Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
Vala Dröfn Jóhannsdóttir nemi:
Köttur.
Breytinga er þörf
Spurningin
Hvert er uppáhaldsdýrið
þitt?
Lesendur
Herferöin gegn Reykjavíkurflugvelli:
Síst minni hætta
við Keflavíkurvöll
Oddur Helgason sjómaður: Hest-
ur, það þarf ekki að spyrja að því.
Heiðrún Hafþórsdóttir nemi:
Hundur.
Suðurnesjamaður skrifar:
Undanfarið hefur flokkur manna,
með forseta borgarstjórnar í farar-
broddi, farið með herferð gegn
Reykjavlkurflugvelli og þeim fyrir-
tækjum og ríkisstofnunum sem þar
starfa.
Vilji þessa fólks er að leggja nið-
ur Reykjavíkurflugvöll, flytja flugið
til Keflavíkurflugvallar og leggja
Vatnsmýrina undir íbúðabyggð.
Rökin fyrir þessu ráðabruggi eru
sögð vera slysahætta og ónæði
vegna flugumferðarinnar og mikil-
vægi Vatnsmýrarinnar sem bygg-
ingarlands.
Sem íbúi í Reykjanesbæ vil ég
andmæla þessum hugmyndum
harðlega. Slysahætta og ónæði
vegna flugumferðar um Keflavíkur-
flugvöll er síst minni en um Reykja-
víkurflugvöll og ekki á hana bæt-
andi.
Slys og óhöpp hafa orðið á og við
Keflavíkurflugvöll. Má þar nefna
t.d. er hjólalúga af farþegaþotu Flug-
leiða féll á Borgarveg í Njarðvík. í
ágúst 1990 fórst tveggja hreyfla
ferjuflugvél rétt ofan við byggðina í
Njarðvík og æði oft hafa farþegaþot-
ur flogið yfir byggðina til neyðar-
lendingar vegna hreyfilbilana, með
tilheyrandi viðbúnaðarástandi Al-
mannavarna ríkisins. Aðflug
tveggja flugbrauta Keflavíkurflug-
vallar liggur yfir byggðina í Reykja-
nesbæ og Garði og flugvélar í um-
ferðarhring flugvallarins fljúga
gjarnan yfir Sandgerði og Hafnir.
„Rökin fyrir þessu ráðabruggi eru sögð vera slysahætta og ónæði vegna
flugumferðarinnar og mikilvægi Vatnsmýrarinnar sem byggingarlands. Sem
íbúi í Reykjanesbæ vil ég andmæla þessum hugmyndum harðlega."
Þvf er ljóst að þessi flokkur fólks
fer með yfirgangi og eigin hagsmuni
að leiðarljósi því ekki er bætandi á
ónæðið og slysahættuna við Kefla-
vfkurflugvöll, svo ekki sé minnst á
hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar
sem nota Reykjavíkurflugvöll vegna
erinda sinna við ríkisstofnanir og
þjónustufyrirtæki í höfuðborginni.
Hafþór Kristjánsson vélstjóri:
Hundur.
Guðbjörg Guðmundsdóttir: Það
veit ég ekki, ekki köttur.
Andri Steinn Hauksson, 5 ára:
Ljón.
Matthías Karelsson skrifar:
Ég var að hlusta á Rás 2 i fyrra-
dag, þáttinn Hér og nú, þar sem þau
voru í viðtali Sjöfn Ingólfsdóttir,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkur, og Marías Sveinsson,
frambjóðandi til formanns. Þetta er
nú félagið mitt svo ég lagði vel við
hlustirnar.
Það er mjög ánægjulegt að það
skuli koma framboð á móti sitjandi
formanni því ég verð að segja að ég
get ekki sagt fallega sögu af sam-
skiptum mínum við félagið. Ég hef
þurft að leita þrisvar sinnum til fé-
lagsins vegna launamála en fékk
engar úrlausnir heldur þvert á móti
fékk ég á tilfínninguna að ég væri
að gera þeim ónæði.
Einnig var á þessum tíma mjög
erfitt að ná tali af formanninum.
Hún var aldrei við. Það er dýrt fyr-
ir mig að taka mér frí í vinnu til að
fara margar ferðir á skrifstofuna í
erindisleysu. Ég gafst upp og
hringdi í félagið og bað um að hún
hringdi í mig en ég hef ekki fengið
svar enn þá, þó eru liðin 2 ár.
Þess vegna er það rétt sem kom
fram hjá Maríasi að forustan í félag-
inu er búin að múra sig inni í fíla-
beinsturni og er ekki lengur í sam-
bandi við félagsmenn.
Að lokum sagði formaðurinn að
breytinga væri ekki að vænta næði
hún kjöri! Á maður að hlæja?
Landlækni svarað:
Enn um ofbeldi í Sjónvarpi
E.B.K. skrifar:
í framhaldi af umræðu um „of-
beldismyndir" (spennumyndir)
krefur ágætur landlæknir mig svars
um það hvar unglingar hafi lært að
berja og sparka í náungann án þess
að á honum sjái.
Ef ég skil landlækni rétt þá telur
hann að það ógæfufólk, sem vann
voðaverk á tveimur unglingsstúlk-
um, hafi af ásettu ráði búið svo um
hnútana að ógerlegt var fyrir lækna
að sjá hversu alvarlegir höfuðáverk-
arnir voru. Þannig telur landlæknir
mannvonsku ofbeldisfólksins
margfalt meiri en flestir hafa hing-
að til álitið og þótti þó nóg um.
Svo mikið er víst að þetta athæfi
Li§ÍB®í\ þjónusta
allan sólarhringii
; 39,90 minútan
síma
5000
lilli kl. 14 og 16
„Landlæknir veit vafalaust að í spennukvikmyndum berja leikarar ekki hver
á öðrum.“
hafa árásarmennirnir ekki „lært“ af
sjónvarpi eða kvikmyndum. Land-
læknir veit vafalaust að í spennu-
kvikmyndum berja leikarar ekki
hver á öðrum. Þeir slá í átt hver til
annars og síðan lætur áhorfandinn
blekkjast af tilbúnum hávaða sem
högginu fylgir sem og sjónarhorni
myndavélarinnar.
Hins vegar mun þetta athæfi, sem
landlæknir talar um, vera kennt í
lögregluskólum víða um heim. Þar
læra laganna verðir að ganga í
skrokk á sakborningum án þess að
eiga á hættu kæru fyrir harðýðgi.
En í slíkri fantabragðakennslu
koma spennumyndir að engum not-
um. 1 þeim eru tengslin við raun-
veruleikann álíka mikil og í ballett.
Ef landlæknir getur á hinn bóg-
inn nefnt þó ekki sé nema eina
spennumynd, þar sem tiltekin sýni-
kennsla fer fram, er ég tilbúinn að
endurskoða afstöðu mína.
Svar óskast.
Skoðanakönn-
un um leið og
forsetakjör
Áskrifandi hringdi:
Nú þegar forsetakosningar
fara í gang finnst mér tilvalið að
fram fari í leiðinni eins konar
skoðanakönnun um eitt eða
fleiri mál sem eru i umræðunni
til að kanna hug þjóðarinnar
með öðrum hætti en áður hefur
verið gert. Það væri hægt að
spyrja um veiðileyfagjald, hvort
menn vilja sóknarmark í stað
kvóta, skylduáskrift að RÚV og
svo framvegis. Spurningarnar
yrðu hafðar á sjálfum atkvæða-
seðlinum. Þannig held ég að
fengist betri þverskurður af
skoðunum fólks heldur en í
pólitískum kosningum. Ég var
lengi búsettur í Bandaríkjunum
og þetta var gert í sýslu í New
York og var þá yfirleitt spurt um
fjármál.
Skandia með
eina raunveru-
lega tilboðið
Haukur skrifar:
Tryggingafélagið Skandia á
hrós skilið fyrir að brjóta upp
samtryggingu 'íslensku trygginga-
félaganna. Skandia hefur þorað
að bjóða viðskiptavinum annað
en hina sameiginlegu gjaldskrá
og skilmála tryggingafélaganna.
Þetta kom best fram i útboði
FÍB á bílatryggingum. Þar var
Skandia eina starfandi trygg-
ingafélagið sem gerði raunveru-
legt tilboð í tryggingapakkann.
Hin félögin sendu bara inn verð-
skrár sínar - sem reyndar eru
allar eins.
Samvinna tryggingafélaganna
er með eindæmum og furðulegt
að Samkeppnisstofnun skuli
ekki fyrir löngu vera búin að
stöðva hana. En það viröist
þurfa djarfari menn en þá sem
þar ráða húsum.
Ekki hvaða efni
sem er
Guðrún hringdi:
Þó svo að ég sé ein af þeim
sem vilja meira af íslensku efni í
Sjónvarpið er ég ekki sátt við
hvað sem er. Þess vegna vil ég
koma því á framfæri viö þá sem
ráða að aldrei aftur verði á dag-
skrá þáttur sem er jafn lélegur
og Þeytingur.
Heima hjá mér er þotið upp til
handa og fóta og slökkt á tækinu
þegar menn uppgötva sér til
hryllings að enn einu sinni sé
komið að þessari vitleysu.
Stjórnandinn er svo sem ágætur
en það eitt dugir ekki til.
Engan Gandhi í
Öskjuhlíðina
J.B. hringdi:
Ég mótmæli harðlega hugmynd
Yogeshs Gandhis og annarra um
að gerður verði friðargarður í
Öskjuhlíðinni og að þar verði
reist stytta af Mahatma Gandhi.
Eru menn að tapa glórunni? Á nú
eina ferðina enn að verða skipu-
lagsslys í borginni? Öskjuhlíðin á
að vera í friði. Það er búið að
skemma nóg þar. „Friðargarða"
getur Indverjinn skipulagt annars
staðar en hér á landi.
Hættulegar
fjárfestingar
Guðrún hringdi
Ég vil vara við erlendum fjár-
festingum í íslenskum sjávarút-
vegi. Það er ekki þannig að ég
sjái hættu í hverju horni en það
þarf að sjá til þess að íslendingar
sjálfir hafi alltaf nóg hráefni.
Þannig skapast vinna hér á landi.
Það væri hörmulegt ef erlendir
fjárfestar fengju of mikið af hrá-
efninu í fiskvinnslustöðvarnar í
sínum löndum. Það þýðir auðvit-
að atvinnuleysi hér heima.