruleika
Sjúkrahús Reykjavíkur verður formlega sett á stofn um áramótin með sameiningu Borgarspítala og Landakotsspít-
ala og hefst þá nýr kafli í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Sameiningarferlið hefur staðið yfir síðan 1992 og er
hvergi nærri lokið. Talað er um 5-10 ár í því sambandi. Auglýsingastofan Gott fólk hannaði merki sjúkrahússins. Nýr
forstjóri hefur verið ráðinn, Jóhannes Pálmason, sem var forstjóri Borgarspítalans. Myndin er tekin á blaðamanna-
fundi sem efnt var til af þessu tilefni. DV-mynd S
Barðaströnd:
Mannlaus sumarbústaður brann
Talsvert eignatjón varð þegar
sumarbústaður skammt frá Brjáns-
læk brann til grunna á nýársnótt.
Að sögn lögreglunnar á Patreks-
firði uppgötvuðu menn brunann
klukkan 14 á nýársdag en þá hringdi
heimilisfólk á Brjánslæk og tilkynnti
um brunann til lögreglu. Er ljóst að í
bústaðnum hefur kviknað einhvern
tímann frá klukkan 3 á nýársnótt
þegar fólk á Brjánslæk gekk til náða.
Lögreglan telur sig hafa vissu fyr-
ir þvi að rafmagn hafi verið útslegið
í bústaðnum sem var mannlaus þeg-
ar hann brann. Þá voru engin spor í
kringum hann sjáanleg. Flugelda-
notkun var hins vegar í húsum í
nokkur hundruð metra fjarlægð.
Málið er í rannsókn lögreglu og telur
hún að svo stöddu ekki hægt að leiða
getum að eldsupptökum. -pp
AUKIN OKURETTINDI
MEIRAPRÓF
Nú er hægt að velja á milli kvöld- og helgamámskeiða. Næsta kvöldnámskeið hefst
mánudaginn 8. janúar og næsta helgamámskeið hefst laugardaginn 13. janúar.
ATH. Breyttar reglur varðandi próf til aukinna ökuréttinda taka gildi í júlí 1996. Mörg
verkalýðsfélög taka að hluta þátt í námskeiðsgjaldi. Ökuskóli SG hefur á undanfömum
árum verið í fararbroddi hvað varðar nám til aukinna ökuréttinda og er umferðaröryggi
kjörorð okkar. Betri ökumaður - betri umferð - betra líf.
Skólinn hefur á að skipa úrvalsliði kennara í öllum námsgreinum og er vitnisburður
nemenda okkar stolt. Efþú þekkir nemanda sem hefur verið í Ökuskóla SG spurðu
viðkomandi og svarið er okkar auglýsing.
• LEIGUBIFREIÐ • VÖRUBIFREIÐ •
HÓPBIFREIÐ • ENDURMENNTUN
ÍIKIINKIIII
AUKIN OKURETTINDI HF.
Suðurlandsbraut 16, Reykjavík- Sími 581-1919
Fiskiðjan Skagfirðingur hefur
rekið frystihús á Hofsósi ásamt
starfseminni á Sauðárkróki. Að
sögn Einars er ætlunin að sérhæfa
vinnsluna á Hofsósi og koma þar
upp allri ufsavinnslu fyrirtækisins
sem til þessa hefur verið á þremur
stöðum.
Ein fisktegund á einum stað
„í landvinnslunni ætlum við að
vinna eina tegund á einum stað.
Sameiningin mun því hafa í fór með
sér ákveðna hagræðingu í sambandi
við tegundimar og vinnsluna á
þeim. Þorskskerðingin síðustu ár
hefur gengið í öfuga átt og gert
mönnum erfiðara að vera með sér-
hæfingu. Frystihúsin hafa því þurft
að hverfa til fortíðar og fjölga teg-
undum til að halda uppi starfsemi.
Við erum að reyna að vinna á móti
þessari kvótaskerðingu. Möguleikar
okkar til þess em meiri með fyrir-
tækið sem er með þetta margar ein-
ingar,“ sagði Einar.
Fiskiðjan Skagfirðingur keypti
sig inn í Hraðfrystihús Grundar-
fjarðar um áramótin 1992/1993 með
rúmlega 30% hlut. Síðan hefur hlut-
urinn vaxið jafnt og þétt og var
kominn í 85% fyrir sameiningu. Af-
koma HG hefur verið í járnum um
leið og hagnaður hefur verið veru-
legur af Skagfirðingi. Einar sagði
litlar sem engar breytingar verða á
yfirmannastöðum fyrirtækisins eft-
ir sameininguna og nafnið yrði
áfram fyrst um sinn Fiskiðjan Skag-
firðingur. -bjb
Nýtt sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjanesbæ:
Allt aö 100
manns fá vinnu
við fullvinnslu
sjávarafurða
- Japanir í samstarfi viö íslendinga
DV, Suðurnesjum:
„Það verður stofnað nýtt fyrir-
tæki um rekstur ýmissa tegunda
sjávarafurða í neytendapakkningar
á Japansmarkað. Við reiknum með,
þegar fyrirtækið er komið á fullt
skrið, að 80-100 manns muni starfa
hjá þvi,“ sagði Ellert Vigfússon hjá
íslenskum ígulkerum hf. í Njarðvík.
íslensk ígulker verða hluthafi í
nýja fyrirtækinu sem ráðgert er að
stofna fljótlega eftir áramót og verð-
ur staðsett í Reykjanesbæ. Japansk-
ir aðilar standa einnig að stofnun
þess. Ellert segir að hann muni inn-
an skamms ræða við Pál Pétursson
félagsmálaráðherra um þann mögu-
leika að fá að ráða til landsins 50-70
útlendinga til starfa við fyrirtækið.
„Við höfum hug á að ráða tækni-
menntað fólk frá Tælandi að hluta
til en við munum að sjálfsögðu ráða
íslendinga sem vilja og geta unnið
við þessa atvinnugrein. Ef það tekst
ekki þurfum við að leita út fyrir
landsteinana og til þess þurfum við
leyfi frá viðkomandi yfirvöldum.
Það er erfitt að fá fólk hér til starfa
í fiskvinnsluhúsum og árangur okk-
ar á því sviði hefur verið lítill sem
enginn,“ sagði Ellert.
Þeir hafa leitað víðar um landið
eftir mannafla en það hefur engan
árangur borið. Ellert segir að unnið
verði með Verkalýðs- og sjómanna-
félagi Keflavíkur og Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar að þessum málum.
ÆMK
Ríkisráðsfundur á gamlársdag:
Vigdís ■ sínum
lokaverkum
Vigdís F'innbogadóttir forseti
staðfesti fjárlög, fjáraukalög, láns-
fiárlög og ýmis önnur lög á ríkis-
ráðsfundi á Bessastöðum á gamlárs-
dag. Jafnframt voru staðfestar ýms-
ar ákvarðanir sameiginlegu EES-
nefndarinnar og skipað var í nokk-
ur embætti í ráðuneytunum.
Auk fjárlaga staðfesti Vigdís laga-
breytingar vegna Lífeyrissjóðs
starfsmanna, Þróunarsjóðs sjávar-
útvegsins og stjómunar á fiskveið-
u’m.
Þetta var síðasti ríkisráðsfundur
Vigdísar á gamlársdegi með ríkis-
stjóm landsins en hún lætur sem
kunnugt er af embætti á þessu ári.
Hún flutti sitt síðasta nýársávarp í
sjónvarpi í gær. Þar var henni tíð-
rætt um framtíð upplýsingasamfé-
lagsins og þá byltingu sem tölvu-
tæknin hefur valdið hérlendis. Þessi
mál eru henni hugleikin enda hefur
hún lýst því yfir að hún ætli sér í
störf tengd margmiðlun að lokinni
16 ára veru á Bessastöðum.
-bjb