Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Afmæli Jóhanna Jakobsdóttir Jóhanna Jakobsdóttir sauma- kona, Ástúni 10, Kópavogi, er sex- tug í dag, Starfsferill Jóhanna fæddist að Reykjahlíð í Mosfellsdal og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni að UUamesi í Mosfellsbæ. Jóhanna hefur unnið víða við saumastörf en sl. tuttugu ár hefur hún starfað á saumastofunni Saumsprettunni. Fjölskylda Jóhanna giftist 21.12. 1958 Sig- urbjarna Guðnasyni, f. 2.7.1931, rennismið. Hann er sonur Guðna Sigurbjarnasonar, f. 8.11. 1892, d. 18.12.1975, málmsteypumanns, og Elísabetar Gísladóttur, f. 7.2.1911, d. 4.2.1965, húsmóöur frá Viðey. Börn Jóhönnu og Sigurbjama era Guðni, f. 12.7.1957, starfar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, bú- settur í Kópavogi, en kona hans er Þorgerður Bergvinsdóttir hús- móðir og eru böm þeirra Björk, f. 14.8. 1992, og Amdís, f. 1.2. 1994, en sonur Þorgerðar er Guðbjartur Kristinn, f. 13.1. 1983; Marta Lilja, f. 8.10. 1958, hjúkranarfræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Garðar Sigursteinsson geðlæknir og era börn þeirra Jóhanna, f. 26.2. 1977, nemi í MR, Hjörtur Freyr, f. 13.1.1984, og Andrea Ósk, f. 7.1. 1992; Edda Sigríður, f. 13.10. 1960, starfsstúlka við bók- band hjá Prentsmiðjunni Odda hf., búsett í Reykjavík; Hanna Bima, f. 19.1.1963, ritari, búsett í Reykjavík en maður hennar er Reynir Steinarsson málarameist- ari og era böm þeirra Anton Öm, f. 14.7. 1984, og Nadía Rut, f. 11.8. 1990; Hörður, f. 19.1. 1963, offset- prentari, búsettur í Kaupmanna- höfn, en kona hans er Ema Björg Guðlaugsdóttir kennari og era böm þeirra Agla, f. 7.1. 1988, og Atli, f. 30.5. 1990; Elisabet, f. 26.10. 1965, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Kristján Sigurð- ur Sverrisson verktaki og er son- ur þeirra Bjami Þór, f. 19.7. 1995, en dóttir Elísabetar er Eva María, f. 2.10. 1983, en sonur Kristjáns er Alexander Týr, f. 3.3.1987, búsett- ur í Ástralíu. Stjúpdóttir Jóhönnu er Sigur- borg, f. 1.3. 1952, kennari í Reykja- vík, en maður hennar er Pétur Johnson ljósmyndari og er dóttir þeirra Margrét Halla María, f. 14.8. 1995. Jóhanna er næstyngst átta systkina. Systkini hennar: Arndís Guðríður, f. 19.9. 1923, d. 15.11. 1993; Sigurður Narfi, f. 7.5. 1926; Hjalti, f. 15.3. 1929, d. 18.6. 1992; Hulda Sigurrós, f. 9.3. 1931, d. 2.7. 1931; Baldur, f. 4.2. 1933, d. 3.8. 1933; Jakobína, f. 13.10. 1934, d. 18.9. 1935; Hulda, f. 30.7. 1937. Foreldrar Jóhönnu vora Jakob Narfason, f. 12.8. 1891, d. 18.6. 1980, frá Hafnarfirði, og Edelríður Marta Hjaltadóttir, f. 16.11. 1894, d. 10.12. 1970, frá Rauðasandi. Jóhanna Jakobsdóttir. Jóhanna verður að heiman á af- mælisdaginn. Sigurdur Leifsson Sigurður Leifsson, rafverktaki, Lækjarseli 13, Reykjavík, er sjö- tugmr í dag. Starfsferill Sigurður fæddist að Ketilsstöð- um í Hvammshreppi í Dalasýslu en ólst upp í Galtarvík í Skil- mannahreppi í Borgarfirði. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði rafvirkjun hjá Eiríki Ormssyni í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1951 og öðlaðist meist- araréttindi 1954. Sigurður var rafveitustjóri á Seyðisfirði 1958-65 og hefúr verið rafverktaki í Reykjavík frá 1965. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.6. 1984 Maríu Helgu Guðmundsdóttur, f. 31.10. 1933, húsmóður. Hún er dóttir Guðmundar Jónssonar, bónda í Eyði-Sandvík í Sandvík- urhreppi, og Kristínar Bjarnadótt- ur húsfreyju. Sigurður kvæntist 26.12. 1954, fyrri konu sinni, Jóhönnu Sig- urást Guðjónsdóttur, f. 25.4. 1931, frá Harastöðum í Fellsstrandar- hreppi í Dalasýslu. Böm Sigurðar og Jóhönnu Sig- urástar era Sigríður, f. 7.4. 1953, húsmóðir, og á hún fjögur böm; Guðjón Leifur, f. 8.6. 1955, raf- magnsiðnfræðingur, kvæntur Louisu Aradóttur og eiga þau tvær dætur; Hólmfríður, f. 8.7. 1956, húsmóðir, gift Eggerti Ól- afssyni og eiga þau fimm börn; Kolbrún Alda, f. 16.4. 1959, hús- móðir, gift Harald Haraldssyni Isaksen og eiga þau tvær dætur; Gunnar, f. 6.11. 1960, húsvörður, kvæntur Halldóra Margréti Breið- dal Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín Svala, f. 4.12. 1970, starfsmaður við dagheimili, gift Hauki Ingibergssyni og eiga þau eina dóttur. Systkini Sigurðar: Jóhannes, f. 1920, gullsmiður; Ásgerður Þuríð- ur, f. 1921, húsmóðir; Sigmundur, f. 1923, nú látinn, verkamaður; Ingiríður Helga, f. 1928, húsmóðir; Hákon Hólm, f. 1931, nú látinn, bifreiðastjóri; Grímur Hvamms- íjörð, f. 1936, rafvirkjameistari. Foreldi-ar Sigurðar vora Sigur- vin Leifur Grímsson, f. 14.8.1896, d. 25.10. 1983, bóndi í Galtarvík, frá Teigi í Hvammshreppi í Dala- sýslu, og Hólmfríður Sigurðardótt- ir, f. 22.8. 1892, d. 1.2. 1968, hús- freyja frá Pálsseli í Laxárhreppi í Dalasýslu. Sigurður Leifsson. Sigurður og María Helga era í útlöndum. Fréttir___ Bátur brotnar við ásiglingu á sker - bakkaði í land fyrir eigin vélarafli Til hamingju með afmælið 1. apríl Þrír skipverjar á trefjaplastbáti sluppu með minniháttar meiðsl þeg- ar þeir sigldu á sker við innsigling- una í Vopnafjarðarhöfn. Talið er að báturinn hafi verið á 10 til 15 sjó- mílna ferð þegar óhappið átti sér staö og köstuðust mennimir til við höggið. Gat kom á bátinn framan- verðan. Atvikið átti sér stað aðfara- Ungur maður hlaut innvortis meiðsl og var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir að ekið hafði verið yfir hann á Rúntinum á Akureyri 1 fyrrakvöld. Slysið varð með þeim hætti að Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði Hömi^nND 5687111 nótt laugardags og vora mennimir að koma úr grásleppuróðri. Trefjaplastbátar eru hólfaðir nið- ur þannig að enginn sjór komst í vélarrúm og siglingatæki virkuðu. Því tókst skipverjum, að vísu eftir að þeir höfðu sjósett gúmbjörgunar- bát, að bakka bátnum til hafnar fyr- ir eigin vélarafli þá 400 til 600 metra stúlka stöðvaði bíl sinn til að ræða við gangandi vegfaranda. Á meðan lagðist ungur maður niður framan við bilinn án þess að stúlkan yrði þess vör. Þegar hún lagði svo af staö ók hún yfir manninn. Hann var „Áin vex jafnt og þétt og komið er meira en eins og venjulegt sumar- vatn í hana núnaj Það er búist við að hlaupið nái hámarki um næstu helgi,“ sagði Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, um Skeiðarárhlaup sem hófst fyrir um það bil viku. Stafán sagði að þar sem mikið sem voru ófarnir til hafnar. Talið er víst að óhreinindi á rúðu i stýrishúsi og ljós úr landi hafi gert sjónskilyrði afar slæm með þeim af- leiðingum að bátnum var ekki siglt rétta leiö í innsiglinguna. Sjópróf fóra fram í gær vegna óhappsins. -pp fluttur í sjúkrahús, talinn lítið slas- aður, en þar kom í ljós að hann hafði hlotið innvortis meiðsl. Sam- kvæmt upplýsingum DV eru þau al- varlegs eðlis en þó ekki lífshættu- leg. -PP vatnsmagn hefði mælst í Gríms- vötnum byggjust menn við fremur stóra hlaupi en það væra fræðilegar vangaveltur. Þá sagði hann að búast mætti við að hátfan mánuð tæki fyr- ir hlaupið að réna eftir að hámarki væri náð þannig að allt ferlið tæki trúlega um það bil mánuð. -ÞK 85 ára Laufey Bergmundsdóttir, Hraunhólum 9, Garðabæ. Guðríður Eyjólfsdóttir, Laugalandi, Holta- og Landsveit. 80 ára_______________________ Guðni Ólafsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Óli J. Sigmundsson, Stóragerði 20, Reykjavík. Danlel G. Sigmundsson, Hlíf n, Torfnesi, ísafirði. Tómas Jónsson, Garðabraut 8, Akranesi. Lilja Halldórsdóttir, Hólavangi 5, Rangárvallahreppi. 75 ára Þórður Pálsson, Melhaga 5, Reykjavík. 70 ára_________________ Lárus Örn Jörundsson, Dvergabakka 30, Reykjavík. 60 ára Aðalbjörg Edda Guðmundsdótt- ir, Vífilsgötu 10, Reykjavík. Pétur Karlsson, Hrafnhólum 2, Reykjavík. 50 ára Sigurhans Wium Hansson, sendibílstjóri, Ásholti 6, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Ingigerður Magnúsdóttir tækniteiknari. Þau era að heiman. Sævar Erlendsson, Asparfelli 12, Reykjavík. Hannes Bjarnason, Breiðvangi 21, Hafnarfirði. Ólafur Brynjar Sigurðsson, Smárarima 82, Reykjavík. Jónasína Halldórsdóttir, Kjartansgötu 19, Borgarnesi. Halldóra Steindórsdóttir, Austurbyggð 10, Akureyri. Erling Proppé, Dragavegi 4, Reykjavík. Guðbjörg Þórðardóttir, Austurströnd 12, Seltjamamesi. Guðmundur I. Benediktsson, Hringbraut 4Í, Reykjavík. Anna Þórðardóttir, Hæðargötu 5, Njarðvík. 40 ára Haraldur Jónasson, Skúlagötu 52, Reykjavík. Gunnar Árni Þorleifsson, Öldugötu 48, Hafnarfirði. Valdemar S. Guðjónsson, Þórunnarstræti 132, Akureyri. Jóhannes Valgeir Skarphéðins- son, Grænukinn 21, Hafnarfirði. Helena Sigríður Jóhannesdótt- ir, Hverafold 52, Reykjavík. Hafsteinn Eyjólfsson, Frostafold 14, Reykjavík. Lilja Magnúsdóttir, Reynigrand 75, Kópavogi. Hrefna Lilja Valsdóttir, Skógarási i, Reykjavík. Guðmundur Víðir Helgason, Hávallagötu 46, Reykjavik. Ásta Kristín Skúladóttir, Þverási 15, Reykjavík. Ingibjörg Linda Guðmundsdótt- ir, Breiðvangi 18, Hafnarfirði. Anna Björg Daviðsdóttir, Kvisthaga 19, Reykjavík. Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Huldulandi 1, Reykjavík. Reynir Arnarson, Austurbraut 3, Höfn í Homafirði. Ekið yfir mann á Akureyri - eftir að hann lagðist niður framan við bíl Skeiðarárhlaup: Búist við hámarki um næstu helgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.