Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996
13
Hvalfj aröartollur inn:
Brú við Kiðafellsána
„í áratug er rekstrarkostnaöur því orðinn
einn til einn og hálfur milljarður og þá
eru brúin og göngin orðin jafn dýr.“
Brú viö Kiöafellsána byggð af
Vegagerðinni hefði verið góður
kostur. Slík brú er um milljarði
króna dýrari framkvæmd en
væntanleg göng en miklu áhættu-
minni framkvæmd. Rekstrar-
kostnaður ganganna mun verða á
bilinu 100 til 150 milljónir á ári.
í áratug er rekstrarkostnaður
því orðinn einn til einn og hálfur
milljarður og þá eru brúin og
göngin orðin jafn dýr. Ef litið er til
lengri tíma verða göngin okkur
óhagstæðari og óhagstæðari.
Ef menn endilega vildu gera
göng undir Hvalfjörðinn, með allri
þeirri áhættu sem því fylgir, af
hverju í ósköpunum gerðu menn
þá ekki jarðgöngin við Kiða-
fellsána? Þau jarðgöng hefðu verið
einum milljarði ódýrari, skv. út-
tekt Vegagerðarinnar, en væntan-
leg Hnausaskersgöng.
Kjallarinn
Friðrik Hansen
Guðmundsson
byggingaverkfræðingur
megum fara út í vegabætur í Hval-
firðinum. Bara það að hafa göngin
lokuð í einn áratug myndi borga
upp allar framkvæmdir við að
laga veginn fyrir Hvaltjörðinn.
Út alia næstu öld?
Greinarhöfundur hefur litla trú
á því að ríkið muni eftir 20 ár vilja
taka við þessum jarðgöngum og
sturta 100 til 150 milljónum á ári
ofan í Hvalfjörðinn.
Menn muni þá hafa val um
tvennt. Annars vegar að afskrifa
göngin og loka þeim og byggja upp
veginn fyrir Hvalfjörðinn og yfir
Dragann. Hins vegar að halda
áfram gjaldtöku þarna út alla
næstu öld, eða þar til náttúruöflin,
sem skópu þetta land og eru
stöðugt að breyta því og bylta,
munu sjá um að loka þeim fyrir
okkur.
Friðrik Hansen
Guðmundsson
Hvalfjörðurinn og Geld-
ingadragi
Sú lausn, sem er væntanlega
hagstæðust, er að byggja upp veg-
inn fyrir Hvalljörð og brúa frá
Kattarhöfða yfir í Þyrilsnes og
fara með veginn þaðan yfir Geld-
ingadraga. Myndi þetta stytta leið-
ina norður svipað og göngin undir
Hvalfjörðinn. Kostnaðurinn við að
laga veginn fyrir Hvaltjörðinn er
álíka og rekstrarkostnaður gang-
anna í einn áratug, eða 1 til 1,5
milljarðar.
Göngunum lokað eftir
20 ár?
í ljósi þess gífurlega kostnaðar
sem rekstur ganganna kallar á,
þ.e. um 100 milljónir á ári sam-
kvæmt heimildum Spalar hf.
vegna dælingar, loftræstingar
o.s.frv. og væntanlega 50 milljónir
til viðbótar á ári vegna reksturs
slökkvistöðvar við göngin, eða alls
um 150 milljónir á ári, þá hljótum
við eftir 20 ár, þegar Spölur vill af-
henda ríkinu jarðgöngin til eign-
ar, að velta því alvarlega fyrir
okkur hvort við eigum að halda
þeim opnum eða loka þeim.
Þá verður samningur ríkisins
við Spöl fallinn úr gildi og við
Að hafa göngin lokuð í einn áratug myndi borga upp allar framkvæmdir við að laga veginn fyrir Hvalfjörðinn,
segir m.a. í grein Friðriks.
Stefnumótun í upplýsingamálum
Fram eru komnar tillögur
menntamálaráðuneytisins til
stefnumótunar í upplýsingamál-
um. Slíkar tillögur eru vægast
sagt tímabærcU-. Þótt ljóst hafi ver-
ið um rúmlega tveggja áratuga
skeið að upplýsingamál eru mála-
flokkur sem skiptir meira máli en
margt annað í nútímaþjóðfélagi þá
hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt
þessum málum neinn teljandi
áhuga fyrr en nú. Frumkvæði
menntamálaráðherra, Bjöms
Bjamasonar, og sérstakur áhugi
hans á þessum málaflokki skiptir
því miklu.
Árin 1979 til 1990 starfaði nefnd
á vegum menntamálaráðuneytis
sem vann að samræmingu og
stefnumótun um upplýsingamál
(Samstarfsnefnd um upplýsinga-
mál). Tillögur nefndarinnar fengu
lítinn byr sakir takmarkaðs áhuga
ráðamanna. Sú breyting sem nú er
orðin í þessum málum er því fagn-
aðarefni.
Hvað gerir upplýsingar
mikilvægar?
Með upplýsingum miðla menn
reynslu og þekkingu og boðum sín
á milli. Upplýsingar eru því for-
senda þess að menn samnýti af-
raksturinn af hvers kyns þekk-
ingaröflun sem oft er mjög kostn-
aðarsöm. Þessi samnýting á sér oft
stað með fremur óverulegum til-
kostnaði. Iðulega þarf sá sem nýt-
ir sér reynslu annarra með aðstoð
skráðra upplýsinga ekki að greiða
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsingaþjón-
ustu Háskólans
nema hverfandi brot af upphaflegu
„framleiðsluverði".
Við þetta bætist það séreðli
þekkingar að engin takmörk eru
fyrir þeim fjölda notenda sem hag-
nýtt geta sér hana eftir að hún er
tiltæk. Það er því lítil furða að það
er almenn skoðun sérfræðinga um
efnahagsmál að hraðar efnahags-
framfarir byggi öðru fremur á víð-
tækri og hraðri útbreiðslu þekk-
ingar og reynslu með rekstri öfl-
ugrar fræðslu- og upplýsingastarf-
semi.
Þótt rökin fyrir því að láta upp-
lýsingamál skipa veigamikinn
sess í þjóöfélaginu séu þannig
borðleggjandi þá hefur það ekki
leitt sjálfkrafa til viðeigandi
áherslu hérlendis. í þessu efni
eins og mörgum öðrum hefur hefð-
in ráðið ríkjum og tafið um ára-
tugi þróun sem að réttu hefði átt
að fá verulegan byr miklu fyrr.
Hvað þarf að gera?
Upplýsingar þurfa að verða
miklu aðgengilegri fyrir almenn-
ing og atvinnulíf en nú er raun á.
Enn fremur er þörf á þvi að þær
standi til boða með mjög viðráðan-
legum tilkostnaði. Þetta þýðir ann-
ars vegar aö það skipulag sem
byggt er upp til miðlunar þarf að
vera sterkt og virkt. Hins vegar að
sjálfir neytendumir þurfa að vera
mjög virkir og áhugasamir. Lítt
dugar að efla góð þjónustukerfi ef
notkun þeirra er ónóg vegna
áhuga- eða þekkingarskorts not-
endanna.
Þörfin fyrir almenna
fræðslu
Veigamikill þáttur í að efla not-
endurna er að taka upp almenna
fræðslu um upplýsingamál og upp-
lýsingaöflun. Þessi fræðsla þarf að
ná allt frá grunnskóla og til há-
skólastigs. Hver einasti nemandi
sem útskrifast úr framhaldsnámi
og æðra námi ætti að þekkja aUvel
allar helstu upplýsingalindir og
uppsprettur upplýsinga á eigin
fagsviði. MikiU misbrestur er í
þessu efni í dag enda er kennsla af
þessu tagi sáralítU víðast hvar.
En fræðsla um upplýsingaöflun
er ekki nóg. Að auki þarf að gera
mikið átak í því að efla sjálfs-
menntagetu fólks og áhuga þess á
að læra aUt lífið. Greiður aðgang-
ur að upplýsingum gerir fólk ekki
endUega áhugasamt né hæft um að
stunda virka símenntun.
AUir vita að bækur rykfalla
ólesnar um land aUt í bókahiUum
sem eru innan seilingar. Nýir
möguleikar tU að afla gagna sem
enginn les skipta því litlu.
Átak þarf enn fremur að gera í
eflingu framtaks tU að nýta þá
þekkingu sem aflað er tU verð-
mætasköpunar. Jón Erlendsson
„Þótt rökin fyrir því að láta upplýsinga-
mál skipa veigamikinn sess í þjóðfélaginu
séu þannig borðleggjandi þá hefur það
ekki leitt sjálfkrafa til viðeigandi áherslu
hérlendis.“
Benedikt Valsson,
framkvæmdastjóri
FFSÍ.
Meö og á
móti
Eignaraðild útlendinga í
fiskvinnslu
Hvati fyrir
áhættufé
„Erlendum
aðilum er heim-
Ut að fjárfesta í
rekstri sem nýt-
ir sér hráefni,
það er að segja
hálfunnar sjáv-
arafurðir, eins
og frystan fisk,
saltaðan fisk og
hertan, til frek-
ari úrvinnslu.
Þetta tel ég ekki vera hvata fyrir
erlent áhættufé. Þess vegna tel ég
óhætt að þeim verði veitt heimild
til að vera með rekstur i frum-
vinnslu sjávarafurða í landi hér-
lendis. Þá um leið skapast raun-
hæfir auknir möguleikar á að
hingað berist aukið erlent
áhættufé. Með því ættum við að
geta tengst betur erlendri tækni-
þekkingu og markaðsaðgangi.
Þrátt fyrir þessi sjónarmið og
þessa afstöðu okkar tel ég ekki að
verið sé á nokkurn hátt að
minnka forræði íslensku þjóðar-
innar yfir náttúruauðlindum
landsins, þar með töldum auð-
lindum sjávar. Til að tryggja það
tel ég nóg að útgerðarfyrirtækin
sem slík séu alfarið í eigu íslend-
inga. Til að tryggja hér enn frek-
ar sambúð erlendra rekstraraðila
í fiskvinnslu við íslenska eigna-
raðila í útgerð þá sé þessu best
fyrirkomið þarinig að ísfiskur,
sem landað e'r hér á landi, fari í
gegnum fiskmarkaði. Þar með er
slitið á milli tengsla veiða og
vinnslu.“
Lítum á málið
í heild
„Samtök fisk-
vinnslustöðva
hafa á síðast-
liðnum tveim-
ur árum
ályktað á aðal-
fundum í þá
veru að þau
styðji óbeina
aðild útlend- Arnar S|gurmunds.
mga aö Sjav- son, framkvæmda-
arútvegsfyrir- stjóri sfs.
tækjum hér á landi. Einkum í fyr-
irtækjum sem eru almennings-
hlutafélög með dreifðri eignaraö-
ild. í núverandi lögum er ekki
gerður munur á því hvort aðilar
eru í sjávarútvegi almennt eða
fiskvinnslu og útgerð sérstaklega.
í viðræðum við þingnefndir í
undirbúningi að frumvarpi til
laga, sem nú hefur verið lagt fram
á Alþingi, höfum viö stutt þær út-
víkkanir sem stjómarfrumvarpið
gerir ráð fyrir að nái utan um nú-
verandi ástand hvað varðar sjáv-
arútveginn í heild. Á síðustu vik-
um hafa komið fram hugmyndir
sem ganga í þá veru að hægt sé að
taka fiskvinnsluna sérstaklega út
úr og banna eingöngu eignaraðild
útlendinga að útgerðinni sjálfri.
AÚðvitað er tæknilega séð hægt
að gera þetta. Það er hægt að
stofna sérstök hliðarfyrirtæki eða
dótturfyrirtæki þar sem sjávarút-
vegsfyrirtæki, sem bæði er í út-
gerð og vinnslu, myndi stofnað
eingöngu fyrir fiskvinnslu með
útlendingum. Hins vegar væri
hægt aö stofna fyrirtæki sem
væri eingöngu í vinnslu og út-
lendingar ættu. Ég óttast slíka
samkeppni. Ég neita því ekki að
stórir erlendiar aðilar myndu
geta leikið grátt mörg lítil fisk-
vinnslufyrirtæki hér á landi. Þess
vegna höfum við lagst gegn þess-
ari hugmynd. Við viljum líta á
sjávarútvegsfyrirtækin í heild.“
-S.dór
Kjallarahöfundar
Æskilegt er að kjallaragreinar
berist á tölvudiski eða á netinu.
Hætt er við að birting annarra
kjallaragreina tefjist.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is