Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1996, Síða 5
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
5
»
I
»
I
i
I
>
í
i
i
s
i
i
i
i
dv_________________________________________________Fréttir
Bandarískur liðþjálfi fyrir herrétt vegna árásar á íslenska stúlku:
Stúlkan féll frá kæru
en herinn vill dóm
- liðþjálfinn er grunaður um fleiri ofbeldisverk innan vallar
Réttað var á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag í máli liðþjálfa í hernum
vegna líkamsárásar á íslenska
stúlku í september á síðasta ári.
Samkvæmt heimildum DV var ráð-
ist á stúlkuna í heimahúsi í Reykja-
vík.
Stúlkan kærði liðþjálfann fyrir
árásina en féll síðan frá kæru. Hef-
ur málið því aldrei komið fyrir ís-
lenskan dómstól. Ríkissaksóknari
lét málið niður falla þegar stúlkan
hætti við kæruna. Áverkar á henni
munu ekki hafa verið miklir.
Málinu er þó ekki lokið fyrir lið-
Leigubílasamningar:
Ríkiskaup
höfnuðu öll-
um tilboðum
- viðræður við BSH
Samningur ríkisins við Hreyfil um
leigubilaakstur fyrir ríkisstofnanir á
höfuðborgarsvæðinu, aðrar en Ríkis-
spítalana, rann út um síðustu mán-
aðamót. Vegna þessa stóðu Ríkiskaup
fyrir útboði á akstrinum. Þrjú tilboð
bárust en Ríkiskaup höfnuðu þeim
öllum. Hreyfill og BSR buðu sameig-
inlega og tUboð komu einnig frá Bæj-
arleiðum og Taxa.
Gamli samningiu:inn við Hreyfil
bauð upp á 35,5% afslátt af akstrin-
um. Hér er um mikil verkefni að
ræða fyrir leigubílastöðvarnar því
samkvæmt upplýsingum frá Rikis-
kaupum er akstur fyrir stofnanir rík-
isins upp á 70-80 milljónir króna á
ári, án afsláttar.
Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, BSH,
sótti útboðsgögn en gerði ekki tilboð í
aksturinn. Viðræður hafa hins vegar
staðið yfir um að stöðin taki að sér
akstur fyrir stofnanir rikisins. Hvort
samningar takist skýrist á næstu dög-
um. Aðeins 25 bílar eru hjá BSH og
því ljóst að stöðin þyrfti að bæta við
flotann ef samningar nást við Ríkis-
kaup. -bjb
Hljómsveitin
Blur íupptökur
til íslands
„Ég hélt þetta væri hemaðarleynd-
armál en ég get ekki neitað því að þetta
hefur verið í undirbúningi um nokkurt
skeið. Þeir hafa komið að máli við okk-
ur en ef af þessu verður kemur bara
Stúdió Sýrland til greina," segir Aöal-
steinn Magnússon hjá Skífunni.
Á Intemetinu má lesa að hljómsveit-
in geysivinsæla, Blur, sé á leið til ís-
lands og ætli að taka upp næstu plötu
sína hér. Búið er að selja yfir 4.000 ein-
tök af síðustu plötu hennar, The Great
Excape. Ekki er vitað hvenær hljóm-
sveitin kemur en hjá skrifstofu hennar
fékkst þetta staðfest.
Reykjavík:
24 milljónir
í styrkveitingar
Borgarráð hefur samþykkt að veita
rösklega 24 milljónir króna til ýmissa
íþróttafélaga og tómstundaféiaga í
borginni.
Hæstu styrkina hljóta KFUM og
KFUK eða 5,6 milljónir og Skátasam-
band Reykjavíkur 5,5 milljónir króna.
Lægsta styrkinn hlýtur Foreldra- og
kennarafélag Engjaskóla eða 30.000
krónur. -GHS
þjálfann því yfirmenn hersins hafa
látið draga hann fyrir herrétt.
Hófust yfirheyrslur í gær og voru
m.a. íslensk vitni kölluð fyrir.
Eftir því sem heimildir DV herma
er umræddur liðþjálfi grunaður um
hafa staðið fyrir fleiri ofbeldisverk-
um þótt svo hafi ekki verið utan
vallar. Verði liðþjálfinn fundinn
sekur fyrir herréttinum má hann
búast við að verða vikið úr hernum
með smán. -GK
á hljómtækjum og geisladiskum
Seljum nánast öll hljómtæki og
bíltæki meö 10 - 30% afslætti
KENWOOQ,
Hljómtœki sem endast
H
af
öllum
Vinsælustu hátalarar Dana geróum
WHARFEDALE
Elsta breska hátalaramerkið
G\RVER
Powerful > Musical • Accurate
Öðruvísi bátalarar
Einfalt útlit
fullkominn hljómur
AC0USTIC
IresSrÍ:h1 9ertum
/ áratugi á toppnum
af
öllum
geröum
Cerwin-Vega!
HÁ-talarar sem stanáa
undir nafni!
GEISLADISKAR
FRÁ 189 KR.
MIKIÐ ÚRVAL.
ALLAR GERÐIR TÓNLISTAR. ÍSLENSKT/ERLENT
af
öllum
eróum
l'MII
þar sem gœðin heyrast
Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840