Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996
27,
Kjartan í
Breiðablik
Breiðablik hefur fengið góðan
liðsstyrk fyrir komandi tímabil í
knattspyrnunni en Kjartan Ein-
arsson skrifaði um helginga und-
ir samning við Kópayogsliðið.
Hann kemur til Breiðabliks
frá Keflavík en þar hefur hann
leikið lengst af sínum ferli. Hann
er 27 ára gamall ,sóknarmaður
sem leikið hefur 104 leiki í 1.
deild og skorað 26 mörk og er
honum ætlað að fylla skarð
Slóvakans Rastislavs Lazoriks
sem fór frá Blikum til Leifturs á
Ólafsfirði.
Kjartan er íjórði nýi leikmað-
urinn sem gengur í raðir Breiða-
bliks en áður hafði liðið fengið
Hreiðar Bjarnason frá Þrótti,
Sævar Péturssson frá Val og Þor-
stein Sveinsson frá HK. Þá er lík-
legt að Skagamaðurinn Theodór
Hervarsson gangi í raðir
Blikanna.
Þrír sterkir farnir
frá Kefivíkingum
Kjartan er þriðji sterki leik-
maðurinn sem Keflvíkingar
missa en áður hafði liðið misst
Marko Tanasic til norska liðsins
Strömsgodset og Helga Björg-
vinsson til Stjörnunnar.
-GH
Martha og
Sigmar unnu
Martha Emstdóttir, ÍR, og Sig-
mar Gunnarsson, UMSB, sigr-
uðu í kvenna- og karlaflokki í
gamlárshlaupi ÍR sem haldiö var
í 20. sinn á sunnudaginn. í öðru
sæti í kyennaflokki var Hólm-
fríður Ása Guðmundsdóttir,
UMSB, og í þriðja sæti Laufey
Stefánsdótir, FH. Annar í karla-
flokki varð Guðmundur Valgeir
Þorsteinsson, UMSB, og Jóhann
Ingibergsson, FH, hafnaði í
þriðja sæti.
Metþátttaka var í hlaupinu en
keppendur voru 261 talsins.
-GH
Bronsverðlaun
í Þýskalandi
íslenska unglingalandsliðið í
handknattleik sigraði Sviss,
23-22, í úrslitaleik um bronsverð-
launin á sterku móti sem lauk í
Þýskalandi um áramótin. Hall-
dór Sigfússon skoraði sigur-
markið úr vítakasti þegar leik-
tímanum var lokið. Hjalti Gylfa-
son skoraði 5 mörk fyrir ísland
og Halldór 4. ísland tapaði fyrir
Þýskalandi, 20-24, í undanúrslit-
um mótsins, en í riðlakeppninni
vann ísland stórsigra á Austur-
ríki og Póllandi og tapaði fyrir
Dönum.
-VS
Lane sigraði
Breski kylfingurinn Barry
Lane sigraði á Andersen golfmót-
inu sem lauk í Arizona í gær.
Lane tryggði sér sigur eftir
bráðabana við Suður-Afríkubú-
ann David Frost. Fyrir sigurinn
hlaut Lane að launum 1 milljón
dollara. Bandaríkjamaðurinn
Mark McCumber varð þriðji á
mótinu og Japaninn Massy
Kuramoto varð fjórði.
Laitinen
slasaðist
Einn besti skíðastökkvari
Finna, Mika Laitinen, slasaðist
illa á æfingu fyrir eitt af heims-
bikarmótunum í skíðastökki sem
fram fór í Þýskalandi í gæar.
Laitinen, sem er efstur að stigum
í heimsbikarkeppninni, við-
beinsbrotnaði, braut nokkur rif
og meiddist á höfði þegar hann
lenti harkalega eftir 97 metra
stökk. Hann var fluttur á sjúkra-
hús og þarf að dveljast þar í
nókkra dag og ljóst er hann verð-
ur frá keppni í nokkra mánuði.
íþróttir
Þessir fengu atkvæöi:
Jón Amar Magnússon, frjálsar íþróttir 8.988
Patrekur Jóhannesson, handknattleikur 7.525
Magnús Scheving, þolfimi 7.292
Teitur Örlygsson, körfuknattleikur 839
Amar Gunnlaugsson, knattspyrna 690
Geir Sveinsson, handknattleikur 682
Ólafur Þórðarson, knattspyrna 515
Sigurður Jónsson, knattspyma 459
Eydís Konráðsdóttir, sund 282
Guðmundur Stephensen, borðtennis 270
Valdimar Grímsson, handknattleikur 248
Dagur Sigurðsson, handknattleikur 176
Birkir Kristinsson, knattspyrna 158
Vemharð Þorleifsson, júdó 152
Julian Duranona, handknattleikur 140
Kristinn Björnsson, skiði 123
Jón Kristjánsson, handknattleikur 122
Alfreð Gislason, handknattleikur 119
Magnús Ver Magnússon, aflraunir 118
Karen Sævarsdóttir, golf 104
Sigurður Matthíasson, hestaíþróttir 102
Alexander Ermolinski, körfuknattleikur, Arnar Ólafsson, sund, Arnór
Guöjohnsen, knattspyma, Aron Kristjánsson, handknattleikur, Atli Ein-
arsson, knattspyma, Auðunn Jónsson, kraftlyftingar, Axel Gomez, knatt-
spyma, Ámi Stefánsson, knattspyrna, Bergsveinn Bergsveinsson, hand-
knattleikur, Bjarki Gunnlaugsson, knattspyma, Bjarki Sigurðsson, hand-
knattleikur, Björgvin Björgvinsson, handknattleikur, Bjöm Björnsson,
handknattleikur, Björg Hafsteinsdóttir, körfuknattleikur, Broddi Krist-
jánsson, badminton, Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyma, Einar Þór
Daníelsson, knattspyma, Eiríkur Kristinsson, júdó, Eyjólfur Sverrisson,
knattspyma, Finnbogi Gylfason, frjálsar íþróttir, Finnur Jóhannsson,
handknattleikur, Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, frjálsar íþróttir, Georg Birg-
isson, knattspyrna, Guðmundur Bragason, körfuknattleikur, Guðmundur
Guðmundsson, knattspyma, Guðmundur Hrafnkelsson, handknattleikur,
Guðni Bergsson, knattspyma, Guðni Hafsteinsson, körfuknattleikur, Guð-
rún Amardóttir, frjálsar íþróttir, Hannes Hlifar Stefánsson, skák, Haukur
Arnórsson, skiði, Helena Ólafsdóttir, knattspyrna, Herbert Amarson,
körfuknattleikur, ívar Ásgrímsson, körfuknattleikur, Júlíus Jónasson,
handknattleikur, Kim Magnús Nielsen, skvass, Kolbrún Jóhannsdóttir,
handknattleikur, Konráð Óskarsson, körfuknattleikur, Lárus Orri Sigurðs-
son, knattspyrna, Leó Örn Þorleifsson, handknattleikur, Martha Ernstdótt-
ir, frjálsar íþróttir, Mihajlo Bibercic, knattspyrna, Ólafur Gottskálksson,
knattspyrna, Ólafur Guðmundsson, frjálsar íþróttir, Ólafur Stefánsson,
handknattleikur, Ómar Þ. Ámason, sund, Pétur Guðmundsson, körfu-
knattleikur, Rondey Robinson, körfuknattleikur, Róbert Amþórsson,
knattspyma, Róbert Sighvatsson, handknattleikur, Rósa Steinþórsdóttir,
knattspyma, Ruslan Ovtsinnikov, frmleikar, Sigfús Sigurðsson, handknatt-
leikur, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, frjálsar íþróttir, Sigurður Valur
Sveinsson, handknattleikur, Sigurlín Garðarsdóttir, sund, Steingrímur
Ingason, akstursíþróttir, Theodór Hervarsson, knattspyma, Torfi Magnús-
son, körfuknattleikur, Tryggvi Guðmundsson, knattspyrna, Unnur Sigurð-
ardóttir, þolfimi, Þorvaldur M. Sigbjömsson, knattspyrna.
Jón Arnar Magnússon, íþróttamaður ársins 1995 að mati iesenda DV. Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir, fjögurra ára Skagastúlka, tekur við lesenda-
DV-mynd ÞÖK verðlaununum, Orion-myndbandstækinu, úr hendi Reynis Traustasonar,
fréttastjóra á DV. DV-mynd ÞÖK
Kjör DV á íþróttamanni ársins 1995:
Lesendur DV voldu
Jón Arnar Magnússon
Lesendur DV völdu Jón Amar Magnússon,
frjálsíþróttamann úr UMSS, íþróttamann ársins
1995 í hinu árlega kjöri blaðsins. Jón Amar sigr-
aði eftir harða keppni við handknattleiksmann-
inn Patrek Jóhannesson og þolfimikappann
Magnús Scheving.
Jón Amar náði frábærum árangri í tugþraut á
árinu 1995 og skipaði sér í hóp þeirra bestu í
heiminum í þessari erfiðu grein. Jón Amar hóf
tímabilið á því að slá íslandsmet sitt glæsilega á
mjög sterku móti í Götziz í Austurríki en þar
fékk hann 8.236 stig og hafnaði í 5. sæti. Fyrra
met hans var 7.896 stig.
Því næst var Jón Arnar í lykilhlutverki í tug-
þrautarlandsliði íslands sem sigraði í sínum riðli
í 2. deild Evrópubikarkeppninnar á Laugardals-
vellinum. Þar fékk hann 8.037 stig og leiddi liðið
upp i 1. deild.
Á heimsmeistaramótinu í Gautaborg var Jón
Arnar óheppinn, en hann var dæmdur úr leik í
400 metra hlaupi. Hann hélt samt áfram en varö
síðan að hætta keppni vegna meiðsla.
Loks náði Jón Amar að slá íslandsmetið á ný
þegar hann varð í 5. sæti í keppni bestu tugþraut-
armanna heims í Talence í Frakklandi og þá fékk
hann 8.248 stig.
„Það er stórkostlegt að vera valinn af lesendum
DV og það sýnir að fólk hefur tekið eftir því sem
maður hefur veriö að gera. Ég bjóst hálfpartinn
við því að verða dæmdur hart fyrir að ná ekki að
Ijúka keppni á heimsmeistaramótinu en senni-
lega hefur það gert útslagið að ég hætti ekki
keppni þótt ég væri dæmdur úr leik í einni grein.
Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenningu,“
sagði Jón Arnar við DV i gær.
Hann komst ekki til Reykjavíkur í gær til að
taka við verðlaunum sínum því á sama tíma var
verið að skíra son hans norður á Sauðárkróki.
DV sendir honum og fjölskyldu hans innilegustu
heillaóskir. Jón Arnar tekur við verðlaunum sín-
um síðar í vikunni.
Skagastúlka fékk myndbandstækið
Það var kornung stúlka frá Akranesi, Jóhanna^
Ösp Guðmundsdóttir, sem hreppti aðalvinning-
inn en að vanda var einn heppinn þátttakandi í
kjörinu dreginn út. Jóhanna Ösp fékk glæsilegt
Orion-myndbandstæki frá Bræðrunum Ormsson
hf. að launum.
Þátttakan í kjörinu var góð eins og venjulega.
íþróttadeild DV þakkar iesendum blaðsins þenn-
an mikla áhuga og óskar þeim gleðilegs nýs árs.
-GH/JKS/SK/VS