Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 2
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 2 fréttir Egill Ásgrímsson pípulagningameistari slapp ótrúlega vel frá vinnuslysi: Kom niður a hofuðið úr fimm metra falli - fékk þrjá litla skuröi á höfuðið og segist hafa fengið „lottóvinning“ „Ég tel mig hafa fengið lottóvinn- ing. Það er ótrúleg heppni að sleppa lifandi frá fallinu því ég lenti á höfð- inu í steingófinu,“ segir Egill Ás- grímsson, pípulagningameistari í Reykjavík, í samtali við DV. Egill var í gærmorgun að vinna í nýjum kennslustofum sem verið er að ganga frá við Menntaskólann í Kópavogi. Hann notaði vinnupall á hjólum til að komast upp i rjáfur í um fimm metra hæð. Fyrir vangá setti Egill ekki bremsurnar á hjólin á pallinum. Rann pallurinn undan honum þegar upp var komið. Egill náði engri handfestu og steyptist beint á höfuð- ið í steingólfið fimm metnim neðar. „Það er venjulega svo þegar slys- in verða að einhverjum verður á í messunni. í þessu tilviki get ég sjálf- um mér um kennt að hafa ekki sett bremsurnar á,“ segir Egill. Hann segist ekki hafa rotast við höggið þegar hann kom niður í gólf- ið. Hins vegar blæddi mikið og töidu vinnufélagar Egils að hann væri stórslasaður. Agli var ekið í skyndi á slysadeild Borgarspítalans en þar kom í ljós að sár hans voru ekki alvarleg. Egill fékk að fara heim eftir fárra tíma veru á slysadeildinni. Sauma varð átta spor í þrjá skurði á höfði hans. Hann sagðist í gær vera lerk- aður og aumur eftir fallið en liði annars ekki illa. „Ég er ekki einu sinni með höfuð- verk. Það er rnerkilegt enda kalla ég það lottóvinning að sleppa svona frá þessu,“ sagði Egill. -GK Mögulegt verðmæti sameignar þjóðarinnar: Eins mætti spyrja um verðmæti Mónu Lísu - segir Sveinn Hjörtur, hagfræðingur LÍÚ „Það eru margir fletir á þessu máli. Einhverjir 150 milljarðar segja í rauninni ekki neitt. Undirstaða efnahagslífs þessa eyríkis er fiskur- inn í sjónum. Hvers virði er það fyr- ir þjóðina? Það er þess vegna hægt að segja að 150 milljarðar séu bara lág upphæð og fara enn hærra,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, í samtali við DV vegna úttektar blaðsins á verðmæti helstu fiskstofna á íslandsmiðum. Þar kom fram, miðað við afla yfir- standandi fiskveiðiárs og kvótaverð í dag, að söluverðmæti sameignar þjóöarinnar væri 150 milljarðar króna og leiguverðmætið 26 millj- arðar. Sveinn sagðist ekki hafa á reiðum höndum mælikvarða til að mæla verömæti fisksins í sjónum. Eins mætti spyrja hvers virði málverkið af Mónu Lísu væri. „Þetta er eitt- hvað sem hefur órætt verðgildi." Sveinn benti á að útgerðin væri í dag að greiða ýmsar álögur. Þar nefndi hann framlag til þróunar- sjóðs sjávarútvegsins, tryggingar- gjald, veiðieftirlitsgjald og viöbót við slysatryggingar sjómanna. Allt væru þetta álögur upp á hundruð milljóna króna árlega. „Úmræða um að útgerðin sé að hafa einhverja tugi milljarða af þjóðinni er öfgafull og skekkir myndina. Það eru engin hagræn rök fyrir því að auðlindaskattur bæti arðsemina í greininni. Er hagsmun- um þjóðarinnar betur borgið með því að byggja upp sjávarútveginn og leyfa honum að blómstra eða að fara aftur í gamla farið og drepa þessa atvinnugrein í dróma með því að hirða allan afrakstur beint í’ríkis- sjóð?“ sagði Sveinn Hjörtur. -bjb Skuggastjórn í Dagsbrún Menn af B-lista Dagsbrúnar hafa stofnað skuggastjórn Dagsbrúnar sem mun starfa fram yfir næstu kosningar í Dagsbrún sem verða væntanlega að ári. Þetta eru vinn- andi Dagsbrúnarmenn sem eru staðráðnir í að veita þeirri stjórn, sem tekur við á næsta aðalfundi Dagsbrúnar, strangt aðhald og harða stjórnarandstöðu. Skugga- stjórnin mun krefjast þess að ný stjórn vinni á heiðarlegum og lýð- ræðislegum grunni. Skuggastjómin mun koma saman til fundar fyrsta þriðjudag í hverj- um mánuði. „Við munum starfa í skugga nýju stjórnarinnar en erum tilbúnir að veita henni ljós fram á veginn," sagði Kristján Árnason en hann og Sigurður Rúnar Magnús- son eru í forsvari fyrir þessari skuggastjórn. Kristján sagði að þetta væri gert að áeggjan fjöl- margra Dagsbrúnarmanna. -ÞK Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hring/a í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei _2j r ö d d FÓLKSINS 904-1600 mm Á Sjónvarpið að spara með því að hætta þátttöku í Evrópusöngvakeppninni? Egill Ásgrímsson pípulagningameistari líkir því við lottóvinning að hafa sloppið lifandi frá fimm metra falli í gær. Hann kom niður á höfuðiö en slapp með skrámur. Svava Svávardóttir, kona hans, hjúkraði bónda sínum heima í gær. DV-mynd GS Verömæti sameignar þjóöarinnar: Úttekt DV athyglisverö og gefur vísbendingu - segir Ágúst Einarsson, þingmaöur Þjóövaka „Mér fannst þetta athyglisverð út- tekt. Hins vegar þarf aö hafa í huga að viðskiptin, enn sem komið er, eru í tiltölulega litlu magni. Ef framboð á þessum markaði eykst mun verð á hverri einingu lækka. Samt sem áður geta heildarviðskipt- in orðið mjög umtalsverð, eins og fram kemur í úttektinni. Það er erf- itt að spá um framtíðina hvað þetta varðar þar sem það fer mjög eftir ástandi fiskstofnanna. Eftir því sem þeir braggast má búast við að verð á veiðiheimildum lækki,“ sagði Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, í samtali við DV um úttektina sem blaðið birti á fimmtudag um verðmæti helstu fiskstofna þjóðarinnar miðað við Kanadíska leiguflugfélagið Canada 3000 hefur fengið leyfi sam- gönguráðuneytisins til að selja hér á landi í tvær ferðir á viku til Kanada. Félagið hafði sótt um að fá að selja í sjö ferðir á viku en því var hafnað vegna svokallaðrar jafnræð- isreglu þar sem Flugleiðir eru með tvær ferðir frá Kanada til íslands. Steinþór Jónsson, umboðsmaður Canada 3000 á íslandi, sagðist í sam- tali við DV vera sáttur við niður- stööu ráðuneytisins. Þetta væri byrjunin á flugi til Kanada og síðar gætu opnast möguleikar á því að selja í fleiri ferðir í viku hverri. „Þetta er mjög gott mál. Við get- afla og kvótaverð í dag. Ágúst sagði úttektina gefa vís- bendingu um verðmæti auðlindar- innar og styrkti þá umræðu að sanngjarnt sé að taka gjald fyrir þær veiðiheimildir sem stjórnvöld væru nú að úthluta ókeypis. „Úttektin styður þá hugmynda- fræði þegar ljóst er hvílíkar tölur eru þarna að baki, þó svo að þær séu settar fram með öllum fyrirvör- um eins og eðlilegt er. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að verðmætasköpun islensks sjávarút- vegs er um 85 milljarðar á ári. Fjár- festingar í sjávarútveginum á síð- asta ári voru upp á um 5!4 milljarð. Þetta er því mjög umsvifamikil at- vinnugrein. Það kemur ef tU vill um ráðið hvaða daga við seljum og haft það mismunandi milli vikna. Þetta verða einkum ferðamenn sem nýta sér flugið þannig að það breyt- ir ekki öllu hvort farið er á t.d. þriðjudegi eða fimmtudegi. Við munum að sjálfsögðu vinna í því að fá leyfi fyrir fleiri ferðum. Það kem- ur vonandi síðar, sem og leyfi fyrir flugi til Evrópu," sagði Steinþór. Hann sagði það skýrast fljótlega hvaða gjaldskrá yrði á fluginu tU Kanada en Samvinnuferðir-Land- sýn sjá um farmiðasöluna fyrir Canada 3000. ÁæUað er að hefja flugið um mánaðamótin aprU-maí. -bjb mörgum á óvart hvað tölurnar eru í reynd háar,“ sagði Ágúst. -bjb stuttar fréttir Gunnar til Moskvu | Gunnar Gunnarsson sendi- herra hefur afhent Leonid Kuc- f hman, fbrseta Úkraínu, trúnað- | arbréf sitt sem sendiherra í j Úkraínu með aðsetur í Moskvu. Sendiherra Breta Bretadrottning hefur sam- þykkt útnefningu Mr. James McCullosch sem sendiherra Breta á íslandi. Sendiherra í Portúgal 3 Sverrir Haukur Gunnlaugs- j son hefur afhent Mario Soares, i forseta Portúgals, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í j Portúgal með aðsetur í París. Sveinbjörn I. hættur Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur sagt upp störfum hjá Sjónvarpinu vegna Eurovision. RÚV greindi frá. Langholtsdeilan Sóknarnefhd Langholtssókn- ar vill halda almennan safnað- ' arfund um deilumálin í kirkj- unni. Biskup er mótfallinn. RÚV greindi frá. I Samið um kvóta ? íslendingar hafa náð sam- ) kranulagi um að taka ákveðinn kvóta úr norsk-íslenska síldar- :! stofninum, 244 þúsund tonn, : samkvæmt fréttum Stöðvar tvö’ -ÞK Canada 3000 fær flugleyfi: Fengu tvær ferðir á viku en sóttu um sjö - umboðsmaður félagsins sáttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.