Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1996, Side 24
44
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996
(Jöponn
f
Misvitrir peningamenn sitja í
bankaráðum.
Óþarfi að hafa
vit á banka-
rekstri
„Það hefur aldrei skipt veru-
legu máli hvort menn hefðu mik-
ið vit á bankarekstri til að sitja í
bankaráði á íslandi."
Birgir Hermannsson, í Alþýðblað-
inu.
Ummæli
Málið ekki í gíslingu
„Ég hef enga löngun til að setja
þetta mál til gíslingar hjá þessari
baknefnd verkalýðshreyfingarinn-
ar.“
Páll Pétursson, um lagabreytingu á
sáttastörf og vinnudeilur, í DV.
Útspil Jóns Baldvins
„Utspil Jóns Baldvins er opn-
un á það að við hugsum okkur
enn alvarlegar inn í nýtt póli-
tískt umhverfí."
Svanfríður Jónasdóttir, Þjóðvaka, í
Alþýðublaðinu.
Stjörnusjónaukar geta verið risa-
stórir eins og þessi sem er í
Rússlandi.
Ósýnileg
stjörnufræði
Með venjulegum stjömukíki
er hægt að sjá birtuna frá stjörn-
um og vetrarbrautum en það er
ekki hægt að sjá annars konar
geislun sem frá þeim stafar, svo
sem röntgengeisla, útvarpsbylgj-
ur og útfjólubláa og innrauða
geisla. Þessi geislun ber í sér
upplýsingar sem auðvelda
stjörnufræðingum að skilja
hvernig alheimurinn er. Með út-
varpsbylgjum geta þeir greint
risastór gasský í geimnum og
þannig hefur þeim tekist að kort-
leggja lögun vetrarbrautar okk-
ar. Röntgengeislar sýna stjörnu-
fræðingum hvar ofsafengin
virkni á sér stað, svo sem
stjörnusprengingar eða jafnvel
gas að hverfa inn í svarthol. Með
innrauðri geislun geta þeir „séð“
ungar stjörnur myndast. Útfjólu-
blátt ljós kemur frá alheitustu
stjörnunum. Þar sem lofthjúpur
jarðar kemur í veg fyrir að mik-
ill hluti af þessari geislun nái til
jarðar eru gervitungl notuð til
að ná upplýsingum.
Blessuð veröldin
Útvarpssjónaukar
Útvarpssjónaukar safna út-
varpsgeislum i íbjúgan loftnets-
disk. Stjarnfræðingar þurfa
geysistóra útvarpssjónauka til
að ná nákvæmum myndum og
þess vegna nota þeir allmarga
smærri sjónauka sem gera sama
gagn og einn risastór. Til að
mynda er til útvarpssjónauki
sem hefur 27 diska. í sameiningu
eru þeir jafnnákvæmir og einn
útvarpssjónauki sem væri 34
kílómetrar í þvermál.
Víða léttskýjað
Yfir Grænlandshafi er minnkandi
lægðardrag en hæð er yfír Skandin-
avíu. Langt suðvestur í hafi er all-
djúp lægð sem hreyfíst austur. I dag
verður hæg breytileg eða suðvest-
Veðrið í dag
læg átt á landinu. Smáél við suð-
vestur- og vesturströndina en ann-
ars þurrt og víða léttskýjað. Hiti ná-
lægt frostmarki. Á höfuðborgar-
svæðinu er hæg breytileg eða suð-
læg átt. Stöku él í dag en annars
þurrt. Hiti er nálægt frostmarki.
Sólarlag i Reykjavík: 16.47
Sólarupprás á morgun: 10.30.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.30.
Árdegisflóð á morgxm: 9.53.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaó 0
Akurnes léttskýjaó 0
Bergstaðir alskýjaö 1
Bolungarvík snjóél 1
Egilsstaöir heiðskírt -1
Keflavíkurflugv. skýjaö 1
Kirkjubkl. alskýjaó 1
Raufarhöfn alskýjað 0
Reykjavík úrk. ígr. 1
Stórhöfði úrk. í gr. 2
Helsinki snjókoma -10
Kaupmannah. alskýjað -A
Ósló snjókoma -6
Stokkhólmur alskýjað -5
Þórshöfn alskýjað 5
Amsterdam þokumóða -A
Barcelona súld 14
Bergen alskýjaó -5
Chicago snjókoma -2
Frankfurt alskýjað -2
Glasgow skýjaö 3
Hamborg heióskírt -8
London rigning 4
Los Angeles léttskýjað 9
Madríd súld 6
París þokumóða 2
Róm alskýjað 14
Mallorca skýjað 15
New York alskýjað 5
Nice rigning 8
Nuuk skafrenningur -4
Orlando Valencia alskýjað 18
Vín slydda -5
Washington alskýjað 6
Winnipeg heiðsklrt -31
Bergleif Joensen hótelstjóri:
Þeim finnst mat-
urinn svo góður
DV, Eskiíirði:
„Það hefur verið nóg að gera
fram að þessu og nýting verið góð
og allt gengið vel,“ segir hinn eld-
hressi Bergleif Joensen, hótelstjóri
Hótel Öskju á Eskifirði. Bergleif er
nú orðinn hóteleigandi þar sem
hann keypti hótelið af bæjarsjóði
Eskifjarðar síðastliðið haust. Síð-
ustu þrjú árin var hann með hótel-
ið á leigu, en annars hefur hótelið
Maður dagsins
verið baggi á bæjarsjóði Eskifjarð-
ar og tugir milljóna af skattpen-
ingum bæjarbúa hafa glutrast í
hótelhaldið síðan bærinn eignað-
ist það á áttunda áratugnum.
„Með útsjónarsemi er vel hægt
að láta enda ná saman. Ég legg
mikið upp úr því að veita sem
besta þjónustu og ég verð var við
aö sömu kúnnamir koma aftur og
aftur, af því að þeim finnst matur-
Bergleif Joensen.
inn svo góður. Vinnudagurinn hjá
mér og Jakobínu Óskarsdóttur,
eiginkonu minni, er að vísu lang-
ur, eða frá átta á morgnana tO
miðnættis. Við höfum eina stúlku
sem starfar hjá okkur og bætum
við íhlaupafólki þegar mestu ann-
irnar eru.“
Gróskumikið atvinnulif á Eski-
firði er að sjálfsögðu grunnurinn
að velgengni hótelhaldsins, því
mikið er að gera í sambandi við at-
vinnuna og þjónustu tengda
henni. En hótelið sjálft hefur
einnig sitt aðdráttarafl.
„Mér þykir alltaf vænt um það
sem Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagði við mig eitt sinn
er hann hafði gist hjá mér eina
nótt þegar hann var með fundar-
höld í kjördæminu. Hann sagði:
„Ég var á Hilton hótelinu í Stokk-
hólmi í fyrrinótt, sem er mjög
glæsilegt hótel, en mér finnst
miklu betra að vera á Hótel Öskju,
hér er svo heimilislegt og nota-
legt.“
Við erum búin að endurbæta
hótelið fyrir 2-3 milljónir króna
síðan kaupin fóru fram, þannig að
ný rúm hafa verið keypt, gluggar
teknir í gegn, ný húsgögn og hótel-
ið málað," sagði Bergleif, sem lítur
björtum augum til framtíðarinnar.
-ET
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1425:
Margir leikir í
handboltanum
Það verður mikið um að vera
í handboltanum i kvöld þótt ekki
sé leikið í 1. deild karla. Það
verða aftur á móti þrír leikir í 1.
deild kvenna. í Valsheimilinu
leika Valur og KR og í Vest-
mannaeyjum leika ÍBV og Vík-
ingur. Þessir leikir hefjast kl. 20.
Hálftíma síðar leika ÍBA og Fylk-
ir í KA-heimilinu á Akureyri.
íþróttir
Það er einnig leikið í 2. deild
karla og fara fram fjórir leikir. í
Fjölnishúsi leika Fjölnir og Fylk-
ir, í Laugardalshöll leika Ár-
mann og ÍH, í Höllinni á Akur-
eyri leika Þór og HK og í Smár-
anum í Kópavogi leika Breiða-
blik og Fram. Allir þessi leikir
hefjast ki. 20.
Lög Sonny
Rollins á
Kringlukránni
í kvöld munu þeir Björn
Thoroddsen gítarleikari, Tómas
R. Einarsson bassaleikari og Ein-
ar Valur Scheving trommuleikari
leika á Kringlukránni. Á efnis-
skrá eru eingöngu verk eftir ten-
órsaxófónleikarann Sonny Roll-
ins, sem þykir einnig liðtækur
lagasmiður. Lög eftir hann eru of-
Tónleikar
arlega á lista hjá djassleikurum
um allan heim og er ekki ólíklegt
að lög eins og Oleo, St. Thomas,
Airegin og Doxy verði á dagskrá
tríósins í kvöld ásamt mörgum
öðrum lögum djasssnillingsins.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.
Bridge
Þetta spO er mjög forvitnilegt en það
kom fyrir í undanúrslitaleikjum
Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni
síðastliöinn laugardag. I leik Búlka
gegn Landsbréfum náðu bæði pörin í
NS að ségja sig í 6 laufa samning. Við
fyrstu sýn virðist sem samningurinn
standi vegna hagstæðrar legu spaða-
gosans en ekki er allt sem sýnist. Spil-
ið er þess eðlis að flestir betri spilarar
myndu spila spOinu niður. Skoðum
hvernig það gerist. Sagnir' gengu
þannig í opnum sal, austur gjafari og
AV á hættu:
a D83
v ÁG
* Á109
* D7642
* Á976
** 1082
* K8732
* G
* K1054
* K3
■f 4
* ÁK9853
Austur Suður Vestur Norður
Þorlákur Bragi Sverrir Sigtr.
2* 3* 3«» 4»
pass 4f pass 6*
p/h
Vestur spOaði út hjartatvisti og
Bragi reyndi strax að byggja upp ein-
hverja mynd um skiptingu spilanna.
Hann drap fyrsta slaginn heima á
kóng, lagði niður laufás, spOaði tígli á
ás, trompaði tígul, spOaði hjarta á ás
og trompaði tígul.
Nú tók hann tvisvar sinnum tromp
og þó að AV hafi ekki upplýst ná-
kvæmlega skiptingu tígullitarins var
líklegt að skipting spilanna væri 4-3-5-
1 hjá vestri og 2-6-4-1 hjá austri (opnun
austurs lofaði sexlit).
Með það fyrir augum var rétt aö
spila spaða á kónginn. Ef austur átti
ásinn annan yrði hann að spOa næst í
tvöfalda eyðu og ef vestur ætti ásinn
voru líkur á að hann ætti einnig gos-
ann. Vestur drap á ás og spilaði lágum
spaða sem Bragi hleypti yfir tO aust-
urs og fór niður á spOinu. Hið merki-
lega er að sagnir gengu á svipaðan
hátt fyrir sig á hinu borðinu og sagn-
hafi fór niður á sama hátt og spOið
féU.
ísak Örn Sigurðsson
Gerist brotlegur
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki