Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 Fréttir Fækkun meðferðarplássa fyrir unglinga í vímuefnavanda: Skapar verulegan vanda - segir Hugo Þórisson sálfræðingur „Við töpum meðferðarplássum, bæði í vímuefnameðferð og lang- tíma meðferð fyrir unglinga I öðru- vísi vandræðum. í staðinn kemur greiningarvinna og vistunartíminn verður þrír til fjórir mánuðir lengst. Það er ekki langur tími til meðferð- ar og aðeins inngrip í líf unglings. Þetta svarar ekki brýnni þörf fyrir langtíma meðferðarúrræði fyrir unglinga í vímuefnavanda og öðr- um vanda. Þessi þróun hefur skap- að verulegan vanda fyrir okkur sem eigum að vista börn,“ segir Hugo Þórisson, sálfræðingur á unglinga- deild Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. DV hefur greint frá því að með- ferðarplássum fyrir unglinga undir 16 ára aldri í vímuefnavanda fækki verulega í sumar þegar meðferðar- plássum á Meðferðarstöðvum ríkis- ins við Sólheima og Efstasund í Reykjavík verður lokað og ný með- ferðarstöð, Stuðlar, verður opnuð við Korpúlfsstaði í haust. Tíu pláss að Tindum voru lögð niður í fyrra og í stað meðferðarplássanna við Sólheima og Efstasund verða um tíu pláss að Stuðlum. „Á undanfornum árum hefur þessi vandi farið vaxandi og kannski sérstaklega á síðasta ári og því eru það fráleit vinnubrögð að bregðast við honum á þann hátt að fækka plássum til að taka á þessum vanda. Rekstur dagdeildar á höfuð- borgarsvæðinu kemur aldrei í stað- inn fyrir meðferðarheimili annars staðar en á þeim stað þar sem krakkarnir hafa verið í neyslu. Það er kominn tími til að stjómvöld við- urkenni þennan vanda og taki á honum með raunhæfum lausnum," segir Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins. Á ríkisstjórnarfundi nýlega bar heilbrigðisráðherra upp það erindi að hækka sjálfræðisaldur barna úr 16 árum í 18 en unglingar, 16 ára og eldri, verða nú að samþykkja þá meðferð sem þeir hafa gengist und- ir. Erindið er til athugunar í dóms- málaráðuneytinu. -GHS Sjávarútvegsráðuneytiö: Ásökunin erút í hött - segir Ari Edwald „Sjávarútvegsráðuneytiö hafnar þessum ósanna áburði harðlega. Það á ekki við nokkur rök að styðjast og er hrein íjar- stæða,“ sagði Ari Edwald, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, um þau ummæli Óttars Yngvasonar útgerðarmanns að hafnbannið í Kanada, á íslensku úthafstogarana, sem ekki eru með eftirlitsmenn mn borð, sé pantað af sjávarútvegsráðuneyt- inu. Hann benti á að Kanadamenn hefðu gert þetta sama við skip annarra landa sem ekki hafa virt NAFO- samninga, meðal annars skip frá ESB-löndunum. Og þegar sjávarútvegsráðuneyt- ið hefði spurst fyrir um málið í Kanada hefði svarið verið að þetta beindist ekki að íslenskum skipum sérstaklega. Það væri stefha Kanadamanna að neita skipum um hafnarþjónustu ef þau virtu ekki NAFO-samning- ana. „Þess vegna er það út í hött að halda því fram að sjávarútvegs- ráðuneytið hafl pantað þetta hafnbann," sagði Ari Edwald. -S.dór Skattframtölm: Það þarf hóp lögreglumanna til aðstoðar þegar fólk í hjólastólum kemur á þingpalla til aö hlýöa á umræður. Þannig var það líka í gær og Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar, segir að hreyfihamlaðir muni halda áfram að mæta á þingpalla þegar málefni þeim tengd eru til umræðu. DV-mynd GVA Aðgengi fatlaðra enn einu sinni til umræðu á Alþingi: Til eru lög um þetta sem ekkert er farið eftir - segir Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar Heimilt að skila inn eftir helgi Frestur til að skila inn skatt- framtali til skattayfirvalda renn- ur í raun út mánudaginn 12. febrúar, í samræmi við stjóm- sýslulög, þó að auglýst sé af skattstjórum að fresturinn renni út laugardaginn 10. febrúar. Þeir sem skOa skýrslunni inn á mánudaginn verða því ekki sektaðir. „Þetta er hárrétt. Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eigna- skatt rennur framtalsfresturinn út 10. febrúar en það leiðir af stjórnsýslulögum og eðli máls að það sem kemur inn þann 12. telst hafa komið á réttum tíma,“ segir Gestur Steinþórsson, skatt- stjóri í Reykjavík. -GHS „Því miöur var umræðan hér og svör ráðherra jafn rýr og ég gerði ráð fyrir. Þaö kom afskaplega lítið nýtt fram. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum eins og oft áður. Það sem mér þykir þó sárast við þetta allt saman er að við höfum ágæt- islög og reglugerðir um aðgengi fatl- aðra. Það er bara ekkert farið eftir þeim og hefur ekki verið gert í 20 ár. Þar er mjög skýrt kveðið á um að við allar meiri háttar breytingar á opinberu húsnæði skuli tekiö tillit til hreyflhamiaðs fólks. Það er bara ekki gert, samanber umhverfisráðu- neytið síðan 1990. Þar er óhugsandi að koma hjólastólum inn og ráö- herra viðurkennir það. Þjóðleikhús- ið má líka nefna sem dæmi,“ sagði Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar, eftir um- ræður um aðgengi fatlaðra að ýms- um opinberum byggingum, á Al- þingi í gær. Guðmundur var þar kominn i hjólastól sínum ásamt fleirum í hjólastól. Og eins og alltaf þegar fólk í hjólastólum ætlar að hlýða á umræður í Alþingishúsinu þarf hóp lögreglumanna til þess að bera það upp á þingpalla. Alþingishúsið er eitt versta dæmið sem til er í opin- berum bygginum hvað aðgengi fatl- aðra varðar. „Ég held að ég geti lofað því að við munum halda áfram að koma hingað á þingpalla, þótt það kosti mikla fyrirhöfn, þegar eitthvað það er til umræðu á Álþingi sem snertir okkur,“ sagði Guðmundur Magnús- son. -S.dór Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nei _2j ,r 5 d d \ FOLKSINS*" 904-1600 Á Davíð Oddsson að gefa kost á sér í forsetaframboð? Albert GK: Krafa gerð um björgunarlaun - sjópróf verða á laugardaginn „Við ætlum okkur að gera kröfu um björgunarlaun. Það verða sjó- próf á laugardaginn og eftir það verður krafan endanlega orðuð. Þeir menn sem ég hef heyrt í eru á einu máli um að hér hafi verið um björgun að ræða,“ segir Gísli M. Auðbergsson, lögfræðingur á Eski- firði, en hann hefur tekið að sér mál útgerðar Alberts GK vegna björgun- ar gríska flutningaskipsins Amakan eystra um sfðustu helgi. Útgerð Alberts GK telur að um björgun hafi verið að ræða þegar flutningaskipinu var snúið til rétts vegar skömmu áður en það rak inn í höfnina á Eskifirði. Nokkrar skemmdir urðu á Albert við björg- unina. Flutningaskipið er enn eystra og á að lesta þar frysta loðnu á Japansmarkað. -GK Stuttar fréttir Nauðsyn að gefa effir Ráðherrar telja nauðsynlegt að síldarþjóðimar gefi eftir til að ná samningum um norsk-ís- lenska sUdarstofninn. Samn- ingafundur verður í Noregi, skv. Stöð 2. Vegurinn sígur Berghlaup, sem Siglufjarðar- vegur liggur um, getur skriðið fram í sjó hvenær sem er. Jarð- sig er stöðugt og hefur vegurinn sigið um allt að hálfan metra á sólarhring, skv. RÚV. Frestun óskiljanleg Matthías Bjarnason telur óskiljanlegt ef landsfundi Sjálf- stæðisflokksins verður frestað til hausts. Hann segir þingmenn ekki þora að spyrja um framboð Davíðs. Timinn greindi frá. Frystiskip til Súðavíkur Frystiskipið Andey frá Horna- firði verður líklega selt til Frosta hf. á Súðavík. Aflaheim- ildir fylgja, að sögn Útvarps. Aðgangur að lyfjaskrám Tölvunefnd hefur heimilað landlækni aðgang að skrám apó- teka yfir lyfjaávísanir lækna. Apótekarar eru ósáttir við þetta. Stöð 2 sagði frá. Læknir Marínar kemur Bandarískur sérfræðingur kemur hingað tfl að gera aðgerð á Marínu Hafsteinsdóttur sem gekkst undir hjartaaðgerð í Bos- ton í haust. Tryggingastofnun greiðir kostnaðinn. Ungbarn sótt íslandsflug sótti ungbarn til Grænlands í gærkvöld. Barnið er með alvarlega veirusýkingu. Mynd um áhrif tilrauna Kvikmyndafyrirtæki íslend- ings í Svíþjóð framleiðir kvik- mynd um áhrif kjamorkutO- rauna Frakka á líf í Suður- Kyrrahafi. Morgunblaðið sagði frá. Tilsjónarmaður skipaður Tilsjónarmaður hefur verið skipaður að réttargeðdeildinni að Sogni. Rekstrarkostnaður er of hár, aö sögn Sjónvarps. -GHS Suðumes: Glæsistúlkur keppa i Stapa DV, Suðurnesjiun: Vali á þátttakendum í fegurð- arsamkeppni Suðurnesja í ár er lokið og munu 13 glæsistúlkur víðs vegar af Suðurnesjum keppa um titOinn Fegurðar- drotting Suðurnesja. Úrslita- kvöldið verður 16. mars í veit- ingahúsinu Stapa. Flestar stúlknanna eru úr Keflavikurhverfi Reykjanesbæjar eða fimm og þrjár eru úr Njarð- víkurhverfinu. Þá eru þrjár stúlk- ur úr Garðinum, ein frá Sandgerði og önnur úr GrindavOc.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.