Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Síða 31
Bandaríkin
— plötur og diskar —
| 1. (1 ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
| 2. ( 2 ) Daydream
Mariah Carey
$ 3. ( 3 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrissette
t 4. ( 5 ) Sixteen Stone
Bush
t 5. ( 9 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 6. ( 4 ) Cracked Rear View
Hootie and the Blowfish
t 7. ( 6 ) The Woman in Me
Shania Twáin
| 8. ( 8 ) Mellon Collie and the Infinite ...
Smashing Pumpkins
| 9. ( 7 ) The Greatest Hits Collection
Alan Jackson
(10. (10) RKclly
R Kelly
Whitney Houston fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Waiting To Ex-
hale og syngur jafnframt titillag myndarinnar.
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996
tónlist
ísland
| 1.(1) Crougie D'oú Lá
Emilíana Torrini
t 2. ( 5 ) Pottþétt 1995
Ýmsir
| 3. ( 3 ) Different Class
Pulp
t 4. (10) Desperado
Úr kvikmynd
f 5. ( 4 ) The Memory of Trees
Enya
t 6. ( 9 ) Melon Collie and the Infinite ...
Smashing Pumpkins
t 7. (13) Gangsta's Paradise
Coolio
| 8. ( 8 ) One Hot Minute
Red Hot Chili Peppers
4 9. ( 2 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
110. (19) Reif í skóinn
Ýmsir
111. (Al) D'Eux
Celine Dion
112. (Al) Crazysexycool
TLC
113. (15) The Bends
Radiohead
114. ( - ) Garbage
Garbage
415. ( 7 ) Drullumall
Botnleðja
116. (Al) Gleðifólkið
KK
117. ( - ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
118. (Al) Maxinquaye
Tricky
4 19. (12) í skugga Morthens
Bubbi Morthens
120. (Al) Love Songs
Elton John
London
| 1. (1 ) Spaceman
Babylon Zoo
t 2. ( - ) Slight Return
Bluetones
t 3. ( 4 ) Anything
3T
4 4. ( 2 ) Jesus to a Child
George Michael
t 5. ( - ) Street Spirit (Fade Out)
Radiohead
4 6. ( 3 ) Whole Lotta Love
Goldbug
t 7. (23) Not a Dry Eye In the House
Meat Loaf
4 8. ( 7 ) One by One
Cher
t 9. ( - ) No Fronts - The Remixes
Dog Eat Dog
4 10- ( 5 ) Earth Song
Michael Jackson
New York
-lög-
$ 1. (1 ) One Sweet Day
Mariah Carey & Boyz II Men
| 2. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop)
Whitney Houston
| 3. ( 3 ) Missing
Everything but the Girl
t 4. ( 6 ) One of Us
Joan Osbourne
4 5. ( 4 ) Hey Lover
LL Cool J
4 6. ( 5 ) Name
Goo Goo Dolls
| 7. ( 7 ) Breakfast at Tiffany's
Deep Blue Something
t 8. (10) Be My Lover
La Bouche
| 9. ( 9 ) Before You Walk out of My Life
Monica
t 10. (12) Nobody Knows
The Tony Rich Project
Bretland
| 1.(1) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 2. ( - ) Boys for Pele
Tori Amos
t 3. ( 5 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrisette
4 4. ( 2 ) Different Class
Pulp
4 5. ( 3 ) Robson & Jerome
Robson & Jerome
| 6. ( 6 ) History - Past Present and Future..
Michael Jackson
t 7. ( 8 ) Something to Remember
Madonna
4 8. ( 4 ) First Love
Michael Ball
t 9. (12) All Change
Cast
4 10. ( 7 ) Said and Done
Boyzone
Tónlist úr Waiting To
Exhale slær í gegn
Platan með tónlist úr kvikmynd-
inni Waiting To Exhale hefur tekið
bandaríska vinsældalista með
trompi. Hún er í efsta sæti breið-
skifulistans aðra vikuna i röð og á
Toppi R&B listans eins og næstu
sex vikurnar á undan. Whitney
Houston er í öðru sæti listans sem
mælir vinsælustu lög landsins með
lagið Exhale (Shoop Shoop) og
sömuleiðis í öðru sæti listans yfir
vinsælustu R&B lögin. Raunar eru
tvö lög til viðbótar úr kvikmynd-
inni meðal tíu vinsælustu R&B lag-
anna og ýmislegt bendir til að fleiri
eigi eftir að fylgja í kjölfarið.
Það er lagahöfundurinn, upptöku-
stjórinn og tónlistarmaðurinn
Kenny „Babyface" Edmonds sem er,
heilinn að baki þessari vinsælu
plötu. Hann semur fimmtán lög af
sextán, sér um megnið af undir-
leiknum, syngur bakraddir og stýr-
ir upptökum. Hann hafði einnig
með höndum að velja söngvarana á
plötuna.
Sjónarhóll kvenna
„Waiting To Exhale er unnin út
frá sjónarhóli konu og þar af leið-
andi fannst mér skynsamlegast að
velja eingöngu söngkonur til að
flytja lögin,“ segir Babyface. „Ég
hafði þær síðan í huga þegar ég
samdi lögin og passaði aö hafa hug-
blæ laganna í svipuðum anda og
myndina sjálfa. Því er enginn æs-
ingur eða læti i tónlistinni."
Það kom af sjálfú sér að velja
Whitney Houston til að taka þátt í
flutningi laganna. Hún leikur eitt af
aðalhlutverkum myndarinnar og
fékk þar af leiðandi það hlutverk að
syngja eins konar titillag myndar-
innar, Exhale (Shoop Shoop). Hún
flytur einnig tvö önnur lög sem
koma fyrir í myndinni. Aðrir flytj-
endur eru Toni Braxton, Aretha
Franklin, Brandy, tríóið TLC, Mary
J. Blige, Chaka Khan, Sonja Marie,
SWV, Chanté Moore, Patti LaBelle,
Faith Evans, For Real, Shanna og
CeCe Winans sem syngur eitt lag
með Whitney Houston.
„Upptökustjórar og lagahöfundar
fá tæpast oftar en einu sinni annað
eins tækifæri og að vinna að einni
og sömu plötunni með sliku einvala
liði og þessar söngkonur eru,“ segir
Babyface. „Þær sýna þama allar
sínar bestu hliðar og ég naut hvers
dags meðan ég var að vinna með
þeim.“ Eina lagið á plötunni sem
ekki er eftir Babyface er gamla flug-
an My Funny Valentine eftir Ric-
hard Rogers og Lorenz Hart, sem
Chaka Khan syngur. Það fellur þó
Whitney Houston og Angela Basset í hlutverkum sínum í Waiting To Exhale.
vel inn í þá rólegu heildarmynd sem
Babyface skapaði með tónlistinni.
Whitney Houston og Michael Hou-
ston semja síðan með honum eitt
laganna.
Allt small saman
Whitney Houston segir að sér
hafi strax frá upphafi líkað vel þær
hugmyndir sem Babyface var með
þegar hann kynnti fyrir samstarfs-
fólki sínu hvað hann langaði að
gera með tónlistina fyrir Waiting
To Exhale.
„Það bregst ekki að allt gengur
vel þegar við Babyface vinnum sam-
an,“ segir hún og smellir fingrum.
„Það smellur allt saman svona.
Einnig finnst mér honum hafa geng-
ið sérlega vel að semja og útsetja
tónlist sem hæfir myndinni. Hún
talar sínu máli um þá vináttu
kvennanna fjögurra sem Waiting To
Exhale fjallar um. Og reyndar
finnst mér sérlega vel hafa tekist til
með að velja saman leikkvennahóp-
inn sem fer með hlutverk vinkvenn-
anna. Ég er sannarlega fegin að all-
ar samþykktu að vera með.“
Whitney Houston er titluð sérleg-
ur upptökustjóri plötunnar Waiting
To Exhale ásamt Clive Davies, for-
stjóra Arista hljómplötuútgáfunnar.
Hann hefur ekki mörg orð um plöt-
una:
„Útnefningarnefnd óskarsverð-
launanna verður að fjölga tilnefn-
ingum fyrir kvikmyndalag ársins á
næsta ári,“ segir hann. „Það er ljóst
að öðruvísi komast ekki öll lögin
hans Babyface að sem eiga skilið að
verða tilnefnd."