Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 12
12
Spurningin
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Hvers getur þú síst
verið án?
Ragnar Þórðarson: Konunnar.
Vigfús Orrason nemi: íslands.
Björg Rós Guðjónsdóttir nemi: Fí-
lófaxins míns.
Hrund Hauksdóttir nemi: Sturtu.
Guðrún Rúnarsdóttir húsmóöir:
Karlsins.
Sigríður Oddný Stefánsdóttir
stuðningsfulltrúi: Vatns, salts og
andrúmslofts.
Lesendur_______
Leikfélags-
leiðindi
Baðstofumenningin hefur færst inn í glæstasta menningarmannvirkið,
Borgarleikhúsið, segir m.a. í bréfinu.
Einar S. Guðmundsson skrifar:
Áður fyrr hafðist fólk við í illa
hirtum húskytrum þar sem aldrei
voru opnaðir gluggar. í stað þess að
hleypa inn fersku lofti lágu menn
heilu mannsaldrana í fýlu og fnyk.
Hjá þessu sauðþráa sveitafólki var
djúpstæð andúð á öllum breyting-
um. Skipti ekki máli hvort um var
að ræða röskun á veraldlegum hátt-
um eða hugarfari.
Þetta mentalítet, sem líka stærir
sig af einni frumstæðustu matar-
menningu veraldar, lifir hér enn
góðu lffi í dag. Þótt löngu séu liðnir
tímar illa lyktandi húskofa má enn
finna fólk sem kýs að hafast við að
baki lokaðra hlera. Inni í glæstasta
menningarmannvirkinu, Borgar-
leikhúsinu. Þótt burstabærinn
gamli hafi breyst í íburðarmikið
borgarleikhús er hugsunarháttur-
inn sá sami og forðum. Hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur er loftleysið ofar
öllu. En þar má ekki opna glugga.
Fyrir nokkru var mikið rætt og
ritað um brottrekstur nýráðins leik-
hússtjóra. Þetta gerðist bara sísona
og þykir í raun ekkert tiltökumál.
Menn rausuðu í nokkra daga og svo
var það búið. Og leikhúsið heldur
áfram að vera æviafdrep leikara
sem drattast um sviðið í sömu rull-
unum ár eftir ár.
Með fyrrverandi leikhússtjóra
fékkst gullið tækifæri til að hleypa
inn ferskum vindum í leikhúsið. En
í fláræði þess forskrúfaða voru allar
væntanlegar tiltektir stöðvaðar
strax og hlerarnir negldir fastir. Sú
spurning vaknar hvort þessi þver-
girðingsháttur hafi ekki líka áhrif á
gæði starfseminnar í húsinu. Stöðn-
un er það fyrsta sem kemur upp í
hugann. Ef engu má breyta þá
breytist ekkert. Og með tilliti til
reksturs leikfélags er það mjög
slæmt.
Afdalamennirnir í Leikfélagi
Reykjavíkur hafa ítrekað það að fé-
lagið sé lokaður klúbbur sem bygg-
ir á gamalli hefð. Það þýði því ekk-
ert fyrir einhverja spjátrunga að
spásséra þar um gójf með glóðvolg-
ar nútímagrillur í höfðinu. Brott-
rekstur leikhússtjórans er algjört
hneyksli sem hlýtur að rýra álit al-
mennings á Leikfélaginu. Það þarf
greinilega að endurnýja alla starfs-
hætti félagsins og reglur.
Pál Skúlason fyrir forseta
Viðar Hreinsson skrifar:
Margir hafa skorað á Pál Skúla-
son, prófessor i heimspeki við Há-
skóla íslands, að gefa kost á sér til
forsetakjörs. Páll er víðkunnur fyrir
ritstörf sín og fyrirlestrahald, langt
út fyrir veggi háskólans. Hann er af-
burða fræðimaður og hefur fram að
færa þaulhugsaðan boðskap.
Honum er lagið að fjalla á manna-
máli um málefni sem brenna á fólki
en er oft ýtt til hliðar í spennu
hversdagsins. Helst þeirra eru sam-
band mannsins við umhverfi sitt,
siðfræði og menning, bæði þjóðlega
og alþjóðleg. Þau eru knýjandi um-
hugsunarefni fyrir okkur íslendinga
nú á tímum ef við viljum halda
áfram að kallast sjálfstæð þjóð.
Hógværð, hlýja og myndugleiki
einkenna fas og framkomu Páls. Því
getur hann af skynsamlegu viti tal-
að við og talað fyrir þjóðina um
æðri gildi mannlífsins, hvatt hana
til dáða og áminnt, eftir því sem við
á.
Með því myndi hann halda við
þeirri hefð sem skapast hefur; að
vera þjóðhöfðingi sem lifir og hrær-
ist með þjóðinni, hafinn yfir dægur-
þras stjórnmálamanna, en um leið
fullfær um að sinna þeim skyldum
sem embættinu fylgja. - Því vil ég
eindregið skora á Pál Skúlason að
gefa kost á sér til forsetakjörs að
þessu sinni.
TFA - Reykjavík Radíó
- svar til Eðvarðs Ólafssonar
Lárus Jóhannesson, yfirdeildarstj.
Reykjavíkur-radfós TFA, skrifar:
Þann 14. mars birtist bréf frá Eðvarð
Ólafssyni undir ofangreindri fyrir-
sögn þar sem rifjað er upp atvik er
átti sér stað þegar Dagfari GK-70 fékk
á sig brotsjó úti fyrir Reykjanesi að
morgni 21. febr. sl.
í bréfinu varpar Eðvarð fram spum-
ingunni: „Það væri fróðlegt að fá upp-
lýst hver afþakkaði þessa aðstoð. Var
hann kannski aö taka tillit til áhafn-
arinnar á Dagfara eða ættingja henn-
ar?“
Hlutverk Reykjavikur-radíós, eins og
annarra strandstöðva Pósts og síma,
er að vaka yfir og vakta öryggi sjófar-
enda, m.a. með stöðugri vöktun á al-
þjóðlegum neyðar- og kalltíðnum
sídpa, annast neyðar- og öryggisíjar-
ÍMM þjónusta
Reynsla, hæfni og fagleg þekking þeirra sem stjórna björgunaraðgerðum
hér er öllum kunn.
skipti, fjarskipti vegna beiðna um
læknisaðstoð, annast upplýsingamiðl-
un til sjófarenda með fjarskiptasend-
ingum á öryggisupplýsingum sem
miða að því að reyna að tryggja ör-
yggi sjófarenda sem best.
I umræddu tilviki, hvað varðar Dag-
fara GK-70, var ákvörðun sú sem send
var til Breka/TFGS kl. 10.10 tiltekinn
dag, um að ekki væri ástæða til að
Breki/TFGS eða Þerney/TFPC héldu
áfram á staðinn, ekki tekin af Reykja-
víkur-radíói enda ekki þess hlutverk
í tilviki sem þessu heldur, eins og
eðlilegt er, þeirra sem stjórna björg-
unaraðgerðum á svæðinu og geta lagt
til grundvallar faglegt mat á aðstæð-
um og stöðu mála hverju sinni. -
Reynsla, hæfni og fagleg þekking
þeirra sem stjórna björgunaraðgerð-
um sem þessum hér á landi er öllum
kunn.
í samræmi við ofangreint hlutverk
strandstöðvanna annaðist Reykjavík-
ur-radíó/TFA í tilviki þessu fjarskipti
og miðlun upplýsinga og tilkynninga
til aðstoðar Dagfara/ TFME, milli
björgunaraðila, þ.e. Landhelgisgæslu
og SVFÍ, og skipa sem að málinu
komu.
Fagna framboði
Guðrúnar Agn-
arsdóttur
Jón G. Jónsson skrifar:
Ég fagna mjög ákvörðun Guðrún-
ar Agnarsdóttur læknis að gefa
kost á sér í komandi kjöri til for-
seta íslands. Ég er þess fullviss að
margir vilja sjá Guðrúnu taka við
af frú Vigdísi Finnbogadóttur og
telja það í raun framlengingu á
farsælum ferli frú Vigdísar. í
þetta starf kunna margir aö verða
kallaðir áður en lýkur en aðeins
einn útvalinn. Það er við hæfi að
það verði kona en ekki karl,
a.m.k. í bráö, vegna þess að kona
er mun betur þeim hæfileikum
búin að vera sáttasemjari og mála-
miðlari en nokkur karl getur orö-
iö.
Allir hætti 65
ára gamlir
Kjartan skrifar:
Margir eru undrandi á því að
ekki skuli fyrir löngu hafa verið
orðið við óskum þess mikla fjölda
fólks sem vill fá að hætta störfúm
ekki síöar en 65 ára og fá þá rétf-
indi til fúllrar lífeyristöku úr sín-
um lífeyrissjóði. Þetta er ekki síst
undarlegt með tilliti til hinna
mörgu sem nú ganga atvinnulaus-
ir en gætu fyilt skarð þeirra sem
vilja hætta störfum. Nú eru bank-
amir að lækka sín aldursmörk og
margar aðrar starfsstéttir. Opin-
berir starfsmenn hafa svo sérkjör
að þessu leyti. Nú er orðið brýnt
að almenningur búi líka við þess-
ar reglur.
Farbann á
biskup íslands?
Kristinn Guðmundsson skrifar:
Biskupsmálið virðist ekki enn
til lykta leitt. Það sýna m.a. yfir-
heyrslur sem nú standa yfir hjá
rannsóknarlögreglu yfir a.m.k.
tveimur konum sem ásakað hafa
biskup íslands um áreitni við sig.
Ég hef hitt marga sem spyrja sem
svo hvort ekki þurfi líka að yfir-
heyra biskupinn og hvort ekki
hefði verið nauðsynlegt að setja
farbann á biskup íslands. Það er
gert við aðra sem mæta þurfa til
yfirheyrslu af minna tilefni en hér
um ræðir. Raunar er þetta mál
'allt miklu alvarlegra en ráöamenn
hér hafa viljað viðurkenna. Það er
ekkert annað og minna í húfi en
biskupsembættið sjálft. Er það
kannski ekki þess viröi að það sé
hreinsað að fullu?
Yfirdýralæknir
fyrir hverja?
Margrét Á. Jónsdóttir skrifar:
Brynjólfur Sandholt yfirdýra-
læknir segir i frétt i sunnudags-
blaði Mbl. að hann „voni að eng-
inn íslendingur leggi sér gælu-
dýrafóður til munns" og gefur þar
til kynna að litlar líkur séu á að
menn fái þannig hinn skelfilega
Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm. - Því
væri fróðlegt ef yfirdýralæknir
svaraði spurningunni um það
hvort það væri þá í lagi að gælu-
dýr landsmanna fengju riðusmit?
Rykmettuð
Reykjavík
Árni hringdi:
Ég tek undir lesandabréf í DV í
dag (25. mars) um að Reykjavík sé
yfirfull af ryki og óhreinindum.
Það er alveg ótrúlegt hve mikið
ryk er í loftinu, bara t.d. af um-
ferðinni. Það er eins og allar göt-
ur séu fúllar af mold og ryki. Þetta
sér maður hvergi erlendis og jafn-
vel víöa um landið þar sem mal-
bikið hefur verið tekið völdin,
eins og á Akureyri, er ekki svona
mikið ryk i loftinu.