Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
3
Fréttir
Fyrsti bresturinn í stjórnarsamstarfinu:
Munum krefjast svara
frá Sjálfstæðisflokki
- segja þingmennirnir Magnús Stefánsson og Hjálmar Árnason
Geirfinnsmálið:
Álits-
gerð fyrir
sumarið
„Ég reikna með að skila
skýrslu um sjónarmið mín til
Hæstaréttar fyrir sumarið,"
segir Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður sem
skipaður hefur verið til að
fara yfír Geirfinnsmálið að
nýju samkvæmt ósk Sævars
Ciesielski um að málið verði
tekið upp að nýju. •
Áður hafði Ragnar Hall far-
ið yfir málið og skilað áliti á
síðasta ári af hálfu ákæru-
valdsins. Honum þótti ekki
ástæða til að taka málið upp
aftur. Rétt þótti að Sævar nyti
jafnræðis og fengi að velja sér
lögmann til að fara yfir málið
frá sinni hlið.
Dómurinn einn í Geirfinns-
málinu var meira en 500 síðna
langur. Auk þess liggja fyrir
málskjöl mikil að vöxtum og
Ragnar Aðalsteinsson útilokai'
ekki að hann afli nýrra gagna.
-GK
„Ég er að vonum afar óhress
með þessi vinnubrögð í stjómar-
samstarfi sem ég hef talið að
gengi vel. Ég tel að við framsókn-
armenn höfum lagt okkur fram
um að vinna að heilindum í
stjórnarsamstarfinu. Það getur
auðvitað ekki gengið að fjórir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
komi með frumvarp sem gengur í
þveröfuga átt við ríkisstjómar-
frumvarp. Við erum ekki ailtaf
ánægðir með stjórnarfrumvörp og
þá er það kannski leiðin að vinna
svona. Ég er búinn að krefja þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins svara
um þetta mál,“ sagði Magnús Stef-
ánsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins, um frumvarp fjögurra
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
um eignaraðild útlendinga í sjáv-
arútvegi. Það gengur miklu
lengra en stjórnarfrumvarp um
sama efni sem er til umræðu í
þinginu.
Framsóknarmenn eru æfir út í
samstarfsflokkinn fyrir að leyfa
þingmönnunum Kristjáni Páls-
syni, Pétri H. Blöndal, Vilhjálmi
Egilssyni og Guðjóni Guðmunds-
syni að bera þetta frumvarp fram.
Og ekki bara það heldur létu þeir
hvorki viðskiptaráðherra né þing-
menn samstarfsflokksins vita um
frumvarpið fyrr en það hafði ver-
ið lagt fram. Margir framsóknar-
menn höfðu að orði að þarna
hefði fyrsti bresturinn orðið í
stjórnarsamstarfinu. Þeir sem
tóku þessu léttar töluðu um hina
nýju ríkisstjórn Kristjáns Páls-
sonar.
„Ég er auðvitað reiður vegna
þessa og mun taka málið upp þeg-
ar umræðan um frumvarpið held-
ur áfram," sagði Hjálmar Áma-
son, þingmaður Framsóknar-
flokksins á Reykjanesi.
„Þetta eru mjög sérkennileg
vinnubrögð, enda verður maður
að ætla að stjórnarfrumvarpið um
þetta efni hafi verið lagt fyrir
þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Ég
held að þetta sé einhver tilraun
hjá fjórmenningunum til að slá
um sig meðal ákveðinna hópa í
þjóðfélaginu. Það eru vinnubrögð
sem þingmenn eiga ekki að
stunda," sagði Jón Kristjánsson.
„Við urðum hissa þegar við
sáum þetta frumvarp vegna þess
að við vissum ekki til þess að
neinn fyrirvari væri í Sjálfstæðis-
flokknum vegna stjórnarfrum-
varpsins um sama efni. Hins veg-
ar held ég að þetta dragi ekki dilk
á eftir sér. Þetta frumvarp fjór-
menninganna bara lognast út af,“
sagði Valgerður Sverrisdóttir, for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins.
-S.dór
Skipbolti 21 • frmi 511 5111
Heimasióart: bttp:llwww. apple. is
Macintosh - eins og hugur mannsl
Agústa Johnson
Likcmsrcektar/jálfciri o#
frmtkvæmdasljóri
PowerMacintosh 5200
8-64 ,\IB innnsluminni
800 \IB harödiskitr
Cdshulrif og hálalaiw