Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Blaðsíða 15
14
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
27
Iþróttir
Opift golfmót
DV, Suðurnesjum:
„Það veröur örugglega vel
mætt en kylfingar bíða eins og
beljurnar á vorin eftir að koma
sér af stað. Ég man ekki eftir því
að haldin hafa verið opin mót í
mars. Þetta er búinn að vera
óvenjulegur vetur og gott mál að
halda mót á þessum tíma og ef
völlurinn er þurr er engin hætta
á skemmdum," sagði Frímann
Gunnlaugsson, framkvæmda-
stjóri GSÍ, við DV.
-ÆMK
Stórleikir á Stöð 3
Stöð 3 hefur tryggt sér réttinn
á að sýna þrjá stórleiki í knatt-
spymu um næstu helgi. Ballið
byrjar á laugardagskvöld kl. 19
en þá verður bein útsending frá
leik toppliðanna í Þýskalandi,
Dortmund og Bayem Múnchen.
Á sunnudaginn verða svo báðir
undanúrslitaleikirnir i ensku
bikarkeppninni sýndir. Kl. 12.30
er það viðureign Chelsea og
Manchester United og kl. 15 leik-
ur Aston Villa og Liverpool.
Jafnt hjá strákunum
íslenska U-18 ára landsliðið í
knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli
gegn Þýskalandi í vináttuleik í
gær. Heiðar Sigurjónsson skor-
aði mark íslands.
Stubbs frá Bolton
Talið er líklegt að Alan
Stubbs, félagi Guðna Bergssonar
í vörninni hjá Bolton, gangi til
liðs við Arsenal í dag.
Gillespie aftur heim?
Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, og Kevin Keegan hjá
Newcastle áttu i gær viðræður
um hugsanleg kaup eða leigu á
Keith Gillespie, sem gekk til liðs
við Newcastle frá United fyrir
tímabilið.
Ferguson fær pening
Stjórn Man. Utd. hefur ákveð-
ið að Alex Ferguson fái 1,2 millj-
arða króna til að styrkja liðið
fyrir næsta tímabil.
Hoddle vill Brolin
Glen Hoddle, stjóri Chelsea,
hefur nú bæst í hóp þeirra sem
vilja krækja í sænska landsliðs-
manninn Tomas Brolin sem er á
förum frá Leeds United.
Beck til Rangers
Skoska úrvalsdeildarliðið
Glasgow Rangers hefur gengið
frá kaupum á danska landsliös-
manninum Michael Beck frá
Fortuna Köln.
R. Madrid tapaði heima
Real Madrid tapaði á heima-
velli 1 spænsku 1. deildinni í
knattspyrnu í gær. Úrslitin urðu
þessi:
Bilbao-Compostela.............0-0
Valencia-Salamanca ...........2-0
Barcelona-Tenerife ...........2-2
Betis-Albacete................2-3
R. Madrid-Santander...........1-2
Vallecano-Atl. Madrid.........0-3
Zaragoza-Gijon ............ 1-1
Merida-Sevilla................3-2
Valladolid-Espanyol...........0-0
Deportivo-Celta...............2-1
Atletico Madrid er efst með 72
stig, Barcelona 64, Valencia 64,
Espanyol 56 og Real Betis 56.
Eriksson til Porto
Sænski landsliðsmarkvörður-
inn Lars Eriksson, sem leikið
hefur með sænska 1. deildarlið-
inu Norrköping, skrifaði í gær
undir samning við portúgalska
toppliðið Porto en tveir af mark-
vörðum liðsins eru meiddir.
íþróttir
Fótboltafíklar sameinist
í knattspyrnuveislu á Stöö 3
X um helgina því þá veröa
sýndir í beinni útsendingu
ml báöir undanúrslitaleikirnir
í ensku bikarkeppninni
^y, og slagur toppliðanna
VÉ í þýsku úrvalsdeildinni.
MAN. UTD. - CHELSEA
SUNNUDAG KL. 12:30
UVERPOOL - ASTON VILLA
SUNNUDAG KL. 15:00
BAYERN MUNCHEN
Handbolti - úrslitakeppni 2. deildar:
Óvæntir yfirburðir
hjá HK gegn Fram
- félögin bæöi nánast örugg með 1. deildarsæti
HK vann auðveldan sigur á Fram í
viðureign tveggja efstu liðanna í
úrslitakeppni 2. deildar karla í
handknattleik í Digranesi í
gærkvöldi. Þessi tvö lið eru nánast
örugg með sæti í 1. deild að hausti,
þurfa aðeins eitt stig til viðbótar til að
gulltryggja sér sætið í efstu deild.
Það kom flestum á óvart hvað
Framliðið var HK-mönnum auðvelt
viðureignar. HK sýndi yfirburði
nánast allan tímann. Það var ljóst
strax í byrjun hvert stefndi en eftir
aðeins tíu mínútna leik var staðan
orðin 8-2 fyrir HK. í hálfleik var
staðan 13-9 fyrir heimamenn.
Undir lokin voru HK-menn búnir
að ná sjö marka forystu en Fram
lagaði aðeins stöðuna með því að
skora fjögur síðustu mörkin.
Sigurður Sveinsson og Gunnleifur
Gunnleifsson voru bestu menn HK og
einnig varði Hlynur Jóhannesson
ágætlega í markinu.
Oleg Titov stóð upp úr í Framliðinu
sem lék lengstum illa í þessum leik.
Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9,
Gunnleifur Gunnleifsson 7, Óskar
Elvar Óskarsson 4, Alexander
Arnarsson 3, JónBersi Ellingsen 2,
Már Þórarinsson 2, Bjöm
Hólmþórsson 2.
Mörk Fram: Oleg Titov 9, HOmar
Bjarnason 4, Jón Andri Finnsson 4,
Magnús Arngrímsson 3, Jón Þórir
Jónsson 3, Siggeir Magnússon 1,
Ármann Sigurvinsson 1.
Tveir aðrir leikir voru í
úrslitakeppninni. ÍH sigraði Þór á
Akureyri, 25-30, og Fylkir lagði
Breiðablik, 25-23. Staðan í
úrslitakeppninni er þannig:
HK 7 6 0 1 209-152 14
Fram 7 4 2 1 200-144 14
Fylkir
Þór A.
Breiöablik
ÍH
2 170-161 8
4 181-202 7
5 168-216 4
5 141-192 4
-VS/JKS
Þorbergur Aðalsteinsson um úrslitarimmu KA og Vals:
Heimavöllurinn á eftir
að vega mjög þungt
„Ég hallast af því að KA verði
raeistari og ég hef það á tilfínning-
unni að fimm leiki þurfi til að knýja
fram úrslit," sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, þjálfari ÍBV, þegar hann
var beðinn að spá fyrir um úr-
slitarimmu KA og Vals um íslands-
meistaratitilinn en fyrsti úrslita-
leikurinn fer fram á Akureyri í
kvöld og hefst klukkan 20.30.
„Það er ekki spurning að heima-
völlurinn á eftir að vega mjög þungt
í þessum leikjum. Það verður mjög
erfitt fyrir Valsmenn að fara í gryfj-
una fyrir norðan og sama skapi
verður erfitt fyrir KA menn að leika
á Hlíðarenda.“
Markvarslan mikilvæg
„Sá þáttur sem á eftir að verða
mikilvægur í þessum leikjum er
markvarslan. Ef Guðmundur Hrafn-
kelsson kemur sterkur upp gæti
staðan breyst Valsmönnum í hag og
þá má ekki gleyma því að smá-
meiðsli hjá leikmönnum gætu sett
stórt strik í reikninginn.
KA-menn hafa það kannski um-
fram Valsmenn í dag að þeir hafa
gífurlegt sjálfstraust og varnarleik-
ur þeirra er sterkari. Annars er
breiddin góð í báðum liðum og það
má varla á milli sjá þegar byrjunar-
liðin eru borin saman. Ég vona bara
að þessir leikir verði jafnir og
skemmtilegir og það væri meiri
háttar að fá þessa úrslitarimmu
með svipuðu sniði og í fyrra,“ sagði
Þorbergur. -GH
Framarinn Ármann Sigurvinsson er hér heldur hnípinn á svipinn eftir tapið gegn HK í gær. Einn leikmaður HK-
inga reynir að hughreysta Ármann og í baksýn má greina í leikmenn HK vera að fagna. DV-mynd BG
Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvfkinga, og Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, með bikarinn eftirsótta en félög
þeirra hefja slaginn um íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í kvöld. DV-mynd GS
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Magic sýndi Riley
gömul snildartilþrif
- Robinson og félagar í San Antonio á góðu skriði
Magic Johnson sýndi gamla
þjáifara sínum, Pat RiJey, að hann
hefur engu gleymt þegar LA
Lakers mætti Miami Heat á úti-
velli í NBA í nótt en Riley þjálfar
sem kunnugt er lið Miami. Mikið
skrið er á San Antonio og að
þessu sinni var New York Knicks
fyrir barðinu á David Robinson og
félögum.
Úrslit leikja i nótt:
Miami-LA Lakers...........95-106
Philadelphia-Toronto .....103-94
Washington-Indiana.........93-99
Minnesota-Boston.........116-121
San Antonio-New York .... 90-84
Dallas-Houston...........117-114
Utah Jazz-Milwaukee........98-92
Seattle-Charlotte.........132-95
Pat Riley eins og faðir
minn og stóri bróðir
Pat Riley er eins og faðir minn
og stóri bróðir. Það var gaman að
sýna svona leik þeim sem maður
ber virðingu fyrir,“ sagði Magic
Johnson eftir sigur LA Lakers
gegn Mimi. Magic lék undir stjórn
Pat hjá Lakers i mörg ár og unnu
þeir saman þá fjóra NBA-titla.
Magic skoraði 27 stig fyrir Lakers
og sýndi oft gömul tilþrif sem
minntu marga á gömlu, góðu dag-
ana. Alaonzo Mourning skoraði 19
stig fyrir Miami.
San Antonio vinnur hvern leik-
inn á fætur öðrum. Núna lagði lið-
ið New York. David Robinson
skoraði 21 stig fyrir San Antonio
og hirti 13 fráköst. Patrick Ewing
gerði 20 stig fyrir New York.
Reggie Miller fór á kostum í
liði Indiana í Washington. Miller
skoraði alls 35 stig en 11 þeirra
komu á síðustu þremur og háifri
mínútu leiksins. Juwan Howard
skoraöi 29 stig fýrir Washington.
Damon Stoudamire lék ekki
með Toronto í PhUadelphia vegna
meiðsla og kom sá missir að sjálf-
sögðu niður á liðinu. Clarence We-
atherspoon skoraði 28 stig fyrir
PhUadelphiu og Zan Tabak 26 stig
fyrir Toronto sem er mesta skor
hans fyrir félagið.
Boston vann góðan sigur í
Minnesota. Rick Fox var stigah-
sætur hjá Boston með 26 stig en
Kevin Garnett með 33 stig fyrir
Minnesota.
í Texas-slagnum hafði DáUas
betur gegn veikburða liði Hou-
ston. Dallas hafði tapað á annan
tug leikja í röð fyrir leikinn í nótt.
Houston beið þarna sinn 6. ósigur
í röð en liðið lék án Hakeem,
Drexler og Horry og munar um
minna. Jason Kidd skoraði 22 stig
fyrir Dallas. Mark Bryant skoraði
30 stig fyrir Houston.
Utah Jazz vann átakalausan
sigur á MUwaukee. Jeff Homacek
skoraði 24 fyrir Utah en fyrir
Milwaukee skoraði Glenn Robin-
son 31 stig.
Seattle lék Charlotte sundur og
saman. Shawn Kemp skoraði 21
stig fyrir Seattle og Gary Payton
var með 17 stoðsendingar sem er
hans mesta á ferlinum. Larry
Johnson skoraði 17 stig fyrir
Charlotte.
-JKS
Heimavöllur KA er engum líkur og það gæti reynst norðanmönnum gott veganesti í úrslitaleikjunum gegn Val um íslands-
meistaratitilinn. Fyrsti leikurinn er á Akureyri í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmönnum vegnar í gryfjunni fyrir
norðan. DV-mynd ÞÖK
PSV að missa af lestinni
- tapaði í gær öðrum leik sínum í röð og Ajax með átta stiga forskot
PSV, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, er
heldur betur að gefa eftir í baráttunni
við Ajax um hoUenska meistaratitUinn
í knattspyrnu. PSV tapaði í gær fyrir
Twente og hefur nú tapað tveimur
leikjum í röð á meðan Ajax hefur unn-
ið sína leiki.
PSV sótti Twente heim og tapaði,
3-2. Eiður Smári var ekki á meðal
markaskorara.
Ajax lagði Go Ahaed, 2-1, og skoruðu
þeir Peter Hoekstra og Kanu mörkin
fyrir Evrópumeistarana. Ajax hefur nú
átta stiga forskot á PSV þegar sjö um-
ferðum er ólokið. Ajax er með 69 stig,
PSV 61 og Feyenoord, sem lagði WUlem
í gær, 2-0, er í þriðja sæti með 47 stig.
-GH
Nú reynir á
mannskapinn
- Keflavík og Grindavík heQa keppni í kvöld
Panasonic
hljómtækjasamstæða SC CH32
Samstæða með geislaspilara,
kassettutæki, 80W. surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
Grindvíkingar og Keflvíkingar
hefla í kvöld einvígið um íslands-
meistaratitilinn í körfuknattleik en
það lið sem fyrr vinnur fjórar viður-
eignir hampar titlinum. Ljóst er að
í hönd fer mjög spennandi einvígi
og svona fyrir fram er ógjörningur
aö spá fyrir um framhaldið. Fyrsti
leikurinn verður háður í Grindavík
í kvöld.
Þjálfarar liðanna, Jón Kr. Gísla-
son, Keflavík, og Friðrik Rúnars-
son, Grindavík, voru sammála um
að þessir úrslitaleikir yröu erfiðir
og nú reyndi af fullri alvöru á
mannskapinn. Jón Kr. sagði að nú
skipti breiddin miklu máli ef leik-
irnir yrðu kannski á bUinu 6-7.
Falur Harðarson, fyrirliði Kefl-
víkinga, sagði að hann vonaðist eft-
ir að úrslitaleikirnir yrðu ekki
margir. „Við ætlum að klára þetta
sem fyrst og ég hef mikla trú á okk-
ar mannskap,“ sagði Falur og spáði
að leikar færu 4-1 fyrir Keflavík.
„Þetta verða alla vegana 5-6 leik-
ir. Það er mikiU hugur í mann-
skapnum og menn eru staðráðnir í
því að ná titlinum. Við höfum orðið
undir í baráttunni síðustu tvö árin
gegn Njarðvík. Það hefur gefið lið-
inu góða reynslu sem nýtist því vel
í komandi leikjum gegn Keflavík.
Blak:
Þróttur
meistari
Þróttur úr Reykjavík tryggði sér í gær
íslandsmeistaratitilinn í blaki karla þegar
liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 1-3, í 4.
* úrslitaleik liðanna um titilinn. Þróttur
sigraði í þremur leikjum en Stjarnan, sem
var að leika til úrslita í fyrsta skipti í sögu
félagsins, vann einn leik.
Þróttarar byrjuðu leikinn í gær með
miklum látum og gjörsigruðu Stjörnu-
menn í fyrstu hrinunni, 2-15. Heimamenn
hressust í annarri hrinunni og unnu
15-11. Þriðju hrinuna unnu Þróttarar,
7-15, og flórðu hrinuna, sem var jöfh og
spennandi, unnu Þróttarar, 14-16.
Þróttur ber því með réttu nafnið besta
lið landsins i karlaflokki en Þróttarar
unnu fyrr í vetur bikarmeistaratitilinn og
deildarmeistaratitilinn.
-GH
Ólafur H. Guðmundsson, fyrirliði
Þróttar með bikarinn. DV-mynd BG
Margir vináttuleikir í knattspyrnu:
Ferdinand skoraði sigurmarkið
Margir vináttu-
leikir í knattspyrnu
fóru fram í gær. Á
Wembley-leikvangin-
um í Lundúnum
unnu Englendingar
sigur á Búlgörum,
1-0, þar sem Englend-'
ingar voru miklu
betri. Sigurmarkið
skoraði Les Ferdin-
and á 7. mínútu.
Robbie Fowler lék
sinn fyrsta landsleik
en hann kom inn á í
síðari hálfleik.
í Belgrad sigruðu
Júgóslavar Rúmena,
andstæðinga íslend-
inga í undankeppni
HM, 1-0. Markið
skeraði Stojkovic á
25. mínútu.
Slóvakar lögðu
Hvít-Rússa, 3-0, og
Portúgalir unnu sig-
ur á Grikkjum, 1-0.
í Munchen sigruðu
Þjóðverjar Evrópu-
meistara Dana, 2-0,
og skoraði Oliver
Bierhoff bæði mörk-
in.
Gott hjá Norð-
mönnum
N-írar töpuðu fyrir
Norðmönnum í
Belfast, 0-2. Ole
Gunnar Solskjaer og
EgU Ostenstad skor-
uðu mörkin.
í Vín lögðu Aust-
urríkismenn Sviss-
lendinga, 1-0, með
marki gamla refsins
Andi Ogris.
í Dublin lögðu
Rússar íra, 0-2, með
mörkum Alexandr
Mostovoi og Igor
Kolyvanov.
í Brussel báru
Frakkar sigurorð af
Belgum, 0-2. PhUippe
Elbert skoraði sjálfs-
mark og Sabri La-
mouchi skoraði fyrir
Frakka.
Þá unnu Skotar
nauman sigur á
Áströlum, 1-0, og
skoraði AUy McCoist
sigurmarkið.
-GH
Bæði liðin eru jöfn að getu og hafa
góða breidd," sagði Guðmundur
Bragason, fyrirliði Grindvíkinga, á
fundinum í gær.
Breytt fyrirkomulag næst
Á blaðamannafundinum spunn-
ust umræður um ríkjandi fyrir-
lokumlag á mótinu. Mönnum finnst
almennt leikirnir orðnir allt of
margir og mikiö álag á leikmönn-
um.
Ekki kæmi á óvart þótt fyrir-
komulaginu yrði breytt fyrir næsta
tímabU.
-JKS
TILB0Ð
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Hringdu strax og við sendum þer
loftnet að lani.
Áskrlftarsfml 533 5633