Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Page 15
14
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996
27
Iþróttir
íþróttir
Sforza meiddur
Ciriaco Sforza, hinn snjalli
miðjumaður Bayern Miinchen
og svissneska landsliðsins í
knattspymu, meiddist í leik
Bayern gegn Nottingham Forest
í fyrrakvöld. Hann verður frá í
4-6 vikur og þetta er mikið áfall
fyrir Bayern, og gæti komið illa
við Svisslendinga sem búa sig
undir úrslit Evrópukeppninnar í
Englandi.
Kórea og Japan?
Forseti knattspyrnusambands
Asíu, Ahmad Shah, hvatti í gær
Alþjóða knattspyrnusambandið
til að fá Japan og Suður-Kóreu
til að halda HM árið 2002 í sam-
einingu. Hann sagöist hafa mikl-
ar áhyggjur af hinni hörðu bar-
áttu milli grannþjóðanna tveggja
um keppnina.
Pílukast í kvöld
Fyrst' pílukastmótið sem gef-
ur stig til landsliðs fer fram í
kvöld í Garðakránni, Garðatorgi
1 í Garðabæ, og hefst klukkan 19.
Kim Magnús vann
Kim Magnús Nielsen vann ör-
uggan sigur í meistaraflokki
karla á Sjóvá-Almennra mótinu í
skvassi sem fram fór í Vegg-
sporti um síðustu helgi. Hrafn-
hildur Hreinsdóttir sigraði í opn-
um flokki og Þórveig Hákonar-
dóttir í A-flokki kvenna.
Skylmast í Skotlandi
Landsliðið í skylmingum tek-
ur þátt í alþjóðlegu móti í Edin-
borg um næstu helgi.
Sex bestu höggsverðskeppend-
ur landsins fara utan en þeir eru
Sigrún Ema Geirsdóttir, Ólafur
Bjamason, fyrirliði, Kári Freyr
Bjömsson, Ragnar Ingi Sigurðs-
son, Kristmundur Bergsveinsson
og Davíð Þór Jónsson.
Hans skaut best
Hans Christensen sigraði á
vormóti Skotfélags Reykjavíkur
í staðlaðri skammbyssu sem
haldið var í Baldurshaga á
mánudaginn. Hann fékk 524 stig.
Reykjavíkurmótið
Reykjavíkurmótið I knatt-
spyrnu hefst annaö kvöld með
leik Fylkis og Þróttar í A-deild
og Víkings og Léttis í B-deild. Á
sunnudag er stórleikur á milli
KR og Vals og á sunnudag mæt-
ast Fram og ÍR.
Ostakvöld hjá GR
Hið árlega ostakvöld hjá GR-
konum verður haldiö í
golfskálanum í Grafarholti á
fostudag og hefst kl. 20.00. Veitt
verða verðlaun fyrir púttkvöld
vetrarins.
Panasonic
hljómtækjasamstæða SC CH72
Samstæða með 3diska spilara,
kassettutækí, 140W.surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
krónur l T I L B 0 Ðy
49.950,
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
2. deild karla í handbolta:
Fram og HK
nær 1. deild
Fram og HK færðust skrefí nær 1.
deildinni í handknattleik að ári þeg-
ar þau unnu leiki sína í úrslita-
keppni 2. deildar í gærkvöldi.
Fram vann stórsigur á ÍH í Hafn-
arfirði, 14-34. Oleg Titov skoraði 8
mörk fyrir Fram og þeir Ármann
Sigurvinsson, Hilmar Bjarnason og
Jón Þórir Jónsson skoruðu 5 mörk
hver. Hjá ÍH var ólafur Thordersen
með 6 mörk og Guðjón Gíslason 3.
HK lagði Fylki í Árbænum, 26-30.
Óskar Elvar Óskarsson skoraði 8
mörk fyrir HK, Gunnleifur Gunn-
leifsson 7, Siggi Sveins 5 og Jón
Bersi Ellingsen 4 en hjá Fylki var
Rögnvaldur Johnsen með 9 mörk ,
Hjálmar Vilhjálmsson 5 og Elías Þ.
Sigurðsson 4.
Þá vann Breiðablik útisigur á
Þór, 25-29. Páll Gíslason skoraði 7
mörk fyrir Þór, Jón K. Jónsson 5 og
Geir Aðalsteinsson 4 en Erlendur
Stefánsson skoraði 10 mörk fyrir
Blika, Sigurbjörn Narfason 6 og
Örvar Ásgrímsson 6. Staðan í úr-
slitakeppninni er þannig:
Fram
HK
5 3 2 0 144-99 12
5401 145-105 10
Þór A.
Fylkir
Breiðablik
ÍH
3 156-172 7
2 145-138 6
3 129-161 4
4 90-134 2
-GH
Juventus komst
í undanúrslitin
Juventus, Ítalíu, Panathinaikos,
Grikklandi, Spartak Moskva, Rúss-
landi og Evrópumeistarar Ajax
Amsterdam frá Hollandi tryggðu
sér í gær sæti í undanúrslitum
meistarakeppni Evrópu í knatt-
spyrnu en leikið var í 8-liða úrslit-
unum í gær. Úrslitin:
Spartak-Nantes...........2-2 (2-4)
1- 0 Nikiforov (33.), 2-0 Nikiforov (38.),
2- 1 Oedec (63.), 2-2 Oedec (85.)
Juventus-Real Madrid .... 2-0 (2-1)
1-0 Del Piero (16.), 2-0 Podovano (55.)
Ajax-Dortmund...........1-0 (3-0)
1-0 Kiki Musampa (74.)
Panathinaikos-Legia.....3-0 (3-0)
1-0 Warzycha (34.), 2-0 Warzycha (58.),
3- 0 Borelli (72.)
Það gekk mikið á í viðureign
Juventus og Real Madrid á Delle
Alpi leikvangnum í Torónó. Al-
essandro Del Piero • gaf Juventus
óskabyrjun þegar hann skoraði
mark úr aukaspyrnu á 16. mínútu
og framherjinn Michele Padovano
sendi Real Madrid út úr keppninni
þegar hann skoraði síðara markið á
55. mínútu. Eftir það var leikurinn
mjög harður og þurfti að vísa einum
leikmanni úr hvoru liði af velli.
Fyrst fékk Spánverjinn Rafael Al-
korta reisupassann og sömu leið fór
Moreno Torricelli skömmu síðar.
Evrópumeistarar Ajax hafa nú
leikið 19 leiki í röð í Evrópukeppn-
inni án þess að bíða ósigur. Þrátt
fyrir að að í lið Ajax vantaði nokkra
lykilmenn tókst liðinu að innbyrða
sigur á Dortmund og skoraði hinn
18 ára gamli Kiki Musampa sigur-
markið 16 mínútum fyrir leiksok
Það var kaldhæðni örlaganna í
leik grísku meistaranna Panathinai-
kos og pólsku meistarana i Legia að
Pólverjinn Warzycha skoraði tvö
marka Panathinaikos gegn löndum
sínum og sendi þar með Legia út úr
keppninni. -GH
Jóhann G. Jóhannsson átti mjög góðan leik með KA gegn FH á Akureyri í gærkvöld og skoraði grimmt. Hér er hann á ferð
með knöttinn sem skömmu síðar lá í marki andstæðingsins. DV-mynd ÞÖK
FH-ingar kafsigldir
- KA sigraði lið FH mjög auðveldlega á Akureyri í gærkvöldi, 34-26, í fyrsta leik liðanna
DV.Akureyri:
„Þessar tölur í kvöld skipta
engu máli fyrir okkur. Þetta er
þriggja leikja ef mál þróast
þannig. Sigurinn er hins vegar
gott veganesti en þetta eru
held ég jöfn lið og leikurinn
hjá okkur í Hafnarfirði verður
erfiður," sagði Alfreð Gíslason,
þjálfari og leikmaður KA, eftir
auðveldan sigur KA á liði FH í
fyrsta leik liðanna í undanúr-
slitum Nissandeildarinnar í
handknattleik.
KA-menn léku skínandi góð-
an handknattleik og virðast
vera að ná fyrri styrk í vetur.
Alfreð viröis't vera með liðið í
toppformi á réttum tíma. KA
var betra á öllum sviðum
handboltans og sigur liðsins
var verðskuldaður og aldrei í
neinni hættu.
FH-ingar áttu aldrei mögu-
leika gegn sterkum heima-
mönnum og voru fljótir að gef-
ast upp í síðari hálfleik er
halla fór undan fæti. Lykil-
menn voru þá teknir út af fyr-
ir miðjan síðari hálfleik.
Hjá KA var Jóhann G. Jó-
hannsson bestur ásamt þeim
.Patreki Jóhannessyni og
Björgvin Björgvinssyni.
í liði FH var Gunnar Bein-
teinsson einna skástur ásamt
Hans Guðmundssyni. Héðinn
var ágætur framan af en dalaði
er á leið leikinn eins og félagar
hans allir. Lið FH var afskap-
lega dapurt og erfitt að nefna
bestu leikmenn.
„Ágætt að við töpuðum
stórt“
„Við náðum okkur aldrei á
strik. Það var einhver doði yfir
okkur og það var bara ágætt að
tapa leiknum með þetta mikl-
um mun fyrst við þurftum að
tapa þessum leik á annað borð.
Við ætlum hins vegar að taka
á móti þeim af hörku á fóstu-
daginn enda eigum við mikið
inni. Við erum ákveðnir í að
selja okkur dýrt á heimavelli
okkar og gera allt til að leggja
þá að velli. í kvöld var eins og
menn sættu sig við að komast
bara í undanúrslitin. Ég er
viss um að við getum komið til
baka eftir þetta tap,“ sagði
Gunnar Beinteinsson FH-ingur
eftir leikinn.
Annar leikur KA og FH fer
fram í Kaplakrika annað
kvöld. Sigri KA fer liðið í úr-
slit gegn Val eða Aftureldingu
en vinni FH mætast liðin í
oddaleik á Akureyri. -KG
Viggo og Dagur
sömdu í tvö ár
við Wuppertal
Viggó Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari
hjá þýska handknattleiksliðinu Wuppertal.
Viggó hefúr þegar skrifað undir tveggja ára
samning við þýska liðið.
Samkvæmt öruggum heimildum DV hafa for-
ráöamenn Wuppertal í hyggju að kaupa sex til
sjö leikmenn til liðsins. Þegar hefur verið geng-
ið frá samningi við Dag Sigurðsson, Val, og hef-
ur verið skrifað undir hann með þeim fyrirvara
að samþykktur verði ótakmarkaður fjöldi leik-
manna í þýska boltanum frá EES-löndum og
tveir leikmenn frá öðrum löndum. Aðeins er
beðið eftir stimpli frá viðkomandi ráðuneyti i
Þýskalandi og talið fullvíst að leyfið komi fljót-
lega.
Dagur samdi til tveggja ára
Dagur skrifaði undir samninginn til tveggja
ára. Eins og komið hefur fram í DV hefur Ólaf-
ur Stefánsson, Val, einnig skrifað undir við
Wuppertal. Þá er Stjörnumaðurinn Dimitri Fil-
ippov á leið til Wuppertal og leikur með liðinu
sem erlendur leikmaður. Loks má nefha að
Daninn Claus Holm Petersen, sem leikur í
Portúgal, er á fórum til liðsins.
Guðmundur Hrafnkelsson, landsliösmark-
vörður í Val, hefur verið orðaður við lið Wupp-
ertal en öruggar heimildir DV segja að ekkert
verði af því að hann fari til liðsins.
Hins vegar hefur Viggó Sigurðsson áhuga á
að semja við FH-inginn Gunnar Beinteinsson og
skýrist það mál á næstu vikum.
-SK
Rúnar með glæsilegt jöfnunarmark
DV; Svíþjóð:
Rúnar Kristinsson skoraði glæsi-
legt mark fyrir Örgryte gegn Gunn-
else í sænsku bikarkeppninni' í
knattspyrnu í gær.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og
það nægði Örgryte til að komast í
8-liða úrslit keppninnar þar sem
það mætir Elfsborg, liði Kristjáns
Jónssonar. Rúnar skoraði markið
strax á 3. mínútu leiksins. Örgryte
fékk þá aukaspyrnu 4-5 metra fyrir
utan vitateig og Rúnar gerði sér lít-
ið fyrir og þrumaði knettinum beint
upp í markvinkilinn. Rúnar lék sem
vinstri barkvöður í fyrri hálfleik en
í þeim síðari fór hann inn á miðj-
una og við það færðist líf í leik liðs-
ins. Rúnar lék vel og var einn besti
maður Örgryte í leiknum. Fjögur ís-
lendingalið eru þar með í 8-liða úr-
slitunum. Örgryte, lið Rúnars Krist-
inssonar, Elfsborg, lið Kristjáns
Jónssonar, Hammarby, lið Péturs
Marteinssonar og Sirius, liðið sem
Einar Brekkan leikur með. -EH
Brolin seldur?
Sænski landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Tomas Brolin,
gæti verið á förum frá Leeds
United enda hefur hann lítið
getað frá því hann kom til
liðsins. Howard Wilkinson er
reiöubúinn að selja Brolin fyrir
3 milljónir punda en hann
greiddi Parma 4,5 milljónir
punda fyrir Svíann. -SK
Þróttarsigur
Þróttur sigraði Stjörnuna,
3-1, í fýrsta leik liðanna í gær-
kvöld um íslandsmeistaratitil-
inn í karlaflokki í blaki.
Þróttur vann tvær fyrstu
hrinumar, 15-12 og 15-6, Stjarn-
an tvær næstu 6-15 og 10-15.
Oddahrinu vann Þróttur 15-12.
Valsmenn í rútu
Valsmenn ætla að hittast að
Hlíðarenda kl. 18 í dag og stilla
saman strengina fyrir leikinn
mikilvæga gegn Aftureldingu í
Mosfellsbæ í kvöld. Boðið
verður upp á veitingar, miðar
seldir á leikinn og síðan farið í
rútu á leikinn.
KA - FH (15 - 11 ) 34 - 26
3-0. 6-4, 8-6, 8-8, 9-10, 13-11 /15-11(), 16-13, 17-15, 21-15, 24-18, 27-19,
32-22, 34-26.
MörkKA: Julian Duranona 8/5, Patrekur Jóhannesson 7/1, Jóhann
G. Jóhannsson 7, Björgvin Björgvinsson 5, Leó Öm Þorleifsson 2,
Sverrir Björnsson 2, Helgi Þór Arason 1, Atli Þór Samúelsson 1,
Erlingur Kristjánsson 1.
Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 9, Björn Björnsson 3.
Mörk FH: Hans Guðmundsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Héðinn
Gilsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Guðjón Ámason 3, Sigurjón Sigurðsson
2, Sigurður Sveinsson 2/1, Guðmundur Petersen 1, Stefán
Guðmundsson 1, Sverrir Sævarson 1.
Varin skot: Magnús Árnason 2, Jónas Stefánsson 1.
Brottvísaiiir: KA 6 mín., FH 2 mín.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viöarsson, gerðu nokkur
mistök en dæmdu í heildina ágætlega.
Áhorfendur: 1.036, fullt hús.
Maður leiksins: Jóhann G. Jóhannsson, KA.
Vilja alls
ekki missa
Glen Hoddle
Allir leikmenn enska úrvals-
deildarliðsins Chelsea, vilja að
Glen Hoddle verði áfram fram-
kvæmdastjóri hjá Chelsea í
ensku knattspyrnunni.
„Ég vil að Hoddle verði áfram
framkvæmdastjóri og að hann
skrifi undir nýjan samning. Ef
hann fer frá félaginu held ég að
margir muni fylgja honum.
Hann hefur gert mjög góða hluti
hjá okkur og vonandi á hann eft-
ir að gera enn betri hluti í fram-
tíðinni," sagði Dennis Wise, fyr-
irliði Chelsea.
—SK
Glæsimark Cantona
- og Man. Utd sigraði Arsenal á Old
Eric Cantona, glæsimark
gegn Arsenal.
Eric Cantona skoraði
enn eitt markið fyrir Man
Utd í gærkvöldi og tryggði
liðinu sigur gegn Arsenal.
Cantona skoraði markið
í síðari hálfleik með glæsi-
legu langskoti. United er
nú aftur jafnt Newcastle í
toppsætum úrvalsdeildar-
innar. Tottenham vann
Bolton, 2-3 og Sheíf Wed
vann Southampton, 0-1.
Liverpool sigraði Leeds,
3-0, í bikarnum og er kom-
ið í undanúrslit og mætir
Villa en Chelsea mætir
Man Utd. McManaman (2)
og Robbie Fowler skoruðu
mörk Liverpool gegn Leeds
í gærkvöldi.
-SK
Iþróttafréttir eru
einnig á bls. 28
Pásko@ggjapottur 96
4 V\e's'á mó/)oc/agino
Nœstkomandi mánudag hefst skemmtilegur símaleikur
með sparihefti heimilanna. 300 heppnir
þátttakendur sem svara rétt þremur
spurningum úr sparihefti 4^? heimilanna fá gómsœtt
páskaegg frá Nóa-Síríusi Mk í verðlaun.
(1
Nöfn vinningshafa verða birt í DV miðvikudaginn 3. apríl.
Páskaeggin verða afhent á 4. hœð í Perlunni laugardaginn
6. apríl, frá kl. 14-17.
Sparihefli
heimilanna
PáskasCKjjapoltur 96
t