Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 4
fréttir LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 DV Veiðar íslendinga á helstu úthafssvæðum: Rösklega 30 milljarða króna verðmæti í húfi - miðað við úthafsveiðar á síðasta ári og söluverð kvóta Ef miðað er við kvótaverö helstu fisktegunda innan landhelginnar er verðmæti úthafsveiða íslendinga ríflega 30 milljarðar króna á árs- grundvelli. Um er að ræða þorsk- veiðar í Smugunni, veiðar á norsk- íslenska síldarstofninum í Síld- arsmugunni, karfaveiðar á Reykja- SL 085X þvottavél: • Tromla m be^ur úr rybfriu stáli •18þvottakeffi(sérullárkerfi) • Vmduhraöi 850 snún. á mín. • Raíeindastýrftur vindu/hleftsluskynjari • Stiglaus hitast, stiH. fyrir hálfa vél ojnfL • Hæft:85 Breidd:59,5 Dýpt53 cm OCKX'i SL 012X þvottavél: • Tromla oq befö úr ryftfríu stáli • 18 þvottakerfi (sér ullarkerfi) • Vinauhrafti 1200 snún. á mín. • Rafeindastýrftur vindu/hleftsluskynjari " • Stiglaus hitastillir, spamaftarrofi o.m.fl. ‘ • Hæft:85 Breidd:59,5 Dýpt:53 cm SL 012WD þvottavél og þurrkari: • Tromla og beigur úr ryftfríu stáli • 18 þvottakerfi (sér ullarkerfi) • Vmduhrafti 1200 snún. á mín. • Rafeindastýrfturvindu/hleftsluskynjari • Stiglaus hitastillir, spamaftarrofi o.m.fl. • Haeft:85 Breidd:59,5 Dýpt:53 cm Skipholti 19“ Sími: 552 9800 MXS.RMGREIOSLUR neshrygg og nágrenni og rækjuveið- ar í Flæmska hattinum og á Dohm- banka. Útreikningurinn er gerður á sömu forsendum og í DV á fimmtu- dag þegar verðmæti helstu fiskteg- unda innan lögsögimnar var metið í tilefni af umræðunni um veiðileyfa- gjald. Aðeins bráðabirgðatölur liggja fyrir um veiði síðasta árs á þessum svæðum. Veiðar í Smugunni voru um 34 þúsund tonn. Miðað við 540 króna söluverð pr. kiló af þorsk- kvóta gera það um 18,4 mifljarða króna verðmæti. í Síldarsmugunni veiddu íslend- ingar um 173 þúsund tonn úr norsk- íslenska síldarstofninum á siðasta ári. Verðmæti þess afla yrði tæpir 4,9 milljarðar ef reiknað er út frá söluverði síldarkvóta i dag, sem er um 28 krónur kílóið. Veiðar á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg og næstu úthafsveiðisvæðum voru um 29 þúsund tonn í fyrra. Miðað við 160 króna kílóverð á seld- um kvóta er verðmæti karfans um 4,6 milljarðar króna. Bráðabirgðatölur sýna 7.400 tonna veiði íslenskra skipa á úthafs- rækju í Flæmska hattinum á síðasta ári. Verðmæti þess afla yrði um 2,5 milljarðar miðað við 340 króna kíló- verð á seldum kvóta á markaði í dag. Rækjuveiðar á Dohrnbanka námu 1.150 tonnum í fyrra. Þær myndu gefa tæplega 400 milljóna króna verðmæti miðað við 340 króna kílóverð á úthafsrækjukvóta. Þetta eru helstu úthafsveiðisvæði íslendinga. Síðan eru ótalin nokkur svæði rétt utan 200 milna landhelg- innar sem sótt hefúr verið í. Þær veiðar eru ekki það umfangsmiklar að þær breyti ofangreindum tölum verulega. -bjb Reykj avíkurborg: Verðmæti úthafsveiða - á arsgrundvelli í milljónum kr.* - rsgrundvel]f| milljónum ) Smugan 18.360 millj. pvi Bretinn sem sýknaður var af nauðgunarákæru þungorður: Leyfi mér að kalla þá lygara sem fengust við þetta - segir Michael Rimmer um ákæruvaldið á íslandi Fjárhags- áætlun sam- þykkt í nótt Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar var samþykkt á ströng- um fundi borgarstjómar sem stóð langt fram á nótt. Flestar tillögur sjáifstæðismanna í minnihlutanum voru felld Leiðrétting: Klappað og klárt á Garða- kránni Þau mistök urðu við vinnslu DV í gær að sagt var að hljóm- sveitin Klappaö og klárt léki fyrir gesti Kringlukrárinnar. Hið rétta er að hljómsveitin leikur fyrir gesti Garðakrárinn- ar í Garðabæ. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu dálksins Með og á móti í gær að Sveinbjöm I. Baldvinsson var sagður Halldórsson. Þá féll nið- ur hluti af síðustu setningunni í kafla Sveinbjörns. í heild sinni hljóðar setningin:„Vitað er að meirihluti þjóðarinnar hefur gaman af þessu.“ Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. „Ég hef ekki misst álitið á íslensku réttarfari við þetta því ég hafði ekki myndað mér neitt álit á því áður. Ég segi samt að réttlætið hafi sigrað að lokum. Undanfarnir mánuðir hafa verið hreinasta martröð," segir Michael Rimmer, breski sjómaður- inn sem sýknaður var af ákæru þar sem honum var gefið að sök að hafa nauðgað konu um borð í islenskum togara sem lá við bryggju í Reykja- víkurhöfn fyrir 4 mánuðum. Eins og kunnugt er dæmdi héraðs- dómur Michael sekan um nauðgun og grundvaflaði sekt hans á niður- stöðu DNA-rannsóknar á sæði en hún var gerð af rannsóknarstofu há- skólans í meinafræði. Önnur DNA- rannsókn, sem gerð var í Noregi, leiddi hins vegar í ljós að sæðið í smokkinum gat ekki verið úr Mic- hael. Michael sat í viku í gæsluvarð- haldi eftir að hann var handtekinn en síðan var sett á hann farbann þannig að hann hefur orðið að halda sig hér á landi i 4 mánuði en útgerð- in sem hann starfar hjá hefur kostað dvöl hans hér. Hann er giftur og á sextán mánaða gamla dóttur. „Ég fer heim á eftir og verð kom- inn til Hull í kvöld til konu minnar og bams. Hún hefur allan tímann „Þetta hefur verið mikil prófraun fyr- ir viljastyrk minn en ég var oft kom- inn að því að gefast upp,“ sagði Michael Rimmer í samtali við DV. DV-mynd GVA trúað á sakleysi mitt, stutt við bakiö á mér og samgladdist mér þegar nið- urstaða Hæstaréttar var ljós. Þetta hefur verið mikil prófraun fyrir viljastyrk minn en ég var oft kominn að því að gefast upp,“ sagði Michael í gærmorgun. Hann segist hafa litla trú á ákæru- valdinu hér á landi. Steinaldarfyrir- komulag einkenni starfshætti þess og margir sem hann hafi rætt við hér á landi séu sammála honum. Michael segist vera að íhuga hvort hann höfði skaðabótamál í ljósi sakleysis sins og hefúr fengið lögmann sinn til að at- huga réttmæti slíkra krafna. Michael fuflyrðir að hann hafi ekki neytt aflsmunar til að koma fram vilja sínum gegn konunni sem lagði fram kæru á hendur honum. Þá segist hann ekki muna til þess að þau hafl haft samfarir. í ljósi þessa var hann beðinn um að skýra fyrri DNA- rannsóknina. Hann segir þá niður- stöðu hafa verið tilbúning einan og vísindaleg niðurstaða hafi aldrei ver- ið fengin: „Ég leyfi mér að kalla þá lygara sem fengust við þetta.“ Þrátt fyrir raunir hér á landi ségir Michael ekki útilokað að hann komi hingað aftur. Hann ætli jú að starfa áfram sem sjómaður ef hann hafi ekki misst starf sitt og skipið sem hann sé á eigi áreiðanlega eftir aö leita hafnar hér í framtíðinni. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.