Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Side 18
18
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
Dóttirin vildi ekki pissa
Úti á flugvelli beið Palli bróðir
eftir mér og skutlaði mér upp á
Landspítala þar sem þær Edda og
Sara Dögg höfðu verið nánast allan
daginn. Ástæðan var fyrst og
fremst þrjóska Söru Daggar (sem
móðir hennar segir geniska og
komna úr fóðurættinni en ég kann-
ast ekki við). Hún átti að pissa í
poka en ákvað að þetta yrði piss-
laus dagur þar .til nokkrir dropar
höfðu vinninginn undir kvöld. Við
fengum okkur samlokur á leiðinni
austur, komum prinsessunni í
rúmið og spjölluðum aðeins við
Bjögga og Hansa, en sá síðarnefndi
var að lesa undir biblíusögupróf,
og horfðum svo á snillinginn
Derrick leysa enn eina gátuna, enn
einu sinni með sömu leikurunum
og venjulega, þó í öðrum hlutverk-
um en síðast. Bjöggi var á sínu
venjulega rölti úr rúminu í ísskáp-
inn þar sem ég held hann hljóti að
þekkja einhvern en Hansi var sofn-
aður ofan í biblíusögurnar.
„Þessi dagur byrjaði, eins og
aðrir dagar, á því að fara of seint
að sofa. Um síðir, eða klukkan tvö,
hafði ég mig þó í bælið og vaknaði
eins og venjulega klukkan sjö við
það að vekjaraklukkur og sími
heimilisins glumdu í kór. Eftir
bolla af kaffi og meðlæti kennt við
kameldýrið renndi ég mér í bað.
Henti reyndar heimiliskettinum
Snúlla út áður því dýrið er með af-
brigðum hænt að vatni og stríðið í
þokkabót.
Þegar upp úr baðinu var komið
tók við baráttan við bræðurna sem
háð er á hverjum morgni og endar
ævinlega með sigri mínum, þótt oft
megi litlu muna. Með stírurnar í
augunum og töskurnar á bakinu
fylgdist ég með þeim tölta út göt-
una á leið í skólann.
Þessi morgunn var ólíkur öðrum
morgnum að því leyti að þær
mæðgur Edda og Sara Dögg ætluðu
með mér í bæinn, þar sem sú
stutta hefur verið lasin upp á
Árni Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðaráðherra.
JJlllílíí
Dagur í lífi Árna Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra:
Pabbarófan dekruð fram úr
síðkastið og átti því að mæta hjá
Gesti barnalækni, stórvini sínum.
Eftir að hafa dekrað dótturina
fram úr og fengið nokkur yndisleg
bros og gælur að launum var sest
út í bO og haldið á Heiðina. Hér og
nú í útvarpinu, hálka á veginum,
hugurinn við aksturinn en að
hluta í Eyjum þar sem Finnur ráð-
herra yrði meö fund með stjórn-
endum fyrirtækja í hádeginu.
Leiðir mínar og mæðgnanna
skildi síðan fyrir utan Arnarhvál
með tilheyrandi kossum á víxl.
Þær mæðgur fóru á vit læknis-
fræðinnar en ég ræsti tölvuna
mína og hringdi nokkur símtöl.
Flogið til Eyja
Valur, flugmaður í Eyjum, var
klár í slaginn. Mæting kl. 11, á
Vestmannaeyjaflugvelli biði okkar
bíll og Skæringur á Esso boðaði
komu okkar í nokkur fyrirtæki þar
ytra.
Að loknum stuttum ríkisstjórn-
arfundi var Finnur klár í slaginn
og ekki eftir neinu að bíða. Hálf-
tíma eftir flugtak var fasta landið
og Atlantshafið að baki, Heimaey
undir fótum.
Við höfðum boðað til fundar á
Hótel Bræðraborg þar sem nærri
70 manns biðu okkar. Einn af
mörgum fundum ráðherra að und-
anförnu þar sem kynnt eru ýmis
verkefni á sviði lítOla og meðal-
stórra fyrirtækja, atvinnusköpun-
ar og fleira. Fundurinn tókst að
okkar mati ágætlega og um klukk-
an tvö hittum við Sighvat Bjarna-
son hjá Vinnslustöðinni. Næsti
viðkomustaður var Skipalyftan þar
sem nýr lóðs Eyjamanna er óðum
að taka á sig mynd og fleiri fyrir-
tæki fylgdu í kjölfarið. Þótt ótrú-
legt megi virðast héldum við
tímaáætlun.
Að loknum ágætum fundi með
stjóm Bæjarveitna Vestmannaeyja
áðum við um stund hjá teiknaran-
um Sigmund og konu hans. Mót-
tökurnar þar á bæ eru ævinlega
eins og aldagamlir vinir og félagar
séu komnir eftir langa fjarveru og
einhverra hluta vegna slaknar
ósjálfrátt á stressþræðinum þar
inni.
Nokkrar hláturgusur, umræður
um gOdi hjónabandsins og siðast
glæsilega búninga Rússahers, sem
af ókunnum orsökum hanga í for-
stofu þeirra hjóna, voru veganesti
okkar í flugferð til Reykjavíkur.
Veðrið var fallegt, heiðskírt og
sólin að setjast á vinstri hönd en á
þá hægri glitruðu ljósin í sunn-
lenskum bæjum eins og perlur.
Eins og stundum áður fannst
Söru Dögg ástæða tO að rísa upp
við dogg þegar við skriðum upp í,
spjaOa svolítið, draga okkur fram i
síðbúið Cheerios og kvelja síðan
köttinn hæfilega fyrir svefninn.
Það síðasta sem ég man eftir, áður
en svefninn tók völdin, enn einu
sinni klukkan að ganga tvö, var að
Edda sagði mér frá gangi mála á
Landspítalanum um daginn. Á
milli þess sem Sara Dögg skældi og
reifst við læknaliðið stundi hún
upp með ekkasogum: „Sæa dule
babbalóa." Hjúkrunarkonan bað
um þýðingu sem hún fékk: „Sara
dugleg pabbarófa.““
Finnur þú fimm breytingar? 344
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og
aðra getraun reyndust vera:
1. Bryndis Dyrving 2. Björk Sigurðardóttir
Gíslholti Faxabraut 68
851 HeUa 230 Keflavík
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 344
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík