Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Fréttir Rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum við Kanada: Ohemjufjölgun veiðiskipa frá ýmsum löndum - búist við að íslensku skipunum Qölgi úr 13 í 40 á þessu ári „Það hefur orðið þarna stórfelld fjölgun á veiðiskipum frá því í fyrra. Bara íslensku skipunum fjölg- ar úr 13 til 15 í fyrra í um 40 skip í ár. Þar af eru um 20 skip af Norður- landi. Síðan hafa ýmsar þjóðir, eins og Rússar, Færeyingar, Danir, Grænlendingar og Litháar, svo ein- hverjir séu nefndir, stórfjölgað skip- um á miöunum," sagði Snorri Snorrason, skipstjóri á Dalborgu EA, í samtali við DV. Talið er að þessi fjölgun veiði- skipa standi í sambandi við þá ákvörðun NEAFC að vera meö sókn- arstýringu á veiðunum i ár en taka upp kvótakerfi á næsta ári. Menn séu að afla sér reynslu í ár til að fá kvóta á næsta ári. Sóknarstýringin nú virðist ætla að leiða til taum- lausrar veiði ef mið er tekið af þess- ari miklu fjölgun veiðiskipanna. Snorri sagðist ekki trúa því að bara yrði stuðst við afla skipa í ár þegar kvótinn verður ákveðinn á næsta ári. „Ég trúi þvi varla að ekki verði stuðst við síðustu tvö árin þegar aflareynslan verður metin,“ sagði hann. Hann sagði að auðvitað leiddi þessi aukna veiði til verðlækkunar á rækju. „Það segir sig sjálft að ef skipun- um Qölgar úr 13 í 40 kemur það ein- hvers staðar niður, svo ekki sé nú talað um þegar það bætist við ein- munatið og veiðar á rækju hér heima. Enda eru allar frystigeymsl- ur fullar af rækju hér á landi um þessar mundir,“ sagði Snorri. Þegar DV ræddi við hann var hann að koma frá því að prófa sig áfram með tvö troll. „Verið er að setja upp tvö troll hjá okkur. Öll skip á Flæmska hatt- inum eru farin að draga tvö troll í einu. Við vorum áður með 4 þúsund möskva troll en nú verðum við með tvö 3 þúsund möskva troll. Afkasta- getan ætti að aukast í samræmi við þessa stækkun,“ sagði Snorri Snorrason skipstjóri -S.dór Flæmski hatturinn: Mátti reikna með fjölgun skipa - segir Þorsteinn Pálsson „Þetta er það sem mátti reikna með að yrði eftir að NEAFC ákvað sóknarstýringu. Það hefur hins veg- ar ekkert verið ákveðið hvort kvóti verði tekinn upp á næsta ári. Við mótmæltum takmörkunum á veið- inni þannig að það mátti reikna með fjölgun skipa,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV um aukna sjósókn íslenskra skipa til rækjuveiða í Flæmska hattinum. Aðspurður hvort sér fyndist þetta of mikil sókn sagði Þorsteinn að það færi eftir mati á stofnstærðinni. Vísindanefndin heföi talið ástæðu til að takmarka sóknina en íslensk stjórnvöld hefðu verið andvíg því. Um hættu á verðfalli á rækju sagði Þorsteinn að viðbrögð mark- aðarins yrðu bara að koma í ljós. - Hvort finnst að taka eigi mið af veiði þessa árs eða lengra aftur í tímann ef ákveðið verður að taka upp kvóta i Flæmska hattinum á næsta ári? „Venjan er sú að yfirleitt eru tek- in nokkur ár til viðmiðunar. Ég get ekki sagt hvort slíkt verði gert, enda hefur ekki verið ákveðin nein stjórnun á veiðunum. Það er í sjáffu sér út í hött að tala um slíkt á þessu stigi,“ sagði Þorsteinn. -bjb Fj ölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar: Aukning í lestri hjá körlum og Helgarblað DV í mikilli sókn Fegurðardrottning Norðurlands 1996 var valin í Sjallanum á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir valinu varð Auður Geirsdóttir, í öðru sæti varð Telma Sigtryggsdóttir og í því þriðja Þórdís Ólafsdóttir. Hér er verið að setja kór- ónuna á Auöi. DV-mynd gk Umtalsverð verðlækkun á rækju: Góðærið er að koma í bakið á okkur - segir framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Rits hf. Mikil aukning varð í lestri á DV hjá körlum ef bornar eru saman niðurstöður fjölmiðlakönnunarinn- ar sem framkvæmd var 2. til 8. mars sl. og niðurstöður sambærilegrar könnunar sem framkvæmd var í október. Alls lesa 50% karla að meðaltali hvert eintak af DV nú í samanburði við 48% í október. Mest varð aukningin í lestri Helgarblaös DV. Alls lesa 59% karla Helgarblað DV nú miðað við 55% í október. Hækkunin nemur þvi alls 4 pró- sentustigum. AIls lesa 56% kvenna Helgarblað DV sem er sama hlutfall og í októ- ber. Mikil aukning varð á lestri kvenna í október en í þeirri könnun jókst lestur hjá konum á Helgar- blaði DV um alls 9 prósentustig. Sl. ár hefur lestur á Helgarblaði DV aukist um 14% og jókst lestur- inn nú um 1 prósentustig. Greini- legt er að mikil ánægja er með Helgarblaðið. Eins og fram kom í Helgarblaði DV sl. laugardag eru lesendur mjög ánægðir með þær breytingar sem hafa átt sér staö á Helgarblaðinu. í könnun sem Fél- agsvísindastofnun gerði fyrir DV í lok febrúar kom fram að 85% svar- enda voru ánægð með breyting- arnar. Fjölmiðlakönnunin er dagbókar- könnun og nær til notkunar sjón- varps og útvarps og lesturs dag- blaða og tímarita. Tekið var 1.500 manna úrtak úr þjóðskrá á aldrin- um 12-80 ára af öllu landinu. Alls bárust til baka 74% af útsendum dagbókum. Lestur á okt. mars okt. mars Ipyl „Ástæðurnar fyrir þessu eru ein- faldlega einmunatíð, góðar gæftir og mokafli. Það er auðvitað með ólík- indum að það skuli ekki hafa fallið úr nema tveir eða þrír dagar á allri rækjuvertíðinni hér á ísafirði í vet- ur. Elstu menn muna ekki annað eins. Eins hefur verið einmunatíð hjá þeim sem eru á úthafsveiðum. Og við þessar góðu gæftir bætist síð- an að afli hefur verið einstaklega mikill og góður og framleiðslan þar af leiðandi mikil. Hreint út sagt er bara um offramleiðslu að ræða. Þetta vita kaupendur ósköp vel og halda að sér höndum en auk þess er tíminn eftir áramót lakasti sölutím- inn á rækjunni. En það virðist stað- reynd, þótt ljótt sé að segja það, að þetta góðæri er að koma í bakið á okkur,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunn- ar Rits hf. á ísafirði, í samtali við DV. Hann sagði að verðlækkunin að undanföru hefði verið á bilinu 7 til 12 prósent. í fyrra varð mikil verð- hækkun á rækju eða rúm 50 prósent á árinu. „Það náði hins vegar ekki að vega upp það verðhrun sem varð á rækjumarkaðnum á árunum 1990 til 1994,“ sagði Halldór. Hann sagði menn vongóða um að verðið kæmi upp aftur þegar liði lengra fram á árið. Enda þótt aukin rækjuveiði á Flæmska hattinum hefði eitthvaö að segja varðandi of- framleiðsluna taldi Halldór hana ekki skipta sköpum varðandi verð á innfjarðarrækjunni. Hann sagði að kvótinn á innfjarð- arrækju væri að verða búinn og sennilega væri búið að veiða um 60 prósent af úthafskvótanum. DV hefur heimildir fyrir því að víða séu allar frystigeymslur og frystigámar full hjá rækjuframleið- endum. Einnig að menn séu farnir að halda að sér höndum varðandi sölu vegna verðlækkunarinnar. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.