Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
Fréttir_______________________________________________________________________________________pv
Smuga 1 lögum gefur nokkrum hálaunastéttum góða eftirlaunauppbót:
Atvinnuleysisbætur til
viðbótar við eftirlaunin
- löglegt en siðlaust, segir deildarstjóri vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis
Nokkrar hátt launaðar starfsstétt-
ir notfæra sér smugu í lögum um at-
vinnuleysisbætur og fá greiddar at-
vinnuleysisbætur þótt fólk sé komið
á full eftirlaun. Hér er einkum um
að ræða sérhæfðar stéttir eins og
flugmenn og ýmsa hálaunaða ríkis-
starfsmenn, svo sem flugumferðar-
stjóra og lækna. Margrét Tómas-
dóttir, deildarstjóri vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins stað-
festir að þetta sé rétt.
Að sögn Margrétar fer þetta fólk
gjarnan á atvinnuleysisbætur eftir
að því hefur verið sagt upp störfum
meðan það er enn á aldri sem er
skilgreindur sem vinnumarkaðsald-
ur, þ.e. undir 70 ára, samkvæmt lög-
um um atvinnuleysisbætur. Þrátt
fyrir að þetta fólk komist á eftirlaun
strax getur það skráð sig sem at-
vinnulaust og fengið atvinnuleysis-
hætur til viðbótar við eftirlaunin,
að því tilskyldu að þvi sé sagt upp
störfum. „Lögum samkvæmt er
þetta hægt. Það er ekkert í gildandi
lögum sem bannar þetta,“ segir
Margrét við DV. Aðspurð hvort hafa
megi um þetta fleyg orð um löglegt
en siðlaust athæfi svarar Margrét
játandi. „Viðhorfm hafa breyst mjög
varðandi mál af þessu tagi undan-
farin ár. Fólk telur einfaldlega að
það eigi rétt á þessu,“ segir hún.
Flugmenn hjá Flugleiðum hætta
nú orðið störfum hjá félaginu 63 ára
gamlir og fara beint á eftirlaun sem
nema hátt á annað hundrað þúsund
kr. á mánuði. Jafnframt geta þeir
skráð sig atvinnulausa samtímis og
geta því verið á bótum jafnframt til
sjötugs, t.d. með því að vera
duglegir við að sækja námskeið til
að falla ekki út af bótum. Lífeyris-
sjóður atvinnuflugmanna byrjar að
greiða eftirlaun við 63 ára aldur. En
til þess að tryggja þessum hópi betri
afkomu er hinum 63 ára „sagt upp“
störfum og fara þeir þá um leið á at-
vinnuleysisbætur til þess að „brúa
bilið“ til sjötugs.
Samkvæmt lögum um atvinnu-
leysistryggingar er aðeins um einn
viðmiðunarlaunaflokk að ræða sem
eru laun fiskverkunarfólks í landi.
Lögin taka til allra launþega og
meðan fólk er gjaldgengt á vinnu-
markaöi, þ.e. undir sjötugu, á það
rétt til atvinnuleysisbóta sé það án
vinnu og í atvinnuleit. Lögin gera
ekki ráð fyrir því að einhverjar
stéttir geti verið komnar á eftirlaun
fyrir sjötugt. Flugmenn og flugum-
ferðarstjórar fara hins vegar á eftir-
laun 63 ára gamlir. Engin heimild
er í lögunum til að meina þeim að
taka atvinnuleysisbætur. Þessir
menn eru gjaldgengir á vinnumark-
aði og álitamál hvort margir þeirra
kæra sig um að fara að vinna við
hvað sem er eftir að vera komnir á
full eftirlaun. Atvinnuleysisbæturn-
ar þýða tekjuauka upp á u.þ.b. 50
þúsund krónur á mánuði eftir að
búið er að draga frá skatta. -SÁ
Árni Sigfússon, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, ■ hópi sjálfstæðismanna á ráðstefnu um framtíðar-
sýn fyrir Reykjavík sem haldin var í gær. DV-mynd GS
Sjálfstæðismenn spá skuldaaukningu hjá borginni:
Dýr kosningaloforð sem
ekki er hægt að efna
- að mati Árna Sigfússonar borgarfulltrúa
Sýkna í selamáli:
Samtök sela-
bænda sitja
uppi með
rannsóknar-
kostnað
Fjölskipaöur dómur Héraðs-
dóms Vestfjarða sýknaði í gær
tvo ísfirðinga af ákæru um stór-
felld eignaspjöll og ólöglegar sel-
veiðar með því að hafa drepiö
um 40 útseli og eyðilagt selalát-
ur í landi Skjaldabjarnarvíkur á
Ströndum í október 1994.
Mönnunum var gefið að sök
að hafa tekið kjálkana úr selun-
um og síðan skilið blóðug hræin
eftir í látrunum og þannig vald-
ið varanlegum spjöllum á sela-
látrunum.
Mál þetta hefur verið talið all-
sérstakt, m.a. í ljósi þess aö eng-
ir sjónarvottar voru að drápun-
um. Ákæran var aðmestu leyti
byggð á frásögn eigendanna í
Skjaldabjarnarvík.
Dómurinn taldi málið ekki
þess eðlis að hægt væri að sak-
fella ákærðu. Þeir hefðu ávallt
neitað sakargiftum eindregið og
einnig hefðu rannsóknaraðilar
ekki farið á vettang. Auk þess
voru myndir ekki lagðar fram af
vettvangi þar sem hin blóðugu
hræ voru.
Samtök selabænda kröfðust
þess að sakbomingarnir greiddu
fyrir DNA-rannsókn sem kost-
aði um eina milljón króna og
samtökin höfðu sjálf óskað eftir
og greitt fyrir. Því hafnaði dóm-
urinn og sagði að varsla sýn-
anna hefði verið handahófs-
kennd og ómarkviss. Sakar-
kostnaður, þar með talin 180
þúsund króna málsvamarlaun
fellur á ríkissjóð.
Héraðsdómaramir Jónas Jó-
hannsson dómsformaður, Hjört-
ur O. Aðalsteinsson og Ólafur
Börkur Þorvaldsson kváðu upp
dóminn.
„Það er ljóst að það er engan
veginn hægt að efna þau loforð sem
R-listinn hefur gefið, þau eru svo
mörg og þau eru svo dýr að það er
ekki til neins. Við reynum því að
meta störf R-listans inn í einhvern
raunveruleika og framtíðarhorfur
til næstu tíu ára,“ segir Árni
Sigfússon, oddviti borgarstjórnar-
flokks sjálfstæðismanna í Reykja-
vík.
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæð-
ismanna hélt í gær borgarmálaráð-
stefnu ásamt fulltrúaráði flokksins í
Reykjavík. Þar var kynnt stefna
borgarstjórnarflokksins en í henni
felst lækkun skatta, að skuldir verði
greiddar niður og þjónusta borgar-
stofnana efld. Á ráðstefnunni voru
metin áhrif af stefnu R-listans og
framkvæmdum í borgarstjórn og
líklegum afleiðingum næsta
áratuginn.
„Til þess að ná markmiðum okk-
ar,“ sagði Árni Sigfússon, „verðum
við að endurskoða markmið með
þjónustu Reykjavíkurborgar. í öðru
lagi þurfum við að stuðla að öflugra
atvinnulífi með því að liðka fyrir
því í stað þess að flækjast fyrir því.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
SH, á nú 75% hlut í þriðja stærsta
fisksölufyrirtæki Bretlands. Þetta
gerist með samruna Icelandic
Freezing Plants, sem ert dótturfyrir-
tæki SH í Bretlandi, og Faroe
Seafood sem að hálfu er í eigu SH.
Nýja fyrirtækið heitir Icelandic
Freezing Plants Ltd. Það tekur
í þriðja lagi þurfum við að standa
að því að einfalda borgarreksturinn
og í því eru fólgnar ýmsar aðgerðir
og nýir stjórnunarhættir þurfa að
koma til.
Ámi segir að í tveggja ára
stjórnartíð R-listans hafi skuldir
borgarinnar aukist úr 11
milljörðum og stefni í 16,7 milljarða
í lok kjörtímabilsins þrátt fyrir
auknar álögur á borgarbúa og
veitustofnanir borgarinnar.
-SÁ
formlega til starfa um mánaðamótin
og er ætlað að annast sölu á sjávar-
afurðum fyrir framleiðendur sem
starfa innan vébanda SH. Helstu
viöskiptavinirnir i Bretlandi veröa
verslana- og veitingahúsakeðjur,
svo sem Marks & Spencer og
McDonald’s.
-GK
Stuttar fréttir
Lélegur brandari
Harðvítug deila er milli trillu-
karla og útvegsmanna um fjár-
hæðir í formi veiðiheimilda, að
sögn Stöðvar 2. Fórmaður trillu-
karla telur hótun LÍÚ lélegan
brandara.
100 störf í hættu
í Grundarfirði eru 100 störf í
hættu ef úthafskarfakvóta verð-
ur skipt í samræmi við veiði-
reynslu. Stöð 2 greindi frá.
Tölvuval með forystuna
Gunnar Hansson hættir sem
forstjóri Nýherja. Tæknival hef-
ur tekið forystu á tölvumarkað-
inum. Stöð 2 sagði frá.
Varaflugvellir hér
Kafbátaleitarflugvélar Varn-
arliðsins mega nota flugvellina á
Akureyri og Egilsstöðum sem
varaflugvelli til að lækka rekstr-
arkostnað. Mbl. greindi frá.
NAMMCO styrkist
Sjávarútvegsráðherra telur að
Rússar og Kanadamenn styrki
sjávarspendýraráðið NAMMCO.
Útvarpið sagði frá.
Hætta á ísöld
Mikil hætta er á nýrri ísöld
vegna veðursfarsbreytinga af
mannavöldum. RÚV greindi frá.
Sigurður dagskrárstjóri
Sigurður Valgeirsson hefur
verið ráðinn dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrárdeildar Sjón-
varpsins.
Ofnæmí sjaldgæfara
Tíðni ofnæmis er lægri hér en
í öðrum löndum, skv. Stöð 2.
Útvegsmenn átelja
Útvegsmannafélag Norður-
lands átelur stjórnvöld fyrir
undanlátssemi við útgerðar-
menn smábáta.
Tilkynning umframboð?
Búist er við að Ólafur Ragnar
Grímsson tilkynni um forseta-
framboð eftir páska. Alþýðu-
blaðið sagði frá.
Leikur þríbrotin
Helga Bachmann leikkona
hefur leikið síðustu daga með
glóðarauga og þríbrotið kinn-
bein. Mbl. sagðj frá.
Fæðingarorlof skert
Karlanefnd jafnréttisráðs
mótmælir þeim áformum um
skerðingar á fæðingarðrlofsrétti
sem birtist í frumvarpi um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
-GHS
-Ótt
904-1600
Er rétt að takmarka
skemmtanahald um páska?
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringla í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já _lj
Nei J2j
,r ö d i
FOLKSINS
SH styrkir stöðu
sína í Bretlandi