Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
13
Samræmt smíðapróf
Sú skoðun virðist nokkuð al-
menn að æskilegt sé að leggja
aukna áherslu á verknám (iðn-
nám, tækninám) og þar með
minni áherslu á bóknám. Þróun í
þessa átt virðist þó vera lítil sem
engin. Fjölbrautaskólarnir eru til
að mynda meiri bóknámsskólar en
til stóð í upphafi. Tvennt þarf að
gerast svo áherslan færist svo um
munar yfir á verknám. Annars
vegar þurfa stjórnvöld að verja
meira fé til skólastarfsins því
kostnaður við verknám er al-
mennt meiri en við bóknám. Hins
vegar þarf að verða hugarfars-
breyting hjá fólki.
Samræmdu prófin
Nýlega heyrði ég hugmynd um
aðgerð sem gæti haft mikil áhrif á
hugarfar; nefnilega að taka upp
samræmt próf í smíði. Ég myndi
vilja útfæra þetta nokkuð og legg
hér með til að samræmdum próf-
um í 10. bekk verði fjölgað um eitt
og það fimmta verði próf í verkleg-
um greinum. Jafnvel mætti hugsa
sér að hafa aðeins eitt samræmt
próf í erlendum tungumálum og
fella þá niður annað hvort sam-
ræmt próf í ensku eða dönsku.
Einkunnin í verklegum greinum
gæti til að mynda byggst jöfnum
höndum á handmennt, söng og
íþróttum en þetta eru allt náms-
greinar sem eru mikilvægar fyrir
líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi.
Mikilvægi námsgreina
Meginhugsunin við val á náms-
greinum fyrir samræmd próf er að
velja greinar sem eru mikilvægar
fyrir nemendur að loknum grunn-
skóla. Nú eru samræmd próf í
þeim greinum sem eru hvað mikil-
vægastar fyrir bóknám á síðari
skólastigum. Því felast í sam-
ræmdu prófunum skýr skilaboð
frá stjórnvöldum til almennings:
bóknám er mikilvægara en verk-
nám. Af orðræðum stjórnmála-
manna og skólamanna má þó ætla
að þeir vilji senda önnur skilaboð
til almennings. Öll börn eiga að
- skýr skilaboð frá stjórnvöldum
Kjallarinn
Snjólfur Ólafsson
dósent í Háskóla íslands
ljúka grunnskóla en aðeins um
helmingur þeirra lýkur prófi úr
framhaldsskóla. Því er í alla staði
óeðlilegt að leggja þá ofuráherslu á
bóknámið sem felst í vali á náms-
greinum i samræmt próf. Hvort er
mikilvægara að leikskólakennarar
geti sungið eða talað ensku? Hvort
er stærðfræði eða handavinna
mikilvægari undirstaða fyrir verð-
andi þjóna? Hvort stuðlar þjálfun í
íþróttum eða dönsku frekar að
heilbrigðu lífi verðandi foreldra
og barna þeirra?
Snjólfur Ólafsson
„Öll börn eiga að ljúka grunnskóla en að-
eins um helmingur þeirra lýkur prófi úr
framhaldsskóla. Því er í alla staði óeðli-
legt að leggja þá ofuráherslu á bóknámið
sem felst í vali á námsgreinum í sam-
ræmt próf.“
Fjölbrautaskólarnir eru til að mynda meiri bóknámsskólar en til stóð í upphafi," segir m.a. í greininni.
Oryggi barna í bílum
Slysavarnafélag Islands, Um-
ferðarráð og „Betri borg fyrir
börn“ ( samvinnuverkefni SVFÍ og
Reykjavíkurborgar) standa nú fyr-
ir sérstökum átaksdögum til þess
að minna á mikilvægi þess að
börn noti öryggisbúnað þegar þau
ferðast í bíl.
Meðal þess sem gert verður dag-
ana 25.-29. mars er könnun á notk-
un öryggisbúnaðar meðal barna.
Könnun þessi fer fram við leik-
skóla eða þegar foreldrar koma ak-
andi með börnin sín tíl vistunar.
Auk þess að spyrja almennra
spurninga um notkun öryggisbún-
aðar verður athyglinni beint að
þeim öryggisbúnaði sem fyrir er i
bílnum. Könnunin verður fram-
kvæmd af Slysavarnafólki um allt
land.
Rétt notaður öryggisbún-
aður
Segja má að átaksdagarnir „ör-
yggi barna í bílum“ hafi tvenns
konar tilgang. -
í fyrsta lagi er það markmið
okkar að fræða foreldra og al-
menning um staðreyndir varðandi
slysatölur á börnum í bílum.
Hversu mörg börn á aldrinum 0-14
ára hafa slasast undanfarin ár,
hversu mörg þeirra notuðu örygg-
isbúnað o.s.frv.
í öðru lagi leggjum við áherslu á
mikilvægi þess að böm noti þann
öryggisútbúnað sem til er og að
hann sé rétt notaður.
Eftirfarandi er hluti af þeim
Kjallarinn
Fjóla Guðmundsdóttir
verkefnlsstjórl „Betri borg fyrir
börn“
spurningum sem könnunin bygg-
ist á. Aðstandendur átaksdaganna
„öryggi barna í bíl“ hvetja alla for-
eldra, ömmur og afa eða hvern
þann sem ferðast með barn í sín-
um bíl til þess að nota tækifærið
og ganga úr skugga um að notkun
bílstólsins eða bílpúðans sé eins
og best verður á kosið.
Er ungbarnastóll, barnabOstóll
eða bílpúði festur í bílinn sam-
kvæmt leiðbeiningum?
Er bílkarfa eða barnavagn sem
notaður er undir ungbörn í bO fest
með beltum og er notað öryggisnet
fyrir barnavagna?
Snýr höfuð barns í bOkörfu eða
barnavagni að miðju aftursætis
bifreiðar?
Liggja belti bOstólsins hæfilega
þétt að barninu?
Ef barnið notar bOpúða er þá
bObelti þrætt í lykkjur bOpúðans?
Fær hnakki og háls nægilegan
stuðning frá bOsæti bifreiðar?
Ólíkir hagsmunaaðilar
leggist á eitt
Helsta ástæða þess að megin
þungi átaksdaganna beinist að því
að ítreka mikilvægi réttrar notk-
un öryggisbúnaðar í bO er sú stað-
reynd að helming þeirra slysa sem
verða á börnum í bO má rekja til
þess að ekki var notaður öryggis-
búnaður við hæfi.
Öll getum við verið sammála
um það að börn eru ekki litlir fuO-
orðnir, þau hafa ekki þroska eða
getu til þess að vita hvað er þeim
fyrir bestu. Við getum einnig ver-
ið sammála um að það er jafn mik-
ilvægt að vernda börn í bílum og
það er að búa tO öruggt leiksvæði
fyrir böm.
„Betri borg fyrir böm“ er sam-
starfsverkefni Reykjavíkurborgar
og Slysavarnafélags íslands sem
vinnur að því að tryggja öryggi í
umhverfinu í þeim tilgangi að
fækka slysum á börnum og ung-
lingum. T0 þess að það markmið
megi nást verða ólíkir hagsmuna-
aðilar að leggjast á eitt hvort sem
um er að ræða húsbyggjendur,
borgaryfirvöld eða foreldra. Það er
hugarfarið sem vegur þyngst þeg-
ar öryggi barna er annars vegar.
Þegar börn ferðast i bO eru eng-
ir aðrir en við sjálf ábyrgir fyrir
öryggi þeirra. Undan þessari
ábyrgð er ekki hægt að skorast.
Fækkum slysum á börnum í bO,
ferðumst aldrei án þess að nota
viðeigandi öryggisbúnað.
Fjóla Guðmundsdóttir
„Þaö er hugarfarið sem vegur þyngst þeg-
ar öryggi barna er annars vegar. Þegar
börn ferðast í bíl eru engir aðrir en við
sjálf ábyrgir fyrir öryggi þeirra.“
Með og á
móti
Breytingar á lögum um
mannanöfn
Sólveig Pétursdótt-
ir, formaður alls-
herjamefndar Al-
þingis.
Aukið
frjálsræði
„Frumvarp-
ið er samið
vegna mikOlar
gagnrýni á
gildandi lög.
Sú gagnrýni
hefur einkum
beinst að of
þröngum
heimildum
laganna um
eiginnöfn og
því að þau
heimila ekki
mOlinöfn. Einnig hefur verið óá-
nægja með það ákvæði að þeir
sem fá íslenskan ríkisborgara-
rétt og heita erlendu nafni þurfa
að taka sér íslenskt eiginnafn,
sem börn þeirra verða síðan að
taka sem kenninafn. Þau rök
hafa komið fram í þessu frum-
varpi að þótt íslensk nafnahefð
sé stór þáttur í menningu íslend-
inga og að nauðsynlegt sé að
varðveita íslenska nafnasiði þá
sé farsælla að vinna að því
markmiði með fræðslu og áróðri
en með lögboði. Nafn manns er
einn mikilvægasti þáttur sjálfsí-
myndar hans og varðar fyrst og
fremst einkahagi hans en síður
almannahag. Réttur foreldra til
að ráða nafni barns síns hlýtur
og að vera ríkur. Frumvarpinu
er því ætlað að auka frjálsræði í
nafngiftum frá þvi sem nú er.
Það er von okkar þingmanna í
allsherjarnefnd að með nýjum
lögum fái þjóðin betra tækifæri
til að móta nafnasiði sína en
hingað til og að sátt sé um þá
framkvæmd.11
Hefði þurft
meiri tíma
„Ég tel að
hægt hefði
verið að gera
nægiiegar lag-
færingar í
þessum efnum
með tiltölu-
lega litlum
breytingum á
gildandi lög-
um. Ég tel að
engin reynsla
sé komin á
gOdandi lög. Mannanafnalög eru
grundvaUarlög og það er ekki
hægt að fá neina reynslu á þau á
örfáum misserum. Ég tel í öðru
lagi að mOlinafnaákvörðunin
muni ýta undir ættarnöfn og
mér finnst eiginnafnsskilgrein-
ingin vera of víð. Gert er ráð fyr-
ir að það orð geti verið eiginnafh
sem tekur eignarfaOsendingu í
íslensku en ég hefði talið að nær
hefði verið að halda sig við
gömlu skilgreininguna. Heimila
hefði mátt sérreglu fyrir útlend-
inga sem verða íslenskir rikis-
borgarar, þ.e. að knýja þá ekki
tO nafnbreytingar.
Fjórða atriðið sem ég vO nefna
er aðferðin sem þarna er heimil-
uð og fellur að mínu mati ekki
að íslenskum málvenjum. í mínu
tilviki er það Svavar Guðrúnar
Gestsson eða Svavar Gests Guð-
rúnarson. Miklu nær hefði verið
að stíga skrefið til fulls og segja
Svavar Guðrúnarson Gestsson.
Þar verði mönnum gert skylt að
kenna sig bæði við fóður og móð-
ur.
Mér finnst að vanda hefði átt
miklu betur til málsins og nefnd
Sólveigar Pétursdóttur staðfestir
það með því að vera enn í dag að
flytja breytingartiUögur við
frumvarpið. Nafnalög eru undir-
stöðuþáttur í menningu okkar
og þess vegna eiga menn að gera
þetta vel.“ -sv
Svavar Gestsson
alþinglsmaöur.