Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Page 28
36 Méttir LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 Tollgæslan lömuð vegna mannfæðar og fjárskorts: Fíkniefnasmyglarar hafa nánast friálsar hendur - tollvörðum á einstökum stöðvum hefur fækkað um helming á fáum árum Undantekning er ef tekst að koma „Það eru ótakmarkaðir möguleikar upp um smygl á eiturlyfjum við toll- á flkniefnasmygli," sagði Páll Franz- skoðun. Þetta fullyrða yfirmenn í toll- son, deildarstjóri hjá tollgæslunni í gæslunni við DV. Sundahöfn, í viðtali við DV á dögun- W _ Arsverk hjá Tollpóststofu 18 16 14 12 10 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 um. Hann kennir um skorti á áhuga hjá yfirvöldum. Það vantar viljann til að stöðva innflutning á fíkniefnum. Á sama tíma er verið að efna í átök gegn fíkniefnavandanum. Lögreglan stendur fyrir herferð þar sem mark- miðið er að hræða eiturlyfjasala af Innlent fréttaljós Gísli Kristjánsson götunum. Afskipti hafa verið höfð af á annað hundrað manns. Flestir eru gamlir kunningjar lögreglunnar og viðbúið að þeir haldi uppteknum hætti þrátt fyrir tiltal. Sölukerfið kann vissulega að riðlast um tíma við þessar aðgerðir en vandinn er óleyst- ur. Nefnd skoðar vandann Heilbrigðisráðherra vill að barna- geðdeild Landspitalans fái meira fé til að bjarga fórnarlömbum fikniefnanna og nú er sérstök verkefnisstjórn að vinna að tillögum um aðgerðir á veg- um ríkisstjórnarinnar. Hún á að skila ir^Eluuii er í dag til kl. 17 Nú er tækifærið til að fá sár notaðan bíl á einstaklega hagstasðu verði / / •• i gla?silegu husnasði að Sasvarhöfða 2 frí ábyrgðartrygging V lánakjör til allt að 60 mán. V fyrðta greiðsla jafnvel eftir 6-& mán. V vetrardekk fylgýa nHHHHBHnni g s g 'a, Ingvar ...^ Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími: 525 8020 Tollverðir segja að ekki takist að skoða nema lítið brot af þeim gámasend- ingum sem berast til landsins. Þarna er sem annars staðar opin leið inn í landið. DV-mynd GVA af sér í sumar. Á sama tíma er tollpóstur t.d. bara skoðaður í dagvinnu þótt hann berist til landsins á öllum tímum sólar- hrings. Hann má ekki tefjast hjá póst- inum og fer því óskoðaður inn í land- ið. Þar er opin leið fyrir smyglarana. „Það er öruggt mál að hér fara fikniefni í gegn,“ sagði Jóhanna Guð- bjartsdóttir, deildarstjóri hjá Toll- póststofunni, í samtali við DV. Það er því vitað hvernig eiturlyfin koma inn í landið en aðgerðirnar gegn vandan- um beinast einkum að því að bjarga sálum þeirra ungmenna sem þegar hafa orðið undir í baráttunni við fíknina. Markaðurinn stór Lögreglumenn, sem fást við fíkni- efnavandann, segja með réttu að á meðan til er fólk sem hefur áhuga á að verða sér úti um fíkniefni verður fíkniefnavandinn til. Það fínnast alltaf leiðir til að koma efnunum inn í landið og þótt sett verði undir lek- ann sem nú er í gegnum allar toll- stöðvarnar þá halda efnin áfram að koma með öðrum leiðum. Það er þó öllum ljóst að ekki er von á að ástandið batni ef fíkniefnasmygl- arar hafa nánast frjálsar hendur við verk sín vegna þess að tollgæslan ræður ekki lengur við verkefni sitt. Tollverðir kvarta ekki aðeins und- an mannfæð og minnkandi fjárveit- ingum. Skipulagið er líka í molum og nú heyra tollamálin undir þrjú ráðu- neyti. Ránuneyti fjármála, dómsmála og utanríkismála koma öll með ein- um eða öðrum hætti að tollgæslunni. Þarna vantar markvissari og betri vinnubrögð, segja tollverðir. Slagur um millígrömm Reynslan sýnir að eftir að eiturlyf- in eru komin inn í landið og á götuna er nær vonlaust að hafa upp á þeim. Á síðasta ári tóku tollverðir um 80% af þeim eiturlyfjum sem á annað borð náðust. Afganginn tóku lögreglu- menn. „Það er hjá tollgæslunni sem stóru sendingarnar nást. Sleppi fikniefni inn í landið tekur við vonlaus barátta um grömm og millígrömm á göt- unni,“ segir Elías Kristjánsson, toll- fulltrúi á Keflavíkurflugvelli, við DV. í þessum orðum felst ekki gagnrýni á löggæsluna heldur einungis sú stað- reynd að eftir að búið er að dreifa efn- unum næst aldrei nema í lítið magn í einu. Elías hefur einnig bent á í samtali við DV að aðild íslands að svokölluðu Schengen-samstarfí mun leiða til að enn dregur úr tolleftirliti. Ef af verð- ur fellur að mestu niður toOskoðun milli landa í allri Vestur-Evrópu. Ekki verður leitað á farþegum sem koma frá löndum sem þekkt eru sem uppspretta eiturlyfía, svo sem Hol- landi. Úrbætur á leiðinni? Ekkert hefur frést af hugmyndum stjórnvalda um eflingu tollgæslunnar. Á einstökum stöðvum tollgæslunnar hefur fólki við störf fækkað um helm- ing á fáum árum og stöðugt minnkar það litla brot sem tollverðir ná að skoða af sendingum sem berast til landsins. Það er almennt viðkvæði þeirra sem um fikniefnavandann fjalla að „sölumenn eitursins séu engir fábján- ar“. Fíkniefnasmyglurunum er því sennilega betur ljóst en ráðamönnum hve létt er að flytja fikniefni til lands- ins og þeir nota sér þær leiðir sem standa opnar. Það sýnir mikið fram- boð af fíkniefnum. Heilsugæslustööin Raufarhöfn Staða heilsugæslulæknis er laus til umsóknar. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Upplagt starf fyrir mann sem vill vinna mikið og eiga góð frí á milli en samstarfssamningur er um vinnu og vaktir við stöðvarnar á Kópaskeri og Þórshöfn. Auk venjulegra launa eru í gildi sérstakir staðarsamningar um launauppbót og önnur kjör. Sérmenntun í heimilislækningum æskileg. Nánari upplýsingar veita: IÐUNN ANTONSDÓTTIR stjórnarformaður í símum 465 2105/465 2161eða SIGURÐUR HALLDÓRSSON LÆKNIR í símum 465 2109/465 2166.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.