Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 36
FR ÉTTAS KOTIÐ SIMINN SEM ALOREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjalst ohað dagblað MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Keflavíkurflugvöllur Meint nauðgun til rannsóknar Rannsóknarlögreglan á Keflavík- urflugvelli rannsakar nú meinta nauðgun sem á að hafa átt sér stað __^á Keflavíkurflugvelli um helgina. Fómarlambið er ung íslensk kona. Málið er á frumstigi rannsóknar og fengust litlar upplýsingar hjá lög- reglu. -pp Par tekið með landa Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt karl og konu í bíl í Hlíðun- um grunuð um landasölu. Við leit í bíl skötuhjúanna fundust 16 lítrar af landa og var fólkið flutt á lögreglu- stöð. Eftir yfirheyrslur var því sleppt. -pp Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga: Biskup ekki í jafnvægi til aö sinna embætti „Ég vil aö biskup víki meðan verið er að vinna í þessu máli. Það er ekkert markmið að hann hætti alveg, það verður bara að koma í ljós þegar búið er að vinna í mál- inu hvað verður," sagði Kristján Bjömsson, sóknarprestur á Hvammstanga, í samtali við DV en hann lýsti þessari skoðun sinni í laugardagspistli I Degi síðastlið- inn laugardag. „Það er út af viðbrögðum hans og ýmsum mistökum sem hafa orðið síðan ásakanir um nauðgun- artilraun hans og kynferðislega áreitni kom fram. Ég get ekkert verið að dæma í þessu máli en ég hef rökstutt það í bréfi til hans að skynsamlegast sé að hann víki. Hann sendi mér bréf eins og öðram prestum eins og frægt er orðið og ég svaraði þvi eins og eðlilegt er. Ég tel hann hafa sýnt það að hann er alls ekkert í jafn- vægi tfl þess að sinna embættinu. Það ber auðvitað hátt þetta með bréfið sem hann sendi fjölmiðlum. Mér finnst það brot mjög alvaiiegt eins og biskup segir sjálfúr. Ég vona bara að kirkjumálaráðherra taki á þessu máii.“ Kristján telur að það þurfi ekki bara að skoða þetta mál lögfræði- lega, heldur þurfi þessir aðilar að fara í gegnum það á faglegan hátt með sérfræöingum. „Ólafur er búinn að draga bisk- upsembættið niður. Þetta er mál Ólafs Skúlasonar en ekki biskups íslands, það varðar hann sjálfan. Ég ber mig illa undan þessum við- brögðum hans. Ég tel að hann hafi brugðist á allan hátt og að hans mestu mistök séu að sitja áfram og hann er að uppskera það. Ég ber umhyggju fyrir honum og og bið fyrir honum og fjölskyldu hans,“ sagði séra Kristján. -ÞK Séra Kristján Björnsson var á Blönduósi á laugardaginn að skíra barn. Hér er hann, t.h, á tali við Benedikt Axelsson bónda eftir skírnina. DV-mynd G.Bender Þessi fimm börn voru fermd í Kotstrandarkirkju í gær. Þau eru öll systkina- börn. DV-mynd Sigrún Lovísa Anyksciat úr landi með allar eigur Sogs: Eigum meira að segja blankskó skipstjórans „Við vorum rólegir með að skipið færi ekki. Það er engin spurning að allar eigur fyrirtækisins eru um borð í skipinu. Við höfðum íjárfest í tækjum og búnaði fyrir tugi millj- óna króna og greitt alla leigu sem búið var að semja um í skrifuðum samningum við Euro Liutas í Litháen. Mig minnir að við greidd- um 32 milljónir í leigu á síðasta ári. Við álítum að þarna hafi verið stolið frá okkur og siglt burt með allar okkar eigur. Við áttum meira að segja blankskóna sem skipstjór- inn gengur á,“ sagði Gísli Jónsson, annar eigenda Sogs hf., en fyrirtæk- ið leigði litháíska togarann Anyksciat sem sigldi úr Hafn- arfjarðarhöfn fyrir helgi. Gísli sagði að Sog ætti vinnslu- línu um borð, veiðarfæri og ýmis tæki og tól tengd þeim. Allan vinnu- fatnað skipverjanna tuttugu, þ.m.t. flotgalla, kuldagalla, vettlinga, ullar- sokka og stígvél. „Við erum ráðþrota en ætlum að kanna okkar stöðu nánar. Það gefur auga leið að við höfum ekki efni á að reka málið fyrir dómstólum. Það liggur beinast við að fyrirtækið fari á hausinn," sagði Gísli en Sog var stofhað árið 1994. -bjb Öll fermingarbörnin systkinabörn DV, Hverageröi: Fimm börn voru fermd í Kot- strandarkirkju í gær, pálmasunnu- dag. Það sem var sérstakt við þá fermingu var að þau eru öll systk- inaböm. Þau heita Anna Katrín Guð- mundsdóttir frá Sauðárkróki, dóttir Guðrúnar Kristófersdóttur og Guð- mundar Pálssonar, Hákon Daði Hreinsson, Heiðmörk 31 í Hvera- gerði, sonur Ingibjargar Sigmunds- dóttur og Hreins Kristóferssonar, Katrín Ösp Emilsdóttir úr Hruna- mannahreppi, dóttir Lilju Ölvisdótt- ur og Emils Kristóferssonar, Lucinda Árnadóttir úr Reykjavík, dóttir Bjarkar Kristófersdóttur og Árna Vigfússonar og Sigurgeir Már Sigurðsson úr Reykjavík, sonur Hlífar Kristófersdóttur og Sigurðar Sigurgeirssonar. SL ÞAÐ ER MEIRA EN SKÍTALYKT AF MÁLINU - ÞAÐ ER LÍKA TÁFÝLA! Veðrið á morgun: Hægviöri víöast hvar Á þriðjudaginn er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt víðast hvar á landinu en norðlægri við norðurströndina. Skýjað verðúr um mestallt land, nema helst á Austur- og Suðaustur- landi, og rigning meö köflum norðanlands og “vestan. Á annesjum syðra má þó búast við smáéljum. Hiti verður á bil- inu l-ö stig, svalast norðan til. Veðrið í dag er á bls. 44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.