Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996
11
Meniúng
Menningarverðlaun VISA-ísland 1995:
1V2 milljón
til fimm ein-
staklinga
Kortafyrirtækið VISA ísland hef-
ur nokkur undanfarin ár gengist
fyrir menningarverðlaunum úr
Menningarsjóði VISA. Verðlaunin
fyrir árið 1995 voru afhent við hátíð-
lega athöfh í höfuðstöövum fyrir-
tækisins sl. fimmtudag. Fimm ein-
staklingar hlutu 300 þúsund krónur
hver fyrir störf sín í þágu ritlistar,
leiklistar, tónlistar, myndlistar og
náttúruvemdar. Stjóm Menningar-
sjóðs skipa Jóhann Ágústsson, Jón
Stefánsson söngsljóri og Einar S.
Einarsson, framkvæmdastjóri
VISA, sem afhenti verðlaunin.
Eins og fram kom í DV sl. laugar-
dag fékk Orri Vigfússon verðlaun á
sviði náttúruvemdar fyrir baráttu
sína fyrir friðun villta laxins í Atl-
antshafinu. Orri ákvað að afsala sér
verðlaununum og eftirláta þau
Norður-Atlantshafslaxsjóðnum sem
hann hefur starfað fyrir í sjálfboða-
vinnu.
Á sviði ritlistar var Steinunn Sig-
urðardóttir rithöfundur verðlaun-
uð. Steinunni þarf varla að kynna.
Hún er einn af okkar allra bestu rit-
höfundum og hefur fengið mikið lof
fyrir nýjustu skáldsöguna, Hjarta-
stað. Þá er í bígerö samningur við
fyrirtæki í Frakklandi um kvik-
Kristinn Hrafns-
son sýnir í Borg-
arleikhúsinu
í tengslum við leiksýningar á ís-
lensku mafiunni í Borgarleikhúsinu
er sýnt myndlistarverk i anddyri
hússins eftir Kristin Hrafnsson.
Verkið nefnist Sjö vatnsborð og verð-
ur uppi við næstu vikumar.
Verkið er skúlptúrar sem sýna sjö
stöðuvötn í íslenskri náttúru og graf-
íkmyndir sem fylgja verkinu. Vatns-
borð vatnanna er steypt í brons sem
stendur á steinsteyptum stöplum.
Norrænu barna-
bókaverðlaunin
Rithöfundarnir Torun Lian frá
Noregi og Viveca Larn Sundvall frá
Sviþjóð fengu norrænu barnabóka-
verðlaunin 1995. Formaður dóm-
nefndar að þessu sinni var Ragnhild-
ur Helgadóttir, æfingakennari við
Æfingaskólann. Af hálfú íslands var
bók Friðriks Erlingssonar, Benjamín
dúfa, tilnefnd til verðlaunanna. -bjb
Bændur og búalið
Csipma)
C.SKAPTASON
fiÍMi
552 8500
myndarétt á sögunni Tímaþjófnum
sem kom út árið 1986.
Þorgerður Ingólfsdóttir, söng-
stjóri Hamrahlíðarkórsins, fékk
verðlaunin á sviði tónlistar. Þor-
gerður hefúr verið stjórnandi kórs-
ins alveg frá því hún stofnaði hann
árið 1967 eða í nærri 30 ár. Kórinn
hefur notið mikilla vinsælda, jafnt
erlendis sem hér á landi, og fengið
fjölda viðurkenninga. Þá hefur Þor-
gerður fengið Bröste-verðlaunin,
verið útnefnd tónlistarmaður ársins
á íslandi 1985, sæmd fálkaorðunni
og hlotið heiðursmerki frá Noregs-
konungi.
Hilmir Snær Guðnason leikari
var verðlaunaður fyrir framlag sitt
til leiklistarinnar. Hilmir er einn af
mörgum góðum leikurum af yngri
kynslóðinni og leikið mörg titilhlut-
verk eftir útskrift frá Leiklistarskól-
anum vorið 1994. Hilmir var einmitt
tilnefndur til Menningarverðlauna
DV fyrir hlutverk sitt í Fávitanum.
Á sviði myndlistar fékk Páll Stef-
ánsson ljósmyndari verðlaun VISA.
Páll hefúr verið í fremstu röð ís-
lenskra ljósmyndara undanfarin
misseri og getið sér gott orð erlend-
is fyrir náttúrulífsmyndir í tímarit-
um, einkum Iceland Review. -bjb
Hér eru menningarverðlaunahafar VISA-lsland 1995 samankomnir. Frá vinstri: Páll Stefánsson, Hilmir Snær Guðna-
son, Steinunn Sigurðardóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir og Orri Vigfússon. DV-mynd S
ENSKA ER OKKAR MAL
SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ
Ný námskeið að hefjast, með
áherslu á talmál.
Bæði fyrir byrjendur og lengra
komna.
Enskuskólinn
Túngötu 5 - Sími 552 5330
Julie
Samuel
Gjaldskrá
Móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi
Gildir frá 1. janúar 1996
VERÐ Á K(LÓ MIÐAÐ VIÐ FARMASTÆRÐIR
VEBDERUEÐVSK.
FLOKKUR -TEGUND Lágm. gjald 0-250 kg 251-500 kg 501-1100 kg 1100 kg
100 HÚSASORP / NEYSLUSORP 1480 5,38 5,38 5,38 5,38
200 FRAMLEIÐSLUÚRGANGUR, BAGGANLEGUR 1480 14,53 10,90 8,73 7,27
210 BAGGANLEGT, FORPRESSAÐ 1480 6,31 6,31 6,31 6,31
240 FRAML.ÚRGANGUR, ÓBAGGANLEGUR 1480 15,98 11,99 9,60 8,00
260 ÓFLOKKAÐUR, GRÓFUR ÚRGANGUR 1480 20,60 15,30 12,24 10,30
300 ENDURVINNANLEGT:
301 TIMBUR 1480 2,74 2,74 2,74 2,74
** 311 BYLGJUPAPPI 1480 1,37 1,37 1,37 1,37
** 321 DAGBLÖÐ / TÍMARIT 1480 1,99 1,99 1,99 1,99
** 331 SKRIFSTOFUPAPPÍR (TÖLVUPAPPÍR) -6,23 -6,23 -6,23
* 391 GARÐAÚRGANGUR 1480 1,50 1,50 1,50 1,50
400 LAUSTí ÁLFSNES:
411 FARMUR 0 - 1000 KG 4152,37
412 FARMUR 1001 -8000 KG 2,07
413 FARMUR STÆRRI EN 8000 KG 1,23
500 EYÐING TRÚNAÐARSKJALA: 1480 15,42 11,57 8,03 6,66
Vegna verðlækkunar á pappír til endurvinnslu erlendis kemst SORPA ekki hjá því að taka gjald af fyrirtækjum fyrir
bylgjupappa og dagblöð/tímarit.
SORPA mun þó áfram greiða þóknun fyrir skrifstofupappír (tölvupappír) og sérstakan gæðapappír til endurvinnslu.
Tekið er við sorpi til eyðingar gegn staðgreiðslu (greiðsla með kreditkorti telst staðgreiðsla)
eða gegn framvísun viðskiptakorts (afhent samkvæmt viðskiptasamningi).
Lágmarksgjald í móttökustöð er kr. 1400 m/virðisaukaskatti.
Morgunafsláttur er 16% til kl. 8.00
en lækkar um 2% á 30 mínútna fresti til kl. 11.30. 20% álag er á gjaldskrá frá kl. 15.30.
Móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi er opin:
Mán. - fim. kl. 07:30 -16:15 og fös. kl: 06:30 -16:15.
**Þessir flokkar eru óháðir tímastýringu og með fast gjald á kíló. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs
* Þessi flokkur er óháöur tímastýringu. Gufunesi, sími 567 6677