Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
Spurningin
Hvernig heldur þú að veðrið
verði í sumar?
Guðmundur Gíslason skrifstofu-
maður: Það hlýtur að verða gott.
Birgir Kornelíusson sendill: Gott
veður.
gott.
Andri Gíslason nemi: Hundlélegt
veður.
Pétur Axel Pétursson: Ég held að
það verði suðsuðvestan 4 og skyggni
ágætt.
Lesendur
Siðamat á biskup
Guðmundur Rafn Geirdal skrif-
ar:
Þær umræður sem hafa átt sér
stað á undanfórnum vikum um
hugsanlega nauðgunartilraun bisk-
ups sem þáverandi prestur á einu
sóknarbarni sínu og vitnisburði frá
öðrum um kynferðislega áreitni af
hans hálfu, leiðir hugann óneitan-
lega að heildarhæfni hans sem yfir-
manns þjóðkirkju okkar. Spurning
mín er þessi: Er hann nægilega hæf-
ur eður ei, hvort sem hann er sekur
eða saklaus af ofangreindum ásök-
unum?! Ein leið til að meta þetta er
að líta í Nýja testamentið sem á að
vera forskriftin að lífi og starfi bisk-
ups og allra sannkristinna manna.
Nú er mín spurning þessi: þegar
þið sem lesendur þessara lína lesið
ofangreindan biblíutexta yfir, finnst
ykkur þá að núverandi biskup, Ólaf-
ur Skúlason, uppfylii þessi skilyrði,
eða ætti hann að víkja og leyfa
hugsanlega einhverjum hæfari að
koma í sinn stað?
Til að brjóta betur niður það sem
segir í Nýja testamentinu og reyna
að koma því á betra nútímamál, þá
væri till'aga mín að niðurröðun
þessi á æskilegum eiginleikum bisk-
ups: Óaðfinnanlegur, einkvæntur,
eða að hjónabönd/sambúð standi
stöðug, bindindissamur, hóglátur,
háttprúður, gestrisinn, góður fræð-
ari, ekki ofsafenginn heldur gæfur,
ekki deilugjarn, ekki fégjarn, góður
heimilisfaðir, laginn við að hvetja
börn sín til hlýðni og siðprýði,
reyndur í trúnni til að draga úr lík-
um á að hann ofmetnist í embætti,
Ólafur Skúlason, biskup íslands. - Hefur marga kosti til að bera, en er ekki
óaðfinnanlegur, að mati Guðmundar Rafns.
hafa góðan orðstír meðal þeirra sem
standa fyrir utan kirkjuna.
Herra Ólafur Skúlason hefur
marga kosti til að bera, enda hefði
hann vart verið kosinn biskup ef
svo hefði ekki verið. En strax má
sjá að hann er ekki óaðfinnanlegur.
Nægir að vitna til Vilhjálms Árna-
sonar, kennara í siðfræði við Há-
skóla íslands og eins nefndarmanna
siðanefndar Prestafélags íslands,
sem vildi meina í grein sem hann
ritaði í Morgunblaðið, að konurnar
hefðu leitt fram rökstuddar grun-
semdir um kynferðislega áreitni af
hálfu biskups og því sé þetta sið-
ferðileg spurning, svo alvarleg, að
hann telur að biskup eigi að víkja,
alla vega um stundarsakir. Ég hvet
lesendur til að íhuga þetta, og
einnig hvort rökrétt sé að hann víki
og annar hæfari taki við í staðinn.
Dómskerfið úr sér gengið
Jóhann Snæfeld skrifar:
Hinn 10. nóvember er grein í DV
um 19 ára pilt sem er ekki með réttu
ráði. Hann veldur tjóni í Önund-
arfirði júní 1993, kveikir í tveimur
húsum, og það segir enginn heil-
brigðu fólki þá sögu að maðurinn sé
á heilsubótargöngu og vaði inn 1 öll
hús á leiðinni og kveiki eld til að
hita sér.
Dómur á ísafirði er út í hött: 6
mánaða skilorðisbundinn dómur
þýðir það að maðurinn er stundum
undir eftirliti í 6 mánuði. Það ætti
að senda manninn á togara í þann
tíma sem launin hans dygðu til að
borga skaðann sem hann olli. Ég er
Önfírðingur og veit að þessir bú-
staðir voru mjög vel búnir báðir
tveir og þetta tjón er örugglega 10
milljónir í Önundarfirði. í Reykja-
vík teldist þetta helmingi meira.
Ranglátt. Það kostar ekki minna að
byggja hús eða endurnýja á lands-
byggðinni en í Reykjavík. Hvað um
það. Það eru byggð á vegum ríkisins
aUs kyns hæli og fangelsi en það
gleymist að þessir afplánendur hafa
ekkert að gera. Það þarf að finna
eitthvað til að nýta þessa menn og
fá þá til að virkja sig og kenna þeim
að vinna. Láta þá gleyma hvers kon-
ar aular þeir eru orðnir, ég veit að
því meira sem maður vinnur þá
gleymir maður vandamálunum.
Krafan í yfirfyrirsögn DV er 9,1
milljón, en í pistlinum er talað um
skaðabótakröfur upp á samtals á
áttundu milljón og var vísað frá
dómi. Er þetta hægt? I kröfunum
þótti ekki nógur rökstuðningur og
mið tekið af efnahag. Er það hægt?
Ég vona að héraðsdómur Austur-
lands eyði ekki löngum tíma í mál-
ið. Þeir ættu að að vita að maðurinn
er félaus. Þriggja mánaða skilorð,
og maðurinn er með etirlitsmann á
launum hjá ríkinu til að leyfa hon-
um að spranga um og skoða hvaða
hús sé næst.
Leikskoli við Hæðargarð
Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
skrifar:
Sem íbúi í hverfinu fagna ég því
að borgaryfírvöld hafa ákveðið að
byggja nýjan leikskóla þar. Breyt-
ingar í eldri hverfum eru alltaf
vandmeðfarnar. Starfsfólki Borgar-
skipulags var falið að finna leikskól-
anum staðsetningu og tel ég það
fullvíst að þar hafi verið farið yfir
alla mögulega kosti, og sá besti val-
inn.
Ég tel það nokkuð víst að ekki
hefði fundist betri staðsetning fyrir
leikskólann þó svo að aðrir hefðu
verið við stjórnvölinn. Breyting á
skipulagi í eldri hverfum kallar oft
á mótmæli íbúa, enda röskun á því
ástandi sem er til staðar, en ég tel
það ekki rétt að nota börnin til að
koma þessum mótmælum á fram-
færi eins og gert var í DV 20. mars
þjónusta
„Eg treysti starfsfólki Borgarskipulags til að koma með lausnir á umferðar-
málum við Hæðargarð," segir m.a. í bréfinu.
sl.
Myndin sem birtist með greinum
um leikskólann er af börnum í
Breiðagerðisskóla, sem voru í leik í
frímínútum. Þau voru fengin til að
stilla sér upp fyrir ljósmyndun, án
þess að gera sér fullkomlega grein
fyrir því hverju þau voru að mót-
mæla, enda hafa þau ekki aldur til
að mynda sér skoðanir á skipulags-
málum, og þá sérstaklega ekki er
þau fá bara að heyra eina hliðina á
málinu.
Ég treysti starfsfólki Borgar-
skipulags til að koma með lausnir á
umferðarmálum við Hæðargarð og
tvinna saman lóð Breiðagerðisskóla
og leikskólans, þannig að allir geti
verið sáttir, eða í það minnsta börn-
in í hverfinu.
Vinnustaða-
samninga í gildi
Óskar skrifar:
Víðast þar sem vinnustaða-
samningar eru gilda betri kjara-
samningar en á vegum hinna al-
mennu stéttarfélaga. Nýlega hef-
ur t.d. starfsfólk í Slippstöðinni
Odda á Akureyri hækkað í laun-
um um 6% með gerð vinnustaða-
samnings. Hins vegar skil ég
ekki hvers vegna starfsmennim-
ir þurfa að vera áfram í hinum
mismunandi verkalýðsfélögum
þegar þeir eru væntanlega líka í
starfsmannafélagi I fyrirtækinu.
Að mínu mati þarf að vinda
bráðan bug að því að koma
vinnustaðasamningum í gildi
eins víða og mögulegt er.
Stjórnarskrár-
málið
Bjarni Sigurðsson skrifar:
Enginn skilur í því hvers
vegna stjórnmálamenn, en þó
fyrst og fremst ráðamenn þjóðar-
innar, draga að ljúka endurskoð-
un stjórnarskrárinnar. Sí og æ
koma upp atvik sem strandá
beinlínis á því að stjórnarskráin
er í tætlum, ef svo má að orði
komast, og það að „rjúfa þurfi
þing og kjósa tvisvar" virðist
endalaust skálkaskjól þing-
manna sem raunar valta yfir
óskir almennings í flestum
greinum. - Ég skora á hinn rögg-
sama forsætisráðherra að láta
þetta verk hafa forgang?
Riða samt, yf-
irdýralæknir
Guðrún Kristinsd. skrifar:
í frétt í DV sl. þriðjudag er
haft eftir yfirdýralækni í tilefni
riðuveikinna í breskum naut-
gripum: „Sem betur fer er þetta
ekki sama veikin og er i íslenska
sauðfénu en hún er af líkum
stofni.“ - Það er nú riða samt, yf-
irdýralæknir. Og yfirdýralæknir
staðfestir um leið að „við“
(hverjir sem þeir nú eru) höfum
einungis haft tvö tilfelli af þess-
ari hættulegu Creutzfelt-Jakob
veiki sem er í fólki. Ég krefst
allsherjar úttektar á þessu máli.
Dæmin sanna að engu er að
treysta hér á landi þegar verja
þarf opinbert eftirlit.
Leikurum L.R.
bjargað
R.S.P. skrlfar:
Nú er búið aö ráða enn einn
leikhússtjórann til Leikfélags
Reykjavikur. í þetta sinn konu
og nú ætti Jafnréttisráð að vera
ánægt enda stóð aldrei annað til
að þess mati eins og fram hefur
nú komið. Ráðning nýrekins
leikhússtjóra var bara feilspor
sem ekki verður liðið aftur! Og
allir innanhússmenn hjá L.R.
eru sammála um að þeim hafi
verið bjargað og er því frurn-
kvöðullinn að ráðningu nýja
leikhússtjórans kysstur í bak og
fyrir. Og svo, og svo? Endurráða
alla sem reknir hafa verið, þá
fyrst ríkir andrúmsloft vinsælda
í Borgarleikhúsinu. Og það er
það sem gildir, aö leikararnir
séu ekki í fýlu. Hvorki fyrir eða
eftir sýningu.
íslandsbanki
orðinn ríkur
- vill kaupa fyrir gróðann
Magnús Ólafsson hringdi:
Dæmigert í rekstri íslenskra
fyrirtækja. Ekki fyrr búið að
sýna afkomutölur í plús en
ákveðið er að eyða gróðanum.
Nú er íslandsbanki orðinn svo
ríkur að forsvarsmenn telja að
best sé að kaupa Búnaðarbank-
ann. Það skilar hagræðingu, seg-
ir þeir hjá íslandsbanka. En
hver á að borga á móti? Auðvit-
að ríkið. Nema hvað? Mikiö
andsk. .. er þetta allt keimlíkt í
viðskiptalífinu hér á landi.