Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996 Fólk í fréttum Þórarinn Tyrfingsson Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, var í DV-fréttum í gær er SÁÁ tryggði sér framtíðaraðstöðu að Staðarfelli í Dölum. Starfsferill Þórarinn fæddist í Reykjavík 20.5. 1947 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR 1967 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1975. Þórarinn var heilsugæslulæknir á Hvammstanga 1977-79, hefur verið læknir hjá SÁÁ frá 1979 og unnið að skipulagningu meðferð- armála þar frá 1980. Hann var yf- irlæknir á Sogni 1980-86, i Vík frá 1986, á Staðarfelli frá 1980, á Vogi frá 1984 og yfirlæknir á stofnun- um SÁÁ samkvæmt nýrri skipan frá 1990. Þórarinn sat í stjórnskipaðri nefnd um úrbætur i áfengisvörn- um 1984— 86. Hann var kosinn formaður SÁÁ 1988. Þórarinn lék handbolta með meistaraflokki ÍR 1964-75 og 1983, var í unglingalandsliðinu í hand- bolta 1965 og í stjórn handknatt- leiksdeildar ÍR 1964-70 og formað- ur 1981-82. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 7.4. 1969 HOdi Guðnýju Björnsdóttur, f. 26.4. 1944, kennara. Hún er dóttir Björns Einarssonar, rafmagns- tæknifræðingur í Kópavogi, og k.h., Gunnvarar Braga Sigurðar- dóttur, dagskrárstjóra barnaefnis Ríkisútvarpsins, en þau eru bæði látin. Börn Þórarins og HUdar eru HaUdóra Kristín, f. 23.12. 1968, læknir í Reykjavík; Tyrfingur, f. 25.2. 1970, nemi í klassískum gít- arleik og í viðskiptafræði við HÍ; Björn Logi, f. 16.2. 1972, að ljúka stúdentsprófum, en unnusta hans er Linda Sigurðardóttir og er dótt- ir þeirra Hildur Guðný; Hildur, f. 29.4. 1977, nemi við MR; ÞórhUd- ur, f. 23.11. 1989, nemi við Árbæj- arskóla. Böm Þórarins frá því áður eru Birgir, f. 29.9. 1968, háskólanemi; Ingunn Edda, f. 15.3. 1969, búsett í Svíþjóð. Bræður Þórarins eru Þórður, f. 17.1. 1944, tæknifræðingur í Reykjavík; Pétur, f. 18.5. 1953, dag- skrárgerðarmaður og nemi í sál- fræði. Foreldrar Þórarins: Tyrfingur Þórarinsson, f. 27.12. 1916, d. 12.4. 1985, húsasmíðameistari í Reykja- vík, og k.h., Lára Þórðardóttir, f. 4.8. 1922, húsmóðir. Ætt Tyrfingur var sonur Þórarins, trésmiðs og múrara í Borgarnesi, Ólafssonar, b. á EinifeUi í Staf- holtstungum, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Guðríður Magnúsdóttir, b. í Ausu í AndakU, Ólafssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, b. í Efra- skarði, Magnússonar. Móðir Jóns var Þórunn Jónsdóttir, systir Steins biskups. Móðir Þórarins var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Mó- feUsstöðum í Skorradal, Sigurðs- sonar, prests í Vatnsfirði, Þor- bjamarsonar, guUsmiðs á Lund- um, Ólafssonar, föður Ólafs, afa RagnhUdar, ömmu Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra og Tómasar Helgasonar prófessors. Ólafur var einnig langafi Jóns, fóður Þorsteins frá Hamri. Móðir Tyrfings var Jónína Kristín Jónasdóttir, sjómanns í Skáholti í Reykjavík, Ólafssonar, b. í Efraseli á Stokkseyri, Jóns- sonar. Móðir Jónínu var Kristín, systir Magnúsar „rokkadrejara", langafa Megasar. Kristín var dótt- ir Ásbjarnar, húsmanns á Grímarsstöðum, Magnússonar og Kristínar Magnúsdóttur. Lára er dóttir Þórðar, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð, bróður Helgu, ömmu Pálma Gíslasonar, fyrrv. formanns Ungmennafélags íslands. Þórður var sonur Jóns, skálds á Háreksstöðum, bróður Jóhanns, alþm. í Sveinatungu. Jón var sonur Eyjólfs, skálds í Hvammi, Jóhannessonar og Helgu Guðmundsdóttur, b. á Sámsstöð- um, bróður Sigurðar, afa Jóns Helgasonar prófessors. Guðmund- ur var sonur Guðmundar, ættföð- ur Háafellsættarinnar, Hjálmars- sonar. Móðir Þórðar var Ragn- hildur Þórðardóttir, b. á Brekku í Norðurárdal, Jónssonar og Hall- dóru Tímotheusdóttur. Móðir Láru var Gunnvör Magnúsdóttir, sjómanns á Akranesi, Helgasonar Þórarinn Tyrfingsson. og Guðrúnar Jónsdóttur eldra, b. í Síðumúla, Sveinssonar, bróður Jóns yngra, afa Guðmundar Böðv- arssonar, skálds á Kirkjubóli. Móðir Guðrúnar var Þórdís Jóns- dóttir, b. á Tóftarhring í Hvitár- síðu, Jónssonar og Guðrúnar, systur Jóns, langafa Halldórs H. Jónssonar arkitekts, föður Garð- ars, húsameistara rlkisins. Afmæli Þorgerður Einarsdóttir Þorgerður Einarsdóttir, fyrrv. húsfreyja i Þórisholti, nú til heim- ilis að Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra að Hátúni 10 í Vík í Mýrdal, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Þorgerður fæddist að Reyni í Reynishverfi i Mýrdal og ólst upp í Reyni við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún flutti um tvítugt að Þórisholti þar sem hún var húsfreyja til 1954 er þau hjónin brugðu búi. Þau voru þó áfram í Þórisholti hjá syni sinum og tengdadóttur en Þorgerður flutti í Hjallatún í Vik sl. sumar. Þorgerður starfaði í kvenfélag- inu Ljóshrá í áratugi. Fjölskylda Þorgerður giftist 20.11. 1921 Kjartani Einarssyni, f. 27.8. 1893, d. 28.7. 1970, bónda. Hann var son- ur Einars Finnbogasonar, hrepp- stjóra í Þórisholti, og Vilborgar Andrésdóttur húsfreyju. Börn Þorgerðar og Kjartans eru Borghildur, f. 23.9. 1922, húsmóðir, gift Ólafi Jóhannessyni, fram- kvæmdastjóra Vöruhappdrættis SÍBS, og eiga þau þrjú börn, Unni, f. 9.6. 1954, Kjartan Jóhannes, f. 5.2. 1956, og Þór, f. 15.10. 1961; Ein- ar Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970, vörubílstjóri í Vík, var kvæntur Halldóru Sigurðardóttur og eru dætur þeirra tvær, Guð- rún, f. 10.1. 1957, og Þorgerður, f. 24.10. 1961; Ingveldur Guðrlður, f. 2.8. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Ágústi Hafsteini Jóns- syni, sendibflstjóra í Reykjavík, og eiga þau fimm börn, Þórdísi Gerði, f. 18.2. 1949, Sigrúnu, f. 30.11. 1951, Jón, f. 5.12. 1961, Kjart- an, f. 1.6. 1966, og VUborgu Þór- unni, f. 15.12. 1968; Einar, f. 3.12. 1930, bóndi í Þórisholti, kvæntur Sigurbjörgu Pálsdóttur og eiga þau sex börn, Kjartan Pál, f. 16.4. 1956, Guðna, f. 9.8. 1957, Þorgerði, f. 30.6. 1960, Grétar, f. 30.4. 1963,' VUborgu, f. 31.12. 1967, og Sigrúnu Lilju, f. 9.4. 1974; Sigurgeir, f. 7.3. 1938, læknir i Reykjavík, kvæntur Höllu Sigurjónsdóttur tannlækni og eiga þau tvö börn, Aðalstein, f. 12.6. 1962, og Elínu, f. 9.2. 1967; Kristinn Matthías, f. 28.11. 1942, loftskeytamaður og síðar kerfis- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur banka- manni og eiga þau þrjú böm, Steinar Þór, f. 28.2. 1966, Sigríði, f. 11.8. 1968, og Kristínu Björgu, f. 19.8. 1974; Kjartan, f. 1.11. 1944, verslunarstjóri í Reykjavík, kvæntur Öldu Guðlaugu Ólafs- dóttur bankamanni og eiga þau þrjú börn, Sigríði Sveinbjörgu, f. 9.11. 1970, Einar Kjartan, f. 3.3. 1972, og Bjarka Þóri, f. 5.3. 1979. Systkini Þorgerðar: Sigríður, f. 10.2. 1887; Kristín, f. 20.4. 1888; Brandur, f. 8.8. 1889; Brynjólfur, f. 2.8. 1890; Einar, f. 18.1. 1892; Sveinn, f. 11.3.1895; Margrét, f. 4.9. 1896. Foreldrar Þorgerðar voru Einar Brandsson, f. 18.3. 1858, d. 28.2. 1933, bóndi á Reyni, og Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 15.11. 1857, d. 1.4. 1933, húsfreyja. Þorgerður tekur á móti gestum í Skaftfellingabúð, Laugavegi 176, 4. hæð, laugardaginn 30.3. kl. 15.00- 18.00. Þorgerður Einarsdóttir. Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive, Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og heimablómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Einn heppinn vióskiptavlnur fmr tmklð endurgreittl 10 leigumyndir fri Vídeohöllinni fylgja Panasonic myndbandstækjunum! BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Tll hamingju með afmælið 28. mars 85 ára 70 ára 50 ára 40 ára Bergljót Bjömsdóttir, Skipholti 21, Reykjavík. Guðrún Geirdal, Vallarbraut 9, Akranesi. Ólöf Eggertsdóttir, Vallargötu 23, Keflavík. 80 ára Aðalbjörg Stefánsdóttir, Kirkjuvegi 10, Keflavík. Gunnar Gunnarsson, Syðra-Vallholti II, Seyluhreppi. Einar Jónsson, Móabarði 18, Hafnarfirði. Guðbjörg Valgeirsdóttir, Hliðarvegi 3, ísafirði. Karl Brynjólfsson, Háabarði 10, Hafnarfiröi. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Borgarlandi 3, Djúpavogshreppi. 75 ára Málfríður Ólafsdóttir, Meistaravöllum 25, Reykjavík. Ingeborg Einarsson, Hæðargarði 35, Reykjavík. 60 ára Guðmundur Snorrason, Þórustíg 15, Njarðvík. Pálmi Geir Jónsson, Hamragerði 8, Akureyri. Magnea Kristmundsdóttir, Hjallaseli 10, Reykjavík. Kristjana M. Kristjánsdóttir, Miðtúni 5, Reykjavík. Ingigerður Friðriksdóttir, Bergholti 1, Mosfellsbæ. Hans Óli Hansson, Freyjuvöllum 16, Keflavík. Sigurður J. Hendriksson, Sjávargötu 19, Bessastaðahreppi. Dröfh Gísladóttir, Víöigrund 16, Akranesi. Sturla Snorrason, Lindarseli 12, Reykjavík. Sigríður Þóra Hallsdóttir, Góuholti 14, ísafirði. Kristján Hilmarsson, Kjarrmóum 10, Garðabæ. Jónas Þórir Þórisson, Lágholtsvegi 8, Reykjavík. María Edda Sverrisdóttir, Vesturgötu 46, Akranesi. Jensina Guðrún Pálsdóttir, Lækjartúni 2, Hólmavík. Sigurður Jens Sverrisson, Hvammi II, Svalbarðshreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.