Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 24
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Páll Pétursson er ekki vinsæll innan verkalýðshreyfingarinnar þessa dagana. Stríðshansk- anum kastað „Félagsmálaráðherra hefur kastað stríðshanskanum og blás- ið til ófriðar við verkalýðshreyf- inguna." Benedikt Davíðsson, í DV. Varaformaður snúinn í sundur „í annað sinn hefir hann snú- ið varaformanninn sinn og fjár- Ummæli málaráðherra í sundur eins og fúaspýtu." Sverrir Hermannsson, um Davíð Odds- son, í Morgunblaðinu. Líður ágætlega þar sem ég er „Ég hef ekkert að tilkynna, mér líður ágætlega þar sem ég er.“ Pálmi Matthíasson, í DV. Talar við sjálfan sig „Leikstjóri, sem sér 70 keppi- nauta í fyrirtækinu sem hann ætlar að fara að stjóma, kann e.t.v. að laðast í þá freistni að losa sig við þá alla, uns hann stendur einn eftir og talar við sjálfan sig.“ Jón Hjartarson leikari, í Morg- unblaðinu. Engin þörf en vill vera með „Það er engin þörf á nýjum veitingastöðum og hefur ekki verið í mörg ár, en menn vilja gjarnan taka þátt í þessum leik.“ Tómas A. Tómasson sem er að fara að opna nýjan stað, í Morgunblaðinu. Sinfóníuhljómsveitir eru misstórar. Sinfón- íuhljómsveit íslands, sem er á myndinni, er lítil hljómsveit. Sinfóníuhljómsveitir og stjórnendur Fyrsta nútíma sinfóníuhljómsveitin, það er að segja með hljóðfæraskipun eins og þekkist í dag, var stofnuð við hirð Karl Theodors hertoga af Mannheim í Þýska- landi árið 1743. Elsta starfandi sinfóníu- hljómsveitin er Gewandhaus hljómsveitin í Leipzig en hún var einnig stofnuð árið 1743 en aðeins á eftir þeirri í Mannheim. í Blessuð veröldin fyrstu hét hún Liebhaber-Concerta en fékk núverandi nafn sitt árið 1781. Elsta sinfóníuhljómsveitin í Bandaríkjunum er Fílharmoníu hljómsveitin í New York en hún var stofnuð 1842. Sama ár var stofhuð Sinfóníuhljómsveitin í Vín. Afkastamikill stjórnandi Austurríski hljómsveitarstjórinn Her- berí von Katjan (1908- 1989) er afkasta- mesti hljómsveitarstjóri þegar upptökur eru hafðar í huga en hann átti að baki yfir 800 upptökur. Karjan stjómaði Fílharmón- íusveitinni í Berlín i 35 ár en það er samt ekki met eins stjómanda hjá einni hljóm- sveit því dr. Aloys Fleischmann stjóranaði sinfóníuhljómsveitinni í Cork i 58 ár. Veðrið í dag: Hlýnar vestanlands í dag verður suðvestan- og vestan- átt á landinu, hæg í fyrstu en fer vaxandi, einkum um vestanvert landið þegar líður á daginn. Austan Veðrið í dag til á landinu verður áfram bjart- viðri en í öðrum landshlutum þykknar fljótlega upp. Enn þá er víða svalt í veðri, einkum um land- ið austanvert, en í dag tekur að hlýna, fyrst vestanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu verður suðvestan- og vestankaldi í dag og nótt og skýj- að en stinningskaldi og hætt við smáslydduéljum í fyrramálið. Hiti 2 tO 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.48. Sólarupprás á morgun: 7.20. Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.54. Árdegisflóð á morgun: 8.15. Heimild: Almanak Háskólans. Veðriö kl. 6 i morgun: Akureyri heiðskírt -6 Akurnes skýjaö -3 Bergsstaðir skýjaö 0 Bolungarvík skýjaö 4 Egilsstaðir léttskýjaö -6 Keflavíkurflugv. súld 3 Kirkjubkl. heiöskírt -5 Raufarhöfn léttskýjaó -5 Reykjavík alskýjað 2 Stórhöfði skýjaó 1 Helsinki þokumóöa -12 Kaupmannah. þokumóöa -2 Ósló léttskýjaó -2 Stokkhólmur hrímþoka -6 Þórshöfn Amsterdam þokumóöa 4 Barcelona þokumóöa 9 Chicago Frankfurt alskýjaö 6 Glasgow mistur 4 Hamborg þokumóóa -2 London rigning 6 Los Angeles Lúxemborg þoka 4 París skýjaö 7 Róm þokumóöa 6 Maílorca þokuruöningur 8 New York Nice Nuuk snjókoma -4 Orlando Vín þokumóöa 1 Washington Winnipeg alskýjaö -8 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður Stúdentaráðs: Reynsla sem á eftir að nýtast mér í náminu „Starf formanns Stúdentaráðs er að sinna öllum hagsmunamál- um stúdenta á víðum grundvelli. Þetta er annað árið mitt í Stúd- entaráði og einnig hef ég verið í stjóm Lánasjóðsins. Ég tek mér frí frá námi þetta árið en ég er á öðru ári í lögfræði. Þaö er venjan að formaður taki sé frí og sinni for- mennskunni sem fullu starfi, að vísu var forveri minn, Guðmund- ur Steingrímsson, búinn með sitt Maður dagsins nám þegar hann hóf störf,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, ný- kjörinn formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. VUhjálmur sagði að mikið starf væri fram undan: „Það er meðal annars verið að breyta lögunum um Lánasjóð íslenskra náms- manna og við munum koma tU með að fylgja fast eftir þeim mark- miðum sem við settum okkur, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. er að létta endurgreiðslubyrðina og auka svigrúm í námi. Þá er það alvarlegt mál hvernig staðið er að fjárveitingu tU Háskólans og við munum beita okkur mikið fyrir því að það verði hækkun á fjár- veitingunni en viðhorf ríkisvalds- ins til Háskólans hefur verið hálf- einkennUegt síðastliðin fjögur ár. Við gerum okkur grein fyrir að það er niðurskurður alls staðar og það verður erfitt að ná fram aukn- um íjárframlögum. Margt fleira mætti nefna, til dæmis umhverf- isátak og iafnréttisdaga.“ VUhjálmur var spurður hvort ekki væri slæmt að taka sér frí frá náminu í heUt ár: „Þetta var það sem ég þurfti aö gera upp við sjálf- an mig og meta. Ég álít sem svo að sú reynsla sem ég fæ í þessu starfi eigi eftir að koma mér til góða, starfið kemur inn á svið sem snertir lögfræðina og því kem ég til baka í námið með góða reynslu sem á eftir að vega þungt í fram- tíðinni." VUhjálmur, sem er einhleyur og býr í leiguhúsnæði í miðbænum, eins og hann orðaði það, sagði að helsta áhugamál hans væri félags- starfið: „Ég hef lítinn tíma fyrir önnur áhugamál, en ég er unnandi góðra bóka og hlusta mikið á tón- list.“ -HK Myndgátan Gerir hreint fyrir sínum dyrum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Afturelding kom á óvart og sigr- aði Val í fyrsta leik liðanna í und- anúrsfitum. Aftureld- ing-Valur í handboltanum Afturelding kom svo sannar- lega á óvart í fyrrakvöld þegar liðið sigraði Val á heimavelli þeirra að Hliðarenda í fyrstu viðureign liðanna í xmdanúrslit- um íslandsmótsins. Langflestir höfðu spáð Val auðunnum sigri en MosfeUsbæingar voru á öðru máli og í kvöld eiga þeir heima- leik og það verður örugglega erfitt fyrir Val að innbyrða vinn- ing að Varmá. íþróttir Það fer einnig fram þessa dag- ana undanúrslitakeppnin í körfuboltanum. í kvöld fer fram í Grindavík fjórði leikur Grind- víkinga og Hauka. Staðan er sú að Grindvíkingar hafa innbyrt tvo sigra en Haukar einn og ef Grindvíkingar vinna í kvöld eru þeir komnir i úrslit. Báðir leik- imir hefjast kl. 20.00. Bridge Samningurinn er fjögur hjörtu á suðurhöndina. AV byrja á því að taka 3 fyrstu slagina á spaða og spUa síðan trompi. Hver ætli sé besta spilaleiðin í þeirri stöðu, svína tígli eða svína laufi? Svarið við þeirri spurningu er tiltölulega einfalt. Best er að sameina mögu- leikana, taka fyrst trompin af and- stöðunni, taka síðan tvo hæstu í tígli og ef drottningin birtist ekki, svína þá laufdrottningunni. Sú leið leiðir tU vinnings eins og spUið er. En þegar spUið kom upp í keppni í Danmörku sýndi vestur góða vörn í fjórða slag. Eftir að hafa tekið 3 slagi á spaða spUaði vestur laufa- sexu: a G93 * 84 ♦ KG842 4 ÁD7 4 ÁD8 G52 D75 * 10942 4 754 ÁKD973 ■f Á109 4 8 Austur Suður Vestur Norður pass 1 hjarta pass 2 tíglar pass 3 hjörtu pass 4 hjörtu pass Með þvi að spila laufasexu þving- aði vestur sagnhafa tU þess að taka ákvörðun strax. í sagnhafasætinu var danski unglingalandsliðsspUar- inn Niels Jakob Hansen og hann fann réttu spUaleiðina með rökréttri hugsun. Hann fór upp með laufásinn og austur kaUaði með tvistinum. Hansen spUaði nú öUum trompum sínum og þegar síðasta trompinu var spUað átti vestur eftir 63 í tígli og KG í laufi. Austur átti D75 í tígli og 10 í laufi. Vestur henti laufgosan- um og sagnhafi varð að taka ákvörð- un. Sexan í laufi benti upphaflega tU þess að vestur ætti lítið í litnum, en þegar vestur henti gosanum i síð- asta hjartað' var orðið líklegt að hann væri að reyna að afvegaleiða sagnhafa. „Andstæðingarnir græða lítið á því að kaUa eða frávísa þegar þeir eru þegar búnir að taka 3 varn- arslagi," hugsaði Hansen með sér. „Vestur á sennilega laufakónginn og þar með 2 tígla, en þá á austur 3 tígla og eitt lauf eftir. Því er það með líkunum að austur eigi drottning- una.“ Hansen henti því tígulgosa í blindum í síðasta hjartaö, spUaði tígli á ás og svínaöi tígultíunni. ísak Örn Sigurðsson 4 K1062 ** 106 ■f 63 4 KG653

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.