Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Fréttir
Útsendingar Stöövar 3 enn óruglaðar:
Yfirlýsingar sjónvarps-
stjórans standast ekki
- síðast átti „ruglið“ að heíjast um mánaðamótin janúar-febrúar
Útsendingar sjónvarpsstöðvar-
innar Stöðvar 3 eru enn óruglaðar
en þær hafa staðið yfir í íjóra mán-
uði eða frá 24. nóvember 1995. Áður
en útsendingar hófust var væntan-
legum áskrifendum lofað afruglara
og aðgang að loftneti án endurgjalds
en eftir að stöðin var komin í loftið
varð fljótlega Ijóst að afruglarar
yrðu ekki afhentir. Sjónvarpsstjóri
Stöðvar 3, Úlfar Steindórsson, hefur
sagt í fjölmiðlum að afruglaramir
væru að koma, síðast sagði hann í
byrjun janúar að „ruglaðar" útsend-
ingar hæfust í lok þess mánaðar eða
um mánaðamótin janúar/febrúar.
Forráðamenn Stöðvar 3 hafa bor-
ið fyrir sig tæknilegum örðugleik-
um sem ástæðu fyrir að afruglurum
hafi ekki verið dreift, Afmglararnir
væru til staðar en þeir töldu ekki
rétt að dreifa þeim á meðan bilanir
væru í endurvarpsbúnaði.
Eins og gefur að skilja hefur Stöð
3 ekki rukkað áskriftargjöld og loft-
net hafa verið útveguð án endur-
gjalds. Tekjur stöðvarinnar hafa því
fyrst og fremst verið af auglýsing-
um í þá fjóra mánuði sem hún hef-
ur sent út efni.
Ekki náðist á forráðamönnum
Stöðvar 3 þar sem þeir hafa verið
staddir erlendis. Æðsti maður hér
heima á meðan hefur ekki svarað ít-
rekuðum skilaboðum.
Meðfylgjandi er graf þar sem þró-
un á gangi mála hjá stöðinni sést
nánar og hvað forráðamenn hennar
hafa sagt í fjölmiðlum.
-bjb
Hafnarfjörður:
Gripinn í
innbroti
Ungur maður var laust eftir
klukkan sjö í gærmorgun grip-
inn þar sem hann var að skríða
inn i lítið fyrirtæki í miðbæ
Hafnarfjarðar.
Sást til mannsins á leið inn og
náðu hann engum verðmætum
áður en lögregla kom á staðinn.
Maðurinn mun hafa verið ölvað-
ur.
-GK
MEGA DRIVE
LEIKJATÖLVA
M/STÝRIPINNA
**** „ ■'
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
^ m
Stöð 3 í fréttum S I O Ð
Mbl. 14. nóv. 1995:
„Orðið Ijðst að útsendingar Stöðvar 3 hefjast þann 24. nóvember og verður útsendingin
opin fyrst um sinn í kynningarskyni, að sögn Úlfars Steindórssonar.“
Auglýsing í Mbl. 18. nóv. 1995:
„Áskrifendurfá afhentan afruglara og aðgang að loftneti án sérstaks endurgjalds."
Úlfar Steindórsson í Mbl. 19. nóv. 1995:
„Við viljum gera öllum kleift að hafa aðgang að sem flestum sjónvarpsrásum. Gera
fólki kleift að vera með í þeirri hröðu þróun sem er nú hér á landi. Þetta á að vera
sjónvarpsstöð á verði sem allir ráða við.“
Mbl. 25. nóv. 1995:
„Forsætisráðherra hleypti Stöð 3 af stokkunum í gærkvöldi."
Bjarni Árnason, þáverandi auglýsingastjóri í Mbl. 25. nóv. 1995:
„Margar nýjungar eiga eftir að líta dagsins Ijós á næstu vikum. Og sú sem þið verðið
fyrst vör við er afruglarinn okkar....."
Mbl. 2. des. 1995:
„Að sögn Úlfars Steindórssonar er gert ráð fyrir því að endurvarpsbúnaðurinn verði settur upp í nokkrum áföngum og að allir íbúar
á þessum svæðum geti náö útsendingum stöðvarinnar fyrir 1. mars 1996.“
Mbl. 10. des. 1995:
„Dagskrá Stöðvar 3 send út órugluð í desember....Nægilegur fjöldi afruglara kemur til landsins í desember og segir Úlfar að
í janúar verði allir áskrifendur Stöðvar 3 búnir að fá afruglara."
Mbl. 15. des. 1995:
„Ekki er búið að dreifa afruglurum Stöðvar 3 til áskrifenda og verður það gert í einu átaki í janúar, að sögn Úlfars Steindórssonar....."
Úlfar Steindórsson í Mbl. 15. des. 1995:
„Þetta er sérstök aðgerð sem þarf að meðhöndla sem slíka fyrst afruglararnir voru ekki komnir til landsins þegar við hófum
áskriftarsölu. Það verður ekki gert í litlum skömmtum og með flýti, heldur að vandlega yfirlögðu ráði í einu áhlaupi."
Mbl. 6. jan. 1996:
„Stöð 3 mun dreifa fjölrása myndlyklum og rugla útsendingu sína í lok þessa mánaðar eða um mánaöamótin, að sögn Úlfars
Steindórssonar."
Úlfar Steindórsson í Mbl. 6. jan. 1996:
„Allan tímann höfum við ekki viljað segja annað en við getum staðið við.“
Vaxandi umsvif hjá Fiskmarkaði Suðurnesja:
Þorskur aðeins 29%
af sölunni 1995 en
var 47% árið 1994
- ánægður með gott ár, segir Ólafur Þór Jóhannsson
DV, Suðurnesjum:
„Við getum ekki verið annað en
ánægðir með gott ár. Þetta er held-
ur meira magn en var 1994 og það er
gott í þeim kvótasamdrætti sem ver-
ið hefur. Samt erum við að selja
meira milli ára. 1993 var þorskur-
inn 47% en er nú kominn niður í
29% af því sem selt er. Mikil aukn-
ing er í öðrum tegundum og það
erum við ánægðir með,“ sagði Ólaf-
ur Þór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðar Suðumesja hf.
Aðalfundur FMS var haldinn á
Flughótelinu í Reykjanesbæ 22.
mars og gekk reksturinn vel.
Rekstrartekjur 1995 námu 139,5
milljónum króna. Tekjur 1994 vora
126,1 milljón og aukning því 10,6%.
Rekstrargjöld án fjármagnsgjalda
námu 113,8 sem er 7,3% hækkun frá
1994. Þá vora rekstrargjöld 106 millj-
ónir.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
var 25,5 milljónir samanborið við
18,8 milljónir 1994. Greiddar voru
4,7 milljónir í tekju- og eignaskatt
1995. Eftir skatta var hagnaður af
rekstri 1995 20,8 milljónir eða 14,9%
af rekstrartekjum. 1995 seldust á
fiskmarkaðnum 27,892 kg af fiski
fyrir rúmar 135 milljónir. Meðal-
verð var 76,57 á kíló. Salan milli ára
jókst um 8% að verðmæti um 7%.
Eignir FMS í árslok 1995 voru
bókfærðar á 84,4 milljónir. Þar af
vora 35,1 milljón veltufjármunir en
aðrar eignir 49,3 milljónir. Skuldir
voru 34,7 milljónir - þar af skamm-
tímaskuldir 23,1 milljón. Eignir juk-
ust um 28,5% en skuldir minnkuðu
um 19,5% milli ára. Eigið fé í árslok
1995 var 49,7 milljónir og eiginfjár-
hlutfall var 58,9% en var 34% árið
áður. Heildarhlutafé félagsins tæpar
Ólafur Þór Jóhannsson. 24 milljónir en hluthafar era 87.
DV-mynd ÆMK -ÆMK
Samstarfsverkefni:
Fjötur um
fót á Litla
sviðinu
Undanfamar vikur hefur leik-
þátturinn Fjötur um fót verið
sýndur fyrir grunnskólanemend-
ur á Litla sviði Þjóðleikhússins.
Um samstarfsverkefni leikhúss-
ins og Sjálfsbjargar er að ræða en
leikþátturinn vann til 1. verð-
launa í samkeppni sem Sjálfs-
björg, Halaleikhópurinn og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga
efndu til í haust. Þátturinn var
frumfluttur í leiklestri á alþjóða-
degi fatlaðra í Háskólabíói 3. des-
ember sl.
Verkið er eftir sjúkraþjálfar-
ana Unni Guttormsdóttur, Önnu
Kristínu Kristjánsdóttur og
Friðu B. Andersen og fjallar um
aðgengis- og ferlimál fatlaðra.
Segir af daglegu lífi Fals Atla,
sem er fatlaður í hjólastól, og
martröð hans um svonefnda
Fatlavík.
Leikhópinn skipa Guðmundur
Magnússon leikari, Gunnlaugur
Helgason leikari, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir leikari, Hlín
Gunnarsdóttir leikmyndahönn-
uður, Ægir Ásbjörnsson ljósa-
hönnuður og Hávar Sigurjónsson
leikstjóri.
Sýningum verður haldið áfram
fram að vori en í undirbúningi er
að sýna leikritið í efri bekkjum
grannskólanna á höfuðborgar-
svæðinu næsta vetur. -bjb