Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Síða 18
34
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
íþróttir_________________________________________________________________________________________dv
1 ff M U <
l 1 m m m % - JF
Hersey Hawkins og félagar hans í Seattle Supersonics unnu Washington nokkuö örugglega í nótt og Seattle vann
þar með fjórða sigur sinn í röð í NBA-deildinni.
Þorvaldur
ekkert með
í mánuð
- sleit vöðva í læri og kviðslitinn að auki
„Það orðnar um fjórar vikur sið-
an að ég sleit vöðva aftan í læri. Ég
veit ekki ennþá hversu alvarlegt
þetta er en ég fór núna fyrst í byrj-
un vikunnar að hreyfa mig eftir að
slitið átti sér stað. Ofan á þetta
kemur svo í ljós að ég er nárakvið-
slitinn. Ef allt gengur að óskum er
ég að vonast eftir að geta spilað síð-
ustu leikina á tímabilinu en það er
of snemmt að spá nokkru fyrir um
það á þessri stundu,“ sagði Þor-
valdur Örlygsson landsliðsmaður
hjá enska 1. deildarliðinu Oldham í
samtali við DV í gærkvöldi.
Staða liðsins slæm
Nokkrir mánuðir eru siðan að
Þorvaldur skrifaði undir tæpan
fjögurra ára samning við Oldham
en þar áður lék hann með Stoke og
Nottingham Forest.
Oldham hefur gengið allt í mót
frá því um áramót og er nú svo
komið að liðið er komið í bullandi
fallhættu. Það er sú staða sem fáir
áttu von á þegar keppnistímabilið
hófst. Liðinu var spáð góðu gengi
og vildu sumir meina að liðið færi
upp í úrvalsdeildina.
Meiðsli á leikmönnum hafa
komið niður á liðinu
„Auðvitað hefur gengið á liðinu
ekki verið eins og flestir vonuðust
eftir. Liðið hefur farið illa með
tækifærin og svo hafa margir leik-
menn verið óheppnir að lenda í
meiðslum. Þetta hefur að vonum
sett strik í reikninginn. Þótt staðan
sé slæm eru menn að vona að lið-
inu takist að rétta úr kútnum og
haldi sæti sínu í 1. deild. Þrátt fyr-
ir öll meiðslin er ég mjög ánægður
hjá Oldham. Hér er allt annar
vinnuandi en var hjá Stoke,“ sagði
Þorvaldur Örlygsson.
-JKS
Haukastúlkur
í úrslitaleik
- eftir sigur á Fram í gærkvöldi
Haukastúlkur
tryggðu sér sæti í úr-
slitaleik gegn Stjörn-
unni um íslandsmeist-
aratitil kvenna í hand-
knattleik eftir sigur á
Fram, 18-17, í gær-
kvöldi. Haukar unnu
því báðar viðureign-
irnar gegn Fram.
„Þetta var ekki góð-
ur leikur. Það var
alltof mikið um mistök
af hálfu beggja liða.
Bæðin liðin voru of
taugaspennt. Við verð-
um að leika betur gegn
Stjörnunni í úrslitun-
um. Við munum und-
irbúa okkur af kost-
gæfni fyrir þá leiki,“
sagdði Judith Estergal,
þjálfari og leikmaður
Haukaliðsins, við DV
eftir leikinn.
Þrír leikmenn fengu
að líta rauða spjaldið í
leiknum. Fyrri hálf-
leikur var slakur en sá
síðari var skemmtileg-
ur og spennandi. Jafnt
var, 15-15 og 17-17, en
það var Ragnheiður
Guðmundsdóttir sem
skoraði sigurmarkið.
Judith og Auður
voru bestar hjá Hauk-
um en Ama, Kolbrún
og Hafdís hjá Fram.
Mörk Stjörnunnar:
Judith 5/1, Auður 4,
Hulda 3, Ragnheiður 3,
Thelma 2, Kristín 1.
Varin skot: Alma 9,
Vigdís 1/1.
Mörk Fram: Ama
8/5, Hafdís 4, Berglind
2, Hekla 1, Kristin 1,
Svanhildur 1. Varin
skot: Kolbrún 16.
JKS/ HS
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Fyrsti ósigur Orlando
heima í rúmt eitt ár
í nótt gerðust þau undur og stór-
merki í NBA-deildinni í körfuknatt-
leik að lið Orlando Magic tapaði
loks á heimavelli sínum. Orlando
hafði unnið 40 heimaleiki í röð og
auðvitað hlaut að koma að því fyrr
eða síðar að liðið yrði sigrað í Or-
lando. Og fyrstir til að gera það í
rúmt ár voru Erwin Magic Johnson
og félagar í Los Angeles Lakers.
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt:
Orlando-LA Lakers .........91-113
Toronto-Atlanta...........111-114
Cleveland-Washington .......89-96
Detroit-Vancouver ..........86-75
Indiana-Boston ............103-96
Houston-NY Knicks...........74-83
Denver-Charlotte ... (2 frl.) 112-119
Phoenix-Sacramento.......102-98
LA Clippers-Milwaukee .... 103-97
Golden State-Seattle.....102-114
„Því miður hlaut að koma að því
að þessari glæsilegu sigurgöngu
lyki. Þrátt fyrir ósigurinn gegn
Lakers er ég mjög stoltur af strák-
unum,“ sagði Brian Hill, þjálfari Or-
lando, eftir leikinn í nótt og Dennis
Scott bætti við: „Það eina góða við
að tapa þessum leik var að nú þurf-
um við ekki að hugsa um þetta met
fyrir hvem einasta leik í deildinni.“
Síðasti tapleikur Orlando á
heimavelli var gegn Utah Jazz 14.
mars í fyrra.
Nick Van Exel var stigahæstur
hjá Lakers og skoraði 22 stig en
Eddie Jones kom næstur með 18.
Cedric Ceballos lék á ný með Lakers
og átti frábæran síðari hálfleik og
sneri leiknum við fyrir Lakers. Hjá
Orlando skoraði Shaquille O'Neal
23 stig og Penny Hardaway 21. „Ég
held að jafnvel þó Horace Grant
hefði leikið með Orlando þá hefðu
þeir verið í vandræöum," sagði
Erwin Magic Johnson eftir leikinn,
en hann skoraði 14 stig og átti 7
stoðsendingar. „Lakersliðið gekk á
öllum og vel það í kvöld,“ sagði
Magic enn fremur.
Denver og Charlotte háðu æðis-
gengna baráttu í Denver og þurfti
tvær framlengingar til að fá fram
úrslit. Larry Johnson og Dell Curry
skomðu 20 stig fyrir Charlotte.
New York lék frábæran vamar-
leik gegn Houston og hafði 22 stiga
forskot í leikhléi. Leikmenn Hou-
ston söxuðu á forskot Knicks í síð-
ari hálfleik en náðu ekki að gera
leikinn spennandi í lokin. John
Starks lék vel að þessu sinni fyrir
Knicks og skoraði 21 stig. Hins veg-
ar mætti lið Houston með vængbrot-
ið til leiks. Hakeem Olajuwon, Ro-
bert Horry, Clyde Drexler, Sam
Cassell og Mario Elie em allir
meiddir og munar um minna.
Charles Barkley skoraði 29 stig
fyrir Phoenix Suns, sem þrátt fyrir
lélega hittni marði sigur gegn
Sacramento Kings. -SK
Roberto Baggio.
Baggio ekki með
Allar líkur eru taldar á því
að stórstjarnan Roberto
Baggio hjá AC Milan spili
ekki með ítölum á Evrópu-
mótinu á Englandi í sumar.
„Ég held að það séu 90% líkur
á því að ég muni ekki velja
Baggio í liðið. Baggio hefur
átt slæmt tímabil með Milan í
vetur og það er ástæðan fyrir
því ef ég vel hann ekki í lið-
ið,“ sagði Sacchi þjálfari ítala.