Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 Viðskipti_____________________________________________________________________________ðv Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Sameinaðar í eina stofnun - samkvæmt tillögu ráðherranefndar Metafkoma hjá ístexi í Mosfellsbæ Ullariðnaðarfyrirtækið ístex í Mosfellsbæ skilaði ríflega 19 raillj- óna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta ér besta afkoma félagsins frá stofnun þess árið 1991. Frá þessu var greint á aðalfundi ný- lega. Rekstrartekjur ársins námu 349 milljónum króna og hafa þær aukist um 30 prósent á þremur árum. Ávöxtun eigin fjár var 38% og hækkaði gengi hlutabréfa um þriðjung. Starfsmenn ístex eru 63 og námu launagreiðslur á síðasta ári 109 milljónum króna. Útlit er fyrir aukna sölu á þessu ári og gera áætlanir ráð fyrir 7,8 millj- óna króna hagnaði. Það er mikið um dýrðir hjá ístexi þessa dagana. Um næstu helgi verður efnt til sýningar hjá fyrirtækinu í tilefni af 100 ára af- mæli ullariðnaöar að Álafossi í Mosfellsbæ. Það verður hægt að berja augum gamlar ljósmyndir og handbrögð fyrri tíma. Ný hönnun úr íslenskri ull verður kynnt sem og framleiðsla ístex á ullarbandi í afkastamiklum vél- um. Sömuleiðis verður sýnt nýtt myndband um ullarvinnslu fyrr og nú. Ráðstefna á upp- lýsingahraðbraut Tveggja daga ráðstefna hefst á morgun á Scandic Hótel Loftleið- um á vegum félagsskaparins Arc- ÍS um Oracel upplýsingakerfi og ESRI landupplýsingakerfi. Ráð- stefnan ber yfirskriftina „Á upp- lýsingahraðbraut 1996“. Fluttir verða fjölmargir fyrirlestrar, þar af koma 5 fyrirlesarar frá útlönd- um. ArcíS er félag notenda ESRI hugbúnaðar á íslandi. Umboðsað- Oi er Samsýn ehf. Teymi hf. hefur umboð fyrir Oracle hugbúnað og Opin kerfi, umboðsaðili HP á ís- landi, útvegar allan vélbúnað til kynninga á ráðstefnunni. Þingbók í hluta- bréfaviðskiptum Þingbók nefhist forrit sem dótt- urfyrirtæki Verkfræðistofu Stefáns ÓMssonar, VSÓ-Mínúta, hefur hannað fyrir þá sem stunda hluta- bréfaviðskipti. Þingbók vinnur með upplýsingar frá Verðbréfa- þingi íslands og inniheldur m.a. gagnagrunn með ölium viðskiptum á þinginu frá 1989 og öllum tilboð- um frá 1. janúar 1994. -bjb Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði íDtel tpM) 5687111 Nefnd skipuð síðastliðið haust af Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra til að endurskoða starfsemi Iðn- tæknistofnunar og Orkustofnunar hefur lokið störfum og skilað af sér skýrslu. Niðurstöður varðandi Orkustofnun hafa verið tíundaðar en ekkert verið greint frá afdrifum Iðntæknistofnunar í skýrslu nefnd- arinnar. Hún leggur til að Iðntækni- stofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, RB, verði sameinaðar í eina stofnun. Samein- Álverð á heimsmarkaði hefur verið á uppleið síðustu daga. Ástæð- urnar eru einkum þrjár. í fyrsta lagi leystist langvinnt verkfall hjá bílaverksmiðjum General Motors í Bandaríkjunum, í öðru lagi var gerð kjarasamninga og í þriðja lagi betri hagtölur í bandarísku efnahagslífi en gert hafði verið ráð fyrir. Sér- fræðingar spá þriggja mánaða ál- verði í kringum 1.650-1.700 dollara tonnið á næstunni. Hlutabréfaviðskipti í siðustu viku um kerfi Verðbréfaþings íslands og Opna tilboðsmarkaðarins námu 66,3 milljónum króna. Vinsælustu bréfin ingu skal vera lokið fyrir 1. janúar 1998. Einnig leggur nefndin til að iðnaðarráðherra ræði við landbún- aðarráðherra um að matvælarann- sóknir og efnagreiningar Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, RALA, flytjist einnig til sameinaðrar stofn- unar. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að bæði faglegur og fjárhags- legur ávinningur fylgdi sameiningu stofnanna. Með því náist þrjú mark- mið. í fyrsta lagi myndist sjálfstæð voru hjá Eimskip og Flugleiðum. Hlutabréf Flugleiða upp á tæpar 17 milljónir skiptu um eigendur og við- skipti með Eimskipsbréf námu 12 milljónum. Þriðja vinsælasta hluta- félagið í vikunni var Þormóður rammi með 8,2 milljóna viðskipti. Að öðru leyti dreifðust viðskiptin á nokkuð mörg félög. Enn fjúka metin Sá sjaldgæfi atburður í seinni tíð varð í síðustu viku þegar þingvisi- tala hlutabréfa lækkaði milli daga. Lækkunin varð reyndar óveruleg og stökk vísitalan aftur upp á við sl. heild í rannsóknarstarfseminni, í öðru lagi skapist öflugt rannsóknar- umhverfi sem af meiri krafti geti sótt í erlend verkefni og í þriðja lagi lækki rekstrarkostnaður. Lagt er til að í lögum um nýja tæknistofnun verði sjálfstæði tryggt svo þróun þjónustunnar og manna- hald verði eins sveigjanlegt og kost- ur er. Nefndarmenn telja betra að hafa stofnunina sjálfseignarstofnun frekar en hlutafélag. mánudag. Þá var enn eitt sögulega metið sett er talan fór í 1747 stig. Viðskipti dagsins námu 35 milljón- um, þar af fyrir 12 milljónir í Flug- leiðum og 10 milljónir í SÍF. Engir íslenskir togarar áttu sölu- daga í erlendum höfnum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Afla- miðlunar LÍÚ, en í gámasölu í Eng- landi seldust 102 tonn fyrir 13,9 milljónir króna. Helstu breytingar á gengi gjald- miðla gagnvart íslensku krónunni undanfama viku er að jenið og pund- ið hafa lækkað i verði en dollar og mark staðið nánast í stað. -bjb Rauði krossinn hættir með Hótel Lind Rauði kross íslands hefur dreg- ið sig úr rekstri á Hótel Lind og leigt hann til Fosshótels ehf. til næstu fimm ára. Eigendur Foss- hótels eru Ómar Benediktsson, stjórnarformaður íslandsflugs, Úrval-Útsýn, Guðmundur Jónas- son hf. og Halldór Bjamason. Rauði krossinn hefur annast hótelrekstur frá 1986 eftir að hús- eignin að Rauðarárstíg 18 var keypt. Sjúkrahótel RKÍ hefur ver- ið starfrækt á efstu hæð hússins með alls 28 rúmum og verður rekstur þess með óbreyttu sniði áfram. Veitingaaðstaða Hótels Lindar verður áfram leigð til eig- enda veitingastaðarins Carpe Diem. Lakari afkoma Mjólkursam- sölunnar Afkoma Mjólkusamsölunnar í Reykjavík versnaði á síðasta ári frá árinu áður. Hagnaður af reglu- legri starfsemi nam 10,5 millj- ónum króna á móti 65 milljónum árið 1994. Án fiármunatekna og - gjalda nam hagnaðurinn tæpum 38 milljónum. Heildartekjur MS námu rúmum 4 milljörðum en út- gjöld rúmum 3,9 milljörðum og jukust um 2,5% milli ára. Versnandi afkoma skýrist eink- um af samdrætti í mjólkurneyslu og kostnaðarhækkunum í mjólk- urvinnslu og -dreifingu. 266 milljóna gróöi hjá Sjóvá- Almennum Aðalfundur Sjóvár- Almennra verður haldinn á föstudaginn. Þar verða lagöir fram reikningar síð- asta árs sem m.a. sýna 266 millj- óna króna hagnað af rekstrinum. Það er svipuð afkoma og árið 1994 þegar hagnaður nam 259 millj- ónum. Skrifstofu- og stjórnxmar- kostnaður nam 612 milljónum og hækkaði um nærri þriðjung milli ára. Skýringin er einkum átak í gæðastjórnun. Iðgjöld ársins námu 3,5 millj- örðum og lækkuðu um 7%. Tjón ársins námu 2,7 milljörðum og lækkuðu um 11% milli ára. Hluta- fé félagsins var 369 milljónir í árs- lok og skiptist á milli 441 hlut- hafa. Á aðalfundinum verður lagt til aö greiöa 10% arð til hluthafa. Tryggingastofnun á Internetið Tryggingastofnun ríkisins, fyrst norrænna tryggingastofn- ana, hefur sett víðtækar upplýs- ingar um almannatryggingar á heimasíðu stofnunarinnar á Inter- netinu. Upplýsingarnar eru allar upp úr handbók Tryggingastofn- unar sem kom fyrst út árið 1993. Þar er m.a. greint frá starfsemi Tryggingastofnunar, bótarétt, upphæðir bóta og hvernig sótt er um einstaka bótaflokka. Þá eru útskýrðar reglur um tekjuteng- ingu bóta og þátttöku Trygginga- stofnunar í kaupum á hjálpar- tækjum. Heimasíða stofhunarinn- ar hefur eftirfarandi slóð: http://www.tr.is/ Fundað um innkaup og útboðsmál Þegar DV fór í prentun í morg- un stóð yfir fundur hjá Verslunar- ráði á Hótel Sögu um opinber inn- kaup og útboðsmál. Tilefnið var fyrirhugaðar breytingar fjármála- ráðherra á reglum um opinber innkaup. Frummælendur voru Þórhallur Arason og Skarphéðinn B. Steinarsson úr fjármálaráðu- neytinu og Birgir Ármannsson frá Verslunarráði. Við pallborðið auk frummælenda voru Ámi Ámason frá Árvík, Bjami H. Frí- mannsson frá VSÓ og Öm Andr- ésson frá Einari J. Skúlasyni hf. -bjb -bjb Aðalfundur íslandsbanka fyrir árið 1995 var haldinn með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu á mánudaginn. Sam- kvæmt uppgjöri ársins varð 331 milljónar hagnaður af rekstrinum, vaxtamunur minnkaði, framlag á afskriftarreikn- ing gerði slfkt hið sama og rekstrarkostnaður einnig. Þau höfðu því ríka ástæðu til að brosa í kaffihléinu, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, og Kristín Jónsdóttir, útibússtjóri í ís- landsbanka. DV-mynd GS Álverðið á uppleið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.