Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Einangrunargreni
Einangrun í lengri tíma veldur fólki heilsuvanda og í
mörgum tilfellum verulegum geðrænum erfiðleikum.
Þetta kemur fram í nýlegri grein eftir landlækni. Þar
leggur hann til að einangrun fanga vari að öllu jöfnu
ekki lengur en þrjár til fjórar vikur.
Mörg dæmi eru um miklu lengri einangrun fanga hér-
lendis og allt upp í tveggja ára einangrunarvist. Aðrir
hafa lýst hremmingum sínum og niðurbroti eftir langa
vist, einangraðir í fangaklefa.
Grein landlæknis byggist á nýlegum erlendum rann-
sóknum. Þær rannsóknir sýna að einangrun gæsluvarð-
halds hefur í för með sér svefnleysi, þunglyndi, einbeit-
ingarskerðingu og kvíða. Líkamlegir kvillar versna með-
an á gæsluvarðhaldi stendur.
Einangrun í gæsluvarðhaldi er neyðarúrræði rann-
sóknaraðila og getur verið nauðsynleg við rannsókn
sakamála. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að að-
gerðin er svo harkaleg og mannskemmandi að takmarka
verður tíma einangrunarinnar eins og mögulegt er.
Það kom fram hjá fangelsislækni í gær að einangrun-
artími í fangelsum hérlendis hefur styst á undanfómum
árum. Undantekningar eru ef menn sitja lengur í ein-
angrun en fjórar til sex vikur. Þær.undantekningar em
þó til og einangrunin getur þá skipt mánuðum. Þá er vit-
að að menn koma skemmdir út.
Því lengur sem einangrun varir því verri áhrif hefur
hún á einstaklinginn. Klippt er á öll tengsl við umheim-
inn. Fanganum er neitað um öll bréf og það sem hann
lætur frá sér fara er grandskoðað. Hann getur ekki haft
samband við ástvini sína og hefur af eðlilegum ástæðum
miklar áhyggjur af ástandi fjölskyldu sinnar. Við þessar
aðstæður brotna menn fljótt niður.
Það getur ekki verið tilgangur fangavistarinnar að
menn komi verri út en þeir fóm inn. Því verður að hraða
mjög rannsókn mála meðan fangi situr í einangrun. Það
má aldrei gleymast að fangar hafa mannréttindi.
Við þetta bætist að aðstaða í einangrunarfangelsunum
í Reykjavík er afleit. Fangelsislæknir orðaði það svo í
gær að Síðumúlafangelsið teldist varla boðlegt einstakl-
ingum í siðmenntuðum heimi og samrýmdist ekki þeim
kröfum sem gerðar væm í dag. Menn eru dæmdir til
fangelsis en ekki mannskemmdar, sagði læknirinn.
Lýsingar á fangaklefum í Síðumúlafangelsinu eru
ófagrar og líkjast helst því sem sést hefur í bíómyndum
frá samfélögum sem við viljum ekki bera okkur saman
við. í þröngum klefum er boðið upp á steinbekk með lé-
legri dýnu. Borð á jámstólpa er skrúfað í gólfið. Stóll er
í klefanum, ófæranlegur. Þykkmúraður gluggi efst. Ekki
er aðstaða til að horfa á afþreyingarefni í sjónvarpi eða
hlusta á útvarp.
Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um aðstöðu fanga í
gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sé hún ekki
boðleg í Síðumúlanum er hún það ekki heldur við Skóla-
vörðustíginn.
Fangelsislæknirinn bendir á að enginn sé eins lágt
settur og fangar og fyrrverandi fangar. Þeir eigi sér fáa
málsvara. Því er þrýstingur á aðgerðir í þeirra þágu lít-
ill. Ábyrgðin er engu að síður yfirvalda.
Nýtt fangelsi er risið á Litla-Hraimi. Þar er aðbúnaður
allur annar en áður var. Fyrirhugað er að reisa fangelsi
á höfuðborgarsvæðinu. Það verkefni er aðkallandi. Ein-
angrunargrenin við Síðumúla og Skólavörðustíg eru eng-
um manni bjóðandi.
Jónas Haraldsson
„Hvernig má það vera að þjóðin eigi fiskimiðin en nokkrar útgerðarfamilíur eigi fiskinn í sjónum um aldur og
ævi...?“
Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur
Hver man ekki eftir því að allir
voru að barma sér yfir pólitík-
inni? Það grimma kvikindi var
svo frekt og hávært að enginn
þóttist óhultur fyrir því. Það
skreið inn í hverja smugu gjamm-
andi og glefsandi og menn fórnuðu
höndum og báðu guð að hjálpa sér.
Nú er sá tími liðinn. Eða svo
gott sem. Og nú fer mörgum eins
og þeim sem tóku andskotann út
úr sálmabókinni og settu hann síð-
an inn aftur í næstu útgáfu. Vegna
þess að enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.
Hver ræður hér?
Pólitíkin gat verið leiðinleg og
truflað sálarfriðinn en hún snerist
þó um eitthvað sem gat skipt máli.
En nú blasir helst við sá heimsó-
sómi að yfir dynja miskunnarlaust
tíðindi af einstaklingum sem
heimta að eiga síðasta orðið, hver
á sínum vettvangi. Ræður biskup í
kirkjunni eða formaður prestafé-
lagsins? Ræður presturinn eða
organistinn? Ræöur leikhússtjór-
inn eða leikararnir? Hver ræður
Slysavarnafélaginu og Almanna-
vörnum, já og hver fær að ráða því
hvort björgunarsveitin kaupir bíl?
Rangt er að segja að öll þessi
forræðismál séu ómerk með öllu.
Ekki skyldi maður setja sig á svo
háan hest. En að öllu samanlögðu
koma frá þessum málum daufleg
og leiðinleg skilaboð út um borg
og bý. Umræðan er negld niður
við það eitt hver ráði á hverjum
stað. Þegar best lætur gera menn
sig alvarlega og einbeitta á svip og
segja: Þetta eru ekki nokkur
vinnubrögð! Það var ekki talað við
mig eða okkur, þessi fór út fyrir
sitt umboð, þessi tók sér vald,
þessi gerði ekki neitt! Þar með
glutrast niður sú „pólitík" að það
skipti máli til hvers átti að nota öll
þessi slóttugu eða freku vinnu-
brögð. Það vill gleymast að menn
ætluðu sér eitthvað með sínu bar-
dúsi, allt koðnar niður í rifrildi
um það, hvernig menn fara að því
að sitja kyrrir þar sem þeir eru
komnir.
Eitthvað svipað einkennir
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
einatt það sem enn er eftir af eig-
inlegri pólitík. Stjórnmálaflokkar
eru stundum að fitja upp á stefnu-
málum og leggja á einhver ráð, þó
nú væri. En athygli fá þeir helst
ekki nema það sé einhver hana-
slagur innan þeirra. Til dæmis
hefur líklega verið sagt og skrifað
tíu sinnum meira um síðasta for-
mannskjör í Alþýðubandalaginu
en um allt annað s'em sá flokkur
hefur verið að bauka. Og ef Al-
þýðuflokkinn ber á góma spyrja
menn um aðeins eitt: kemur Jó-
hanna aftur eða ekki?
Pólitík hefur áður verið mjög
persónugerð á íslandi, ekki vantar
það. En raunverulegur skoðanaá-
greiningur og hugmyndabarátta
fengu að fylgja með í því dæmi.
Nú erum við stödd á þeim amer-
íska tíma þegar skoðanir og stefna
skipta litlu sem engu, en ímyndin
er allt. Menn eiga að koma vel fyr-
ir. Menn eiga að vera trúverðugir.
Ef þeir eru trúverðugir þá er þeim
trúandi til... ja hvers? Menn kom-
ast sjaldan svo langt að spyrja að
því. Botninn er suður í Borgar-
firði.
Skoðanafælni og afneitun
Þetta ástand er ekki samsæri
gegn almenningi. Landsins þegnar
eru satt best að segja ekkert sér-
lega móttækilegir fyrir þá ósvífni
og þau friðarspjöll að menn hafi
skoðun og vilji beita sér fyrir
henni. Þeir eru skoðanafælnir sem
aldrei fyrr. Þeir eru um leið haldn-
ir algengum kvilla sem kallaður er
afneitun. Afneitun er í því fólgin
að menn viija helst ekki heyra
óþægileg tíðindi. Hún er líka fólg-
in í því að menn í leti sinni gefast
upp við að setja sig inn í snúin
mál.
Því er dauft yfir því stórmáli
sem varðar hvern íslending:
hvernig má það vera að þjóðin eigi
fiskimiðin en nokkrar útgerðarfa-
milíur eigi fiskinn í sjónum - um
aldur og ævi að því er dómstólar
segja? Því er enn daufara yfir því,
að við lifum á tímum dæmalausra
„eignatilfærslna". En það er kurt-
eist feluorð yfir þá þróun sem er
að gerast hjá okkur og allt um
kring, að þeir sem mest hafa fá
enn meira - í eignum, tekjum,
skattfríðindum, starfslokasamn-
ingum og eftirlaunum. Meðan
plokkað er af þeim sem minnst
hafa og það fjarar undan þeim
stóra hópi sem búið hefur við
millistéttarkjör. Við skulum ekki
fást um svoleiðis. Við skulum
horfa í aðra átt. Hvað er að frétta
af séra Flóka í dag?
Árni Bergmann
„Afneitun er í því fólgin að menn vilja
helst ekki heyra óþægileg tíðindi. Hún er
líka fólgin í því að menn í leti sinni gefast
upp við að setja sig inn í snúin mál.“
Skoðanir annarra
Frá hugsunarhætti
einokunarinnar
„Háeflún fyrirtækja tekur sinn tíma og felst ekki
eingöngu í því að breyta eignarforminu ... Ríkið er
ekki lengur sá bakhjarl sem var til staðar óháð því
hvemig reksturinn gekk, óháð þvi hvernig þjónusta
var veitt. Ef þjónustan er slæm koma engir pening-
ar í kassann, fyrirtækið skilar ekki hagnaði og
starfsmennirnir missa vinnuna. Á endanum er það
allra hagur að komast frá hugsunarhætti einokunar
tfl hugsunarháttar samkeppninnar; að veita góða
þjónustu, að viðskiptavinurinn komi aftur.“
Hrönn Hrafiisdóttir í Alþbl. 26. mars.
Þjóðaratkvæði
„Þegar EES-samningurinn var til meðferðar hjá
Alþingi tók Morgunblaðið afstöðu gegn kröfum um
að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, á
þeirri forsendu að ekki væri hefð fyrir slíku hér á
landi. Ekki hefði verið viðhaft þjóðaratkvæði um
aðra milliríkjasamninga eða um mikilvæg innan-
landsmál ... Þetta breytir þó ekki því, að þjóðarat-
kvæðagreiðslur hafa ýmsa kosti ... Mál, sem nýtur
raunverulegs meirihlutafylgis meðal kjósenda, getur
strandað á því að þingheimur endurspegli ekki vilja
þjóðarinnar vegna úrelts kjördæmakerfis."
Úr forystugrein Mbl. 26. mars.
Vinnulöggjöfin
„Vinnustaðafélög og staða aðila fyrir og eftir lög-
in verða efnisákvæði sem koma til meðferðar Al-
þingis ... Sú afstaða stjórnarandstöðunnar að leggj-
ast eindregið gegn þinglegri meðferð málsins er
gagnrýni verð. Við þá meðferð gafst gott tækifæri til
þess að hafa samráð um þessa mikilvægu lagasetn-
ingu, ekki síst við samtök launþega. Stjómarand-
staðan hefur þar að auki verkstjórn í því máli, því
stjórnarandstæðingur er formaður félagsmálanefnd-
ar.“ Úr forystugrein Tímans 26. mars.