Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 27
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 Wlendar fréttir Bandaríski auðkýfingurinn John du Pont á bak við lás og slá fyrir morð: Sérvitringur sem safnaði skeljum og dáði glímumenn Lögregluþjónar leiða John du Pont inn í höfuðstöðvar lögreglunnar í Newtown Square eftir tveggja sólarhringa umsátur. Símamynd Reuter Erient „Hann var mikill sérvitringur sem ungur maöur en hann þurfti líka að glíma við fjöldann allan af slæmum félögum og við fíkniefni. Honum svipar mjög til Howards Hughes að því leytinu til að hann hefur snúið baki við fjölskyldunni og einangrað sig á landareign sinni.“ Maðurinn sem fær þessa einkunn er bandaríski milljónamæringurinn og sérvitringurinn John Eleuthere du Pont sem hefur verið ákærður fyrir morðið á glímukappanum Dav- id Schultz á landareign sinni fyrir rúmri viku. Sú sem gefur einkunn- ina er Martha du Pont, mágkona Johns. Hún ætti að vita um hvað hún talar því leiðir þeirra lágu fyrst saman fyrir þremur áratugum eða svo. Hún hefur enn fremur látið hafa það eftir sér um mág sinn að hann sé andlega vanheill, maðurinn líka þekktur fyrir að spranga um í baðsloppnum á almannafæri eða aka um landareign sína á hrynvörð- um liðsflutningabíl. Gafst upp eftir tveggja sólarhringa umsátur David Schultz, sem fékk gullverð- laun á ólympíuleikunum 1984, bjó ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur bömum, á gríðarstórri landareign du Ponts skammt frá borginni Fíladelfíu. Hann var í óða- önn að undirbúa sig fyrir keppni á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Það var svo um miðjan dag á fóstudag í síðustu viku að John du Pont ók að heimili glímukappans. Schultz stóð við bO sinn fyrir utan húsið. Du Pont steig út úr bO sínum og skaut þremur skotum á Schultz með .38 kcdíbera skammbyssu. Lög- reglan var kvödd á staðinn en það var ekki fyrr en eftir tveggja sólar- hringa umsátur að John du Pont gafst upp. Hann var þegar í stað fluttur í steininn þar sem hann hef- ur dvalið í einangrun. Skotárásin og umsátur lögregl- unnar sem fylgdi í kjölfarið hafa beint kastljósinu að furðulegum uppátækjum þessa sérlundaða manns sem er einn af erflngjum hinna miklu du Pont-auðæfa. For- faðir hans stofnaði hið mikla fyrir- tækjaveldi sem ber fjölskyldunafn- ið. Breyttist þegar móðir hans lést Nágrannar Johns du Ponts í smá- bænum Newton Square í Pennsyl- vaníu segjast hafa tekið eftir breyt- ingum í skapferli hans árið 1988, árið sem móðir hans, Jean Lister Austin du Pont, lést og skOdi son sinn eftir einan á landareigninni. Það var líka þá sem hann sneri einnig baki við vinum sínum í lög- regluliöi Newtown Square og helg- aði líf sitt glímu sem hann hafði ástríðufullan áhuga á. Margir lögregluþjónanna sem tóku þátt í umsátrinu um landar- eign du Ponts höfðu notið góðs af velvOja hans í garð lögregluliðsins. Hann byggði skotæfingasvæði á landi sínu sem lögregluþjónarnir notuðu, gerðist ólaunaður liðsmað- ur lögreglunnar árið 1970 og gekk um í einkennisbúningi hennar. Fór sínar eigin leiðir „John var margmiOjónari sem gerði hlutina eftir eigin höfði,“ seg- ir Stan Short, fyrrum lögreglustjóri í Newton, sem hefur þekkt auðkýf- inginn frá barnsaldri. Tárin streyma niður kinnar Johns Halotas og hann á erfitt um mál þegar hann minnist vináttu sinnar og Johns du Ponts. Halota, sem er kominn á eftirlaun, var i lög- fréttaljós reglunni á áttunda áratugnum þeg- ar du Pont bauð lögregluliðinu að æfa á skotsvæði sínu. „Du Pont gaf mér eigið aðgangs- kort að hliðinu og eigin lykO að skotæfingasvæðinu," segir Halota. „Hann var frábær.“ John du Pont safnaði í kringum sig mörgum af bestu áhugaglímu- mönnum heimsins, þar á meðal David Schultz, og fékk þá til að þjálfa í æfingamiðstöð sem hann hafði byggt á landareign sinni. Sum- ir glímumannanna höfðu þar fasta búsetu. Glímumennirnir sem þjálf- uðu í æfmgamiðstöð hans sögðu hann rausnarlegan en um leið sér- vitran. Margir þeirra fengu eitt þús- und doOara á mánuði frá du Pont tO að standa straum af kostnaði við þjálfunina. Njósnarar inni í veggjunum Phil Schultz, faöir hins myrta glímukappa, segir að hann hafi hvatt son sinn tO að flytja burt fyr- ir tveimur árum. „Ég tel að maðurinn hafi verið haldinn ofsóknaræði og þurfi virki- lega á læknisaðstoð að halda,“ segir PhO Schultz. „David var sama sinn- is en hann taldi sig geta hjálpað honum. Hann hafði róandi áhrif á hann.“ Dan Chaid, sem var þjálfari og æfði sjálfur á æfingasvæði du Ponts i átta ár, þar tO að hann hætti í október síðastliðnum, segir du Pont hafa átt í andlegum vandamálum. Hann segir að du Pont hafi orðið sannfærður um það á árinu 1993 að einhver héldi tO inni í veggjum heimilis hans til að njósna um hann. Du Pont viðurkenndi einnig fyrir Dan Chaid að hann hefði neytt kókaíns og verkjaiyfja. Samskiptum þeirra Dans Chaids og Johns du Ponts lauk þann 12. október síðastliðinn þegar du Pont kom að Chaid þar sem hann var að lyfta lóðum, beindi sjálfvirkum riffli að brjósti hans, tuldraði klúryrði fyrir munni sér og sagði: „Ég vO að þú hypjir þig á brott héðan.“ Dan Chaid segist hafa yfirgefið æfingasalinn og hringt á lögregluna en lögregluþjónarnir hefðu gert lítið úr sögu hans, sagt að John du Pont væri bara „dálítið sérvitur". Lúxusbifreið út í tjörnina Þessi gamli skjólstæðingur du Ponts kann líka fleiri sögur um furðuleg uppátæki auðkýfingsins. Hann segir tO dæmis frá þvi að í fyrra hafi du Pont ekið lúxusbifreið sinni út í tjörn á landareigninni og synt í land. Fulltrúi ameríska sund- sambandsins, sem var með honum í bOnum, var hins vegar nærri drukknaður áður en tókst að bjarga honum á þurrt. En góðmennska og örlæti Johns du Ponts náði tO fleiri en lögregl- unnar í Newtown Square og glímukappanna. Hann lét tO dæmis reisa náttúrugripasafn Delaware- fylkis sem hýsir frægt safn hans sem hefur að geyma 66 þúsund fugla og tvær milljónir sjávarskelja. John du Pont var kvæntur maður í eitt ár, frá 1983 tO 1984. Kona hans fyrr- verandi, Gale Wenk du Pont, höfð- aði mál á hendur fyrrum eigin- manni sínum árið 1985 þar sem hún sakaði hann um að hafa gert tilraun tO að kyrkja hana, ógnað henni með hnífi og reynt að fleygja henni út úr bO á ferð. Ekki er nákvæmlega vitað hversu auðugur John du Pont er. Tímaritið Forbes segir að eigur alirar du Pont- fjölskyldunnar eins og hún leggur sig séu metnar á tíu miOjarða doU- ara eða meira. Sama rit segir að eig- inkonan fyrrverandi hafi sagt fyrir rétti árið 1985 að hún mæti eigur hans á ríflega 46 miUjónir doUara, sem mun vera nálægt þremur mill- jörðum íslenskra króna. Byggt á Reuter og IHT 35 Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í borginni. Um er að ræða styrki til listamanna, hópa og stofnana vegna liststarfsemi og einstakra verkefna. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem fást í afgreiðslu Kjarvalsstaða og hjá ritara nefndarinnar sem einnig veitir nánari upplýsingar ef óskað er í síma 552 6131. Umsóknir skulu hafa borist Menningar- málanefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum v. Flókagötu, 105 Reykjavík, fyrir 1. mars nk. rír urtglinginn Myldu það bara ■ efþú vilt brjóta upp línurnar Fislétt en samt gróft og hollt fyrir meltinguna. Weetabix - hjartans mál!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.