Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Fréttir íslensk uppfinning sem eykur öryggi dýra: Búnaður sem hleypir stórgrip- um út úr brennandi húsum Tveir íslendingar, Elías Ein- arsson, veitingamaður í Rúg- brauðsgerðinni, og Axel Eiríks- son rafvélavirki hafa í samein- ingu hannað og smíðað sleppi- búnað sem hleypir stórgripum út úr brennandi húsum þó að enginn maður sé þar nærri. „Þetta er frumhugmynd að þessum búnaði og hann getur virkað mjög vel. Búnaðurinn er reykskynjari, stjómstöð og seg- ull. Þetta virkar þannig að þegar reykur kemur í skynjarann sendir hann boð í stjórnstööina og staraumurnn rotnar á seglin- um, gormur kippir í þannig að dýrin losna og hurð opnast út,“ sagði Elías í samtali við DV. „Ég fékk þessa hugmynd upp- haflega þar sem ég tengist hesta- mönnum. Ég fékk Axel með mér til að hanna í þetta rafmagnið. Það er búið að smíða tækið og sjá að það virkar,“ sagði hann. Elías sagði að um það bil fimm ár væru síðan hann fékk þessa hugmynd og um tvö ár síð- an búið var aö útfæra hana. Hann sagði að þeir félagar hefðu ekki mikið reynt að koma henni á framfæri. „Menn hafa ekki áhuga fyrr en dýrin brenna inni. Þetta er ekki dýrt í uppsetningu og við myndum setja þetta upp ef óskað væri,“ sagði Elías. | . i ; j j ]jf ! ' ; ' • H 5 I fs'V .j « ual*' I I i ‘ s j í i yg ' I f ? r - , j W | 1 ■■ i , ] , : •' J. . Elías Einarsson, vinstra megin, og Axel Eiríksson við búnaðinn þegar búið er að setja hann upp. Bændasamtökin jákvæð Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur hefur sýnt málinu áhuga og telur hugmyndina vel þess virði að þróa hana. „Ég er nýlega kominn að þessu máli og er að skoða það. Mér sýnist í fljótu bragði alveg klárt að þetta er mjög þarft verk og getur alveg gengið upp. Ég hef talað við menn hjá Bændasamtökun- um og þeir eru mjög jákvæð- ir,“ sagði Höskuldur. Höskuldur hittir þá Axel og Elías í næstu viku og verður þá búinn að gera áætlun um hvað þarf að gera til að koma þessu í gang. „Þetta er á vöruþróunar- stigi en það þarf að koma því i framleiðslu. Það sem vefst fyrir manni er verðið, þetta kostar auðvitað sitt en ég er ekki búinn að reikna út hve mikið. Bændur geta auðvitað tryggt sig fyrir alls konar áfóllum en mér sýnist þeir hugsa um skepnurnar sem líf- verur en ekki bara sem pen- inga. Tryggingamar myndu veita afslátt út á þetta en hvort hann er nægur til að það dugi veit ég ekki,“ sagði Höskuldur. -ÞK Því niiður verður nýi Páskaísinn fní Kjörís aðeins seldur uni páskíina. Viljir þú njóta hans lengur og kynnast jnnilialdiuu betur, sltaltu tryggja þór nóg iif liouuin strax. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita viöurkenningarskjöl: Besta umhverfið og mesta hreinlætið Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga veittu nýlega nokkrum eftirlits- skyldum aðilum, sem þóttu skara fram úr varðandi umhverfis- og heilbrigðiseftirlit, viðurkenningu. Viðurkenningamar vom veittar í tengslum við verkefnið Hreint Suð- urland. Veittar voru viðurkenningar fyr- ir hótel og veitingahús, gistihús - í flokki Ferðaþjónustu bænda - sund- laugar, tjaldsvæði, matvöruverslan- ir og umhverfismál. í flokknum hótel og veitingahús hlaut Hótel Edda, Kirkjubæjar- klaustri, viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi gæði varðandi hollustu-, heilbrigðis- og hreinlætisþætti, hreinlæti og snyrtimennsku í veit- ingasal, eldhúsi og á herbergjum. Einnig fyrir fjölbreyttan matseðil og framúrskarandi gæði rétta. í flokknum gistihús - Ferðaþjón- usta bænda - hlutu Hunkubakkar í Skaftárhreppi, Ragnheiður Björg- vinsdóttir og Hörður Kristinsson, viðurkenningu fyrir framúrskar- andi gæði varðandi umhverfi, holl- ustu-, heilbrigðis- og hreinlætis- þætti. Hreinlæti og snyrtimennsku í gistiskálum, umhverfi þótti einstakt og sérlega snyrtilegt. í flokki sundlauga varð sundlaug- in að Geysi, Biskupstungnahreppi fyrir valinu. Þar hlutu Sigríður Vil- hjálmsdóttir og Már Sigurðsson við- urkenningu fyrir framúrskarandi gæði varðandi umhverfi, hollustu- heilbrigðis og hreinlætisþætti. Hreinlæti og snyrtimennsku í bún- ingsaðstöðu gesta og laug og snyrti- legt umhverfi. Þá þóttu mannvirki vel hönnuð, einnig umhverfi. í flokki tjaldsvæða hlaut tjald- svæðið Kirkjubæ II, Skaftárhreppi viðurkenninguna. Ólöf Benedikts- dóttir, sem það rekur, fékk viður- kenningu fyrir framúrskarandi gæði varðandi umhverfi, heilbrigð- is- og hreinlætisþætti og snyrti- mennsku á tjaldsvæði. Gestaaðstaða þótti til fyrirmyndar og umhverfi snyrtilegt. Sú matvöruverslun sem viður- kenninguna fékk er KÁ á Selfossi fyrir framúrskarandi gæði, fjöl- breytni og hollustu matvæla, auk heilbrigðis- og hreinlætisþátta í matvörudeild sem þóttu tU fyrir- myndar. Einnig voru veitt verðlaun í flokki umhverfísmála. Það var Sorp- stöð Rangárvallasýslu bs. sem fékk viðurkenningu fyrir forgöngu i þró- un umhverfismála á Suðurlandi, fyrirbyggjandi mengunarvarnir og uppbyggingu og rekstur á flokkun- ar- og móttökustöð fyrir úrgang að Strönd í Rangárvallasýslu. -ÞK KENWOOD kraftur, gœði, ending Armúla 17, Reykiavfk, sími 568-8840

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.