Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Útlönd
Evrópusambandið staðfestir bann á innflutningi bresks nautakjöts:
Stórfelld slátrun naut-
gripa óhjákvæmileg
Bretar veröa að öllum líkindum að
beygja sig fyrir alþjóðlegum þrýstingi
og verða að slátra stórum hluta naut-
gripastofnsins í landinu til að bjarga
framleiöslunni frá algjöru hruni.
Bretar urðu fyrir áfalli í gær þegar
Evrópusambandið staðfesti bann við
innflutningi á öllu bresku nautakjöti
til landa innan sambandsins.
Bretar höfðu gert sér vonir um að
engin þörf væri á að slátra nautgrip-
um í stórum mæli, en nú virðist sem
útilokað sé annað en að grípa þurfi til
þess úrræðis. Bresk stjórnvöld funda
nú stift um til hvaða aðgerða grípa
þurfi og margar tillögur voru ræddar.
Allar eiga þær það sammerkt að gert
er ráð fyrir stórfelldri slátrun á naut-
gripastofni landsins. Spurningin var
bara sú hve langt yrði gengið í því
efni, en nautgripastofn Bretlands tel-
ur 11 milljón gripi. Heyrst hefur talað
um tölur allt að helmingi stofnsins og
aðallega rætt um slátrun á eldri grip-
um. Yngri nautgripir eru síður taldir
smitaðir af riðuveikinni.
Tollverðir á Bretlandseyjum ha'fa
hert mjög gæsluna við landamærin,
af ótta við að örvæntingarfullir fram-
leiðendur nautakjöts í landinu reyni
að smygla afurðum út fyrir landstein-
ana. Breskir nautakjötsframleiðend-
ur mega síst við því nú að sýkt kjöt
nái að berast út fyrir landsteinana,
sem gæti orðið til þess að algjört
hrun yrði á verðlagi breska nauta-
kjötsins.
Talsmenn Verkamannaflokksins
'hafa haldið uppi ákafri gagnrýni á
stjórn íhaldsmanna, saka hana um
vanhæfni í málinu og að hafa gripið
allt of seint til aðgerða. Íhaldsmenn
svara fullum hálsi og saka talsmenn
Verkamannaflokksins um að magna
upp moldviðrið í kringum fréttir af
riðuveikinni og að ala enn frekar á
móðursýki fólks.
Frakkar, einir helstu kaupendur á
bresku nautakjöti, hafa staðfest bann
sitt á innflutningi en hafa lýst sig
reiöubúna til að styðja Breta í barátt-
unni með fjárframlögum. Frakkar
gripu fyrstir þjóða til banns við inn-
flutningi á nautakjöti frá Bretlandi.
Reuter
Dæmdur fyrir
morðið á Rabin
Réttur í Tel Aviv úrskurðaði í
morgun að Yigal Amir, sem
ákærður var fyrir að hafa myrt
Itzhak Rabin, fyrrum forsætisráð-
herra, væri sekur. Dómsupp-
kvaðningunni var útvarpað beint.
Oddviti þriggja dómara hafnaði
þeirri staðhæfingu verjenda Am-
irs, heittrúaðs gyðings sem játaði
að hafa skotið Rabin til að hindra
friðarumleitanir við Palestínu-
menn, þess efnis að hann hefði
einungis ætlað að lama Rabin.
Sagði dómarinn að morðið hefði
verið vandlega skipulagt og fram-
kvæmt með ískaldri yfirvegun.
Ákæruvaldið fór fram á lífstíðar-
fangelsi.
Segulbands-
upptökur frá
Watergate
opinberaðar
Von stendur til að yfir 3000
klukkutíma segulbandsupptökur
frá forsetatíð Richards Nixons
verði gerðar opinberar í næsta
mánuði. í bandaríska dagblaðinu
The New York Times í dag segir
að aðilar sem tengjast dómsmál-
um vegna upptaknanna séu að ná
samkomulagi um opinberun
þeirra og eigi einungis eftir að
flnpússa ýmis smáatriði.
Einungis 65 klukkustundir af
upptökunum hafa veriö gerðar op-
inberar en þær leiddu til afhjúp-
unar Watergate-hneykslisins og
afsagnar Nixons á sínum tima. Á
upptökunum má heyra samræður
um innbrot, símahleranir, mist-
notkun opinberra stofnana og
ýmis „skítatrikk“. Búist er við að
sá hluti upptaknanna sem inni-
halda þær samræður verði fyrst
opinberaður.
Bannað að
giftast vegna
getuleysis
Kaþólskur prestur í Brasilíu
héfur bannað fyrirhugað brúð-
kaup lamaðs manns og tveggja
bama ekkju á þeim forsendum að
maðurinn sé getulaus. Sagði
prestur að báðir aðilar þyrftu að
vera í fullkomnu líkamlegu
ástandi til að geta gifst.
Maðurinn, sem setið hefur í
hjólastól í 15 ár eftir átök við ná-
granna sinn, segir að ákvörðun
verðandi eiginkonu eigi að vega
þyngra en ákvörðun prests. Hann
vísar á bug áhyggjum prests yfir
að hann geti ekki fullnægt hjóna-
bandsskyldum sínum og segir
hjónarúm parsins verða stað
hamingju og ástar. Maðurinn hef-
ur ráðið sér lögmenn og hyggst
færa brúðkaupið í aðra kirkju,
enda búinn að undirbúa allt fyrir
athöfnina.
Reuter
Elísabet Englandsdrottning heilsar hér Lech Walesa, fyrrum forseta Póllands, við mótttöku í Belvedere-höllinni, þar
sem drottning býr meðan heimsókn hennar til Póllands stendur yfir. Walesa var boðið í eftirmiðdagste eftir að hafa
hafnað boði í hádegisverð drottningar fyrr um daginn. Neitaði hann að fá sér bita með drottningu þar sem pólitísk-
ur fjandmaður hans, Aleksander Kwasniewsky forseti, þekktist boðið. Símamynd Reuter
Spenna eykst í samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna:
Saka Bandaríkjamenn
um brot á lofthelgi
Yfirvöld á Kúbu tilkynntu í gær
að tvær litlar flugvélar frá Banda-
ríkjunum hefðu brotið lofthelgi yfir
Kúbu í síðustu viku. Kúbverjar segj-
ast ekki hafa gripið til vopnaðra að-
gerða gegn þeim en þess í stað hald-
ið uppi háværum mótmælum við
Bandaríkjastjórn.
Atvikið gerist aðeins einum mán-
uði eftir að Kúbverjar skutu niður
tvær flugvélar sem rufu lofthelgi
landsins. Flugvélarnar sem skotnar
voru niður þá voru í eigu
kúbverskra útlaga sem aðsetur hafa
í Bandaríkjunum. Talsmenn útlaga-
hópsins segjast ekki eiga neitt í
þeim vélum sem Kúbverjar sáu á
radarskjám sínum í síðustu viku.
Kúbverjar hafa krafið Banda-
ríkjastjórn um skýringar á brotum
á lofthelginni. Þeir hafi ítrekað
reynt að ná radíósambandi við flug-
mennina á vélunum, en svo virðist
sem flugmennirnir hafi lokað fyrir
allar merkjasendingar. Kúbverjar
sjálfir eru sannfærðir um að vélam-
ar hafi verið í eigu sama útlaga-
hópsins og brutu lofthelgina í síð-
asta mánuði. Bandaríkjamenn sjálf-
ir segjast engar fregnir hafa um flug
í lofthelgi Kúbu og saka Kúbumenn
um að vera að þyrla upp moldviðri
í málinu. Reuter
Skotar græða a oskarnum
Skotar hafa ekki farið varhluta af
velgengni kvikmynda sem gerast í
landinu. Margar kvikmyndir, sem
fjalla um Skota eða atburði í
Skotlandi, hafa náð mikilli hylli al-
mennings á undanfornum mánuð-
um. Skemmst er að minnast kvik-
myndarinnar Braveheart sem hlaut
fimm óskarsverðlaun fyrr í vik-
unni. Hún fiallar um uppreisnar-
hetju Skota á 13. öld. Síðan hún
kom á markaðinn hefur ferðamönn-
um til landsins fiölgað um átta af
Mel Gibson.
hundraði.
Meðal annarra mynda, sem hafa
enn frekar beint kastljósinu að
landinu, eru Rob Roy og Loch Ness.
Skosk ferðamálayfirvöld búast við
enn frekari aukningu ferðamanna
að lokinni óskarsverðlaunaafhend-
ingunni. Skotar hafa um árabil
þurft aö horfa upp á minnkandi
fiölda ferðamanna til landsins en
líta nú loks bjartari augum til fram-
tíðar.
Reuter
Stuttar fréttir :dv
Ólæti í Bahrain
Mótmælaaðgerðir vegna lífláts
shíta-múslíms vöruðu fram á nótt og
er búist við áframhaldandi óróa.
Múslímar heim aftur
Tvær rútur hlaðnar 54 Bosníu-
múslímum og eigum þeirra fóru frá
flóttamannabúðum í Ungverjalandi
áleiðis til Bosníu. Sameinuðu þjóð-
irnar skipuleggja nú heimferð þeirra
sem flúðu ógnaröldina í Bosníu.
Samper yfirheyrður
Emesto
Samper, forseti
Kólumbíu, var
yfirheyrður í níu
klukkustundir
vegna ásakana
um að hann
heföi fiármagnað
kosningabaráttu
sína 1994 með
milljóna dollara eiturlyfiagróða.
Lykilvitni segir frá
í Ástralíu hóf lykilvitni að segja
frá i máli gegn manni sem grunaður
er um að hafa myrt sjö bakpoka-
ferðalanga og kastað líkunum í skóg-
lendi.
Óvissa í Sierra Leone
Viðræöum stríðandi aðila í Afr-
ikuríkinu Sierra Leone lauk án ár-
angurs.
Clinton fyrir rétt
Verjandi í
Whitewater-
hneykslinu segir
líklegt að Clint-
on forseti muni
bera vitni i mál-
inu 27. apríl og
staðhæfa þá að
hann hafi ekki
hvatt til ólög-
legrar lántöku fyrir um áratug.
Vilja hækka iægstu laun
Demókratar í öldungadeild
Bandaríkjaþings hafa iagt til hækk-
un lágmarkslauna en rákust á and-
stöðu repúblikana, með Bob Dole í
broddi fylkingar.
Lofa öryggi og friði
Báðir helstu stjórnmálaflokkar
ísraels, sem nú heyja kosningabar-
áttu, lofa kjósendum öryggi og friði
en greinir á um leiðir til að ná því
marki.
Heilahimnubólga geisar
Heilahimnubólgufaraldur í 17 Afr-
íkuríkjum hefur lagst á um 40 þús-
und manns og banað 6 þúsund á
þessu ári.
Deilt um auð Mandela
Nýnasistar í
Suður-Afríku
krefiast rann-
sóknar á auðæf-
um Nelsons
Mandela forseta
eftir að fiár-
kröfur Winnie
Mandela komu
fram í skilnaðar-
málinu. Mandela biður um að menn
virði friðhelgi einkalífsins.
Treysta könum betur
Margir eru á þeirri skoðun að
væru konur fiölmennari í stjórnun-
arstöðum hjá hinu opinbera væri
málum betur stjómað. Þetta kemur
fram í nýrri alþjóðlegri könnun.
Flestir vilja hins vegar hafa karl-
mann sem yfirmann.
Muskie látinn
Edward Muskie, fyrrum öldunga-
deilarþingmaður og utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, er látinn á 82.
aldursári.
Fundu vopnabúr
Lögregla í Baskahéruðum Spánar
fann mikið magn vopna og tækja til
sprengjugerðar í húsi sem tilheyrir
Aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA.
Herskip fara
Herskipafloti Bandaríkjanna við
Taívan bjó sig til brottfarar en
Bandaríkjamenn segja deiluna milli
Kína og Taivans afstaðna.
Reuter