Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 23
X>V LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
23
Yngsti atvinnumaður Islendinga í knattspyrnu vekur athygli:
Staðráðinn í að leggja
þetta fyrir mig
- segir Eiður Smári Guðjohnsen
Forritið Fjölhugi
Arftaki Vaskhuga
Fjölhugi er fullkomið bókhaldsforrit
sem hentar flestum rekstri.
Fjölhugi byggir á Vaskhuga sem er í
notkun hjá yfir 1000 fyrirtækjum
„Það hefur verið mikið að gerast
hjá mér, stöðugar æfingar auk þess
sem ég hef verið á bekknum hjá
aðalliðinu á síðustu leikjum og kom
inn á um daginn,“ segir Eiður
Smári Guðjohnsen, atvinnumaður í
knattspyrnu hjá hinu þekkta liði,
PSV Eindhoven, í samtali við DV.
Eiður Smári er aðeins 17 ára gam-
all og hefur vakið mikla athygli í
Hollandi sem svo ungur atvinnu-
maður, sérstaklega eftir að hann fór
að leika með aðailiðinu. Eiður hefur
búið í Hollandi síðan í nóvember
1994 er PSV Eindhoven bauð honum
vinnu. Móðir hans og fósturfaðir
fluttu með honum til Hollands og
faðir hans, Arnór Guðjohnsen, fylg-
ist vel með stráknum og gefur hon-
um góð ráð frá Svíþjóð.
„Eftir að ég kom út spilaði ég
fyrst með unglingaliðinu og síðan
varaliðinu. Það tók tíma að aðlagast
og læra tæknina en gífurlegur agi er
hér á æfingum. Æfingar eru stund-
um tvisvar á dag svo það er ekki
mikill tími fyrir annað en fótbolt-
ann, skólinn verður að bíða,“ segir
Eiður Smári.
Fær tækifæri
Siðastliðið sumar var hann síðan
valinn í aðalliðshópinn og komst
þar með á leikskýrsluna. Eiður
Smári segist þó aldrei vita fyrir
fram hvort hann spili með í leikj-
um. „Það hefur verið mikið um
meiðsl í liðinu núna þannig að ég
fæ þá frekar tækifæri," segir hann.
„Ég fæ líka að kynnast eldri og
reyndari mönnum í liðinu sem er
mjög gott.“
Eiður Smári segist kunna vel við
sig í Hollandi og sakni ekki margs
frá íslandi. „Ég sakna auðvitað vina
og ættingja en mér finnst mjög gott
að búa hér,“ segir hann. Þess má
geta að unnusta Eiðs Smára, Ragn-
hildur Sveinsdóttir, er flutt til
Hollands og stundar þar nám um
þessar mundir.
Eiður Smári er ekki óvanur því
að búa í útlöndum þvi hann ólst að
mestu upp í Belgíu þar sem faðir
hans var atvinnumaður hjá
Lokeren og síðan Anderlecht. Þetta
kemur sér vel fyrir Eið því hann tal-
aði flæmsku eins og sitt móðurmál,
en flæmska er náskyld hollensk-
unni.“
Eiður Smári segir að mikil breyt-
ing hafi orðið á lífi hans þegar hann
hóf atvinnuferilinn og margt nýtt að
læra. „Tæknin hér er öll önnur en á
íslandi og einnig hraðinn í leiknum.
Það er líka mikill munur á þjálfur-
um, þeir eru kröfuharðari og agaðri
hér,“ segir hann.
Baráttan gengur vel
Meiðsl hafa ekki hrjáð hinn unga
atvinnumann að neinu ráði. „Ég hef
orðið fyrir lítils háttar meiðslum en
þá hefur dugað að hvílast í nokkra
daga,“ segir hann. Reynslan sem
Eiður Smári hefur fengið á undan-
fórnu ári hefur ekki dregið úr áhug-
anum á fótboltanum. Hann segist
þvert á móti vera mun ákveðnari í
um allt land.
Fjölhugi kemur tilbúinn til notkunar
og krefst ekki sérstakrar tölvu- eða
bókhaldskunnáttu.
Fjölhugi er alhliða bókhaldshugbúnaður,
og þú getur fjölgað kerfum eftir þörfum.
Meðal kerfa í Fjölhuga eru:
sala, birgðir, viðskiptamenn, verkefna-
bókhald, launabókhald, tollskýrslukerfi
og fullkomið tvíhhða fjárhagsbókhald.
Og þjónustan hjá Vaskhuga hf.
er pottþétt.
áskhugi hf.
Skeifan 7 - Sími 568-2680
Þessi mynd var tekin af Eiði Smára
og föður hans, Arnóri Guðjohnsen,
sumarið 1994. Nú eru þeir báðir at-
vinnumenn í knattspyrnu.
DV-mynd Brynjar Gauti
að leggja þetta fyrir sig. „Þetta á vel
við mig og launin eru mjög góð ef
vel gengur,“ segir hann.
Eiður Smári er allra yngsti ís-
lenski atvinnumaður í knattspyrnu
og einnig með þeim yngstu á er-
lendri grund. „Mér er mjög vel tek-
ið í liðinu eins og hinum útlending-
unum sem fyrir utan mig eru Bras-
ilíumaður og Belgi en mest eru
þetta þó Hollendingar.
PSV Eindhoven hefur gengið vel í
baráttunni og Eiður Smári segir að
liðið sé í öðru sæti og muni þremur
stigum á því efsta. „Við erum enn
þá í baráttunni um meistaratitil-
inn.“ Þess má geta að aldrei koma
færri en 25 þúsund manns á leiki
PSV Eindhoven.
Án efa þykir ungum strákum það
spennandi að komast í atvinnu-
mennsku óg Eiður er þar engin und-
antekning. „Þetta hefur verið mjög
spennandi tímabil," segir hann. í
viðtali við helgarblað DV sumarið
1994 sögðu Eiður Smári og faðir
h£ms, Arnór Guðjohnsen, það vera
sinn stærsta draum að leika saman
í íslenska landsliðinu. Eiður Smári
segir að þeir bíði enn eftir að sá
draumur rætist. „Við vonum að það
geti gerst í surnar," segir hann en
Eiður verður 18 ára í september.
Móður Eiðs, Ólöfu Einarsdóttur
líst mjög vel á soninn og í áður-
nefndu viðtali við DV sagði Arnór:
„Mér líst vel á strákinn og þessi vel-
gengni hans kemur mér ekkert á
óvart.“ -ELA
ÚTSALA
SÍDASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR
10-70% AFSLÁTTUR
LJOS OG
LAMPAR
Rafkaup
Armúla 24 - Sími 568 1518