Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 15 Njörð P. Njarövík sem forseta Þaö er ekki sérstaklega bjart yfir lífi íslensku þjóðarinnar þessi misserin. Hvarvetna blasa viö ágreiningsmál sem sundra þjóð- inni. Gömul gildi, sem löngum hafa þótt heilög, njóta síminni tausts og stuðnings. Haldreipin gömlu trosna og slitna hvert af öðru. Á götum þéttbýlis ríkir óöld of- beldis, lífsflótta og vonleysis. Dreifbýlið ber víða ekki sitt barr eftir aðsóknir síðustu ára. Stéttar- félögin vígbúast þessa dagana til að bjarga réttindum sínum. Stór hópur ungs fólks fyllist vonleysi og sér ekki lengur ástæðu til að þreyja þorrann hér, flýr ættland sitt sem því þykir hafa brugðist. Hnípin þjóð í vanda. Kjallarinn Þórður Helgason lektor í Kennaraháskóla íslands „íslendingar verða að bera gæfu til að eignast sameiningartákn sem yfir dægur- þras er hafið, forseta sem setur menn- ingu, mannúð og jafnrétti í hásæti.“ Ekki úr röðum stjórnmálamanna Brátt bíður það okkar að taka ákvörðun um hverjum við treyst- um best til að sitja á forsetastóli næstu árin. Því miður hefur um- ræðan um það val drukknað í hneykslismálum, sundurlyndistíð- indum og öðru dægurþrefi. Því miður, segi ég, því nú þykir mörg- um góðum manninum sem mjög ríði á að þjóðinni takist valið sem best. íslendingar verða að bera gæfu til að eignast sameiningar- tákn sem yfir dægurþras er hafið, forseta sem setur menningu, mannúð og jafnrétti í hásæti. Það er bjargfost sannfæring mín að slíkur forseti kemur ekki úr röð- um stjórnmálamanna. Á þeim vettvangi eru fáir skildir hreinir. Þeim, sem þar hafa komið við sögu, er vart treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Ég hef þekkt dr. Njörð P. Njarðvík prófessor um árabil. Mér er fullljóst af þeim góðu kynnum að þar fer maður sem fyllilega stendur undir þeim kröfum sem ég geri til æðsta emb- ættismanns þjóðar minnar. Engan mann þekki ég jafn verðugan til að taka við embætti úr höndum Vig- dísar Finnbogadóttur sem þjóðin bar gæfu til að kjósa fyrir 16 árum og sinnt hefur starfi með þeim glæsibrag að hvarvetna hefur vak- ið athygli og aðdáun. Gæddur kostum leiðtoga Þeir sem þekkja Njörð P. Njarð- vík vita að hann er fjölmenntaður maður. Hann hefur lengi staðið í framvarðasveit íslenskrar menn- ingar og látið þar gott af sér leiða. Njörður er kennari góður og kröfuharður. Hann hefur samið fjölda skáldverka, skáldsögur, ljóð og leikrit og verið afkastamikill þýðandi og notið þar frábærrar tungumálakunnáttu. Hann hefur ritað mikið um bókmenntir, allt frá vönduðum ritdómum tO kennslu- og fræðibóka á sínu sviði. Á síðustu árum hafa margir les- ið ákaflega góðar greinar Njarðar, um brýn málefni líðandi stundar. Þar hefur jafnan farið saman list- ræn framsetning og djúp speki. Njörður er gæddur kostum leið- togans sem við þörfnumst nú. Hann setur sig ofar dægurþrasi og greinir þá meginþræði sem leitt geta til farsældar þjóðarinnar. Þeir sem vilja velja tU foseta ís- lands menntaðan mann og víðsýn- an, áhugamann um íslenska tungu og menningu, munu staldra við nafn Njarðar P. Njarðvík. Kæri lesandi. Við skulum sameinast um að hvetja dr. Njörð P. Njarðvík prófessor til að gefa nú kost á sér til að verða næsti forseti íslensku þjóðarinnar. Þórður Helgason Njörður P. Njarðvík rithöfundur. - „Hefur lengi staðið í framvarðarsveit ís- lenskrar menningar," segir greinarhöfundur m.a. Mannanofn otí mannanafnanefnd Frelsi tU þess að skíra börnin sín þeim nöfnum sem fólkið í land- inu viU er í föstum skorðum. Ef fólk vUl skíra nöfnum sem því finnst faUeg en finnast ekki á skrá hjá mannanafnanefnd er hægt að sækja um hjá fyrrgreindri nefnd sem í flestum tilfellum hafnar nöfnunum sem sótt er um. VUji maður t.d. láta skira tveimur nöfn- um en nefndin hafnar öðru þeirra þarf sem sagt að láta skíra barnið öðru nafninu en nefna það hinu, þrjóskist maður við og vilji ekki skíra öðru nafni en því sem var hafnað hjá mannanafnanefnd. Jónanna og Díanna Það má skíra unga íslendinga ýmsum nöfnum sem ekki eru tU hjá fyrrnefndri nefnd ef annað for- eldrið er af erlendu bergi brotið. Þetta finnst mér persónulega vera brot á rétti þeirra sem eru íslend- ingar í báðar ættir því þessi börn koma tU með að vera saman í skóla. Vinnureglur mannanafna- nefndar voru samþykktar á fund- um hennar 17. ágúst og 12. október 1993 og mér er sagt að þetta séu reglur sem nefhdinni eru settar af hálfu dómsmálaráðuneytisins. Því settu nefndarmenn ekkert út á þessar reglur ef þeim finnst þær ekki vera réttlætanlegar gagnvart því fólki sem vUl skíra börnin sín þeim nöfnum sem því finnst fal- leg? 2. grein laga nr. 37/1991 um mannanöfn hljóðar svo: „Eigin- nafn skal vera íslenskt eða hafa Kjallarinn Magnús Þ. Magnússon nemi við Bændaskólann á Hvanneyri unnið sér hefð í íslensku máli. Það má ekki brjóta í bág við islenskt málkerfí. Eiginnafn má ekki held- ur vera þannig að það geti orðið nafnbera tU ama. Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kvenmannsnafn." Ef fólk hefur áhuga á því að kynna sér vinnu- reglur mannanafnanefndar vU ég benda því á að fara á Hagstofuna og fá aö líta í gögn um nöfn sem samþykkt hafa verið af nefndinni - og hafhað. Þar er margt skrítið að sjá. Nafnið Kleópatra, sem flest- ir ef ekki aUir íslendingar þekkja, fékk höfnun hjá mannanafnanefnd því báðir foreldrarnir eru af ís- lensku bergi brotnir en nöfn eins og Konkordía, Atla og Bóel (sem eru stúlkunöfn), Assa, Aagot, Dóróthea, Edith, Evfemía, Fransiska, Gabríela, Gissunn, Gré- löð, Hödd, Högna, Hörn, Irpa, íma, Jara, Kormlöð, Louise, Lydia, Marsibil, Mist, Nikólína, Mínerva, PoUý, Sabína, Selja, Thea, Tóka, Úndína, Véný, Ýrr, Þeódóra, Ægi- leif og Ölveig eru samþykkt hjá mannanafnanefnd. Hér eru tvö nöfn, það fyrra sam- þykkt frá 1. september 1994 en því seinna hafnað frá sama tima vegna þess að það eru tvö n í nafn- inu; Jónanna samþ. Díanna hafn- að. Dæmi nú hver fyrir sig. Þegar ég lét skíra dóttur mína gat presturinn ekki sagt upphátt nafnið Kleópatra vegna þess að þá hefði hann verið að brjóta lög. Þótt amman sem hélt barninu undir skírn nefhdi bæði nöfnin gat prest- urinn aðeins nefht seinna nafnið, Líf; Kleópatra stóð í honum. Mér hefur verið sagt að fyrir Alþingi liggi frumvarp um breytingar á starfsreglum mannanafnanefndar en ég legg tU að nefndin verði lögð niður. Mannanafnanefnd er er tíma- skekkja og væri hægt að spara rík- inu aUa þá peninga sem fara í að borga nefndinni og nota þá í t.d. heilbrigðiskerfið. Það er fáránlegt að allir íslend- ingar skuli ekki vera undir sama hatt settir með nöfn á börnunum sínum, hvort sem þeir eru fæddir hér á landi eða hafa flutt til lands- ins eftir að þeir urðu fuUorðnir og gifst íslendingum. Það eiga aUir ís- lendingar að hafa sama rétt á því að skíra börnin sín þeim nöfnum sem þeir vUja, svo fremi þau séu ekki afbökun á öðrum nöfnum. í lýðræðisríkjum hafa aUir þegnar sama rétt en á íslandi er það mismunandi; fer jafnvel eftir þvi undan hvaða Jóni maður er. Lýðræðisríki kaUast það þegar fólkið í landinu fær að kjósa um atlar helstu áhrifastöður í þjóðfé- laginu, frá forseta tU yfirmanna á dagheimUum, en á íslandi ríkir þingræði og ráðherrar sjá um að skipa sínum mönnum í þær áhrifastöður sem losna þegar þeir eru við stjórnartaumana. Það vantar aUa siðfræði hjá okkar háu herrum i þinginu. Magnús Þ. Magnússon „Mannanafnanefnd er tímaskekkja og væri hægt aö spara ríkinu alla þá pen inga sem fara í aö borga nefndinni og nota þá í t.d. heilbrigðiskerfið.“ Með og á móti Var rétt að auka aflaheim- ildir smábáta? Vilji þorra landsmanna „Ég tel að nýorðnar breytingar á ákvæðum laga um stjórn fisk- veiða er eiga við krókabáta marki upphaf- ið að formlegri viðurkenningu mikils meiri- hluta Alþingis á mikilvægi smábátaútgerðarinnar. Hér eftir munu aflaheimildir þeirra ein- ungis Uggja upp á við. Með því að hlutfaUstengja aflaheimUdir krókabáta við núgildandi aflahá- mark í þorski er verið að festa í sessi veiðikerfi þeirra og viður- kenna að hluta tU þá sóknar- aukningu sem orðið hefur hjá þeim. Að rýmka rétt krókabáta höfðar og mjög vel tU almenn- ings og nýtur án efa fylgis meiri- hluta landsmanna. Við nýtingu auðlindarinnar er einnig farið að gera þá kröfu að það sem úr henni er tekið skapi sem mesta atvinnu í landi og sé skUað til vinnslu samdægurs. Eftir því er tekið að smábátarnir eru fremri öðrum útgerðarflokkum hvað þetta áhrærir. Þeir uppfyUa aUar þessar kröfur um lágmarks- kostnað við veiðarnar og allt það sem veitt er er komið með að landi og veiðarnar stundaðar á umhverfisvænan hátt. Samþykkt frumvarpsins mun virka sem vítamínsprauta fyrir atvinnulíf í mörgum sjávarplássum landsins og breyta uppgjafartón í bjart- sýni. Skref til baka til 19. aldarinnar Það er búið að rífa af ein- um til að færa öðrum á silfur- fati. Þessir að- ilar áttu auð- vitað ekki að fá neitt en þeir höfðu 3000 tonn fyrir sem þeir fengu við síðustu úthlut- un. Sú tala er nú áttfolduð og við hinir gabbaðir af stjórnvöld- um til þess að þegja með því að okkur er sagt að þetta eigi að vera föst tala sem ekki breytist þótt þorskaflaheimUdir verði auknar. Ákvörðun ráðherra þýð- ir það hér á Fáskrúðsfirði að þó að þorskaflaheimUd verði aukin í 250 þúsund tonn þá fer tveggja vikna vinna fyrir bí. Þeir bátar hér sem tekiö hafa á sig mest af aflaskerðingum til þessa hafa verið í öörum tegundum, en nú má búast viö því að þær verði minnkaðar á móti aukinni þorskveiðiheimild og aukningin lendi því öU hjá smábátum. Það væri kannski aUt í lagi ef stefn- an er sú að færa sjósóknina yfir í 19. öldina þannig að allir fari bara yfir á þessa smábáta. Það er alveg klárt að það verða mjög hörð viðbrögð við þessu útspili ráðherra og það er líka á hreinu að margir þeir sem hvaö harð- astir hafa verið með kvótafyrir- komulaginu við stjómun fisk- veiða eru nú að snúa við honum baki. Þegar ráðherra, sem á að standa vörð um kerfíð, bregst svona algjörlega hlýtur annað að bregðast með. Ég held að stuðn- ingur viö kvótann hafi hvergi verið harðari en hér fyrir aust- an, en hann er nú að linast mik- iö. -SÁ Eirikur Ólafsson, útgerðarstjóri Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga. Orn Pálsson, for- maður Landssam- taka smábátaeig- enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.