Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Síða 20
40 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 Sviðsljós DV Fyrirsæta á vegum Christian Dior sýnir hér kvöldkjól ás tískuhönnuðinn Gianfranco Ferre en vor- og sumartískai. í París í fyrradag. Sím.. : 'Rir Missti meydóminn í rúmi foreldranna Teri Hatcher, sem leikur í sjón- varpsþáttunum um ævintýri Súper- manns, segist hafa misst meydóm- inn þegar hún var 16 ára gömul, í hjónasæng foreldra sinna. Teri fannst sú upplifun ekki vera neitt sérstök en kærastinn þá var fót- boltakappi aö nafni Kevin Lyon. En þrátt fyrir heldur brösótta byrjun í ástarlifinu eru Teri og Kevin bestu vinir í dag. Og Teri hefur væntan- lega fundið taktinn í hjónasæng- inni, sinni eigin, enda nýlega gift og að sögn mjög hamingjusöm. Mel Gibson til- nefndur aftur Mel Gibson virðist vera í mikl- um metum vestur í Hollywood þessi misserin, að minnsta kosti sem leikstjóri. Hann var varla búinn að jafna sig á þeirri óvæntu ánægju að fá Golden Glo- be verðlaun sem besti leikstjór- inn fyrir Braveheart, þegar hann frétti aö hann væri tilnefndur, fyrir sömu mynd, til verðlauna sem samtök leikstjóra veita. Ef hann fær síðamefndu verðlaunin þykir næsta öruggt að hann hirði óskarinn fyrir leikstjóm í mars. jSST Qsk Grisham aftur í réttarsalinn John Grisham var starfandi lögfræðingur áður en hann varð heimsfrægur margmilljónari fyr- ir spennuskáldsögur sínar. Hann hafði þó ekki stigið fæti inn í réttarsal í sjö ár í öðm hlutverki en áhorfandans þegar hann birt- ist um daginn sem fulltrúi ekkju nokkurrar í Missisippi. Eigin- maður konunnar hafði látist í vinnuslysi við jámbrautir fylkis- ins áriö 1991 og vill ekkjan fá bætur. Hún hafði beðið Grisham um að taka málið að sér áður en hann varð frægur rithöfundur. Þess má svo geta að nýjasta skáldsaga Grishams, The Rain- maker, er í efsta sæti vinsælda- lista vestanhafs. Fyrirsætan Jodie Kidd þykir með afbrigðum horuð en samt segist hún aldrei hafa farið í megrun. Aukablað um Midvíkudaginn 31. janúar mun aukablað um skatta og fjármál fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verð- ur fjallað um flest það er viðkemur sköttum og fjár- málum heimilanna. Meðal efnis er skattframtal, húsnæðislán, heima- banki, kreditkort, greiðsludreifing, leiðir til sparnaðar o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til Evu Magnúsdóttur, DV, fyrir 24. janúar. Bréfasíminn er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur eða Arnar H. Ottesen, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 25. janúar. Auglýsingar E- símissnsnnn b» Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. Holdafar fyrirsætunnar Jodie Kidd veldur áhyggjum: Borðar eins og hross en er samt grindhoruð „Það er alvag sama hvað ég borða mikið, ég þyngist bara ekki neitt. Ég hef aldrei farið í megrun. Þess hefur heldur ekki gerst þörf,“ segir ofur- fyrirsætan, sem einu sinni var, Jodie Kidd. Hún er núna orðin svo horuð að tískuhúsin eru hætt að hafa samband við hana og foreldrar hennar hafa miklar áhyggjur af líð- an hennar. „Hún er of horuð og hún veit það. Sem faðir hennar hef ég þungar áhyggjur af þyngd hennar. Ég hef þó ekki áhyggjur af anorexíu eða neinu slíku þar sem hún borðar eins og hross,“ segir faðir Jodie, milljóna- mæringurinn Johnny Kidd. Myndir sem voru teknar af Jodie nýlega þar sem hún var að sóla sig í Karíbahafinu sýna, svo ekki verð- ur um villst, að stúlkan á í veruleg- um vanda. Hún lítur miklu fremur út sem fórnarlamb hungursneyðar í einhverju Afríkuríkinu en hálaun- uð fyrirsæta, þótt þær séu sosum alltaf mjóar. Næringarfræðingurinn Luci Daniels segir að Jodie verði aö vara sig. „Það er í hæsta máta óvenjulegt að borða eins og hross og þyngjast ekki neitt,“ segir hún. „Ég kenni i brjósti um Jodie. Hún var með heiminn innan seilingar en núna er hún búin að missa það allt frá sér af þvi að hún fór yfir línuna sem skil- ur á milli þess sem almenningur sættir sig við og þess sem hann hafnar, rétt eins og Kate Moss.“ Jodie, sem er rúmir 180 sentí- metrar á hæð, vegur núna tæp fimmtíu kíló en ætti að vera milli sextíu og sjötíu ef allt væri með felldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.