Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 Fréttir i>v í stöðugri lífshættu eftir að hafa orðið vitni að ráni á Jamaíku: Hann ætlaði að skjóta mig en hitti hundinn - segir Hildur Sigmarsdóttir, 16 ára skiptinemi úr Vestmannaeyjum „Hann ætlaði að skjóta fyrstu manneskjuna sem kæmi upp stig- ann. Ég fór á undan hjónunum inn í húsið og því reyndi hann að skjóta mig en hitti hundinn. Ég er logandi hrædd og er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist," segir Hildur Sigmarsdóttir, 16 ára skiptinemi úr Vestmannaeyjum, í samtali viö DV. Frá því í ágúst hefur Hildur verið við nám í Kingston á Jamaíku. Á mánudagskvöldið kom hún heim að loknum skóla með hjónunum sem hún er hjá. Þá vildi svo til að vopn- aður innbrotsþjófur var fyrir í hús- inu. Hildur fór inn á undan hjónun- um og upp á efri hæð hússins. Þar beið þjófurinn eftir að ryðja sér leið út enda átti hann ekki von á að heimilisfólkið kæmi svo snemma heim. Heimilishundurinn var með Hildi og varð hann fyrir fyrsta skotinu. Hildi sakaði hins vegar ekki. Hún segist engu að síður hafa orðið fyrir miklu áfalli og dvöl hennar á Jama- íku lýkur á morgun, þremur mán- uðum áður en ætlað var. „Hundurinn ætlaði strax að stökkva á þjófinn og þvi hefur hann orðið fyrir skotinu. Hann rann særður niður stigann en reyndi strax að komast upp aftur. Hann komst þó ekki langt upp áður en hann dó,“ segir Hildur þegar hún lýsir lífsreynslu sinni. Raunum Hildar er þó ekki lokið með þessu. Hún verður að hafa lif- vörð nótt og dag því þjófurinn sá hana og hún sá hann. Því er reikn- að með að hann reyni að finna hana aftur með morð í huga. Þess vegna hafa hjónin, sem Hildur er hjá, lagt mikla áherslu á að hún fari heim sem fyrst. Skiptinemasamtökin AFS eru sama sinnis og flýgur Hildur til Lundúna á morgun. „Þetta er mjög hræðilegt að láta vopnaðan mann gæta sín allan sól- arhringinn en það er óhjákvæmi- legt. Hjónin sem ég er hjá hafa ver- iö mér mjög góð og mér hefur fram tO þessa liðið vel,“ segir Hildur. Hún segir þó að flestir íbúar Kingston lifi við sárustu fátækt. Hún býr hins vegar hjá ríku fólki og það verður að hafa rimla fyrir öll- um gluggum og láta gæta húsa sinna. Þjófurinn, sem reyndi að skjóta Hildi, fór inn um glugga þar sem rimlamir höfðu verið teknir frá vegna viðgerða. Húsmóðir Hildar á Jamaíka er sjónvarpsfréttakona. Það hefur leitt tO þess að Hildur hefiu- fengið hlut- verk í auglýsingum hjá sjónvarps- stöðinni. Það kemur sér Ola nú því andlit hennar er þekkt meðal eyjar- skeggja og gæti auðveldað þjófnum að flnna hana. Fjölskylda Hildar hér heima hef- ur haft miklar áhyggjur af henni síðustu daga. Hún hefur þó verið í símasambandi við hana og veit að aOt er í góðu lagi núna. „Ég vO bara að hún komi heim strax. Það er ekkert líf að verða að láta lífvörð fylgja sér hvert fótmál af ótta við morðingja,“ segir Kristrún Axelsdóttir, móðir HOdar. -GK Framtíð SÁÁ tryggð á Staðarfelli: Mikilvægt að eiga stað fyrir utan borgina segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli í Dölum, undirrita samning um afnot SÁÁ af Staðarfelli. DV-mynd BG „Það er mjög mikOvægt fyrir okk- ur að eiga stað fyrir utan borgina. Það er sérstaklega nauðsynlegt núna þegar nýir ungir einstaklingar koma inn til okkar. Þetta fólk er hömluminna og er yfírleitt að kljást við eiturlyfjavandann," segir Þórar- inn Tyrfmgsson, formaður SÁÁ, í samtali við DV. Framtíð SÁÁ á Staðarfelli var tryggð í gær þegar fjórir ráðherrar, formaður SÁÁ og bóndinn á Staðar- feOi undirrituðu samning um fram- tíð á StaðarfeUi. Með samningnum eru SÁÁ tryggð ótímabundin afnot af Staðarfelli og hyggjast samtökin ráðast í miklar endurbætur á gamla húsmæðraskólanum þar sem með- ferðin fer fram. Húsið er nánast að hruni komið. Ráðist verður í söfnun meðal landsmanna til þess að fjár- magna endurbæturnar. „Framtíðin er tryggð og hægt er að fara út í uppbyggingu á staðnum. Það hefur ekki verið hægt vegna þess að óvissa ríkti um framhaldið. Húsið er mjög mikilvægt fyrir SÁÁ,“ segir Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri SÁÁ. Hvert rúm hefur verið skipað á StaðarfeOi frá upphafi meðferðar- starfsins árið 1980. Innlagnir eru rúmlega 5.700 tO dagsins í dag. Und- Verðum Stjórn Háskólabíós hefur sent for- ráðamönnum Sinfóníuhljómsveitar íslands bréf þar sem tilkynnt er aö leigusamningi um aðstöðu sveitar- innar í húsinu hafi verið sagt upp. Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, staðfesti þetta í samtali við anfarnar vikur og mánuði hefur samsetning sjúklinga á StaðarfeOi tekið á sig breytta mynd frá því sem áður var þegar flestir voru þar tO að ná tökum á áfengisvanda sínum. Um 30 sjúklingar dvelja á StaðarfeOi DV, bréfið hefði borist honum í síð- ustu viku. Samningnum er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Run- ólfur sagði að samkvæmt öllu óbreyttu yrði Sinfóníuhljómsveit ís- lands á götunni eftir þann tíma, um mánaðamótin júní/júlí í sumar. Strax væri farið að líta eftir öðru hverju sinni og nú er meirihluti þeirra yngri en 25 ára. Flest þessara ungmenna eru að takast á við am- fetamínfíkn. Samkomulag SÁÁ og ríkisins felst í því að SÁÁ er afhent tO fuOra húsnæði en ekki væri um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Sinfón- íuhljómsveitin hefur greitt 12 mOlj- ónir króna á ári fyrir afnot af skrif- stofuhúsnæði í anddyri, geymsluað- stöðu í kjaOara og æfinga- og tón- leikaaðstöðu í aðalsal bíósins. Run- ólfur sagði að engin skýring væri gefin á uppsögninni í bréfinu. Hann sagðist hins vegar hafa heyrt fram- kvæmdastjórann, Friðbert Pálsson, tala um að fá skrifstofuaðstöðuna og geymsluaðstöðu hljómsveitarinnar undir starfsemi bíósins. Jafnframt væri vilji eigenda fyrir því að hækka húsaleiguna. Runólfur sagði að hljómsveitin hefði einfaldlega ekki fjármagn til að greiöa hærri húsaleigu. „Við þurfum á geymslu- aðstööu að halda og það gengur ekki upp að fara með skrifstofuna eitt- hvað annað. Viö höfum lagt í mikl- ar fjárfestingar héma í innréttingar og annað á undanförnum árum. Það er ekki ágreiningur um eignarétt í húsinu en það er spurning með af- afnota meðferðarheimOiö að Staðar- feOi svo lengi sem SÁÁ starfrækir þar meðferðarheimOi fyrir áfengis- sjúklinga. SÁÁ greiðir ekki leigu en greiðir fasteignagjöld og önnur rekstrargjöld. -em notaréttinn, t.d. af anddyrinu. Okk- ur finnst sárt að fá þessa uppsögn, sérstaklega eftir að hafa farið glæsi- lega for til Bandaríkjanna og koma sfðan heim fuO bjartsýni og fá þetta inn á borð tO okkar,“ sagði Runólf- ur. Runólfur sagði að uppsögn samningsins skapaði óvissu um næsta leikár hljómsveitarinnar. „Við vonum að sjálfsögðu í lengstu lög að samningar takist við Há- skólabíó. Ef ekki þá setur þetta aO- an næsta vetur úr skorðum. Við höfum gert skuldbindandi samn- inga við innlenda og erlenda lista- menn,“ sagði Runólfur. Stefán Már Stefánsson prófessor er stjórnarfor- maður Háskólabíós. Hann sagðist ekki geta upplýst um ástæðú fyrir uppsögn samningsins, það væri mál bíósins og hljómsveitarinnar. Að öðru leyti vOdi Stefán ekki tjá sig um málið við DV. Ekki náðist á Friðbert Pálsson þar sem hann er staddur erlendis. -bjb Stuttar fréttir LÍÚ hættir stuðningi LÍÚ ætlar að hætta stuðningi við kvótakerfið verði lögum breytt í samræmi við samkomu- lag ráðuneytis og smábátaeig- enda. RÚV greindi frá. Rafmagnsverö hækkar Borgarráð hefur samþykkt að rafmagnsverð hækki í Reykjavík um 3% 1. aprO. 742 miiijónir í veitu Suðurverk hf. og BV-tæki hf. buðu minnst í 5. áfanga Kvísla- veitu eða rúmar 742 miOjónir króna. Verkið hefst í vor. Því á aö ljúka 1. desember 1997. Sandur skemmir hús Skemmdir á húsum í Þorláks- höfn stafa af sandfoki og landeyð- ingu, að sögn Stöðvar 2. Frumvarp um fiugskóla Samgönguráðherra vOl leyfa stofnun hlutafélags um flugskóla og hefur kynnt frumvarp í ríkis- stjórn. Útvarpið sagði frá. 16 útibú sameinuð? Viðræður um fækkun útibúa ríkisbankanna eru hafnar að nýju. Hægt er að sameina 16 úti- bú, skv. Viðskiptablaðinu. Tap á tónleikum Tap varð á tónleikum Breið- bliks með KK, Bubba og Em- Oíönu Torrini í Smáranum ný- lega. Aðeins 100 gestir sóttu tón- leikana. Tíminn sagði frá. Ný lögreglulög? Dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp tO lög- reglulaga. Æðsta stjórn lögreglu- mála gjörbreytist. RÚV sagði frá. Ráöherrar hittast Utanríkisráöherra hittir utan- ríkisráðherra írlands í Dyflinni á morgun. Á fostudag fer hann í opinbera heimsókn tO Liechten- stein. Ungliðar mótmæla Ungir sjálfstæðismenn mót- mæla lögbundnum einkarétti augnlækna tO sjónmælinga og hvetja tO endurskoðunar laga. -GHS ,r ö d d F0LKSINS 904-1600 Er rétt að takmarka skemmtanahald um páska? Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. H Jj Nel 2 I Háskólabíó segir upp samningi viö Sinfóníuhljómsveitina: á götunni að öllu öbreyttu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.