Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
Fréttir
Óvissan um forsetaframboð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra:
DV
Spenna fer vaxandi inn-
an Sjálfstæðisflokksins
- landsfundartími sennilega ákveðinn á miðstjórnarfundi næstkomandi föstudag
Nær allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem DV hefur rætt við,
segjast vera farnir að hallast að því
að Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og formaður flokksins, ætli í for-
setaframboð. Hann muni tilkynna
um það á réttu augnabliki.
Næstkomandi föstudag verður
haldinn miðstjórnarfundur í Sjálf-
stæðisflokknum. Ekki er búist við
að Davíð gefi ákveðið svar á þeim
fundi um hvað hann ætlar að gera.
Aftur á móti er talið víst að á fund-
inum verði ákveðið hvenær lands-
fundurinn verður haldinn. Hvort
það verður í vor eða ekki fyrr en
næsta haust. Þingmenn flokksins
sögðust ekki hafa hugmynd um
hver niðurstaðan yrði. Davíð Odds-
son vissi það einn.
„Ég hef rætt þessi mál við Davíð
Oddsson og hann veit að ég er þyí
andvígur að hann fari í forsetafram-
boð. Flokkurinn þarf á honum að
halda,“ sagði Einar Oddur Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, og þarna talar hann fyrir
hönd margra þingmanna flokksins.
Og þeir eru allir á því að óvissan
um hvað verður sé flokknum skað-
leg. Þó eru undantekningar þar á.
„Mér finnst vera gert of mikið úr
því hvort Davíð fer í forsetaframboð
eða ekki. Ég held að það skaði flokk-
inn ekki neitt þótt hann gefi ekki
ákveðið svar strax. Hins vegar hef-
ur Davíð Oddsson staðið sig vel sem
formaður flokksins og forsætisráð-
Nær allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem DV hefur rætt við, segjast vera farnir að hallast að því að Davíð Odds-
son, forsætisráðherra og formaður flokksins, ætli í forsetaframboð. Hann muni tilkynna um það á réttu augnabliki.
Margir telja óvissuna skapa óróleika og skaða flokkinn. Um fátt er annað rætt á göngum þingsins en þessa óvissu.
Hér eru þeir Guðjón Guðmundsson og Kristján Pálsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokks, að ræða málin. Hvort það
eru forsetamál skal ósagt látið. DV-mynd GS
herra. Því munu margir flokks-
menn sjá eftir honum og vilja ekki
að hann hætti formennsku í flokkn-
um,“ sagði Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður.
„Ég tel það ekki skipta mjög
miklu máli hvað Davíð gerir í þess-
um efnum. Flokkurinn er ekki bara
formaðurinn og Davíð tekur auðvit-
að þá ákvörðun sem hann telur sér
fyrir bestu. Ég er ekki viss um að
flokkurinn skaðist á því að Davíð
tekur ekki af skarið strax. Ég trúi
því ekki að nokkur maður hætti við
að styðja Sjálfstæðisflokkinn bara
vegna þess að hann veit ekki hvort
Davíð Oddsson fer í forsetaframboð
eða ekki. Hins vegar er Davíð góður
flokksformaður og þess vegna væri
eftirsjá í honum í annað embætti,"
sagði Pétur H. Blöndal alþingismað-
ur.
„Að mínum dómi er það algert
einkamál Davíðs hvað hann gerir í
þessum málum og hvenær hann tek-
ur ákvörðun," sagði Kristján Páls-
son alþingismaður. DV ræddi við
fleiri þingmenn sem báðu um nafn-
leynd. Margir þeirra töldu að óviss-
an um hvað Davíð ætlaði að gera
skapaði óróleika í flokknum og
skaðaði hann. Einn þeirra sagði að
kjósendur flokksins kvörtuðu und-
an þessu og segðu óvissuna skaða
flokkinn, nánast gera flokksmenn
að athlægi frammi fyrir öðrum, eins
og hann komst að orði.
-S.dór
Forsetaframboð:
Forsætisraðherra getur setið
þótt hann bjóði sig fram
Það kom fram hjá Ólafi Ragnari
Grímssyni, alþingismanni og stjórn-
málafræðingi, þegar þingmenn voru
að ræða sín í milli um hugsanlegt
forsetaframboð Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra, að það væri ekk-
ert í stjórnskipunarlögum sem segði
til um að forsætisráðherra þyrfti að
segja af sér þótt hann færi í forseta-
framboð.
Frá siðferðilegu sjónarmiði væri
það hins vegar talið sjálfsagt að
hann segði af sér forsætisráðherra-
embætti.
Möguleikar forsætisráðherra í
þessum efnum eru sem sé þessir:
Hann getur sagt af sér og farið í for-
setaframboð. Hann getur líka tekið
sér frí sem forsætisráðherra í kosn-
ingabaráttunni og fram yfir kosn-
ingar og þá tekið aftur við forsætis-
ráðherraembættinu verði hann ekki
kjörinn forseti.
Þá getur hann einfaldlega setið
sem forsætisráðherra og farið í
framboð. Verði hann kjörinn forseti
þarf hann ekki að segja af sér for-
sætisráðherraembætti fyrr en dag-
inn áður en hann tekur við forseta-
embættinu 31. júlí.
Davíð Oddsson gæti því sam-
kvæmt þessu setið sem forsætisráð-
herra, náð kjöri sem forseti, haldið
landsfund Sjálfstæðisflokksins í júlí
sem formaður flokksins, forsætis-
ráðherra og kjörinn forseti íslands
sem tæki við embætti 31. júlí.
-S.dór
Læknar vilja ræða við borgina
Heilsugæslulæknar hafa sent
borgarstjóra bréf þar sem óskað er
eftir því að fá að hitta fulltrúa borg-
arstjórnar, bæði meirihluta og
minnihluta, til að gera grein fyrir
og svara spumingum um ástæður
þess að 90% heilsugæslulækna á
landinu sögðu upp störfum um síð-
ustu mánaðamót.
I bréfinu segir að heflsugæslu-
læknar telji mikilvægt að borgar-
fulltrúar geti aflað sér upplýsinga
um málið milliliðalaust. Þeir geri
ráð fyrir að tveir til þrír læknar
mæti fyrir hönd heimilislækna ef
borgaryfírvöld sjái sér fært að verða
við erindinu.
Bréfið var lagt fram á borgarráðs-
fundi í gær.
-GHS
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Á að leyfa útlendingum að eiga
meirihluta í íslenskum
sjávarútvegsfýrirtækjum?
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já _lj
Nei _2j
Prá því í fyrrakvöld biðu tugir manna fyrir utan skrifstofu Samvinnuferða-
Landsýnar í Austurstræti en sala á 200 ódýrum flugmiðum til Evrópu hófst í
morgun. Forsjálir ferðalangar dóu ekki ráðalausir í rigningunni og tjölduðu
á gangstéttinni. Meðal þeirra var Gylfi Þór. DV-mynd S
Stuttar fréttir
íslandsbanki hagnast
Á síðasta ári varð ríflega 330
mflljóna króna hagnaður af
rekstri íslandsbanka. Framlag á
afskriftareikning minnkaði um
helming og varð 831 miUjón.
Þetta er mun betri afkoma en
árið áður. ->
VSÍ um vaxtamál
Framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambandsins hvetur yf-
irvöld peningamála til aðgerða
sem tryggi að vaxtamyndun hér
á landi verði í samræmi við að-
stæður í efnahagslífinu.
Vextir að lækka
Þrátt fyrir vaxtahækkanir
banka að undanförnu er þvi
spáð að vextir lækki á næst-
unni. Þetta kom fram í Við-
skiptablaðinu.
Samnet í notkun
Póstur og sími tekur Samnet-
ið, ISDN, í notkun í dag en þessi
nýja tækni gerir símnotendum
m.a. kleift að tengja eina línu
við fax og tölvu, auk símans.
Þannig verður t.d. hægt að koma
á myndsímafundum og mótöld
verða úr sögunni.
Áfallahjálp á Landakoti
Áformað er að óska eftir
áfallahjálp fyrir starfsmenn
Landakotsspítala vegna langvar-
andi óvissu um atvinnumálin.
Tíminn greindi frá þessu.
Lásu spána rangt
Davíð Oddsson hvetur banka-
stofnanir til vaxtalækkana. í
samtali við Stöð 2 sagði hann
bankastjóra landsins hafa lesið
verðbólguspána rangt.
Tómatar á markaö
íslenskir tómatar eru komnir
á markað, tveimur mánuðum
fyrr en venjulega. -bjb